Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Síða 12
n Barnaþrælkun stórt vandamál á Indlandi n 36 börnum bjargað
Eitt barn hvErfur á
hvErjum 6 mínútum
Doktor Dauði úrskurðaður látinn
n Aribert Heim framkvæmdi skelfilegar tilraunir í útrýmingarbúðum Nasista
N
asistinn Aribert Heim, al-
ræmdur stríðsglæpamaður
frá tímum síðari heimsstyrj-
aldarinnar, hefur verið úr-
skurðaður látinn af dómstól í Ba-
den-Baden í Þýskalandi. Heim, sem
hlaut viðurnefnin Doktor Dauði
og Slátrarinn frá Mauthausen, var
einn þeirra stríðsglæpamanna sem
Simon Wiesenthal-stofnunin, sem
beitir sér fyrir því að elta uppi stríðs-
glæpamenn og þá sér í lagi nas-
ista, lagði einna mestu áherslu á að
finna.
Talið er að Heim hafi haldið
til í Egyptalandi um langt skeið
þar sem hann snérist til Mú-
hameðstrúar. Aribert framkvæmdi
skelfilegar læknisfræðilegar til-
raunir á föngum í útrýmingarbúð-
um nasista. Hann er meðal annars
sagður hafa sprautað fanga í hjart-
að með bensíni, vatni og eiturefn-
um og fjarlægt líffæri án þess að
deyfa sjúklinga sína. Talið er að
Aribert hafi borið beina ábyrgð
á dauða 300 fanga í útrýmingar-
búðunum.
Það var fyrir þremur árum sem
fyrstu vísbendingar um dauða
Ariberts, sem fæddist árið 1914,
komu fram í dagsljósið. Var hann
sagður hafa látist úr krabbameini
árið 1992 og var sú saga staðfest af
dómstólum í Þýskalandi á föstudag.
Eftir stríðið, eða allt til ársins
1962, bjó Aribert í Baden-Baden
þar sem hann gegndi störfum sem
læknir. Hann er sagður hafa flúið
land árið 1963 eftir að hann varð eft-
irlýstur vegna stríðsglæpa sinna og
farið til Egyptalands þar sem hann
bjó allt til dauðadags. Árið 1979 var
hann formlega ákærður í Þýska-
landi fyrir stríðsglæpi og alþjóðleg
handtökuskipun var gefin út.
Árið 1980 snérist hann til Mú-
hameðstrúar og tók upp annað
nafn, Tarek Hussein Farid. Dóm-
stóllinn í Baden-Baden lagði með-
al annars til grundvallar framburð
sonar Ariberts við dánarúrskurðinn.
Forsvarsmenn Simon Wiesenthal-
stofnunarinnar hafa lýst því yfir að
þeir séu vonsviknir yfir því að Heim
sé látinn – hann hefði átt skilið að
hljóta refsingu vegna brota sinna. n
12 Erlent 26. september 2012 Miðvikudagur
E
itt barn er numið á brott frá for-
eldrum sínum á sex mínútna
fresti á Indlandi. Samkvæmt
tölum frá mannréttindasam-
tökunum Bachpan Bachao
Andolan var tilkynnt um hátt í 100
þúsund barnshvörf á Indlandi á
síðasta ári. Flest þessara barna eru
fórnarlömb mansals. Þau eru seld í
þrælkunarvinnu á sveitabýlum eða
fyrirtækjum eða í kynlífsþrælkun. Á
undanförnum árum hafa indversk
stjórnvöld í auknum mæli beint
spjótum sínum að þeim misgjörðar-
mönnum sem bera ábyrgð á þessum
mannránum. Það er mikil breyting
frá því sem áður var þegar yfirvöld
skelltu skollaeyrum við vandamál-
inu, að því er fram kemur í umfjöll-
um Washington Post.
Sonurinn hvarf
„Þessi tvö ár voru lifandi helvíti,“
segir Indverjinn Iqbal Ali, faðir
hins níu ára gamla Irfan. Irfan var
numinn á brott fyrir tveimur árum
af tveimur mönnum á mótorhjóli
þegar hann var á leið heim til sín
eftir að hafa leikið við vini sína. Fað-
ir hans rak bakarí í bænum Nangloi
skammt frá Nýju-Delí þegar sonur
hans hvarf og neyddist hann til að
hætta rekstri til að leggja áherslu á
að finna son sinn.
Irfan var, líkt og mörg önn-
ur börn, seldur til vinnu á sveita-
býli um 400 kílómetra norðvest-
ur af Nýju-Delí. Martröð foreldra
Irfans hlaut góðan endi á dögun-
um þegar sonurinn skilaði sér heim.
Honum tókst að brjóta sér leið út
úr kofanum þar sem honum var
haldið. Hann flúði og hélt til hjá
fjölskyldu skammt frá sveitabýlinu
um nokkurra mánaða skeið. Þegar
hann sá umfjöllun um barnshvörf
og viðtal við foreldra sína í sjónvarpi
ákvað hann að freista þess að kom-
ast heim. Hann tók lest til Nýju-Delí
og rútu til Nangloi þar sem foreldrar
hans búa. Hann ráfaði svo um bæ-
inn og rakst á gamlan félaga sem
fylgdi honum heim.
