Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Blaðsíða 6
Eignir rýrnuðu um
rúmA 10 milljArðA
Raðmálsóknir þrotabús Fons
n Markmið þrotabúsins er að fá til baka um níu milljarða króna
S
jö mál fyrir hönd þrotabús
eignarhaldsfélagsins Fons
voru tekin fyrir í Héraðsdómi
Reykjavíkur á mánudag.
Meðal þeirra sem þrotabúið hefur
stefnt til að endurheimta peninga er
Pálmi Haraldsson og krefst búið þess
að fjárfestirinn greiði Fons til baka þá
fjármuni sem hann lét Fons greiða
fyrir einkaneyslu sína. Þá eru að auki
stefnur gegn Jóhannesi Kristinssyni
og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Það er
þrotabú Fons sem stefnir í málunum
sem fyrr segir og er markmið búsins
með stefnunum að fá til baka um níu
milljarða króna.
Hæsta fjárhæðin sem um ræðir
er vegna greiðslu Pálma og Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar á 4,2 milljörð-
um króna frá Fons til eignarhalds-
félagsins Matthews Holding í
Lúxemborg fyrir rekstrarárið 2006.
Þrotabúið krefst riftunar á viðskipt-
unum.
Að auki telur skiptastjóri Fons að
lánasamningur upp á um milljarð
króna milli Fons og félags í eigu Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar árið 2008 hafi
verið málamyndagerningur og talið
er að milljarðurinn hafi runnið beint
til Jóns Ásgeirs. Lánið var afskrifað
skömmu eftir millifærsluna, tæp-
um sjö mánuðum síðar. Skiptastjóri
Fons, Óskar Sigurðsson, telur að
millifærslan á milljarðinum hafi ver-
ið gjöf en ekki lán til Jóns Ásgeirs og
vill hann að fjárfestirinn greiði pen-
ingana til baka.
Eins mun þrotabúið stefna Pálma
vegna riftunar á kaupum hans á
breska flugfélaginu Astraeus og
krefjast þess að hann greiði nærri 3,5
milljarða aftur til búsins. Sú stefna
verður þingfest í apríl. Lunginn úr
þeirri fjárhæð sem þrotabúið vill ná
til baka er því úr þessum tveimur
málum: arðsmálinu og kaupunum á
Astraeus. n
6 Fréttir 24. september 2012 Miðvikudagur
n Turn í Makaó og breskur fjárfestingarsjóður verðmetnir á 10,6 milljarða
H
elstu eignir einkahlutafélags-
ins Vafnings, sem í dag heit-
ir Földungur ehf., hafa rýrnað
um rúmlega tíu milljarða
króna frá því í febrúar 2008 þegar fé-
lagið tók við þessum eignum. Eign-
irnar sem um ræðir eru fasteignaverk-
efnið SJ Properties MacauOneCentral
HoldCo ehf., eignarhaldsfélag sem
stofnað var utan um byggingu íbúða-
turns í Makaó í Asíu, og breski fjár-
festingarsjóðurinn KCAJ Ltd. Þetta
kemur fram í ársreikningi Földungs
sem nýlega var skilað til ársreikninga-
skrár. Þessar tvær eignir voru í lok síð-
asta árs metnar á 355 milljónir króna
en voru í lok árs 2010 metnar á 855
milljónir króna. Rýrnun eignanna á
milli ára nemur því rúmum hálfum
milljarði króna.
Margfalt yfirverð
Földungur, sem í dag er í eigu
skilanefndar Glitnis, tók við þess-
um eignum frá dótturfélögum Sjó-
vár í byrjun febrúar 2008 fyrir bókfært
verð sem nam samtals 10,6 milljörð-
um króna – fasteignaverkefnið kostaði
5,2 milljarða og fjárfestingarsjóðurinn
5,4. Tilgangurinn með eignatilfærsl-
unni var að búa til veðrými inni í Vafn-
ingi svo félagið ætti einhverjar eign-
ir til veðsetningar á móti lánveitingu
frá Glitni sem notuð var til að endur-
fjármagna hlutabréf í bankanum sem
voru í eigu Sjóvár, Milestone, og bræðr-
anna Einars og Benedikts Sveinssona.
Um var að ræða endurfjármögnun á
láni hjá bandaríska fjárfestingarbank-
anum Morgan Stanley. Tveir af fyrr-
verandi starfsmönnum Glitnis, Lárus
Welding og Guðmundur Hjaltason,
hafa verið ákærðir fyrir umboðssvik
vegna þessarar lánveitingar.
Rýrnun eignanna nemur nánar til-
tekið 10.245 milljónum króna á síð-
astliðnum fjórum árum. Þessi rýrnun
bendir til að eignirnar hafi verið færðar
inn í Vafning á margföldu yfirverði svo
félagið ætti einhverjar eignir til veð-
setningar á móti láninu frá Glitni.
Vissi ekki hvaða eignir voru undir
Líkt og DV hefur greint frá tók Bjarni
Benediktsson, núverandi formaður
Sjálfstæðisflokksins og þáverandi
þingmaður, þátt í viðskiptum Vafnings
í byrjun febrúar 2008. Þetta gerði hann
fyrir hönd föður síns og föðurbróð-
ur, Einars og Benedikts Sveinssona.
Bjarni skrifaði undir veðsetningarskjöl
í umboði þeirra þar sem eignarhlutir
þeirra í Vafningi, sem eingöngu átti áð-
urnefndar eignir, voru veðsettir á móti
láninu frá Glitni.
