Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Blaðsíða 8
Óttast að vera
frá börnunum
25 þúsund innflytjendur
n 36,3 prósent innflytjenda á Íslandi upprunnir frá Póllandi
H
inn 1. janúar 2012 voru
25.442 innflytjendur á Ís
landi, eða 8 prósent mann
fjöldans. Það er fækkun frá
árinu 2011, þegar innflytjendur
voru 8,1 prósent landsmanna og
25.693 alls. Þetta kemur fram í nýj
um tölum sem Hagstofa Íslands
birti á þriðjudag.
Fjallað er um málið á vef stofn
unarinnar og þar kemur fram að
nokkuð hafi fjölgað í annarri kyn
slóð innflytjenda á milli áranna
2011 og 2012, eða úr 2.582 í 2.876.
Samanlagt var fyrsta og önnur kyn
slóð innflytjenda 8,9 prósent af
mannfjöldanum 1. janúar 2012, sem
er það sama og hún var 2011.
Innflytjandi er einstaklingur sem
er fæddur erlendis og af foreldrum
sem eru líka fæddir erlendis, sem og
afar og ömmur í báðar ættir. Önnur
kynslóð innflytjenda eru einstakl
ingar sem eru fæddir á Íslandi af for
eldrum sem eru báðir innflytjendur.
Eins og síðustu ár voru Pólverj
ar langfjölmennasti hópur inn
flytjenda hér á landi árið 2012. Alls
eru 9.228 einstaklingar upprunnir
frá Póllandi, eða 36,3 prósent allra
innflytjenda. Pólskir karlar voru
40,1 prósent allra karlkyns innflytj
enda 1. janúar 2012, eða 4.886 af
12.190. Pólskar konur voru 32,8 pró
sent kvenkyns innflytjenda. Næst
fjölmennasti hópur innflytjenda
fæddist í Litháen, 5,6 prósent en 5,4
prósent innflytjenda fæddust á Fil
ippseyjum.
Hinn 1. janúar 2012 bjuggu
18.940 fyrstu og annarrar kynslóðar
innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu,
eða 66,9 prósent innflytjenda sem
búsettir voru á landinu. Hlutfallið
af mannfjölda var hæst á Vestfjörð
um, en þar eru 13,4 prósent mann
fjöldans innflytjendur af fyrstu eða
annarri kynslóð. n
8 Fréttir 26. september 2012 Miðvikudagur
David Miliband
í háskólanum
David Miliband, fyrrverandi utan
ríkisráðherra Bretlands, er á Ís
landi þessa dagana í boði Ólafs
Ragnars Grímssonar, forseta Ís
lands, en þeir voru fyrr á þessu
ári meðal ræðumanna á Heims
þingi um höfin sem vikuritið The
Economist efndi til í Singapúr.
David Miliband er með
al þekktustu stjórnmálaleiðtoga
sinnar kynslóðar og var utanríkis
ráðherra og umhverfisráðherra í
ríkisstjórn Tonys Blair.
Hann flytur fyrirlestur í Há
tíðarsal Háskóla Íslands í dag,
miðvikudag, klukkan 12. Fyrir
lesturinn, sem ber heitið The Fut
ure of Europe: Economics, Politics
and Identity (Framtíð Evrópu —
efnahagslíf, stjórnmál og sjálfs
mynd), er opinn almenningi og
er hann liður í fyrirlestraröðinni
Nýir straumar sem forseti Íslands
stofnaði til fyrir nokkrum árum.
Fyrirlesturinn er haldinn í sam
vinnu við Háskóla Íslands.
David Miliband mun einnig
eiga fundi með Jóhönnu Sigurðar
dóttur forsætisráðherra, Stein
grími J. Sigfússyni, atvinnuvega
og nýsköpunarráðherra og Má
Guðmundssyni seðlabankastjóra.
Hann mun síðan snæða kvöldverð
á Bessastöðum með hópi al
þingismanna og eiga viðræð
ur við íslenska sérfræðinga og
vísindamenn. Hann mun kynna
sér nýtingu hreinnar orku með
heimsóknum í Jarðhitaskóla Sam
einuðu þjóðanna, Svartsengi, Bláa
lónið, Haustak, Hellisheiðarvirkj
un og fleiri staði.
Örlítil fækkun Innflytjendum hefur fækkað örlítið frá árinu 2011. Mynd Eyþór Árnason
A
ðalmeðferð í máli mæðgn
anna Emmu Trinh Thi
Nguyen og Jennýjar Ngoc
Anh Mánadóttur fór fram
á þriðjudag í Héraðs
dómi Reykjavíkur. Þar játuðu þær
að mestu þann yfirgripsmikla og
skipulagða þjófnað á verðmætum
tískufatnaði, skóm og snyrtivörum
sem þær eru ákærðar fyrir. Móðir
in er einnig ákærð fyrir að hafa haft
á heimili sínu 21 kannabisplöntu og
129,9 grömm af kannabislaufum.
sérútbúinn poki og vírklippur
Mæðgunum er gefið að sök að hafa
stundað skipulagðan búðarþjófn
að á tímabilinu frá janúar 2010
til október 2011 þegar þær voru
góm aðar við iðju sína í Smára
lind. Þjófnaðurinn var vel
skipulagður en til hans notuðu
þær sérútbúna poka, klædda
með álpappír og móðirin not
aði vírklippur í einhverjum til
vikum. Þegar lögreglan kom á
heimili þeirra fundust rúmlega
1.000 hlutir. Lögreglan þurfti að
verðleggja hvern einasta hlut til
þess að hægt væri að finna út
heildarverðmæti þýfisins, það
tók hátt á áttunda mánuð enda
magnið gífurlegt.
