Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Page 12
12 | Fréttir 8.–10. júlí 2011 Helgarblaðið Kvikmyndaframleiðandinn Sigur- jón Sighvatsson virðist ekki koma vel undan viðskiptaævintýrum sínum í Danmörku. Ef nafni hans er flett upp í danskri fyrirtækjaskrá kemur í ljós að átta félög sem tengjast fasteigna- viðskiptum hans í Danmörku eru nú gjaldþrota eða í gjaldþrotameð- ferð. Eina félagið sem ekki er gjald- þrota sem tengist útrás Sigurjóns til Danmerkur er dreifingar- og fram- leiðslufyrirtækið Scanbox Entertain- ment Group sem nú er að fullu í eigu ALMC hf. (áður Straumur-Burðarás). Sigurjón kom fyrst að rekstri Scan- box í ársbyrjun 2006 en sumarið 2007 tók hann félagið alfarið yfir með fjár- mögnun frá Straumi. 12 milljarða fasteignakaup 2005 Sigurjón var mjög umsvifamikill fjár- festir í útrásinni. Á Íslandi keypti hann Sjóklæðagerðina, sem rekur 66°Norður, í upphafi árs 2005 ásamt tryggingafyrirtækinu Sjóvá-Almenn- um. Sama ár keypti félagið Heim- iliskaup ehf., sem Sigurjón á með tengdaföður sínum Þóri Jónssyni og mági sínum Birgi H. Þórissyni, danska fasteignafélagið VG Invest- ment á níu milljarða íslenskra króna eða 900 milljónir danskra króna. Umrætt félag átti skrifstofu- og versl- unarhúsnæði í Danmörku og 150 íbúðir við Nörrebro í miðborg Kaup- mannahafnar. Talið er að Íslands- banki í Lúxemborg hafi að nokkuð stórum hluta fjármagnað þessi kaup. Það var danski auðmaðurinn Peer Slipsager, sem nú er búsettur í Zug í Sviss, þangað sem Actavis Group flutti nýlega höfuðstöðvar sínar, sem seldi Sigurjóni og viðskiptafélögum hans VG Investment. Síðar á árinu 2005 keypti Heimiliskaup 50 íbúðir í viðbót í Kaupmannahöfn á 2,5 millj- arða króna. Voru þau kaup fjármögn- uð af Landsbankanum. Samkvæmt ársreikningi Heimilis- kaupa ehf. sem að mestu tengdist fasteignaverkefnum á Íslandi var eig- ið fé félagsins neikvætt um nærri 600 milljónir króna árið 2009. Tapaði fé- lagið nærri 1.300 milljónum króna árið 2009 og nærri 700 milljónum króna árið 2008. Langtímaskuldir félagsins námu um 1.700 milljónum árið 2009 en stærsti hluti þeirra var lán í japönskum jenum upp á 1.300 milljónir króna. Kemur fram í árs- reikningi félagsins að skuldirnar hafi verið gjaldfelldar. Á meðal stærstu eigna Heimiliskaupa á Íslandi eru fasteignir eins og Grensásvegur 8, Grandavegur 14 og Suðurlandsbraut 10 en að mestu er um skrifstofuhús- næði að ræða. VG Investment gjaldþrota Í dönsku fyrirtækjaskránni kem- ur fram að Sigurjón átti átta eignar- haldsfélög í Danmörku sem tengd- ust fasteignaverkefnum hans þar í landi. Þau eru nú öll gjaldþrota eða í gjaldþrotameðferð. Þau heyrðu flest undir VG Investment, sem var móðurfélag þeirra. Í október í fyrra keypti Saxo Properties, fasteignafélag danska bankans Saxo Bank, fasteign- ir SD Karréen af Brfkredit bankan- um á 256,5 milljónir danskra króna eða um 5,7 milljarða íslenskra króna miðað við núverandi gengi. Brfkredit hafði hins vegar keypt félagið á nauð- ungaruppboði í apríl 2010 á 240 millj- ónir danskra króna. Var um að ræða fasteignir upp á 25 þúsund fermetra. Umrætt félag niðurfærði verðmæti fasteigna sinna um rúmlega 200 millj- ónir danskra króna árið 2008 og birti viðskiptablaðið Børsen frétt um mál- ið. Þannig virðast allar fasteignir sem voru í eigu Sigurjóns í Danmörku nú hafa verið yfirteknar af lánardrottn- um og stór hluti þeirra þegar seldur af þeim. Tortólafélag á eyju, fjörð og hótel á Íslandi Eignarhaldsfélagið Ofanleiti var í ábyrgðarskuldbindingu gagn- vart Glitni í Lúxemborg vegna lána dönsku fasteignafélaganna Newco og SD Karéen upp á 91 milljón danskra króna eða rúmlega tvo millj- arða íslenskra króna. Samkvæmt árs- reikningi Ofanleitis árið 2008 var eigið fé félagsins þá neikvætt um 340 milljónir króna. Átti félagið að greiða langtímaskuldir upp á rúm- lega 300 milljónir króna árið 2009. Helstu eignir félagsins eru eyjan Arney á Breiðafirði, Hellisfjörður sem er milli Reyðarfjarðar og