Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Blaðsíða 3
Nýtt andlit í Reykjavík Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagræðingur, hefur tilkynnt framboð sitt í Reykjavík. Hann sækist eftir að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Frosti Sigurjónsson er 49 ára Reykvíkingur kvæntur Auði Sigurðardóttur, umhverfisskipulagsfræðingi en þau eiga þrjú börn. Frosti er samkvæmt tilkynn- ingu með viðskiptafræðipróf frá Háskóla Íslands og meistarapróf í rekstrarhagfræði (MBA) frá London Business School. Þá segir í tilkynningunni að Frosti sé meðstofnandi og stjórnarformaður hjá hugbúnaðarfyrirtækjunum Dohop og DataMarket, og stjórnarmaður í Arctica Finance. Hann var í fimm ár forstjóri Nýherja og stjórnarformaður CCP, en þar áður fjármálastjóri hjá Marel. Frosti er stjórnarmaður í Heimssýn, samtaka gegn aðild að ESB, og einnig með- limur í Advice-hópnum andstæðingum þess að samið sé við Breta og Hollendinga um Icesave-skuldbindingar Landsbankans. Hópurinn taldi enga lagaskyldu hvíla á Íslandi að ríkistryggja innistæður Landsbankans. Árið 2010 bauð Frosti sig fram til stjórnlagaþings en hlaut ekki brautargengi. „Stjórnlagaþing er tækifæri til að koma á nútímalegu og lýðræðislegu stjórnarfari á Íslandi og ég hef mikinn áhuga á að leggja mitt af mörkum í því verkefni,“ skrifaði hann á stjórnlagavef DV fyrir kosningarnar. Þá sagðist Frosti telja ríka ástæðu til að breyta stjórnarskránni. Hann lýsti sig hlynntan breyttri kjördæmaskipan og að hann vildi sjá þeim fjölgað, jafnvel að tekin yrðu upp einmenningskjördæmi hér á landi. Frosti sagðist í svörum sínum vera stuðningsmaður þingræðis en ekki forsætisræðis og að draga ætti lítillega úr valheimildum forsetans með breyttri stjórnarskrá. Jónína Ben óákveðin Jónína Benediktsdóttir segist ekki hafa ákveðið í hvaða sæti og í hvaða kjördæmi hún mun gefa kost á sér fyrir Fram- sóknarflokkinn. Í samtali við DV segist hún ætla að funda með sínu fólki í dag, miðvikudag og tilkynna ákvörðun sína í kjölfarið. Jónína gekk aftur í Framsóknarflokk- inn fyrr á árinu, flokknum til mikillar ánægju að því er virðist. Sérstök frétta- tilkynning var send út í tilefni af nýja meðlimnum. „Framsókn hefur lært af fortíð sinni, lagað til í liði sínu, val- ið formann sem þorir og hugsar bara um lausnir fyrir landið okkar. Því hef ég ákveðið að leggja flokknum starfsþrek mitt. Persónukjör er ekki í boði fyrir næstu kosningar. Ég skora því á alla þá sem trúa á endurreisn Íslands að sameinast um flokkinn sem vill vinna hratt að lausnum. Framsóknarfólki líkar illa núverandi kyrrseta, þess vegna þurfum við að koma að nýrri ríkisstjórn,“ sagði í tilkynningu Jónínu. Hún er gift Gunnari Þorsteinssyni, betur þekktum sem Gunnari í Krossinum. Þau giftu sig árið 2010. Fréttir 3Miðvikudagur 26. september 2012 Jákvæðir Íslendingar n Væntingavísitalan ekki verið hærri frá árinu 2008 V æntingavísitala Capacent Gallup hækkaði í september, sjötta mánuðinn í röð. Fjall- að er um þetta á vef Grein- ingar Íslandsbanka en vísitalan er nú 90,1 stig og hefur ekki verið hærri síðan vorið 2008. Vísitalan nálgast nú gildið 100, en þegar hún fer yfir það stig eru fleiri jákvæðir en neikvæðir. Væntingavísitalan hefur verið undir 100 stigum frá því í mars 2008. Neyt- endur eru nú mun bjartsýnni en fyr- ir ári, en þá var væntingavísitalan 20 stigum lægri en nú. Það sem af er þessu ári hefur væntingavísitalan verið að meðaltali 78 stig en í fyrra var hún að meðaltali 60 stig yfir allt árið og hafa íslenskir neytendur því verið mun bjartsýnni það sem af er þessu ári en síðustu misseri.  