óttast að vera frá
börnunum
Mæðgurnar játuðu brot sín að
mestu en þó voru ákæruliðir
sem þær játuðu ekki, það voru
vörur sem voru óverðmerktar í
ákæruskjölum og engin búð
anna kannaðist við. Þær sögðu
þá hluti hafa verið í sinni eigu
og ættingja sinna. Brot Emmu, móð
urinnar, eru talsvert umfangsmeiri. Í
dómi sagði verjandi Emmu að hún
hefði tekið sig verulega á eftir að hún
var tekin. Hún væri hætt afbrotum og
óttaðist mest að vegna gjörða sinna
yrði hún að vera frá dætrum sínum
til lengri tíma ef hún yrði dæmd til
fangelsisvistar. Hún er einstæð og
tvær dætur hennar, 15 ára og 11 ára,
búa hjá henni og eru á hennar fram
færi. Auk þess dveldust stundum
dóttir hennar Jenný og barnabarn
hennar, 2 ára dóttir Jennýar stundum
hjá henni. Gæsluvarðhaldið hefði
haft djúp áhrif á hana og það hefði
orðið breyting á lífi hennar eftir það
og hún leitað sér hjálpar „innan síns
hóps“ eins og verjandi orðaði það.
deilt um verðmæti hlutanna
Deilt var um tjón ákærenda í saln
um. Verjendur mæðgnanna halda
því fram að vörurnar liggi fyrir nýj
ar og ónotaðar og því ekki um tjón
að ræða. Bótakröfur væru ekki
nægilega vel reifaðar í bótakröfu
Haga og Eros en aðrir bótakröfu
hafar mættu ekki við þingfestingu
málsins og því féll bótakrafa þeirra
frá. Upphaflega bótakrafan var upp
á 14 milljónir króna en er töluvert
lægri núna.
Kristín Ólafsdóttir lögfræðing
ur sem mætti fyrir hönd Haga sagði
vörurnar vera óseljanlegar, bæði
vegna þess að þær hefðu legið á
heimili ákærðu og ekki væri vitað
hvernig hefði verið farið með vörurn
ar. Auk þess væru þær „last season“
eða frá síðasta tímabili. Vörurnar
væru því ekki lengur til sölu í búðun
um og því hefði verðmæti þeirra
rýrnað töluvert.
Verjendur mæðgnanna vildu
að tjónið yrðu metið út frá inn
kaupsverði, það væri hið raunveru
lega tjón sem bótakrefjendur hefðu
orðið fyrir. Kristín hafnaði því og
sagði tjónið vera metið út frá því
verði sem ekki fengist fyrir hana ef
hún væri seld út úr búðinni. Vegna
þessa væri ekki gerð krafa um að
fá vörurnar til baka heldur tjón
ið greitt. Verðmæti hlutanna var
reiknað með virðisaukaskatti en
verjendur mæðgnanna höfnuðu
því að verðmæti þeirra væri reikn
að þannig. Féllst Kristín á það fyrir
hönd Haga að virði hlutanna væri
reiknað án virðisaukaskatts.
16 til 18 mánaða fangelsi
Ákæruvaldið fer fram á að Emma
verði dæmd í 16–18 mánaða óskil
orðsbundið fangelsi og Jenný í 5–6
mánuði skilorðsbundið. Auk þess
að greiða þær kröfur sem kröfuhaf
ar setji fram, sem og málskostnað
og laun verjenda. Verjendur þeirra
höfnuðu bótakröfunum og vilja að
þeim sé vísað frá dómi, til vara að
þær séu sýknaðar af þeim. Dóm
ur verður kveðinn upp í málinu á
næstu dögum. n
n Þjófamæðgurnar játa n Móðirin segist hafa tekið sig á og hætt afbrotum
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
„Smæð íslensks
samfélags
skapar miklu frem-
ur forsendur fyrir fyrir-
greiðslupólitík.
Fyrir dóm Mæðgurnar mættu fyrir dóm
á þriðjudag og játuðu að mestum hluta
þann þjófnað sem þær eru ákærðar fyrir.
5. september 2012
Íslendingar í haldi í danmörku:
Risavaxið
fíkniefnamál
Líkt og DV greindi frá í síðustu
viku var hópur Íslendinga hand
tekinn í Danmörku í tengslum við
fíkniefnamál sem teygir anga sína
víða um Evrópu. Fréttastofa Stöðv
ar 2 greindi frá því á þriðjudags
kvöld að lögreglan í Danmörku
hefði lagt hald á 35 kíló af am
fetamíni og sagði að söluandvirðið
væri um 175 milljónir króna. Er þá
miðað við að grammið kosti fimm
þúsund krónur.
Þá sagðist Stöð 2 hafa heimildir
fyrir því að einn þeirra handteknu
væri Guðmundur Ingi Þórodds
son en hann hefur hlotið þunga
dóma hér á landi fyrir innflutning
á etöflum. Hann fékk sjö ára dóm
í Hæstarétti árið 2000 en alls hlutu
ellefu einstaklingar dóm í málinu
sem varðaði innflutning á fjög
ur þúsund etöflum. Guðmundur
hlaut þyngstan dóm í málinu.
Hefur Stöð 2 heimildir fyrir því
að málið teygi anga sína frá Spáni
til Amsterdam, Kaupmannahafn
ar, Óslóar og Reykjavíkur. Lög
regluyfirvöld hér á landi og er
lendis hafa ekki viljað tjá sig um
málið.