Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Side 22
22 Menning 25. júlí 2012 Miðvikudagur Leitar að stúlkum n Kristín Tómasdóttir með nýja bók um stelpur K ristín Tómasdóttir legg- ur nú lokahönd á bók sem kemur út fyrir næstu jól og fjallar um veruleika ungra stúlkna. Í því skyni leitar hún að ung- um stúlkum til að ræða við um lífsreynslu sína. „Ég er að leita að stelpum á aldrinum 10–22 ára. Ég er bæði að leita að aðsendum greinum þar sem þær skrifa sínar skoðanir eða hugleiðingar og svo stelp- um sem ég get tekið viðtal við og fjallað ítarlega um í bók- inni. Ég er nú þegar búin að hitta lesbíu, grænmetisætu, galdrastelpu, forritunarsnill- ing, transstelpu, skiptinema og unga móður, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Kristín. Hún hefur á undanförnum tveimur árum sent frá sér fræðslubæk- ur fyrir stelpur. Fyrri bókin, Stelpur!, fjallaði um allt sem Kristínu fannst að unglings- stelpur þyrftu að vita og seinni bókin, Stelpur A-Ö, fjallaði um allt það sem unglings- stelpur raunverulega vilja vita en sú bók byggir á raunveru- legum spurningum frá ung- lingsstelpum. Í ár mun Kristín hafa milligöngu um jafningja- fræðslu milli stelpna og þess vegna leitar hún nú að áhuga- verðum unglingsstelpum og þeirra skoðunum. Kristín bendir áhugasömum stúlk- um á að hafa samband við sig á Facebook eða senda sér línu á netfangið kristto@hi.is. Rósir á Íslandi Um næstu helgi verða yfir 100 rósaáhugamenn frá Norðurlöndunum á Íslandi vegna Norrænu rósahelgar- innar. Rósahelgin er haldin annað hvert ár og að þessu sinni hér á landi og munu þátttakendur virða fyrir sér hvernig Íslendingum gengur að tileinka sér ræktun á rós- um í görðum sínum og sum- arbústaðalöndum. Megin- hluti dagskrár helgarinnar verður því skoðun á íslensk- um rósagörðum. Farið verð- ur í Rósagarðinn í Laugardal, tilraunagarð Rósaklúbbsins í Höfðaskógi og sex einka- garðar á höfuðborgarsvæð- inu verða skoðaðir ásamt fleiri görðum. Rósahelginni lýkur með útigrilli í sumar- bústað í grennd við Reykja- vík þar sem líta má tilraun- ir í rósarækt og ávaxtarækt í skjóli skóga sem þar hafa vaxið í rúm 50 ár. Dirty Beaches í Hörpu Miðasala á hljómleika kanadísku hljómsveitarinn- ar Dirty Beaches hefst mið- vikudaginn 25. júlí á midi. is og harpa.is. Dirty Beaches gaf út fyrstu plötu sína í fullri lengd, Badlands, í fyrra en hún fékk afbragðsdóma og mikla umfjöllun hjá erlend- um tónlistarmiðlum. Tón- leikarnir verða í Hörpu þann 4. september næstkomandi og mun hljómsveitin Singa- pore Sling, ásamt Sparkle Poison einnig koma fram. Tónleikarnir eru liður í tón- leikaröðinni Stop over series sem er samstarfsverkefni Kimi Records og Hörpu, og er studd af Icelandair, Reyka, Gogoyoko og Kex Hosteli. Galdrastelpur og græn- metisætur Kristín Tómasdóttir leitar að stelpum til að segja frá lífsreynslu sinni. Nú þegar hefur hún rætt við fjölda ólíkra stúlkna. Eitt lag enn Í tilefni af 50 ára afmæli Siggu Beinteins og 30 ára söngafmæli á árinu býður Sigga til stórtónleika í Há- skólabíói á sjálfan afmæl- isdaginn, 26. júlí 2012. Stórhljómsveit flytur vin- sælustu lög Siggu í gegnum tíðina, allt frá „Vertu ekki að plata mig“ til dagsins í dag og góðir gestir heimsækja Siggu og taka með henni lagið á veglegum ferilstón- leikum. Sérstakir gestir Siggu verða meðal annarra Björg- vin Halldórsson, Grétar Örvarsson, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Regína