Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Side 2
2 Fréttir 26. september 2012 Miðvikudagur
Særður örn fluttur til Reykjavíkur:
„Lítur út eins
og skotsár“
Særður örn var fluttur frá Þing-
vallavatni til Reykjavíkur síðasta
laugardag. Örninn hafði verið á
vergangi við sunnanvert Þing-
vallavatn, nánar tiltekið í klettum
við Hellisvík, frá því fyrir verslun-
armannahelgi að sögn Gunnars
A. Birgissonar, sumarhúsaeiganda
á Þingvöllum. Örninn hafði misst
rúmlega þriðjung líkamsþyngdar
sinnar vegna vannæringar þegar
hann fannst, var einungis 3,8 kíló
en ætti að öllu jöfnu að vera um 6
kíló. Um var að ræða 6 ára gamlan
kvenfugl.
„Við fundum hann við ósa
Ölfus ár, sem rennur niður í vatn-
ið. Hann var allur útataður í grút.
Fýllinn ætti að vera auðveld bráð
fyrir örninn þegar hann er heill
og hann ælir út úr sér grút þegar
honum er ógnað,“ segir Gunnar en
vegna meiðsla arnarins átti hann
erfitt með að veiða sér til matar
svo vikum skipti.
Goggurinn á erninum, sem
Gunnar segist hafa nefnt Arn-
fríði, var sundurtættur þegar hann
fannst. Gunnar segir að hugsan-
legt sé að skotið hafi verið á örn-
inn úr byssu. ,,Þetta lítur út eins
og skotsár. Þetta getur verið hagl
sem hefur farið í gegnum nefið
á honum eða lítið riffilskot. Það
lítur út eins og einhver hafi reynt
að skjóta hann í hausinn,“ segir
Gunnar. Hann tekur þó fram að
orsökin fyrir meiðslum arnarins
liggi ekki endanlega fyrir þó svo að
ummerkin á goggi hans líti út eins
og skotsár.
Starfsmaður Náttúrufræðistofn-
unar sótti örninn á laugardaginn
var ásamt Gunnari, að sögn þess
síðarnefnda. Farið var með örninn
til Reykjavíkur og hefur hann ver-
ið í Húsdýragarðinum í Laugar-
dal síðan þá. Gunnar segir örninn
vera í fitun í garðinum. Hann seg-
ir að dýralæknar muni nú meta
hvort örninn geti notað gogginn
úti í náttúrunni til að veiða sér til
matar. Ef svarið við því er neikvætt
mun fuglinum verða lógað. ,,Dýra-
læknar munu meta hvort örninn
geti notað gogginn út í náttúrunni
eða ekki. Ef ekki þá þarf að lóga
honum,“ segir Gunnar.
Helgi og Benedikt
metnir hæfastir
Dómnefnd sem fjallað hefur um
umsækjendur um tvö embætti
hæstaréttardómara og auglýst
voru laus til umsóknar 5. júlí 2012
hefur skilað samdóma niðurstöð-
um.
Niðurstaða dómnefndar er sú
að Benedikt Bogason og Helgi I.
Jónsson séu hæfastir til að hljóta
embætti hæstaréttardómara. Sjö
sóttu um embættin og einn dró
umsókn sína til baka. Meðal þeirra
sem sóttu um embættin voru, auk
Benedikts og Helga, Brynjar Níels-
son, Aðalheiður Jóhannsdóttir og
Ása Ólafsdóttir. Í dómnefndinni
voru Eiríkur Tómasson, Allan V.
Magnússon, Guðrún Agnarsdótt-
ir, Guðrún Björn Bjarnadóttir og
Skarphéðinn Þórisson.
É
g mat það svo að það væri
æskilegast fyrir flokkinn að
ég byði mig fram í Reykjavík,
því að hér er mikið endurnýj-
unar- og uppbyggingarferli
í gangi,“ sagði Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, þá nýkjörinn for-
maður Framsóknarflokksins, við
Morgunblaðið árið 2009. Þá sagðist
Sigmundur finna þrýsting úr grasrót
flokksins um að hann byði sig fram
á landsbyggðinni en talið þann kost
betri að bjóða fram í Reykjavík að
sinni. Á laugardag tilkynnti Sig-
mundur hins vegar að hann hyggist
flytja sig um set og bjóða fram í
Norðausturkjördæmi í stað Reykja-
víkur þar sem barátta flokksins er
líkleg til að verða nokkur. Norðaust-
urkjördæmi er eitt sterkasta vígi
flokksins.