Borðaði afganga
„Ég átti að baða vísundana, fæða þá
og hreinsa mykjuna,“ segir Irfan um
hlutverk sitt á sveitabænum. „Ég fékk
að borða einu sinni á dag – afganga.
Ef ég hagaði mér illa var ég bund-
inn á höndum og fótum,“ segir hann.
Móðir hans gat ekki lýst ánægjunni
með að fá son sinn heim. „Við erum
bara himinlifandi. Við fórum og
keyptum föt á alla fjölskylduna. Fötin
hans voru orðin allt of lítil enda hafði
hann stækkað svo mikið,“ segir móð-
irin, Shabnam.
Mannrán eru þó ekki eina hætt-
an sem indversk börn standa frammi
fyrir. Til eru mörg dæmi þess að börn
séu seld af foreldrum sínum gegn því
loforði að séð verði um þau og þau
muni senda peninga heim. Þar af
leiðandi er aldrei tilkynnt um að þau
séu horfin.
500 krónur á mánuði
Alþjóðavinnumálastofnunin (e. Inter-
national Labor Orginization) segir að
vinnuþrælkun sé mjög dulið vanda-
mál og engar nákvæmar tölur séu til
um umfang vandans. Að sögn stofn-
unarinnar gerir „hófleg“ áætlun ráð
fyrir að 5,5 milljónir barna séu fórn-
arlömb vinnuþrælkunnar á heims-
vísu. Þetta er ekki í takt við tölur ind-
verska yfirvalda sem telja að á bilinu
5 til 12 milljónir barna séu í vinnu-
þrælkun á Indlandi.
Fyrir skömmu bjargaði indverska
lögreglan 36 börnum úr þrælkunar-
búðum. Hlutverk barnanna, sem
voru allt niður í sex ára gömul, var
að búa til armbönd og fengu þau afar
lág laun fyrir langa vinnudaga. Þau
unnu í tíu klukkustundir á dag og
fengu sem samsvarar 500 krónum á
mánuði.
Í síðasta mánuði lagði indverska
ríkisstjórnin fram frumvarp þess
efnis að blátt bann verði lagt við því
að börn yngri en fjórtán ára stundi
vinnu í landinu. Frumvarpið á eft-
ir að fara í gegnum indverska þing-
ið. Mannréttindasamtök hafa fagnað
frumvarpinu sem stóru skrefi fram á
við en vara þó við því að margt sé enn
óunnið. n
Börnunum bjargað Hér
sjást börn stíga út úr bifreið
í Indlandi. Þau voru vinnu-
þrælar og bjuggu til armbönd
við slæmar aðstæður.
„Ef ég hagaði mér
illa var ég bundinn
á höndum og fótum.
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Alræmdur Aribert Heim
var eftirlýstur um langt
skeið vegna glæpa sinna.
Fordóma-
fullur Tinni
Tinnabækur hafa verið teknar úr
hillum Kulturhuset í Stokkhólmi
vegna þess að þær þykja fordóma-
fullar. Dagens Nyheter greinir fá
því og hefur eftir Behrang Miri,
umsjónarmanni barna- og ung-
lingabóka, að í Tinna-bókunum
séu Afríkubúar settir fram sem
heimskt fólk, Arabar fljúgi á tepp-
um og að Tyrkir reyki vatnspíp-
ur. Bækurnar séu fullar af staðal-
ímyndum sem séu skaðlegar
börnum og ungmennum. Þau
drekki í sig upplýsingarnar gagn-
rýnislaust.
Fleiri teiknimyndasögur gætu
hlotið sömu örlög því starfsmenn
safnsins fara nú yfir allar gömlu
barnabækurnar með það fyrir
augum að bjóða ekki upp á bækur
sem eru fullar af fordómum eða
staðalímyndum.
Danir hlífðu
Íslendingum
Danir ákváðu að taka ekki þátt
í kosningu um refsiaðgerð-
ir Evrópusambandsins gegn Ís-
lendingum og Færeyingum vegna
makríldeilunnar. Mette Gjord-
skov, matvælaráðherra Danmerk-
ur, segir við danska fjölmiðla að
Danir hafi setið hjá vegna þess að
Færeyingar gætu orðir þeir fyrstu
sem refsiaðgerðirnar bitna á. Hún
leggur áherslu á mikilvægi þess
að ná samkomulagi í deilunni og
koma í veg fyrir ofveiði. Refsi-
aðgerðir verði að vera í samræmi
við alþjóðasamninga. Gjordskov
telur að refsiaðgerðum verði ekki
beitt fyrr en kvóti næsta árs verði
ákveðinn.
Stórfelldur
niðurskurður
Franskir embættismenn munu
hér eftir ferðast á almennu farrými
auk þess sem bílafloti opinberra
starfsmanna munu í framtíðinni
samanstanda af rafmagns- og
tvinnbílum. Claude Bartolone,
forseti þingsins, segir að ríkis-
stjórnin muni nú þurfa að taka á
sig mesta niðurskurð í áraraðir.
Fjárlagahallinn nemur jafnvirði
4.800 milljarða íslenskra króna.
Laun æðstu embættismanna
landsins hafa þegar verið lækk-
uð um 30 prósent en fyrirséður er
mikill niðurskurður í öllum opin-
berum útgjaldaliðum í Frakklandi.