Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Qupperneq 22
22 | Fréttir 8.–10. júlí 2011 Helgarblaðið
Flugrekstrarmaðurinn heldur sjó eftir hrun:
Greiddi sér 4,4
milljarða í arð
Útgerðarmaðurinn snýr aftur í slorið:
50 milljarða afskriftir eftir
slæmar fjárfestingar
Milljarða arðgreiðslur til erlendra félaga:
Skilur eftir sig
gjaldþrota félög
Missti yfirráðin yfir Bónus:
Stórveldi Jóns
Ásgeirs riðar til falls
Pálmi Haraldsson.
Aldur: 51 árs. Helstu eignir: Iceland Express, Astreus, Úrval-Útsýn, Sumarferðir, Plúsferðir og
Nupur Holding.
Pálmi er eigandi Iceland Express, Astreus og Ferðaskrifstofu Íslands. Flugfélagið Astreus sér
um flug fyrir Iceland Express og fyrir ferðaskrifstofurnar sem eru undir hatti Ferðaskrifstofu Ís-
lands. Um er að ræða Úrval-Útsýn, Sumarferðir og Plúsferðir, þrjár af stærstu ferðaskrifstofum
landsins. Pálmi greiddi sér 4,4 milljarða króna í arð út úr eignarhaldsfélagi sínu Fons árið 2007
vegna hagnaðar félagsins árið 2006. Sú greiðsla rann til móðurfélags Fons, Matthew Holding
S.A. í Lúxemborg. Eignarhaldsfélagið Fengur, móðurfélag flugfélaganna Iceland Express
og Astreus, fékk nærri 3,6 milljarða króna að láni frá móðurfélagi sínu í Lúxemborg, Nupur
Holding. Pálmi Haraldsson fjárfestir er eigandi Iceland Express og Astreus í gegnum Nupur
Holding.
Pálmi er stóreignamaður í dag þrátt fyrir að hafa þurft að taka á sig skell út af bankahruninu.
Pálmi átti stóran hlut í Glitni sem þurrkaðist út í hruninu auk þess sem eignarhaldsfélag hans,
Fons var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2009.
Magnús Kristinsson
Aldur: 60 ára. Helstu eignir: Bergur-Huginn útgerðarfélag.
Magnús er einna helst þekktur sem annar af eigendum fjárfestingafélagsins Gnúps sem varð gjaldþrota í árslok
2007. Fall Gnúps er talið marka upphafið að íslenska efnahagshruninu en félagið var fyrsta stóra fjárfestinga-
félagið til að verða gjaldþrota. Magnús átti Gnúp ásamt Kristni Björnssyni, sem var einn stærsti hluthafinn í FL
Group. Magnús er í grunninn útgerðarmaður en hann hefur einnig stundað ýmis önnur viðskipti á undanförnum
árum. Hann keypti meðal annars Toyota-umboðið á Íslandi af Páli Samúelssyni árið 2005 og hann eignaðist líka
pítsufyrirtækið Dominó s á Íslandi. Landsbankinn, helsti lánardrottinn Magnúsar og eignarhaldsfélaga hans tók
svo yfir bæði Toyota-umboðið og Dominó s vegna mikilla skulda sem hvíldu á fyrirtækjunum. Magnús átti það
til að vekja athygli fyrir flottan lífsstíl og ferðaðist til að mynda á milli lands og Eyja á þyrlu. Þyrluna fékk hann til
landsins í ágúst 2007 en hún er ekki lengur á meðal fararkosta Magnúsar.
Magnús gerði samkomulag við skilanefnd Landsbankans árið 2009 um að stór hluti af 50 milljarða skuldum hans yrði afskrifaður. Stærsti hluti þessara skulda var í
eignarhaldsfélögum sem Magnús var ekki persónulega ábyrgur fyrir. Þær skuldir sem Magnús gekkst í persónulega ábyrgð fyrir mun hann aftur á móti þurfa að greiða
tilbaka. Í dag er hann aftur farinn að einbeita sér að útgerðinni í félagi sínu Bergur-Huginn sem gerir út frá Vestmannaeyjum.
Hannes Smárason
Aldur: 43 ára.
Fortíð Hannesar í íslensku viðskiptalífi er vægast sagt litrík. Hannes
var aðstoðarforstjóri deCode Kára Stefánssonar þegar félagið
flaug sem hæst. Hann átti stóran þátt í því að félagið var skráð á
bandaríska hlutabréfamarkaðinn. Hannes starfaði í sjö ár hjá deCode
en fór síðar inn í Icelandair ásamt þáverandi tengdaföður sínum Jóni
Helga Guðmundssyni, kenndum við BYKO. Þegar Hannes skildi við
dóttur Jóns Helga keypti hann Jón Helga út úr Icelandair. Hann tók svo
saman við einkaritara Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Unni Sigurðar-
dóttur, og búa þau saman í dag í London.
