Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2012, Page 14
Sandkorn E ftir að bankarnir hrundu spratt upp hópur fólks sem lifði á hræjum hinna föllnu fjármála­ stofnana. Afæturnar eru flestar lögfræðingar sem loksins náðu að komast í feitt. Það þótti hneykslan­ legt þegar DV sagði frá því eftir hrun að kólfar skilanefnda og slitastjórna væru með 25 þúsund krónur á tímann. En síðan hefur mikið fé runnið ofan í vasa afætna sem í engu hafa sannað sig í viðskiptalífinu en nærast á fjár­ munum sem þær koma hvergi nálægt því að skapa. Bruðlið hjá sumum þeirra sem hafa forræði yrir þrotabúum gömlu bankanna er stjórnlaust. Verst er það þó væntanlega hjá Steinunni Guð­ bjartsdóttur sem í krafti þess að vera formaður slitastjórnar Glitnis hefur sópað til sín gríðarlegum fjármun­ um. Uppgefin laun formannsins á ár­ inu 2009 námu 63 milljónum króna. Og þar skal haft til hliðsjónar að þessi einstaklingur hefur ekki unnið nein stórvirki í viðskiptalífinu. Hjá slitastjórn Glitnis hafa starfað um 40 manns sem hafa fengið um þrjá millj­ arða króna í laun frá árinu 2009. Tugir milljarða hafa runnið frá hinum fallna banka í sumpart furðulegan kostnað vegna lögfræðiráðgjafar í útlöndum. Skilanefndir og slitastjórnir starfa utan venjulegrar lögsögu og ráða sér sjálfar. Hrokinn er takmarkalaus eins og sjá má af því að Steinunn og aðrir í slitastjórn Glitnis hafa neitað lífeyris sjóðnum Gildi og Lífeyrissjóði verslunarmanna um sundurliðun á kostnaði. Skilaboðin til þessara hags­ munaaðila er að þeim komi þetta ekki við. Þau hafa aðeins drattast til þess að gefa upp heildartölu sem er svim­ andi há og var skýr vísbending um að einstaklingar væru að maka krókinn. Um liðna helgi upplýsti síðan fréttavefurinn Vísir að lögmennirnir Steinunn Guðbjartsdóttir og félagi hennar í slitastjórn, Páll Eiríksson, hefðu undir flaggi lögfræðistofa sinna rukkað þrotabúið um 850 milljónir króna frá árinu 2009. Steinunn og Páll fengu 200 milljónir í fyrra. Þetta er svimandi upphæð og í raun óskiljan­ legt að þetta fólk skuli komast upp með slíka innheimtu. Það er brýn nauðsyn til þess að rannsakað verði hvort þarna sé um að ræða óeðlilega sjálftöku á peningum. Engin leið er til að fallast á að Steinunn sé þess virði að henni séu borgaðar meira en 5 milljónir króna í mánaðarlaun. Þetta eru ofurlaun eða öllu heldur okurlaun ef litið er til framlagsins. Það má öllum vera ljóst að þarna er ekkert eðlilegt á ferðinni. En líklega er athæfi þessa fólks löglegt. Jafnframt er rétthugsandi og heiðarlegu fólki mis­ boðið og það er almenn og útbreidd skoðun að framgangan sé siðlaus. Bloggarinn Jóhannes Ragnarsson er einn þeirra sem ofbýður. Hann sagði í athugasemd á Facebook­síðu sinni: „Mig minnir að svona fólk hafi í eina tíð verið kallað sjálftökuhyski. En sjálf­ sagt er búið að finna fallegra og betur viðeigandi nafn á svona athafnaséní.