Ósk Óskarsdóttir, Erna Hrönn Ólafsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson. Það má sannarlega búast við tónlist- arveislu í Háskólabíói þetta kvöld. Allir bestu molArnir S afnplata Hljómskálans sem var að koma út er eins og bland í poka. Nema að á henni eru bara bestu molarn- ir. Ekkert sykurhúðað hlaup. Á plötunni er að finna 15 lög sem flutt voru í þættinum Hljóm- skálinn á RÚV í vetur. Ýmist er um að ræða frumsamið efni eða eldri lög í nýjum búningi. Ungir og ferskir tónlistarmenn og þjóðþekktir reynslubolt- ar láta ljós sitt skína og leiða saman hesta sína í mörgum laganna. Það sem er sérlega vel gert í Hljómskálanum er þessi vett- vangur. Þar sem færasta tón- listarfólki landsins gefst tæki- færi á að koma saman og gera eitthvað einstakt. Því mörg þessara laga eru ekkert annað en einstök. En umfram allt eru gæði. Ég gæti skrifað eitthvað um þau öll en ætla að ein- beita mér að þeim sem ég hef hreinlega spilað aftur og aft- ur. Og aftur. Sumargestur með Ásgeiri Trausta er seiðandi smellur sem lokkar mann til sín. Ásgeir er svo sem ekki að finna upp hjólið en vel flutt lag, vel sungið og hugljúfur texti eftir Einar Georg föður Ásgeirs. Þetta þarf ekki að vera flókið. Í sérstöku uppáhaldi er Apinn í búrinu með Magga Ei- ríks og hljómsveitinni Valdi- mar. Löðrandi „swag“ í þessu lagi um apann sem býr innra með okkur flestum og vill komast út. Maggi og Valdi- mar ná einstaklega vel saman og Valdimar sýnir það í þessu lagi og hinum tveimur sem hann syngur á plötunni, Ame- ríka og Líttu sérhvert sólarlag, að hann er einn besti söngvari landsins. Ekki bara um þessar mundir. Þvílík rödd. Ameríka er annað frá- bært lag og aftur er Maggi á ferð með eitursvala texta- smíð. Bragi Valdimar Skúla- son á lagið en hann hélt uppi stuðinu í greiningar- deild Hljómskálans ásamt Guðmundi Kristni Jónssyni. Bragi er aftur á ferðinni í laginu Líttu sérhvert sólar- lag þar sem tvær af bestu röddum landsins fá að njóta sín. Títtnefndur Valdimar og Sigríður Thorlacius. Hann á lagið og textann en hann á einnig textann í lagi Snorra Helgasonar, Öll þessi ást, sem hann flytur ásamt óska- börnum þjóðarinnar, Of Monsters and Men. Bragi er ekki hættur því hann á líka lag og texta í Berlín sem Sig- tryggur Baldursson, Hljóm- skálavörður, flytur ásamt Sigurði Guðmundssyni sem kenndur er við Hjálma. Eins og ég kom inn á er hægt á segja eitthvað gott um öll lögin á plötunni. Fárán- lega sexí lag Jóhanns Helga- sonar og FM Belfast, kúlið hjá Röggu Gísla og Lay Low, lokkandi Elín Ey og „illaða sándið“ hjá Retro Stefson. Ég tek svo stórt upp í mig að segja að hér sé á ferðinni ein besta safnplata sem gef- in hefur verið út á Íslandi. Svo einfalt er það. Hljóm- skálinn var ekki bara góð- ur skemmti- og menningar- þáttur heldur hefur hann skilið eftir sig lög sem eiga eftir að lifa um ókomin ár. Ég er kannski dottinn í nett- an „ofmatstrans“ en þannig á það að vera þegar eðalstöff ber að dyrum. Ásgeir Jónsson Sigtryggur Baldursson Hljómskálavörður Driffjöðurin á bak við frábæra þætti og skapandi vettvang. Apinn í búrinu „Löðrandi „swag“ í þessu lagi um apann sem býr innra með okkur flestum og vill komast út.“ Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Tónlist Hljómskálinn Ýmsir flytjendur Útgefandi: Sena. 15 lög, 45 mínútur Hljómskálinn „Ein besta safn- plata sem komið hefur út á Íslandi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.