Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Síða 24
24 | Erlent 8.–10. júlí 2011 Helgarblaðið O lía lekur í Norðursjó í hverri einustu viku. Þetta kemur fram í skjölum sem blaðið Guardian komst yfir. Skýrsl- an grefur undan yfirlýsing- um olíufyrirtækja um að þau geri allt sem í þeirra valdi stendur til að bæta öryggi olíuborpalla. Í skjölunum eru birt nöfn fyrirtækja sem ollu meira en 100 olíulekum á árunum 2009 og 2010. Upplýsingar um flesta lekana hafa ekki litið dagsins ljós en sumir þeirra gætu verið banvænir. Olíurisinn Shell er á meðal þeirra fyrirtækja sem hafa valdið hvað mestum skaða þrátt fyrir að hafa lofað því fyrir fimm árum að taka til í sínum málum eftir að slys varð á borpalli fyrirtækisins þar sem tveir starfsmenn létu lífið. Dómari úr- skurðaði í því máli að unnt hefði ver- ið að koma í veg fyrir dauða starfs- mannanna ef gert hefði verið við olíulögn sem lá frá borpallinum. Í kjölfarið gaf öryggisráðgjafi hjá Shell í skyn að öryggisreglur hefðu verið hunsaðar í mörg ár og framkvæmda- stjóri hjá Shell viðurkenndi að örygg- isreglurnar væru annars flokks og úr því ætti að bæta. Toppurinn á ísjakanum Oftast, eða sjö sinnum, hafa lekar orð- ið hjá Brent Charlie, olíuborpalli á vegum Shell. Borpallurinn var byggð- ur árið 1976 og er einn af þeim elstu á svæðinu. Öryggismál þessara elstu borpalla þykja vera hvað bágbornust. Í lok september 2009 skipuðu örygg- iseftirlitsmenn Shell að hætta fram- leiðslu á olíu um tíma og fyrir viku síðan hótaði öryggiseftirlitið að loka starfseminni á borpallinum vegna ófullnægjandi öryggismála. Fjórir lekar urðu frá borpalli á vegum fyrirtækisins BP sem bar ábyrgð á olíuslysinu mikla í Mexíkó- flóa á síðasta ári. Stærstu olíufyrir- tækin lýstu yfir í kjölfar slyssins að slíkt myndi ekki endurtaka sig. Skjöl- in benda hins vegar til annars. Heimildamenn Guardian segja atvikin sem tilkynnt hafa verið, ein- ungis vera toppinn á ísjakanum. Mörg óhöpp eru þögguð niður þar sem starfsmenn óttast að missa vinnu sína tilkynni þeir óhöppin. Þrátt fyrir að vinnumönnum á bor- pöllum sé skylt að tilkynna allt sem fer úrskeiðis ríkja óskráðar reglur á borpöllunum um að tilkynna ekki óhöpp sem gætu komið niður á starf- semi þeirra. Stöðvist olíuborun í ein- hvern tíma munu fyrirtækin tapa peningum. Deilt um olíuboranir á norður- heimskautinu Í janúar hélt Chris Hune, orkumála- ráðherra Bretlands, því fram að ör- yggis- og umhverfisstjórnun Bret- lands væri meðal þeirra öflugustu í heiminum. Afhjúpun skjalanna þyk- ir því vera áfall fyrir bresk stjórnvöld sem hafa hafa stutt dyggilega áform um olíuboranir á norðurheimskaut- inu. Aðstoðarorkumálaráðherra Bretlands hefur sagt boranirnar „al- gerlega lögmætar“ svo fremi sem þær fylgi hinum „ströngu“ öryggis- reglum Bretlands. Shell er eitt af þeim fyrirtækjum sem ætla að bora eftir olíu á norð- urheimskautsvæðinu en fyrirtæk- ið hefur keypt réttindi til að bora í Beufort-hafi, norður af Kanada og Chuckhi-hafi, norðan Beringssunds. Málaferli standa yfir vegna sölu á réttindum til að bora eftir olíu í Chuckhi-hafi eftir að umhverfis- verndarsamtök og frumbyggjaþorp kærðu söluna. Skýrsla um umhverf- isáhrif olíuborana var skrifuð í kjöl- farið og var meðal annars fjallað um hugsanleg áhrif olíuleka á svæðið. Umhverfisverndarsamtökum þótti skýrslan, sem er 600 blaðsíður að lengd, hins vegar ófullnægjandi. Olíuleki myndi hafa verri áhrif á norðurslóðum þar sem olía hreins- ast síður í köldum sjó. Umræðu skortir á Grænlandi „Við teljum ekki að umhverfisvernd eigi að koma í veg fyrir þróun í iðn- aði,“ segir Kuupik Kleist utanríkis- ráðherra Grænlands sem fagnar um- ræðu um umhverfismál. Aqqaluk Lynge, formaður inúítaráðsins, hefur áhyggjur af þeirri ákvörðun stjórn- valda að veita Cairn Energy áfram- haldandi leyfi til olíuborana fyrir utan strendur Grænlands. Grænfrið- ungar hafa verið duglegir við að mót- mæla olíuborunum Cairn Energy sem fékk í gegn lögbann á mótmæla- aðgerðirnar. Lynge hefur einnig áhyggjur af áformum Alcoa um að reisa álver á Grænlandi. Hann hefur áhyggjur af