“ Víst er að margir geta tekið undir með honum. Skot á formann n Vigdís Hauksdóttir, þing­ maður Framsóknarflokks­ ins, er þekkt fyrir að segja hug sinn í flestu. Hún er ekki á förum úr Reykjavíkur­ kjördæm­ unum eins og formað­ ur hennar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem ætlar í slag við Höskuld Þórhallsson í Norðausturkjördæmi. Það var fast skotið þegar Vig­ dís sagðist í samtali við DV ekki vera kjördæmaflakk­ ari. Fæstir hafa skýringar á hliðarspori Sigmundar aðrar en þær að hann óttist fall í Reykjavík. Axarskaft ráðherrans n Eftir það axarskaft Guð- bjartar Hannessonar velferð­ arráðherra að hækka laun Björns Zoega um tæplega hálfa milljón á mánuði er nokkuð ljóst að hann er ekki lengur formannsefni. Hugs­ anlegt er að hann hafi að einhverju marki bjargað ferli sínum með því að afturkalla hækkunina. Hitt er þó ljóst að hann iðrast einskis og tel­ ur ákvörðun sína hafa verið réttlætanlega. Nú vænkast hagur Árna Páls Árnasonar sem gengur í lopapeysu að ráði ímyndarfræðinga sem vilja að hann fái landsföður­ legt yfirbragð. Eldhús Bjarna n Bjarni Benediktsson, for­ maður Sjálfstæðisflokksins, er í klípu eftir að hann neitaði að koma í formannsviðtal í DV ólíkt öðrum stjórnmála­ leiðtogum. Bjarni er lítt hrifinn af um­ ræðunni um Vafning og vill tryggingu fyrir því að vera ekki spurður um það mál. Í stað þess að svara kjósendum sínum lét hann Morgunblaðið birta myndir af eiginkonu sinni í glæsilegu eldhúsi þeirra hjóna. Ekki var orð um vafninga sem hefðu getað valdið hugrenninga­ tengslum. Víst er að margir dáðust að smekkvísi hjón­ anna við val á innréttingum. Dögun Þorvaldar n Þessa dagana er rokkrúta Dögunar á fleygiferð um landið undir stjórn Lýðs Árna- sonar læknis. Ökumaður rút­ unnar er svo kosningasmali Samfylkingar og Sjálfstæðis­ flokks, Guð- mundur Jón Sigurðsson. Tilgangur ferðarinnar er að laða að kjósendur og tryggja flokkn­ um þingsæti. Stærstu tíð­ indin eru væntanlega þau að Þorvaldur Gylfason prófessor er um borð í rútunni. Þykir það vera vísbending um að hann muni hugsanlega fara í fram­ boð fyrir Dögun. Það er mat flestra að framboð hans geti skipt sköpum fyrir flokkinn. En svona er bara lífið Ég er félagsfælin Sérsveitarmaður bjargaði Sigmundi Erni á bar. – DV Erna Gunnþórsdóttir leikur í sjónvarpsþáttum en segir að hún yrði vonlaust „celeb“. – DV Okurlaun Steinunnar„Skötuhjúin fengu 200 milljónir í fyrra M ér er það algjörlega til efs að nokkurt annað mál sé jafn þýðingarmikið fyrir íslenska alþýðu þessa lands eins og afnám verðtryggingar á lánum til neyt­ enda. Verðtryggingin hefur leikið ís­ lensk heimili skelfilega á undanförn­ um árum og áratugum. Sem dæmi þá hafa verðtryggðar skuldir íslenskra heimila hækkað um tæpa 400 millj­ arða frá 1. janúar 2008 til dagsins í dag. Með öðrum orðum, verðtryggingin hefur farið eins og skýstrókur um ís­ lensk heimili, sogað allan eignarhluta í burtu og fært hann yfir til fjármála­ fyrirtækja og erlendra vogunarsjóða. Þetta miskunnarlausa óréttlæti verður með öllum tiltækum ráðum að stöðva og það án tafar. Verðtryggðar skuldir íslenskra heimila voru að meðaltali í kring­ um 20 milljónir króna þann 1. janúar 2008 sem þýðir að lán sem hefði þá staðið í þeirri upphæð hefur hækk­ að um 8,1 milljón frá áðurnefndu tímabili sem gerir það að verkum að umræddar skuldir hafa hækkað um 144 þúsund krónur hvern einasta mánuð síðan þá. Ég hef spurt mig hvernig stjórnvöld, þingmenn og að­ ilar í verkalýðshreyfingunni geti horft aðgerðarlausir upp á það að verð­ tryggingin sé að éta eignarhluta ís­ lenskra heimila innan frá. Í dag eru verðtryggðar skuldir íslenskra heim­ ila um 1.400 milljarðar sem þýðir að í 5 prósenta verðbólgu þá hækka þess­ ar skuldir um 70 milljarða á einu ári. Já, takið eftir 70 milljarðar eru færðir frá skuldsettum heimilum yfir til