Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Qupperneq 32
F
jóla fæddist á Ísafirði og ólst
þar upp. Með grunnskólanámi
stundaði hún nám við Tón-
listarskóla Ísafjarðar, síðan við
Tónlistarskóla Reykjavíkur, við Con-
servatoire regional de musiqe et d‘art
Dramatik í Lyon í Frakklandi og við
Musikhögskolan í Gautaborg. Hún
lauk fil. kand.-prófi frá heimspekideild
háskólans í Gautaborg 1975 í tónlist-
arvísindum, leiklistarfræði, leikrænni
tjáningu og uppeldisfræði en að námi
loknu sótti Fjóla ýmiss konar nám-
skeið og ráðstefnur hér heima og er-
lendis.
Fjóla kenndi við Götaborgs al-
männa skolastyrelse 1973–76, við
Öskjuhlíðarskóla 1977–79, við Leik-
listarskóla Íslands 1976–88 og við Fóst-
urskóla Íslands 1977–98, var lektor við
Kennaraháskóla Íslands 1998–2008
og við Menntavísindasvið Háskóla Ís-
lands 2008–2009.
Fjóla kenndi leikræna tjáningu og
tónlist á námskeiðum á vegum Kenn-
araháskóla Íslands, dagvistun barna
hjá Námsflokkum Reykjavíkur, Náms-
flokkum Kópavogs og á vegum nokk-
urra sveitarfélaga. Auk þess hefur
Fjóla stundað fiskvinnslustörf, ráðs-
konustörf í sveit, afgreiðslustörf, sölu-
mennsku og verið söngkona.
Fjóla tók virkan þátt í skátastarf-
semi og félagsstörfum góðtemplara-
reglunnar á unglingsárunum. Hún
samdi og útsetti tónlist fyrir Nemenda-
leikhús við Leiklistarskóla Íslands. Auk
þess hefur hún samið námsefni fyrir
Námsgagnastofnun ríkisins og unnið
að endurskoðun á námsefni í tónlist
fyrir Sveriges radio.Hún var hópleið-
togi í menningar- og friðarsamtökum
SGI á Íslandi.
Fjölskylda
Eiginmaður Fjólu er Þorsteinn Egg-
ertsson, f. 25.2. 1942, söngvaskáld,
blaðamaður og rithöfundur. Hann er
sonur Eggerts Jónssonar, pípulagn-
ingameistara í Keflavík sem er látinn,
og Guðrúnar Jónsdóttur matráðskonu.
Dætur Þorsteins eru Valgerður, f.
29.8. 1977, verslunarmaður, búsett í
Reykjavík, en sonur hennar er Emil
Örvarsson, f. 25.4. 2008; Soffía, f. 4.8.
1980, framkvæmdastjóri við trygginga-
félag, búsett í Salisbury á Englandi, og
eru dætur hennar Ísabella María Kára-
dóttir, f. 3.3. 2004, og Emilía Sara Kára-
dóttir, f. 8.12. 2005.
Fjóla giftist 17.6. 1963 Hrafni E.
Jónssyni, framhaldsskólakennara sem
nú er látinn, en þau skildu.
Börn Jóhönnu Fjólu eru Hrönn
Hrafnsdóttir, f. 17.11. 1967, MS í um-
hverfis- og auðlindafræði, búsett í
Reykjavík en hennar maður er Hjalti
Sigurðarson, prentsmiður og er tölvu-
maður hjá deCode og eru dætur þeirra
Hera Hjaltadóttir, f. 3.2. 1996, og Hekla
Hjaltadóttir, f. 1.9. 1999; Ólafur Hrafns-
son, f. 14.10. 1969, tölvunarfræðingur,
búsettur í Danmörku en kona hans
er Guðrún Björk Guðmundsdóttir
þroskaþjálfi og eru börn þeirra Laufey
Karitas Ólafsdóttir, f. 26.8. 1999, Arnar
Elí Ólafsson, f. 1.10. 2001, og Logi
Hrafn Ólafsson, f. 5.6. 2009; Anna Hera
Björnsdóttir, f. 11.1. 1980, MS í hagnýtri
stærðfræði, búsett í Reykjavík en sam-
býlismaður hennar er Pawel Bartoszek
stærðfræðingur, stjórnlagaþingmaður
og háskólakennari og er sonur þeirra
Ágúst Bartoszek, f. 24.7. 2008.