Í umfjöllun Greiningar kemur fram að væntingavísitalan mæli væntingar íslenskra neytenda til efnahags- og atvinnuástands í nú- tíð og framtíð. Virðist mælingin nú í september benda til þess að bjart- sýni hafi ekki orðið fyrir neinum teljanlegum skakkaföllum þrátt fyr- ir veikingu krónunnar undanfarinn mánuð og versnandi verðbólguhorf- ur í kjölfarið. Virðast þar aðrir þættir vega á móti og veita tilefni til bjart- sýni. Þar er helst að nefna batnandi atvinnuástand, en undirvísitalan sem mælir mat á atvinnuástandi mælist nú 101,3 stig og er það í fyrsta sinn frá því fyrir hruni að vísitalan fer yfir 100 stig.  Væntingar neytenda til 6 mánaða aukast einnig mikið núna í septem- ber. Er undirvísitalan sem það mæl- ir nú 118,9 stig er er það fimmti mánuðurinn í röð sem vísitalan er yfir 100 stigum. Landinn lítur fram- tíðina nú mun bjartari augum en nú- tíðina. n Væntingar glæðast Íslendingar eru nokkuð bjartsýnir á komandi tíma, sam- kvæmt væntingavísitölu Gallup. n Sigmundur sækir í öryggið n Ásakanir um ósannindi n Reykjavík í verra standi en árið 2007 ekki verið kunnugt um fyrirætlanir Sigmundar. Þetta hefur Sigmund- ur sagt rangt og raunar hefur Hrólf- ur Ölvisson framkvæmdastjóri flokksins staðfest sögu Sigmund- ar. Í samtali við Ríkisútvarpið í gær þriðjudag, sagðist Höskuld- ur í raun hafa tilkynnt um fyrirætl- anir sínar um miðjan september á bæjarmálafundi Framsóknar á Akureyri. Þessa útgáfu af atburð- arrásinni staðfestir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfull- trúi flokksins á Akureyri. Málið úr fjölmiðlum DV ræddi við trúnaðarmenn í Framsóknarflokknum sem flestir komu af fjöllum í málinu. Á þeim er ljóst að Sigmundur hefur ekki rætt sín mál innan flokksins. Þeir sem standa formanninum næst hafa þó viljað gera sem minnst úr málinu. Ítrekað kom fram að á sínum tíma hefðu margir inn- an Framsóknar verið undrandi yfir ákvörðun Sigmundar árið 2009 að bjóða fram í Reykjavík. Þá kom fram að allt kapp væri nú lagt á það innan flokksins að draga átökin úr fjölmiðlum. Erf- iðlega gekk að ná í bæði Sigmund og Höskuld við vinnslu fréttarinn- ar þrátt fyrir ítr ekaðar tilraunir. n Þ etta er auðvitað djöfullegt mál,“ segir Björn Valur Gísla- son, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjár- laganefndar Alþingis um fjár- austrið vegna bókhaldskerfis ríkisins og drög að skýrslu þess efnis sem Rík- isendurskoðun hefur legið á frá ár- inu 2009. Kastljós hefur tvívegis fjallað um málið í vikunni. „Þetta er arfleifð gamla tímans, gamla vinnulagsins, gömlu góðu stjórnmálaspillingarinnar sem hér grasseraði,“ segir Björn Valur. Dýrt og gallað kerfi Bókhaldskerfi ríkisins var keypt árið 2001 þegar Geir H. Haarde gegndi stöðu fjármálaráðherra. Hann skrifaði undir samning við Skýrr um kaup á bókhaldskerfi fyrir um milljarð króna en í fjárlögum hafði fengist heimild fyrir 160 milljónum króna. Kastljós greindi frá því að kostnaður við kerf- ið hlypi nú á um fjórum milljörðum króna og að Ríkisendurskoðun liti svo á að ekki hefði verið staðið við gerða samninga. Fram kom að það hefði verið samdóma álit að yfirburðir kerf- isins sem Nýherji bauð hefðu ver- ið miklir þegar