Eftir að hafa eignast Icelandair urðu skilin á milli flugreksturs og
fjárfestingastarfsemi félagsins minni og minni. Á endanum var fjár-
festingastarfsemin skilin frá flugrekstrinum og var hann seldur út úr
félaginu. Eftir stóð Icelandair sem flugfélag og FL Group sem fjárfest-
ingafélag sem Hannes stýrði. Á endanum missti Hannes tökin á FL
Group og í árslok 2007 var honum ýtt úr forstjórastöðu félagsins eftir
vægast sagt glæfralegan rekstur. Jón Sigurðsson tók við af honum en
Jón Ásgeir Jóhannesson var með töglin og hagldirnar í félaginu.
Öll eignarhaldsfélög Hannesar á Íslandi standa höllum fæti í dag
enda töpuðu þau samtals fleiri tugum milljarða króna á árunum 2008
og 2009. EO eignarhaldsfélag, sem áður hét Oddaflug ehf., tapaði
til að mynda 22,5 milljörðum króna árið 2008, samkvæmt nýlegum
ársreikningi félagsins og Eignarhaldsfélagið Sveipur, sem hélt að
hluta til utan um hlutabréfaeign Hannesar í FL, tapaði rúmlega fimm
milljörðum króna.
Hannes skilur því eftir himinháar skuldir í íslenskum eignarhalds-
félögum, sem og að minnsta kosti fjögur gjaldþrota félög í Bretlandi,
en hann heldur eftir þriggja milljarða króna arði í félagi í Hollandi; arði
sem hann tók meðal annars út úr íslensku almenningshlutafélagi í
gegnum félaganet sem nú rambar á barmi gjaldþrots.
Jón Ásgeir Jóhannesson
Aldur: 43 ára.
Eignir Jóns Ásgeirs og eiginkonu hans, Ingibjargar Pálmadóttur, voru metnar á 130 milljarða
króna árið 2007. Ári seinna voru þær komnar niður í 75 milljarða meðal annars vegna þess að
Baugur hafði tapað 30 milljörðum á því að reyna að bjarga FL Group. Nokkuð erfitt er að leggja
mat á eignir þeirra í dag. Á síðasta ári missti Jón Ásgeir sem kunnugt er Haga, sem má segja að
hafi verið síðasta stóra eignin hans í gegnum fjölskyldufyrirtækið Gaum. Ingibjörg heldur hins
vegar enn yfirráðum yfir 101 hóteli auk þess sem hún er skráður meirihlutaeigandi 365 miðla.
Eftir hrun bárust fréttir af því að Jón Ásgeir og Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri
Baugs, væru enn á fullu í fyrirtækjarekstri í Bretlandi. Sagði breska blaðið Independent frá því
að Jón Ásgeir og Gunnar hefðu stofnað félagið Carpe Diem í Bretlandi. Einnig bárust fréttir af
því að þeir hefðu í hyggju að opna nýja lágvöruverðsverslanakeðju í Bretlandi í anda keðjunnar
Kwik Save. Átti hún að heita Best Price. Lítið hefur heyrst af þeim áformum á undanförnum
mánuðum.
Segja má að Jón Ásgeir hafi misst eignarhlut sinn í ógrynni fyrirtækja við íslenska banka-
hrunið. Má þar nefna FL Group, sem síðar varð Stoðir, Baug, Gaum, Glitni, Haga, Mosaic
Fashions, Hamleys, Magasin du Nord, Illum, Keops, House of Fraser, Big Food Group, Bookers,
Saks, Aurum Holding og Iceland-keðjuna.
Jón Ásgeir var einn umsvifa- og fyrirferðamesti aðilinn í íslenska góðærinu og hruninu. Hann
var stór eigandi FL Group og Glitnis sem bæði riðuðu til falls í bankahruninu. Jón Ásgeir missti
yfirráð sín yfir Högum, sem á Bónusverslanirnar, en hann hefur náð að halda eftir 365 miðlum.
