Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Side 17
Fréttir | 17Helgarblaðið 8.–10. júlí 2011
Allt á einum stað!
Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir
Þú færð fría olíusíu ef þú lætur
smyrja bílinn hjá okkur
Komdu með bílinn til okkar og
þú færð fría ástandsskoðun
„Það er alveg ljóst að uppbygging
markaðarins myndi gjörbreytast,“
segir Sveinn Sæland, formaður Sam-
bands garðyrkjubænda og blóma-
bóndi á Espiflöt í Biskupstungum.
„Okkar tilgangur í dag er að benda
stjórnvöldum á þessa augljósu hættu
sem að okkur steðjar svo taka megi
sérstakt tillit til okkar í aðildarvið-
ræðunum sem eru að fara í gang.“
Lítið hefur verið fjallað um áhrif
mögulegrar aðildar að Evrópusam-
bandinu á garðyrkjurækt á Íslandi.
Þeir allra svartsýnustu hafa jafn-
vel gengið svo langt að segja að hún
muni leggjast af með öllu. Sveinn
Sæland segir þó að garðyrkjubændur
nálgist málið á faglegum forsendum
en til marks um það var vann Hag-
fræðistofnun Háskóla Íslands skýrslu
um áhrif mögulegrar aðildar á garð-
yrkjurækt, einmitt eftir beiðni frá
Sambandi garðyrkjubænda. Í skýrsl-
unni var meðal annars tekið mið af
reynslu Finna, þar sem garðyrkju-
bændur þar í landi búa við nokkuð
svipaðar aðstæður og á Íslandi.
Finnar hafa aðlagast
„Við vildum ekki byggja afstöðu okk-
ar til mögulegrar aðildar á einhverj-
um tilfinningalegum nótum eða
hræðsluáróðri sem á ekki við rök að
styðjast. Því fengum við Hagfræði-
stofnun til að gera úttekt á málinu.“
Helstu niðurstöður sem finna
má í skýrslu Hagfræðistofnunar um
garðyrkjubændur í Finnlandi sýna
fram á að strax eftir aðild að Evrópu-
sambandinu urðu þarlendir bændur
fyrir miklu tekjutapi fyrst um sinn.
Garðyrkjubændur í Finnlandi hafi
síðan aðlagast breyttum aðstæðum:
„Svo virðist sem finnsk garðyrkja hafi
aðlagast betur inngöngu í ESB en
finnskur landbúnaður í heild sinni.
Það má einnig merkja af nýlegri
gögnum frá aldamótum til ársins
2008 en þar má sjá að hlutfall styrkja
af tekjum ræktenda í gróðurhúsum
hefur farið lækkandi. Tekjur ræktun-
arinnar hafa verið að aukast undan-
farin ár en á sama tíma hafa styrkir
staðið í stað sem bendir til þess að
ræktunin sé sjálfbærari í dag en árin
eftir aðild,“ eins og segir í niðurstöð-
um skýrslunnar.
Erfiðast fyrir blómarækt
Í niðurstöðum skýrslunnar er einnig
tekið fram að samsetning framleiðsl-
unnar í Finnlandi hafi breyst talsvert
eftir aðild. Hafa þar einhverjar teg-
undir átt erfitt uppdráttar, á meðan
aðrar hafa styrkt stöðu sína. Sveinn
segir að líklega yrði svipað uppi á
teningnum hér á landi. „Garðyrkju-
bændur hér á landi hafa auðvitað
þurft að aðlagast því, það var strax
árið 2002 sem tollamúrar voru felld-
ir niður, meðal annars á tómötum,
gúrkum og paprikum.“ Samkvæmt
útreikningum Hagfræðistofnunar
kemur í ljós að tekjur af þessum teg-
undum komi til með að dragast sam-
an vegna lægri styrkja. Reiknast Hag-
fræðistofnun til að tekjur af tómötum
myndu dragast saman um 9 prósent,
af gúrkum um 17 prósent og um 21
prósent í paprikurækt.
