Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Qupperneq 8
8 | Fréttir 8.–10. júlí 2011 Helgarblaðið Engir kæliskápar í Austurstræti: Volgur bjór í blíðunni Talsvert hefur borið á kvörtunum frá viðskiptavinum Vínbúðarinnar við Austurstræti, vegna þess að þar er engan kæliskáp að finna. Í flestum verslunum Vínbúðarinnar á höfuð- borgarsvæðinu er að finna kæli, þar sem viðskiptavinir geta orðið sér úti um kalda, áfenga drykki. Umræddir drykkir eru sérstak- lega vinsælir þegar ríkir svokölluð rjómablíða, eins og þessa síðustu daga í Reykjavík. Margir taka upp á því að setjast niður við Austurvöll til að gæða sér á bjór eða víni, en það verður þá að vera volgt. Margar sam- særiskenningar hafa litið dagsins ljós um ástæðuna fyrir kælisleys- inu. Ein er sú að vínveitingastaðir í nágrenni við verslunina í Austur- stræti hafi tekið upp á því að borga Vínbúðinni undir borðið – til að við- halda kælisleysinu og neyða neyt- endur til að panta sér drykki á téð- um stöðum, vilji fólk kalda drykki á annað borð. DV hafði samband við Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarfor- stjóra Vínbúðarinnar. Hún segir slíkar samsæriskenningar úr lausu lofti gripnar. „Í fyrsta lagi þá er það ekki rétt að verslunin á Austurstræti sé sú eina sem hefur engan kæli. Það á einnig við um verslanir á Seltjarn- arnesi, í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Ástæðan fyrir því að það er eng- inn kælir er einfaldlega sú að versl- unin við Austurstræti hefur haldist óbreytt undanfarin ár. Við höfum verið að koma fyrir kæliskápum í nýjum verslunum, eða þeim sem hafa tekið breytingum. Þetta á sér- staklega við um verslanir sem hafa verið opnaðar síðustu þrjú ár eða svo.“ Aðspurð segir Sigrún ekki standa til að setja kæliskáp í verslunina á Austurstræti. „Nei, það stendur ekki til. Það er ekki á áætlun, að minnsta kosti ekki á þessu ári.“ Því er ljóst að bjórþyrstir gestir á Austurvelli þurfa að sötra volgan bjór enn um sinn. Það skal þó tekið fram að neysla á áfengum drykkjum á Austurvelli ku stangast á við lög, þó lögreglan skipti sér sjaldnast af því. „Við vildum auðvitað bara hafa gam- an af þessari keppni og vildum síð- ur en svo særa nokkurn mann. Ég vildi að mér hefði dottið það í hug að veita honum einhvers konar heiðurs- titil á meðan keppninni stóð, en kom það einfaldlega ekki til hugar í hita leiksins,“ segir Tómas Guðmundsson, verkefnisstjóri Írskra daga, um Pálmar Vígmundsson, sem er að sögn móður sinnar rauðhærðasti Íslendingurinn. Í kjölfar fréttar DV um Pálmar, sem var vonsvikinn eftir keppnina um rauðhærðasta Íslendinginn þar sem hann taldi sig hafa sigrað, vildi Tómas rétta fram sáttahönd og hafði samband. Hann kom með skemmti- lega uppástungu sem hann vonar að Pálmar verði ánægður með. Stjörnustétt – „Walk of Fame“ „Okkur hér uppi á Skipaskaga finnst sjálfsagt að veita Pálmari heiðursviðurkenningu, því auð- vitað skil ég að hann hafi verið vonsvikinn. Hann er greinilega keppnismaður og hafði allan hug á að vinna. En fyrir utan að veita honum heiðursviðurkenningu þá hef ég tekið ákvörðun um að hér verði sett upp eins konar „stjörnu- stétt,“ svona eins og tíðkast í Holly- wood.“ En hvað á Tómas við með því? „Þannig munu allir sigurvegarar í keppninni um rauðhærðasta Ís- lendinginn marka hand- og fót- spor sín í steypu og við þetta verð- ur fest árituð stjarna með nafni og ártali ásamt mynd af viðkom- andi. Þessari hellu og stétt verður svo komið fyrir á áberandi stað í gatnakerfi Akraness,“ segir Tómas. Ljóst er að ef þessi hugmynd verður að veruleika mun þetta setja skemmtilegan svip á Akra- nesbæ, rauðhærðum sem öðrum til mikillar ánægju. „Það er því rétt ábending hjá ákveðnum rauðhaus að það gildi um þetta sem annað: Einu sinni rauðhaus – alltaf rauðhaus,“ segir Tómas. Kallar eftir rauðhausum Ekki er langt síðan Tómas tók við starfi verkefnisstjóra Írskra daga, en hátíðin í ár var sú áttunda frá upphafi. Það var árið 2004 sem Írskum dögum var fagnað í fyrsta sinn á Akranesi og allt frá upphafi hafa Skagamenn leitað að rauð- hærðasta Íslendingnum hverju sinni. Tómas vonast því til að all- ir sigurvegarar undanfarinna átta ára muni gefa sig fram, svo hug- myndin um stjörnu-rauðhausa- stéttina megi verða að veruleika. „Vonandi verður þetta til þess að sátt náist í málinu, en um leið verð ég að kalla eftir fyrri sigurvegurum – vonandi með hjálp DV, því það væri óneitanlega gaman að hafa alla sigurvegara í keppninni um rauðhærðasta Íslendinginn á Írsk- um dögum á Akranesi allt frá byrj- un,“ segir Tómas að lokum. „Stjörnustétt“ fyrir þá rauðhærðustu n Verkefnisstjóri Írskra daga vill sættast við Pálmar Vígmundsson, rauðhærðasta Íslend- inginn 2010 n Pálmar taldi sig hafa sigrað í keppninni í ár, en annar keppandi hlaut titilinn „Þannig munu allir sigurvegarar í keppninni um rauðhærð­ asta Íslendinginn marka hand­ og fótspor sín í steypu. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Litla bifhjólaprófið fylgir fyrstu 5 hjólunum, eða 30 þús. kr. afsláttur! Ekta Vespa fæst aðeins hjá Heklu! www.vespur.is Piaggio Vespa S 125, verð aðeins: 629.000 kr. Piaggio Vespa LX 125, verð aðeins: 599.000 kr. Piaggio Vespa LXV 125 - Afmælisútgáfa, verð: 689.000 kr. 25% afsláttur af öllum vespum og aukahlutum Sumarútsala 471.750 kr. 449.250 kr. 516.750 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.