Bjarni hefur sagt að hann hafi ekk-
ert komið að endurfjármögnuninni
á hlutabréfunum; hann hafi aðeins
skrifað undir áðurnefnd veðsetn-
ingarskjöl. „Að sjálfsögðu ekki. Ég
kom ekkert nálægt þeirri ákvarðana-
töku um þá endurfjármögnun sem var
að eiga sér stað á þessum tíma. Þess
vegna vissi ég ekki hvaða gerningar
lágu þarna að baki. Ég kom einungis
að þeim gerningi að veðsetja hluta-
bréfin fyrir hönd þeirra sem á þeim
héldu. Aðrir voru að vinna í endur-
fjármögnuninni í samvinnu við bank-
ann,“ sagði Bjarni í viðtali við DV í
lok árs 2009. Samkvæmt þessu vissi
Bjarni ekki hvaða eignir Vafnings lágu
til grundvallar veðsetningunni sem
hann skrifaði undir. Skilanefnd Glitn-
is situr hins vegar uppi með þessar
eignir í gegnum Földung, áður Vafn-
ing.
Bjarni hefur neitað að svara ítar-
legum skriflegum spurningum DV
um Vafningsmálið og hefur sömuleið-
is neitað blaðinu um viðtal á þeim
forsendum að ekki ríki traust á milli
hans og blaðsins.
Skuldar 43 milljarða
Vafningur skuldaði rúmlega 43 millj-
arða króna í lok síðasta árs. Gjaldfalln-
ar afborganir nema sömu upphæð.
Eignir félagsins nema rúmlega 1,3
milljörðum króna en þar af eru lán-
veitingar til KCAJ og dótturfélags þess
upp á rúmlega 800 milljónir króna.
Eiginfjárstaða félags er nú neikvæð
um sem nemur tæpum 42 milljörð-
um króna.
í skýrslu stjórnar Vafnings, sem
undirrituð er af Eiríki S. Jóhannssyni,
starfsmanni skilanefndar Glitnis,
stjórnarformanni útgerðarfélagsins
Samherja og fyrrverandi starfsmanni
Baugs, kemur fram að ekki liggi fyr-
ir hvort og þá hvernig félaginu verð-
ur slitið. „Ákvörðun um hvort og
með hvaða hætti félaginu verður
slitið liggur ekki fyrir, en unnið er að
nánari útfærslu þess í samvinnu við
kröfuhafa félagsins.“ Einungis er því
tímaspursmál hvenær félagið verð-
ur gefið upp til gjaldþrotaskipta eða
því slitið. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Vissi ekki um eignirnar Bjarni
Benediktsson hefur borið því við að
hafa ekki vitað hvaða eignir Vafningur
átti þegar hann skrifaði undir veðsetn-
ingarskjöl vegna láns til félagsins frá
Glitni í febrúar 2008. Eignirnar hafa
rýrnað um rúma 10 milljarða.
„Ákvörðun
um hvort
eða hvernig félag-
inu verður slitið
liggur ekki fyrirDrukkinn á dráttarvél
Lögreglan á Suðurnesjum hafði
á mánudagskvöld afskipti af
karlmanni á fimmtugsaldri sem
ók dráttarvél, ölvaður og svipt-
ur ökuréttindum, eftir Garðvegi.
Maður inn var að flytja heyrúllur
og athygli vakti að bæði dráttar-
vélin og vagninn voru ljóslaus að
aftan, og enginn glitmerki á vagn-
inum. Lögreglan stöðvaði akstur
mannsins og fannst þá ramm-
ur áfengisþefur af honum. Hann
var því handtekinn og færður á
lögreglustöð. Festivagninn sem
heyrúllurnar voru á reyndist við
athugun vera óskráður og einnig
vantaði skráningarmerki og bak-
sýnisspegla á dráttarvélina. Í
henni fannst hálfs lítra flaska af
áfengisblöndu, að því er segir í til-
kynningu frá lögreglu.
Framvísaði
kannabis
Kona á þrítugsaldri var stöðvuð
á mánudag þar sem hún ók,
svipt ökuréttindum, í umdæmi
lögreglunnar á Suðurnesjum.
Grunsemdir vöknuðu um að
konan væri með fíkniefni í fór-
um sínum. Það leiddi til þess að
húsleit var gerð á heimili hennar
og framvísaði hún þar kannabis-
efnum. Þá voru höfð afskipti af
tveimur ökuþórum sem óku allt
of hratt. Annar þeirra mældist á
146 kílómetra hraða á Reykjanes-
braut þar sem leyfður hámarks-
hraði er 90 kílómetrar á klukku-
stund. Hinn mældist á 128
kílómetra hraða þar sem leyfileg-
ur hámarkshraði er 70 kílómetrar
á klukkustund. Báðir eiga von á
svimandi hárri sekt.
Veittist að
kennara
Nemandi í Borgarholtsskóla veitt-
ist að kennara sínum með ofbeldi
í skólanum á mánudag.
Samkvæmt heimildum DV
var nemandinn að hlusta á tón-
list í iPod inni í kennslustund
þegar kennarinn, sem er kona,
tók heyrnartólin úr eyrum hans.
Brást þá nemandinn þannig við að
hann kýldi kennarann.
Ingi Bogi Bogason, aðstoðar-
skólameistari Borgarholtsskóla,
vildi ekki tjá sig um málið þegar
eftir því var leitað, en það mun
vera á viðkvæmu stigi.
Nóg að gera Þrotabú Fons
krefst þess meðal annars að
kaupum Pálma á flugfélaginu
Astraeus verði rift.