Systkini Fjólu: Andvana stúlka, f.
8.10. 1919; Bjarney Ingibjörg Ólafs-
dóttir, f. 20.10. 1923, d. 23.1. 2003, hús-
móðir á Ísafirði, var gift Guðmundi
Sveinssyni netagerðarmanni sem nú
er látinn; Guðbjörg Ólafsdóttir, f. 18.8.
1927, húsmóðir og rithöfundur, bú-
sett í Reykjavík, gift Gísla Guðbrands-
syni, fyrrv. lögregluþjóni; Dagrún
Ólafsdóttir, f. 6.11. 1929, fyrrv. með-
ferðarfulltrúi í Reykjavík en maður
hennar er Steinar Erlendsson, fyrrv.
skjalavörður hjá Ísal í Straumsvík;
Guðrún Elísa Ólafsdóttir, f. 3.2. 1932,
d. 23.5. 2010, varaformaður Verka-
lýðs- og sjómannafélags Keflavík-
ur og formaður Félags eldri borgara
í Reykjanesbæ, var gift Magnúsi Jó-
hannessyni skipasmið sem nú er lát-
inn; Arndís S. Ólafsdóttir, f. 7.6. 1933,
fyrrv. starfsmaður við röntgentækni
á Ísafirði, gift Sigurði Th. Ingvarssyni,
rennismið; Anna Ólafía Ólafsdóttir, f.
20.5. 1935, d. 11.1. 1956; Jakob, f. 19.2.
1937, rafmagnstæknifræðingur á Ísa-
firði, kvæntur Pálínu Aðólfsdóttur
tækniteiknara.
Fóstursystir og systurdóttir Fjólu er
Steinunn Kjartansdóttir, f. 9.1. 1950,
félagsliði, búsett í Reykjavík en sam-
býlismaður hennar er Friðrik Friðriks-
son hagfræðingur.
Foreldrar Fjólu voru Ólafur Jakobs-
son, f. 27.10. 1892, d. 5.1. 1963, skó-
smíðameistari á Ísafirði, og k.h., Anna
Filippía Bjarnadóttir, f. 9.7. 1899, d.
15.4. 1992, húsmóðir, búsett á Ísafirði.
Ætt
Ólafur var bróðir Jóseps, föður Braga
dósents. Ólafur var sonur Jakobs Jak-
obssonar skósmiðs og Ingibjargar
Ólafsdóttur.
Anna var dóttir Bjarna, verka-
manns á Ísafirði, bróður Jóns alþm..
Bjarni var sonur Jónatans, b. í Landa-
koti í Staðarsveit Þorleifssonar, bróð-
ur Narfa, langafa Ólafs, föður Gunn-
ars Ragnars, fyrrv. forstjóra á Akureyri.
Móðir Bjarna var Anna, systir Bjarna,
langafa Magnúsar Kristjánssonar
lektors. Anna var dóttir Jóns, smiðs
á Búðum Þorgeirssonar. Móðir Jóns
var Guðrún Vigfúsdóttir, systir Guð-
mundar, langafa Önnu, móður Sigfús-
ar Daðasonar skálds.
Móðir Önnu Bjarnadóttur var
Guðbjörg Sigurðardóttir, b. á Suður-
eyri, bróður Örnólfs, langafa Valdi-
mars leikfimikennara og Finnborgar,
móður Örnólfs Árnasonar rithöfund-
ar. Sigurður var sonur Þorleifs, ríka á
Suðureyri Þorkelssonar, og Valdísar
Örnólfsdóttur, systur Guðrúnar, lang-
ömmu Sveins, afa Benedikts Gröndal
forsætisráðherra. Móðir Guðbjargar
var Gróa Jónsdóttir.
Fjóla og Þorsteinn halda upp á dag-
inn með fjölskyldu og vinum í Krums-
hólum í Borgarfirði.