fjár­ málafyrirtækja, erlendra vogunar­ sjóða og þeirra sem eiga fjármagnið hér á landi. Á þeirri forsendu spyr ég mig: Er þetta réttlætið og jöfnuðurinn sem margir stjórnmálaflokkar hér á landi vilja kenna sig við? Mitt svar við slíku er að sjálfsögðu nei, enda leiðir verð­ tryggingin ekkert annað af sér en ójöfnuð og grímulaust óréttlæti. Er verðtryggingin ólögleg? Nú hafa ýmsir þjóðþekktir aðilar í ís­ lensku samfélagi stigið fram og haldið því fram að verðtrygging á neytenda­ lánum standist ekki lög og tilskip­ un Evrópuréttar. Á þeirri forsendu lét Verkalýðsfélag Akraness gera ítarlegt lögfræðilegt álit um lögmæti verð­ tryggingar hér á landi og er skemmst frá því að segja að í því áliti kemur fram að það megi draga það verulega í efa að heimilt sé að veita einstakling­ um slík verðtryggð lán. Það liggur fyrir samkvæmt MiFID neytendaverndar­ reglum ESB sem voru lögfestar hér á landi 1. nóvember 2007 að bann­ að er að lána einstaklingum flókna fjármálagjörninga á borð við afleið­ ur. Ég tel að verðtryggð neytendalán séu ekkert annað en flóknir afleiðu­ samningar og standist því ekki lög. Vísitalan er byggð á verðlagi 4.000 einstakra hluta, allt frá matvöru til bensíns og húsnæðisverðs. Þetta þýð­ ir í raun að vísitalan hækkar við rösk­ un á heimsmarkaðsverði á hrávörum, til dæmis olíu og má því í raun segja að átök í Miðausturlöndum geti haft áhrif á verðtryggðar skuldir íslenskra heimila. Á þessu sést að verðtryggingin er ekkert annað en afar flóknir fjármála­ gjörningar sem standast ekki áður­ nefndar neytendaverndarreglur. Það er afar brýnt að á þetta verði látið reyna fyrir dómstólum sem allra fyrst því þetta er eitt mesta hagsmunamál alþýðu þessa lands enda er íslenskum heimilum að blæða hægt og rólega út vegna verðtryggingarinnar. Það er allavega alveg á kristaltæru að þessu skefjalausa óréttlæti gagnvart skuld­ settum heimilum sem eru með verð­ tryggð lán verður að linna í eitt skipti fyrir öll, því það gengur alls ekki upp að leggja alla ábyrgðina á lántakann á meðan fjármálastofnanir eru tryggðar í bak og fyrir. Það er þyngra en tárum taki að fylgjast með mörgum alþingismönn­ um sem tala um hversu skaðleg verð­ tryggingin er íslenskum neytendum en gera síðan ekkert í því þegar þeir hafa tækifæri til. Frægasta dæm­ ið hvað það varðar er að núverandi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðar­ dóttir hefur verið ein sú sem harð­ ast hefur gagnrýnt verðtryggð neyt­ endalán til einstaklinga. Enda lagði hún fram þrjú frumvörp um afnám verðtryggingarinnar þegar hún var í stjórnarandstöðu og færði fyrir því frábær rök sem eiga enn vel við en svo þegar hún komst í þá aðstöðu að geta látið verkin tala og taka stöðu með alþýðu þessa lands en ekki fjármála­ kerfinu þá gerist akkúrat ekkert. Eru þingmenn hissa á því að ekki sé bor­ in virðing fyrir Alþingi þegar vinnu­ brögðin blasa við almenningi eins og til dæmis í þessu máli, öllu lofað en allt svikið? Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Verðtryggingarvítisvélin Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 26. september 2012 Miðvikudagur Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Ég tel að verðtryggð neytendalán séu ekkert annað en flókn- ir afleiðusamningar og standist því ekki lög Aðsent Vilhjálmur Birgisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.