Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Side 4
Nýtti kaupréttiNN
á Bergi og seldi svo
Fékk hærri styrk út á gráðuna
n Kristinn Ólason fékk hærri styrki en áður hefur komið fram
k
ristinn Ólason, guðfræðingur-
inn sem sagði ósatt til um dokt-
orsgráðu, þáði hærri styrki en
áður hefur komið fram. DV
fjallaði um að Kristinn hefði fengið
tæplega þriggja milljóna króna styrk
frá Rannís, úr nýsköpunarsjóði náms-
manna, út á doktorsgráðuna. Það rétta
er hins vegar að Kristinn fékk þrisvar
úthlutað rannsóknarstöðustyrk sem er
sérstaklega ætlaður þeim sem nýlega
hafa lokið doktorsnámi. Kristinn fékk
úthlutað 2,5 milljónum árið 2003 og
2,8 milljónum árin 2004 og 2005, eða
samtals 8,1 milljón króna í styrki fyrir
verkefnið „En nú hefur auga mitt litið
þig“ (Job 42,5). Bakgrunnur, merking
og markmið Jobsbókar.
Ljóst er að Kristinn hefði ekki
fengið styrkina hefði hann sagt rétt
frá doktorsgráðunni sem hann lauk
aldrei við. Samkvæmt upplýsingum
frá Rannís er málið hjá lögfræðing-
um stofnunarinnar og ekki hefur ver-
ið tekin ákvörðun um það hvort Krist-
inn verði beðinn um að endurgreiða
styrkinn.
DV hefur fjallað um mál Kristins en
hann var meðal annars stundakennari
við guðfræðideild Háskóla Íslands,
var rektor í Skálholti og ritgerð hans
var skráð í sérstakan gagnagrunn fyr-
ir íslenskar doktorsritgerðir. Viðtal við
Kristin birtist í Morgunblaðinu þann 9.
september síðastliðinn þar sem hann
sagði frá „sinni hlið mála“, eins og það
var orðað. Þar var hann spurður út í
styrkinn frá Rannís og spurður hvort
að haft hefði verið samband við hann
vegna málsins.
„Já, það hefur verið gert en meira
veit ég ekki.“ n viktoria@dv.is
4 Fréttir 26. september 2012 Miðvikudagur
n Átti kauprétt í Bergi-Hugin n Nokkrar vikur liðu á milli kaupa og sölu
M
agnús Kristinsson, út-
gerðarmaður í Vestmanna-
eyjum, nýtti sér kauprétt
sem hann átti í 45 prósenta
hlut í útgerðarfélaginu Bergi-Hugin
rétt áður en hann seldi allt hluta-
fé þess til Síldarvinnslunnar í byrj-
un þessa mánaðar. Kauprétturinn
var við Landsbanka Íslands, gamla
Landsbankann, sem hafði leyst hlut-
inn til sín árið 2009 vegna erfiðr-
ar skuldastöðu Magnúsar. Magnús
hafði haldið eftir 65 prósenta hlut í
útgerðinni sem hefur tilheyrt fjöl-
skyldu hans um árabil. Kaupverðið
sem Magnús greiddi fyrir hlutinn
hlýtur að hafa talist fullnægjandi
að mati Landsbanka Íslands eða þá
að Magnús hefur getað sýnt fram á
að hann hygðist selja Berg-Hugin
í heild sinni til Síldarvinnslunn-
ar og að Landsbankinn ætti því von
á hárri greiðslu fyrir hlutinn innan
skamms. Magnús og Síldarvinnslan
hafa ekki viljað gefa upp hversu mik-
ið austfirska útgerðarfélagið greiddi
fyrir útgerðina í Eyjum.
Einungis nokkrar vikur
Heimildir DV fyrir því að Magnús
hafi nýtt sér kaupréttinn eru traustar.
Heimildirnar herma að hann hafi
keypt hlutinn í Bergi-Hugin aftur af
Landsbankanum einungis nokkrum
vikum áður en hann seldi útgerðina
til Síldarvinnslunnar. Sjálfur neitar
hann hins vegar að ræða um málið
við DV. „Ég er búinn að segja ykk-
ur það hjá DV að þið eigið ekki að
spyrja mig spurninga. Takk samt
fyrir að muna eftir mér. Vertu marg-
blessaður,“ sagði Magnús áður en
hann skellti á.
Alveg er ljóst að samningavið-
ræður Magnúsar og Síldarvinnsl-
unnar um kaupin á Bergi hafa verið
hafnar þar sem skuldastaða Magn-
úsar er þannig að hann hefur ekki
fjárhagslegt bolmagn til að kaupa
svo stóran hlut í svo verðmætri út-
gerð upp á sitt eindæmi. Magnús
hefur því keypt hlutinn í Bergi-
Hugin til baka til þess eins að selja
hann, og hlutinn sem hann hélt eft-
ir, aftur til Síldarvinnslunnar.