kom að því að sýna „keyrandi lausn“. Ljóst er þó að sú lausn sem Skýrr bauð var mun ófull- komnari en menn héldu í upphafi. Kerfið uppfyllir ekki öryggisreglur og í því eru gloppur sem gera hundruð- um starfsmanna ríkisstofnana kleift að misnota það, til að mynda með því að opna, bóka og bakfæra færslu- bækur. Að því er fram kom í Kastljósi á þriðjudag virðist að minnsta kosti tvisvar sinnum hafa komið upp atvik þar sem einkafyrirtæki fengu greidd- an sama reikninginn tvisvar frá rík- inu. Í bæði skiptin var um hundruð þúsund krónur að ræða og krafð- ist ríkið ekki endurgreiðslu á seinni greiðslunni. Átti að meta bræður sína Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi frá árinu 2008, hefur verið harðlega gagnrýndur vegna málsins enda var Alþingi ekki gert viðvart um efni skýrsl unnar og framúrkeyrslu kostn- aðar við bókhaldskerfið. Bræður Sveins, þeir Atli og Þórhallur Ara- synir tengjast einnig málinu. Atli tók við starfi framkvæmdastjóra sölu- og markaðsdeildar Skýrr árið 1999 og starfaði þar þegar útboð á bókhalds- kerfinu átti sér stað. Þórhallur var hins vegar skrifstofustjóri fjárreiðu- skrifsstofu fjármálaráðuneytisins sem hafði umsjón og innleiðingu kerfisins á sínum höndum. Þannig var Sveinn Arason í þeirri stöðu að þurfa að leggja mat á störf bræðra sinna. Heimtar svör Björn Valur er hneykslaður á ríkis- endurskoðanda og öðrum sem koma að málinu fyrir að hafa ekki veitt Al- þingi viðeigandi upplýsingar. „Þeim hefur tekist að halda aftur af þessum upplýsingum í einhvern tíma,“ seg- ir hann.„ Þetta er sama upplifunin og árin 2008 og 2009 þegar það voru sífellt að koma ömurleg mál fram í dagsljósið.“ Aðspurður hvort hon- um finnist Geir H. Haarde bera ein- hverja ábyrgð á málinu segir Björn Valur að ef einhver stjórnmálamað- ur geri það sé það helst hann. „Hann hefur nú ekki verið fús til að axla ábyrgð, en hér er ábyrgðin ekki síð- ur þeirra sem hafa ekki viljað koma þessum upplýsingum til okkar. Ég á ennþá eftir að fá svör við því hvers vegna það var ekki gert.“ Björn telur að málið sé varðað eintómum mis- tökum og fjáraustri. „Hún var eitthvað að rugla“ Vigdís Hauksdóttir þingkona Fram- sóknarflokksins hefur kallað gögn- in sem umfjöllun Kastljóss byggir á „þýfi“ og snuprað Björn Val fyrir að hafa séð gögnin. Á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar sagði Vig- dís að sér þætti „óþægilegt“ að sitja fundinn þar sem hún hafi ekki feng- ið nein gögn í hendur. Björn Valur furðar sig á málflutningi Vigdísar. „Hún hefur ákveðið að verja þetta allt saman og ég er ekki með henni í liði. Hún var eitthvað að rugla í þinginu í dag og býsnaðist yfir því að þetta hefði verið dregið fram í dags- ljósið. Ég vona að hún sé ein um þá skoðun í þinginu að það sé rétt að leyna svona upplýsingum,“ seg- ir hann. „Málið er ömurlegt, arfleifð spillingarinnar og við þingmennirn- ir verðum bara að hafa bein í nefinu til að uppræta hana.“ n Bræðurnir allt í kring n Björn Valur harðorður í garð Ríkisendurskoðunar „Hann hefur nú ekki verið fús til að axla ábyrgð Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Sveinn Arason Öll spjót beinast nú að Sveini Arasyni ríkisendurskoðanda vegna skýrslu- draga sem Ríkisendurskoðun hefur legið á. „Djöfullegt mál“ Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar er hneykslaður á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.