32 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 8.–10. júlí 2011 Helgarblað
J
ón Otti fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp, í Vesturbænum.
Hann stundaði m.a. nám við
Héraðsskólann á Laugarvatni
1956–57 og lauk gagnfræða-
prófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæj-
ar. Þá lauk hann prófum frá Iðnskól-
anum í Reykjavík 1963, sveinsprófi
í prentiðn um áramótin 1963–64 og
sveinsprófi í offsettprentun 1982.
Jón Otti stundaði prentiðn hjá
prentsmiðjunni Borgarprenti á ár-
unum 1959–97. Þá hóf hann störf hjá
prentsmiðjunni Umslag hf og er nú að
ljúka þar störfum.
Jón Otti byrjaði að æfa körfubolta
á Laugarvatni 1956. Hann hóf að leika
með meistaraflokki KR 1963 og keppti
til 1972 en hann mun hafa leikið um
tvö hundruð leiki með meistaraflokki.
Jón Otti sótti dómaranámskeið
1961 og hefur síðan dæmt körfubolta-
leiki. Hann átti stóran þátt í að skipu-
leggja dómgæslu í körfubolta hér á
landi og var formaður dómaranefndar
KKÍ 1973–83. Hann sat í stjórn körfu-
boltadeildar KR 1961–74 og var þá
m.a. ritari, gjaldkeri, varaformaður og
loks formaður deildarinnar í þrjú ár.
Fjölskylda
Jón Otti kvæntist 25.5. 1963 Jónínu
Magneu Aðalsteinsdóttur, f. 15.11.
1942, deildarstjóra launadeildar Hag-
kaupa. Hún er dóttir Aðalsteins Ólafs-
sonar, bílstjóra og síðast starfsmanns
hjá efnagerðinni Sjöfn, og Torfhildar
Jónsdóttur húsmóður.
Jón Otti og Jónína Magnea eiga
þrjá syni. Þeir eru Aðalsteinn Jónsson,
f. 6.10. 1963, offsetprentari í Odda,
búsettur í Kópavogi, kvæntur Runny
Björk Daníelsdóttur, lyfjatækni við
Landspítalann og eiga þau þrjú börn;
Jón Otti Jónsson, f. 8.1. 1965, við-
skiptafræðingur hjá HF Verðbréfum,
búsettur í Reykjavík, kvæntur Thelmu
Sigurðardóttur, viðskiptafræðingi og
verkefnastjóra í Hörpu og eiga þau
tvö börn; Hallgrímur Vignir Jóns-
son, f. 18.6. 1969, viðskiptafræðingur
í Íslandsbanka, búsettur í Reykjavík,
kvæntur Kristínu Huld Haraldsdóttur
skurðlækni við Landspítalann og eiga
þau þrjú börn.
Jón Otti á sjö hálfsystkini, fimm
samfeðra og tvö sammæðra. Systk-
ini hans, samfeðra: Ottó Ólafsson, f.
28.12. 1948, lyfjafræðingur, búsett-
ur á Kjalarnesi; Guðrún Ólafsdóttir, f.
9.8. 1950, skólahjúkrunarkona, búsett
í Reykjavík; Guðríður Ólafsdóttir, f.
22.11. 1954, starfsmaður við Krabba-
meinsfélagið, búsett í Reykjavík; Guð-
laug, f. 27.12. 1955, búsett í Reykjavík;
Kristín Lóa, f. 17.4. 1966, líffræðingur
í Reykjavík.
Bræður Jóns Otta, sammæðra:
Stefán Hallgrímsson, f. 5.11. 1948,
kennari í Reykjavík; Ásgeir Sigurður
Hallgrímsson, f. 19.8. 1954, hjúkrun-
arfræðingur í Reykjavík.
Foreldrar Jóns Otta: Ólafur Ottós-
son, f. 20.10. 1915, d. 26.1. 2001, bók-
bindari í Reykjavík, og Vigdís Jóns-
dóttir, f. 9.11. 1918, húsmóðir.
Seinni maður Vigdísar og fóstur-
faðir Jóns Otta var Hallgrímur J. Stef-
ánsson, f. 27.9. 1915, d. 1.2. 2000, lög-
regluvarðstjóri í Reykjavík.