Fylgi Framsóknarflokksins var
9,6 prósent í Reykjavík í þingkosn-
ingunum árið 2009. Í kosningunum
árið 2007 hafði flokkurinn misst sína
þingmenn í Reykjavík. Framsókn
fékk þrjá fulltrúa kosna í Reykja-
vík árið 2003. Þáverandi formaður
Jón Sigurðsson komst ekki á þing í
kosningunum árið 2007 en það var
reiðarslag fyrir flokkinn enda sagði
Jón af sér í kjölfarið. Í því ljósi voru
kosningarnar árið 2009 nokkur sig-
ur fyrir Framsókn í Reykjavík sem
stóð eftir með tvo þingmenn þau
Sigmund og Vigdísi Hauksdóttur.
Skipstjórinn fyrstur í bjarg
Flokkurinn átti erfitt uppdráttar í
sveitarstjórnarkosningum árið 2010.
Þá náði Framsókn ekki manni í
borgarstjórn og hlaut aðeins 2,7 pró-
sent atkvæða. Í mars birti Capacent
könnun á fylgi stjórnmálaflokka.
Samkvæmt þeirri könnun á Fram-
sókn von á að missa þingmann sinn
í Reykjavík norður, þótt flokkurinn
haldi væntanlega sama þingmanna-
fjölda. Sigmundur er því samkvæmt
þeim mælingum úti.
Sögulega hefur Framsókn átt
erfiðara uppdráttar í Reykjavík en
á landsbyggðinni. Af þeim sök-
um hafa formenn flokksins gjarn-
an boðið fram í Reykjavík sem
viðleitni til að styrkja flokkinn í
höfuðborginni. Í því ljósi má túlka
ákvörðun Sigmundar sem veik-
leikamerki fyrir hann en með til-
færslunni er brotin sú hefð að for-
maður flokksins leggi verk sín í
sölurnar í erfiðu kjördæmi. Þá vek-
ur ákvörðun Sigmundar athygli í
ljósi ummæla hans árið 2009 um
að hann byði sig fram í Reykja-
vík til að stuðla að uppbygginga-
starfi flokksins á svæðinu. Því
starfi er ekki nándar nærri lokið ef
marka má þjóðarpúls Capacent og
sveitastjórnarkosningarnar árið
2010. Sé miðað við þá reynslu er
ljóst að formaðurinn skilar af sér
nokkuð verra búi en hann tók við.
Árið 2007 hlaut Framsókn 5,9 pró-
sent fylgi í Reykjavík suður en 6,2
prósent í Reykjavík norður.
Ásakanir um ósannindi
Höskuldur Þórhallsson, þingmað-
ur flokksins í Norðausturkjör-
dæmi, sendi á föstudag frá sér til-
kynningu um að hann sækist eftir
fyrsta sæti á lista flokksins í kjör-
dæminu. Birkir Jón Jónsson vara-
formaður flokksins tilkynnti á
laugardag að hann ætli að stíga til
hliðar en í kjölfarið lét Sigmund-
ur vita af ætlun sinni um að bjóða
fram kjördæminu. Undarleg deila
hófst í kjölfarið þar sem bæði
Höskuldur og Sigmundur sökuðu
hvorn annan um ósannindi.
Opinberlega hefur Höskuldur
látið hafa eftir sér að honum hafi
„Ég mat það
svo að það
væri æskilegast
fyrir flokkinn að
ég byði mig fram
í Reykjavík
Formaðurinn
Fórnar
Höskuldi
n Sigmundur sækir í öryggið n Ásakanir um ósannindi n Reykjavík í verra standi en árið 2007
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is
Styður Höskuld Guðmundur Baldvin
Guðmundsson, bæjarstjórnarfulltrúi Fram-
sóknar á Akureyri stendur með Höskuldi.
Stendur með Sigmundi Hrólfur Ölvis-
son framkvæmdastjóri Framsóknarflokks-
ins stendur með formanni flokksins.
Fóru úr sínum
kjördæmum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Formaður frá 2009
Varð þingmaður árið
2009 fyrir Reykjavík
norður. Hefur tilkynnt
að hann fari fram í
Norðausturkjördæmi.
Halldór Ásgrímsson
Formaður frá 1996–2006
Varð þingmaður árið 1974
í Austurlandskjördæmi.
Flutti sig um kjördæmi
árið 2003 þá í Reykja-
víkurkjördæmi norður.
Steingrímur Hermannsson
Formaður frá 1979–1994
Varð þingmaður árið
1971 í Vestfjarðarkjör-
dæmi. Flutti sig um
kjördæmi árið 1987 þá í
Reykjaneskjördæmi.
Ólafur Jóhannesson
Formaður frá 1969–1971
Varð þingmaður Skag-
firðinga árið 1959. Flutti
sig um kjördæmi árið
1979 þá í Reykjavíkur-
kjördæmi.
Bakkar ekki
Sigmundur Davíð, for-
maður Framsóknar-
flokksins, tilkynnti að
hann ætli að færa sig
um set og bjóða fram í
Norðausturkjördæmi.
Sigmundur flytur sig
því úr baráttusæti
yfir í vígi Fram-
sóknarmanna.