lýðræðislegu ferli við ákvarðana- tökurnar þar sem stjórnsýslan sé of veik og fyrirtækin eigi greiða leið að stjórnmálamönnum landsins. Hann viðurkennir þó lýðræðislegan rétt stjórnvalda til að semja við fyrirtæk- in. Grænlendingar eru undir miklum þrýstingi frá olíufyrirtækjum sem á einum degi þéna meira en Grænland veltir á einu ári. Von um skyndigróða af framkvæmdum Cairn Energy og Alcoa gæti kaffært umræðu um kosti og galla þessarar iðnvæðingar. Þá er auðvelt að höfða til lítilla byggða- samfélaga með loforðum um störf og peninga til samfélagsins, þar sem fólk hefur tilhneigingu til að segja já við slíkum áformum án þess að hugsa um afleiðingarnar. Grænlensk stjórnvöld vilja end- anlega fá sjálfstæði frá Dönum. Framkvæmdir myndu greiða fyr- ir þeim áformum þar sem olíugróði myndi þýða að Grænland verði ekki háð Danmörku um fjárframlög. Neikvæð samfélagsleg áhrif Inúítar hafa þó ekki einungis áhyggj- ur af umhverfisáhrifum fram- kvæmdanna heldur samfélagslegum áhrifum. Patricia Cochran, fyrrver- andi formaður inúítaráðsins segir hagnaðinn fra olíuframkvæmdum skila sér í betri skólum, fleiri störfum, sundlaugum og svo framvegis. Þrátt fyrir hagnaðinn er hún neikvæð. „Ég var alin upp við hefðbund- in gildi og lít á það sem mitt starf að vera vörður landsins. Mér sýn- ist þessi heimur nautna- og neyslu- hyggju vera tákn um að við höldum ekki lengur í siðferðisleg gildi,“ segir Cochran. Í Barrow, þar sem olíuframleiðsla er mest í Alaska, er tíðni þunglyndis og sjálfsmorða mjög há. n Öryggismál hjá Shell í ólestri n Deilt um olíuleit á norðurheimskauti n Formaður inúítaráðs hefur áhyggjur af skorti á umræðu á Grænlandi OLÍA LEKUR Í NORÐURSJÓ Olíuleki Að jafnaði leka olía og gas frá borpöllum í hverri viku. Aqqaluk Lynge Formaður inúítaráðsins hefur áhyggjur af þróun mála á Grænlandi. Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is Bretar úrskurð- aðir sekir Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg úrskurðaði á fimmtudag- inn að bresk yfirvöld væru sek um að hafa brugðist mannréttindahlut- verki sínu í Írak. Bretar hefðu verið hernámsafl eftir innrásina í Írak sem færi með framkvæmdavald sem venjulega væri í höndum stjórnvalda viðkomandi lands. Bretar hefðu, sem ríkjandi afl í landinu, vanrækt skyldu sína til að rannsaka fall óbreyttra borgara með viðunandi hætti. Lögmannsstofa í Birmingham, Public Interest Lawyers, sótti málið fyrir hönd Íraka sem sögðu breska hermenn hafa drepið, pyntað eða nauðgað ættingjum þeirra. Brotin áttu sér stað á árunum 2003–2006 en þá fóru Bretar og Bandaríkjamenn með stjórn lands- ins. Breska ríkið þarf að greiða fimm einstaklingum 17 þúsund evrur hverjum fyrir sig, eða tæpar þrjár milljónir króna. News of the World lagt niður Breska dagblaðið News of the World mun gefa út sitt síðasta tölublað á sunnudag að sögn stjórnarformanns útgáfufélags blaðsins, James Mur- doch. Dagblaðið er sakað um að hlera síma einstaklinga og er talið að blað- ið hafi látið hlera um fjögur þúsund farsímar. Daily Telegraph segir að brotist hafi verið inn í farsíma hjá aðstandendum breskra hermanna sem létu lífið í stríðinu í Írak. David Cameron, forsætisráðherra Breta, kallaði eftir rannsókn á síma- hlerunum dagblaðsins sem mun gefa út sitt síðasta blað á sunnudag. Útgáfa þess hófst 1. október árið 1843. Jiang Zemin sagður látinn Jiang Zemin, fyrrverandi forseti Kína, var sagður látinn og gengu orðrómar um það á interninu. Kín- verks stjórnvöld hafna orðrómnum hins vegar og segja hann uppspuna. Orðrómirinn kom í kjölfar þess að Jiang missti af stórviðburði á veg- um kínverska kommúnistaflokksins föstudaginn fyrir viku en vengavelt- ur hafa verið um heilsu Jiang sem er 84 ára gamall. Þeir sem leita uppi nafn hans á kínverskum leitarsíðum fá aðvörun um að leitin sé ólögleg. Sama gildi um þá sem leita að ám sem á kín- versku myndi einmitt útleggjast sem „jiang“. Þá er lokað á bloggsíður og erlendar fréttasíður sem fjalla um Jiang. Talið er að forsetinn fyrrverandi liggi á hersjúkrahúsi í Beijing.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.