Erfiðustu aðstæðurnar myndu þó
myndast í blómarækt. Undanfarin ár
hafa tekjur af blómarækt verið litlar
sem engar en hún nýtur tollavernd-
ar sem myndi falla niður við aðild
að ESB. Búist er við að verð á blóm-
um myndi lækka um 30–50 prósent
vegna innflutings á ódýrari blómum,
og er alls óvíst hvort íslensk blóma-
rækt gæti þolað slíkt högg.
„Gefumst ekki upp fyrir fram“
Sveinn Sæland segir að það sé eng-
in ástæða til að gefast upp fyrir fram,
þrátt fyrir að aðstæður kunni að
verða erfiðari. „Það eru alltaf ein-
hverjar séríslenskar aðstæður sem
bjóða upp á einhver séríslensk fyrir-
brigði. Það er ekkert annað að gera
en að horfa jákvæðum augum fram
á veginn þegar eða ef af aðild verður.
Við gefumst ekki upp fyrir fram.“
Ljóst er að miklar breytingar eiga
eftir að eiga sér stað ef af aðild Íslands
verður, ef miða má við reynsluna í
Finnlandi. Þar hefur einnig orðið
talsverð samþjöppun. Færri rekstrar-
einingar sjá um ræktun á grænmeti
og blómum, þó að svæðið sem lagt er
undir ræktunina hafi haldist óbreytt.
„Samþjöppun er í raun af hinu góða
og hún hefur einnig átt sér stað hér
á landi. Þróunin hefur verið sú að
hér á landi hefur ræktunarsvæðið
stækkað og afkastagetan er meiri,
en rekstrareiningum hefur fækkað
talsvert. Þetta á sérstaklega við um
grænmetið. Við höfum í raun reynt
að aðlagast kröfum markaðarins eins
vel og kostur er. Það þýðir einfaldlega
að við reynum að vera með stöðugt
framboð af vandaðri vöru.“
Neytendur vilja ferskleika
Sveinn segist gera sér grein fyrir því
að erfitt verði að keppa við innflutn-
ing á ódýru grænmeti frá meginlandi
Evrópu en hann er þó sannfærður
um að hluti neytenda eigi alltaf eft-
ir að horfa til ferskleikans og halda
því áfram að kaupa íslenska vöru.
„Þetta á sérstaklega við um græn-
meti. Þó það séu einhverjir sem
koma til með að líta til ódýrari vöru
verða ávallt neytendur sem eru til-
búnir til að borga aðeins meira fyr-
ir ferskari vöru. Upprunamerkingar
okkar, bæði í blómum og grænmeti,
skipta þar máli. Við höfum verið
með fánaröndina á vörum okkar og
þegar neytendur kaupa vörur með
fánaröndina vita þeir að hún mætir
ströngustu kröfum um uppruna og
fersleika. Ef fánaröndina er að finna,
má treysta því 100 prósent að um
ferska, holla og íslenska vöru er að
ræða,“ segir Sveinn Sæland.
Garðyrkjubændur
óttast ESB-aðild
Sveinn Sæland í gróðurhúsi á
Espiflöt Sveinn er formaður Sambands
garðyrkjubænda.
n Sveinn Sæland, formaður Sambands garðyrkjubænda, segir að talsverðar breytingar
á íslenskri garðyrkju myndu fylgja aðild að ESB„Við vildum ekki
byggja afstöðu
okkar til mögulegrar að-
ildar á einhverjum tilfinn-
ingalegum nótum eða
hræðsluáróðri.
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.isn Vildu sölsa undir sig gamla varnarsvæðið sem tilheyrði Ytri-Njarðvíkursókn
n Sóknarprestur stóð á bak við bréfaskriftir þar sem lítið var gert úr þjónustu Ytri-Njarðvíkurkirkju