Upphaf viðskiptaveldis þeirra Lýðs og Ágústs Guðmundssona má
rekja aftur til ársins 1986 þegar þeir bræður stofnuðu Bakkavör
í Garði á Suðurnesjum ásamt föður sínum, Guðmundi Lýðssyni
vélstjóra. Eftir skjótan vöxt fyrirtækisins færðu þeir út kvíarnar og
stofnuðu dótturfélag í Bretlandi. Bakkavör keypti meirihluta í fjár-
festingarfélaginu Meiði, sem síðar var endurnefnt Exista, þegar það
lá ljóst fyrir að Búnaðarbankinn yrði seldur til S-hópsins seint á árinu
2002. Meiður var á þeim tíma stærsti hluthafinn í Kaupþingi en í
maí 2003 keypti Meiður hlut í Búnaðarbankanum og þremur dögum
síðar tók til starfa sameinaður banki Búnaðarbankans og Kaup-
þings. Eftir þetta opnaðist gríðarlegur aðgangur Bakkavararbræðra
að lánsfé í bankanum og voru félög þeirra samanlagt stærstu
skuldarar bankans.
Bræðurnir seldu eignarhaldsfélagi í sinni eigu hlut Exista í
Bakkavör daginn áður en Kaupþing var tekið yfir af Fjármálaeftir-
litinu. Margir voru ósáttir við þessa ráðstöfun en hlutur Exista í
Kaupþingi var stærsta eign félagsins. Síðar gekk Bakkavör í gegnum
nauðasamninga og með því eignuðust kröfuhafar félagið. Aftur á
móti halda Lýður og Ágúst stöðum sínum sem stjórnarformaður og
forstjóri félagsins og eiga kost á að eignast aftur allt að 25 prósent
af félaginu ef ákveðin skilyrði verða uppfyllt á næstu árum í rekstri
félagsins.
Miklar arðgreiðslur runnu til félaga í eigu þeirra bræðra á
góðærisárunum. Þar má meðal annars nefna að þeir fengu greidda
rúma fimm milljarða árið 2006 til félagsins Bakkabraedur Holding
B.V. í Hollandi vegna arðgreiðslna út úr Exista. Tæpur milljarður rann
til sama félags þeirra bræðra vegna arðs frá Kaupþingi árið 2006.
Þeir fengu einnig um 1,5 milljarða vegna hagnaðar Exista fyrir árið
2007. Ljóst er að þó svo að eignir þeirra bræðra hafi rýrnað mikið
vegna hrunsins þá hafi þeir fengið vænar arðgreiðslur fyrir hrun sem
þeir ættu að geta sótt í lendi þeir í vandræðum.
Fengu vænar arðgreiðslur fyrir hrun:
Ætla að
endurheimta
Bakkavör
Lýður Guðmundsson
Aldur: 43 ára.
Ágúst Guðmundsson
Aldur: 46 ára.
Fulltrúar í skilanefndum og slitastjórnum hinna föllnu banka
hafa hagnast vel á veru sinni í nefndunum. Margir fulltrúar
skilanefnda og slitastjórna stofnuðu einkahlutafélög um vinnu
sína í nefndunum. Líkt og DV greindi frá í janúar var 460 milljóna
króna hagnaður í tólf einkahlutafélögum þessara fulltrúa árið
2009. Eftir að bankarnir féllu í október 2008 og fram til ársloka
innheimtu skilanefndirnar 150 milljónir fyrir störf sín.
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, var
með 63 milljónir króna í hagnað eftir tekjuskatt árið 2009. Hún
hagnaðist því um rúmlega fimm milljónir á mánuði það árið. Það
hefur áður komið fram að fulltrúar innan skilanefndanna hafa
verið að draga inn tekjur upp á þrjár til fimm milljónir á mánuði
sem útskýrir að miklu leyti þann stóra hagnað sem hefur skapast
í eignarhaldsfélögum skilanefndarfulltrúanna.
Skilanefnd fyrir Glitni banka hf.
Árni Tómasson, lögg. endurskoðandi, formaður.
Heimir Haraldsson, lögg. endurskoðandi.
Þórdís Bjarnadóttir, hdl.
Skilanefnd fyrir Kaupþing banka hf.
Steinar Þór Guðgeirsson, hrl., formaður.
Knútur Þórhallsson, lögg. endurskoðandi.
Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hrl.
Theodór Sigurbergsson, endurskoðandi.
Skilanefnd fyrir Landsbanka Íslands hf.
Lárentsínus Kristjánsson, hrl., formaður.
Einar Jónsson, hdl.
Slitastjórn fyrir Glitni banka hf.
Steinunn Guðbjartsdóttir, hrl.
Páll Eiríksson, hdl.
Slitastjórn fyrir Kaupþing banka hf.
Davíð B. Gíslason, hdl.
Feldís L. Óskarsdóttir, hdl.
Slitastjórn fyrir Landsbanka Íslands hf.
Halldór H. Backman, hrl.
Herdís Hallmarsdóttir, hrl.
Kristinn Bjarnason, hrl.
Þéna vel á setu í skilanefndum og slitastjórnum:
Hagnast um
hundruð milljóna