Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Blaðsíða 13
Minnsta 5 ára
stúlka í heimi
Erlent 13Miðvikudagur 26. september 2012
M
innsta stúlka í heimi, hin
fimm ára gamla Charlotte
Garside, hóf skólagöngu
sína fyrr í mánuðinum.
Það var stórt skref fyrir
hina smágerðu Charlotte en hún er
aðeins 68 sentímetrar á hæð og rúm
lega 4 kíló að þyngd, svipuð nokkurra
vikna gömlu barni. Í síðustu viku fór
hún í fyrsta sinn í skóla með jafnöldr
um sínum. Þetta kemur fram á vef
Dailymail.
Unir sé vel í skólanum
Foreldrar Charlotte, þau Scott
Garside og Emma Newman, vilja að
dóttir þeirra lifi sem venjulegustu
lífi þrátt fyrir smæð sína. Charlotte
fæddist sem dvergur og er með afar
sjaldgæfa tegund dvergvaxtar, svo
sjaldgæfa að ekki er til nafn yfir hann.
Læknar mátu lífslíkur Charlotte ekki
miklar þegar hún fæddist og bjugg
ust ekki við því að hún myndi ná eins
árs aldri. Charlotte hefur þó afsann
að flest það sem læknar hafa spáð
fyrir um og er nú komin í skóla. „Hún
er mjög eftirtektarsöm og skólinn
hefur nú þegar sagt okkur að hún sé
með námsþroska á við 3 ára gamalt
barn, sem er meira en við héldum,“
segir Emma.
Charlotte unir sér vel í skólan
um þrátt fyrir að vera langtum minni
en flestir skólafélagar sínir. Reynd
ar gengur hún enn í fötum fyrir ný
fædd börn en foreldrar hennar og
systur segja að þrátt fyrir smæð sína
sé persónuleiki hennar risastór.
Fái sem mest út úr lífinu
Móðirin viðurkennir að hún hafi
haft smá áhyggjur yfir því að
Charlotte væri að byrja í skóla og
hvernig skólafélagarnir myndu taka
henni. „Auðvitað hafði ég áhyggjur
af því að krakkarnir myndu stríða
henni. En hún hefur sérkennara
sem lítur eftir henni og hún er ekki
eins viðkvæm og búast mætti við,“
segir Emma.
Fjölskylda Charlotte segir hana
vera fjöruga og vilja helst vera á
fullu allan daginn. Hún kemur fjöl
skyldumeðlimum sífellt á óvart.
Foreldrar hennar vilja að hún fái
að mennta sig með jafnöldrum sín
um og fái sem mest út úr lífinu. „Við
gátum ekki vitað það með vissu að
hún myndi lifa svona lengi. Það
hafa komið tímar þar sem við héld
um að við værum að missa hana.
En hún hefur lag á að koma manni
á óvart,“ segir Emma og tekur fram
að sú litla sé ótrúlega dugleg. „Hún
heldur sínu striki og við bíðum
spennt eftir því hvað næsta ár hefur
í för með sér.“ n
n Charlotte byrjaði í skóla í síðustu viku
Í skólanum Hér er Charlotte með tveimur bekkjarsystrum sínum. Þær eru jafnaldrar en
töluverður stærðarmunur er á þeim.
Með mömmu og pabba Hér er Charlotte með foreldrum sínum. Þau segja hana sífellt
koma á óvart en í fyrstu voru lífslíkur hennar ekki metnar miklar.
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Vekur athygli Myndirnar af Kate hafa vakið athygli hjá breskum almenningi.
Margir séð
myndirnar
E
inn af hverjum fimm Bretum
sem náð hafa átján ára aldri hafa
séð myndir af Kate Middleton,
hertogaynju af Cambridge, þar
sem hún sólar sig berbrjósta í sumar
fríi í Frakklandi. Myndirnar voru birt
ar á dögunum í franska blaðinu Closer
og síðan endurprentaðar í aukablaði
sem fylgdi með ítalska slúðurblaðinu
Chi. Bæði blöðin eru í eigu sama út
gáfufélags.
Breska markaðsrannsóknarfyrir
tækið YouGov framkvæmdi á dögun
um könnun þar sem áhugi bresks al
mennings var kannaður. Hann virðist
vera töluverður þó svo að myndirnar
hafi ekki verið birtar í bresku slúður
pressunni. Tuttugu prósent aðspurðra
sögðust hafa skoðað myndirnar á ver
aldarvefnum en eitt prósent sagðist
hafa séð þær í erlendum tímaritum
sem hafa birt myndirnar. Þá sögðust
þrír af hverjum fjórum, eða 75 pró
sent aðspurðra, að það hafi verið rétt
ákvörðun hjá bresku konungsfjöl
skyldunni að lögsækja útgáfufyrir
tæki Closer og Chi og fara fram á lög
bann á frekari birtingu myndanna.
Þá sögðust 61 prósent aðspurðra telja
að ljósmyndarinn, sem tók umrædd
ar myndir, ætti að vera sóttur til saka.
Áhugi breskra karlmanna er meiri
en breskra kvenna. Þannig sögðust
25 prósent karlmanna hafa skoðað
myndirnar af Kate á netinu en aðeins
fimmtán prósent kvenna. Þá leiddi
könnunin í ljós að áhuginn er mestur
meðal ungra karlmanna. Hátt í helm
ingur breskra karlmanna á aldrinum
18–24 ára höfðu séð myndirnar sam
anborið við 32 prósent karla á aldrin
um 25–39 ára. Sjö prósent þeirra karla
sem komnir eru yfir sextugt höfðu
skoðað myndirnar af Kate. n
n Berbrjósta Kate vekur áhuga Breta