Norð- fjarðar á Austfjörðum, og Hótel Snæ- fell á Seyðisfirði. Miðað við hversu lítið er af eignum inni í félaginu Of- anleiti er erfitt að sjá hvernig félagið átti að geta staðið við ábyrgðaskuld- bindingu upp á rúmlega tvo millj- arða króna vegna fasteignafélaga í Danmörku. Einnig má geta þess að Ofnaleiti var 90 prósent í eigu félags- ins EGUS Inc. sem skráð er á eyjunni Tortóla á Bresku Jómfrúareyjunum. EGUS á 50 prósent í Sjóklæðagerð- inni sem rekur 66°Norður. Hótel Plaza yfirveðsett Sigurjón á líka félagið Best ehf. með tengdaföður sínum og mági. Það fé- lag á Hótel Plaza í miðbæ Reykja- víkur í því eru 180 hótelherbergi og er það á meðal stærstu hótela landsins. Samkvæmt ársreikningi þess félags var eigið fé neikvætt um nærri 2,8 milljarða króna árið 2009. Stærsta skuld félagsins er kúlulán hjá Landsbankanum sem félagið fékk til þriggja ára og er á gjalddaga á þessu ári. Lánið er í japönskum jen- um og stóð í 3,6 milljörðum króna árið 2009. Hótel Plaza að Aðalstræti er bókfært á 1.440 milljónir króna og er veðsett fyrir skuldum félagsins hjá Landsbankanum. Ekki liggur ljóst n Átta félög tengd Sigurjóni Sighvatssyni í Danmörku eru gjaldþrota eða í gjald- þrotameðferð n Keypti fasteignir fyrir 12 milljarða króna í Danmörku árið 2005 „Síðar á árinu 2005 keypti Heimilis- kaup 50 íbúðir í viðbót í Kaupmannahöfn fyrir 2,5 milljarða króna. Voru þau kaup fjármögnuð af Landsbankanum. Slóð gjaldþrota eftir Sigurjón í Danmörku Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Mörg félög í þrot Flest félög sem Sigurjón Sighvatsson fjárfesti í á meðan að íslenska útrásin stóð og keyptu upp eignir í Danmörku eru nú gjaldþrota eða í gjald- þrotameðferð. Guðmundur Andri tapaði: Bankinn sigraði baráttumann Guðmundur Andri Skúlason, tals- maður Samtaka lánþega, og eigin- kona hans, Sigrún Hafsteinsdóttir, töpuðu á fimmtudag skaðabóta- máli gegn Frjálsa fjárfestingarbank- anum. Í úrskurðinum, sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur, kom fram að kröfu þeirra á hendur bankanum væri hafnað vegna aðildarskorts og að þeim væri gert að greiða Frjálsa fjárfestingarbankanum óskipt 250.000 krónur í málskostnað. Málið á rætur sínar að rekja til láns sem þau hjón tóku á fyrirtæk- ið Sandhól ehf. sem þau áttu fyrir hrun. Guðmundur hefur sagt við DV að lánið hafi verið ólögmætt og þau því orðið af verulegum fjármunum. „Þetta snýst um skaðabótakröfu á hendur bankanum vegna gengis- tryggðs láns, eða hvað á nú að kalla þau í dag,“ sagði Guðmundur Andri í samtali við DV á sínum tíma. Að sögn hans hefur málið verið í ákveðnu ferli allt frá árinu 2009. Þau hjón áttu fyrirtækið á árunum fyrir hrun og tóku þá lán á fyrirtækið hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. „Við teljum að Frjálsi hafi bakað sér skaðabótaskyldu með því að vera með ólögmætt lán, reikna eftirstöðv- ar þess með röngum hætti, sem varð til þess að verðmatið á okkar fyrirtæki rýrnaði. Þetta er bara eitt af þessum fjölmörgu málum sem við viljum keyra í gegnum kerfið núna til að fá niðurstöðu í það hvort bankar séu yfirhöfuð ábyrgir fyrir einhverju af því sem þeir gera,“ sagði Guðmundur Andri í samtali við DV um málið á sínum tíma. Þá sagði hann að um nokkuð háa fjárhæð væri að tefla, eða 33 millj- ónir króna þegar búið væri að telja allt til. Í niðurstöðu héraðsdóms segir meðal annars: „Í kaupsamningi um einkahlutafélagið kemur fram í grein 3.1.1 að veðskuld og vanskil við Frjálsa Fjárfestingarbankann hf. séu ,,hér eftir seljendum óviðkom- andi“. Kröfuframsal hefur ekki farið fram og hafa því sóknaraðilar ekk- ert forræði fyrir meintum kröfum Sandhóls ehf., á grundvelli framan- greinds skuldabréfs og ætlaðs rangs útreiknings varnaraðila á eftir- stöðvum skuldabréfsins. Verður því kröfum sóknar- aðila þegar af þessari ástæðu hafnað vegna aðildar- skorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um með- ferð einka- mála.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.