Síldarvinnslan svarar ekki
Gunnþór Ingvason, fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar,
vill ekki svara spurningum DV um
málið. DV lék meðal annars forvitni
á að vita hvort Síldarvinnslan hefði
skrifað upp á pappíra um fyrirhug-
uð kaup á Bergi-Hugin sem gerðu
Magnúsi kleift að kaupa hlutinn
í útgerðinni aftur af Landsbank-
anum. „Við höfum sent frá okk-
ur fréttatilkynningu um kaupin á
Bergi-Hugin þar sem kemur fram
hver seljandi bréfanna er. Málið er
núna á borði Samkeppniseftirlitsins
og mun SVN ekki tjá sig frekar um
viðskiptin meðan málið er þar til af-
greiðslu.“
Af hverju?
Spurningin sem stendur eftir er af
hverju Magnús nýtti sér forkaupsrétt-
inn á Bergi til þess eins að selja fyrir-
tækið strax aftur til Síldarvinnslunnar.
Eitt svar er auðvitað að Síldarvinnslan
hafi eingöngu viljað eignast allt hlutafé
í útgerðinni og að möguleiki hafi ver-
ið á því vegna forkaupsréttar Magn-
úsar. Afar líklegt er að Landsbanki Ís-
lands hafi vitað að Magnús væri að fara
að selja útgerðina til Síldarvinnslunn-
ar og að kaupverðið sem hann greiddi
fyrir hlut bankans hafi verið fullnægj-
andi.
Þá stendur hins vegar eftir hvort og
þá hversu mikið Magnús sjálfur fékk í
vasann fyrir að selja Síldarvinnslunni
útgerðina. Í forkaupsrétti hans að hlut
bankans fólust vissulega verðmæti
þar sem fleiri útgerðarfélög hefðu ör-
ugglega verið áhugasöm um kvóta
Bergs-Hugins hefði hlutur bankans
verið seldur í opnu söluferli. Magnús
vill hins vegar ekki ræða um söluna á
Bergi-Huginn – eða annað – við DV. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Nokkrum vikum áður Magnús Kristinsson nýtti
sér kauprétt á hlut Landsbanka Íslands í Bergi-
Hugin nokkrum vikum áður en hann seldi allt
hlutafé félagsins til Síldarvinnslunnar. Ekki
liggur fyrir hvaða hvatar lágu þar að baki.
„Ég er búinn að segja ykkur
það hjá DV að þið eigið
ekki að spyrja mig spurninga
Leiðrétting
Í síðasta helgarblaði DV kom
fram í frétt og leiðara blaðsins að
breytingar á gjaldeyrishaftalög-
um, sem lögbundnar voru í mars
síðastliðnum, hefðu verið unnar af
fjármálaráðuneytinu í samvinnu
við Seðlabanka Íslands. Þetta er
rangt: Breytingarnar voru unnar af
efnahags- og viðskiptaráðuneytinu
í samvinnu við Seðlabankann.
Hallgrímur
Helgason á
Beinni línu
Rithöfundurinn, listmálarinn
og þjóðfélagsrýnirinn Hallgrím-
ur Helgason verður á Beinni
línu á DV.is í dag, miðvikudag.
Mun hann sitja fyrir svörum frá
klukkan 13 til 14 og geta lesend-
ur spurt hann spjörunum úr.
Kunnustu bækur Hallgríms eru
101 Reykjavík, Höfundur Íslands
og Rokland. Nýjasta bók hans,
10 ráð til að hætta að drepa fólk
og byrja að vaska upp, hefur
slegið rækilega í gegn í Evrópu
og Bandaríkjunum.
Gæddi sér
á þýfinu
Kona um fimmtugt var stað-
in að hnupli í 10–11 verslun í
Leifsstöð fyrir fáeinum dög-
um. Um var að ræða lítilræði
af matvöru, sem konan tók
ófrjálsri hendi. Hún stóð svo
við inngang brottfararmegin
og gæddi sér á góssinu þegar
lögreglu bar að. Hún gekkst
við því að hafa tekið um-
ræddan varning, en þar sem
enginn hefði verið til að af-
greiða sig hefði hún geng-
ið út án þess að borga. Hún
kvaðst gjarnan vilja greiða
fyrir matvælin, en vildi ekki
fyrir nokkurn mun aftur inn
í verslunina. Því varð úr að
hún lét lögreglu hafa pen-
inga, sem fór inn, greiddi skuld
hennar, fékk kvittun, sem kon-
an fékk í hendur og þar með
var málinu lokið.
8 milljónir út á gráðuna Kristinn þáði
rúmar 8 milljónir í styrk út á doktorsgráðuna
sem hann sagðist vera með.