Ætt
Ólafur var sonur Ottós Wathne, tré-
smíðameistara í Reykjavík Ólafssonar,
útgerðarmanns í Reykjavík Jónssonar.
Móðir Ólafs bókbindara var Guðríður
Sigurbjörnsdóttir.
Bróðir Vigdísar var Sigurður Jóns-
son KR-ingur, sundkappi. Vigdís er
dóttir Jóns Otta, togaraskipstjóra í
Reykjavík, bróður Guðmundar, skip-
stjóra á Skallagrími, en þeir bræð-
ur voru landsfrægar aflaklær hjá
útgerðarfélaginu Kveldúlfi. Synir Guð-
mundar voru Jón, oddviti á Reykjum í
Mosfellsbæ, og Andrés, lyfsali í Háa-
leitisapóteki. Jón Otti var sonur Jóns,
skipstjóra og skipasmiðs í Reykjavík
Þórðarsonar, útvegsb. í Gróttu Jóns-
sonar, b. í Engey Guðmundsson-
ar, dbrm. í Skildinganesi Jónssonar.
Móðir Jóns og Guðmundar var Vigdís
Magnúsdóttir, útvegsb. í Hlíðarhúsum
í Reykjavík Vigfússonar, b. á Grund í
Skorradal Gunnarssonar. Móðir Vig-
fúsar var Kristín Jónsdóttir, b. á Vind-
ási Bjarnasonar, ættföður Víkingslækj-
arættar Halldórssonar. Móðir Vigdísar
var Guðrún Jónsdóttir, útvegsb. í Hlíð-
arhúsum Þórðarsonar, og Jódísar Sig-
urðardóttur.
Móðir Vigdísar Jónsdóttur var
Gyða, systir Hildar, móður Guðna
rektors. Gyða var einnig systir Sig-
urðar í Þorsteinsbúð, föður Sigurðar
íþróttafréttamanns. Gyða var dótt-
ir Sigurðar, útvegsb. í Seli Einarsson-
ar, af Bollagarðaætt. Móðir Gyðu var
Sigríður Jafetsdóttir, b. í Pálsbæ á Sel-
tjarnarnesi, bróður Ingibjargar, konu
Jóns forseta. Jafet var sonur Einars,
kaupmanns í Reykjavík Jónssonar,
bróður Sigurðar, pr. á Rafnseyri, föður
Jóns forseta.
Jón Otti Ólafsson
prentari og körfuboltadómari
Jóhanna Fjóla
Ólafsdóttir
fyrrv. lektor við Háskóla Íslands
70 ára á laugardag
70 ára á sunnudag
S
igríður Theodóra fæddist í
Reykjavík og ólst þar upp. Hún
tók gagnfræðapróf frá Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar.
Sigríður Theodóra flutti að Skarði í
Landsveit árið 1950 og tók við búi þar
ásamt eiginmanni sínum 1959.
Sigríður Theodóra hefur starfað
heima í Skarði og fylgst með velferð
sveitarinnar og verið valin til forystu
við ýmis mál. Einkum hafa kvenfélags-
mál verið henni kær og var hún for-
maður Kvenfélagsins Lóu í Landsveit í
fjörutíu og eitt ár.
Fjölskylda
Eiginmaður Sigríðar Theodóru var
Guðni Kristinsson, f. 6.7. 1926, d.
25.12. 1998, bóndi og hreppistjóri að
Skarði. Þau giftust 25.4. 1954. Foreldr-
ar Guðna voru Kristinn Guðnason,
bóndi og hreppstjóri að Skarði, og k.h.,
Sigríður Einarsdóttir ljósmóðir.
Börn Sigríðar Theodóru og Guðna
eru Kristinn, f. 6.12. 1950, bóndi í Ár-
bæjarhjáleigu en börn hans eru Borg-
hildur, Guðni, Sigríður Theódóra,
Laufey Guðný, Hekla Katharina og
Rakel Natalie en sambýliskona hans er
Marjolýn Tiepen; Helga Fjóla, f. 7.11.
1957, búsett í Skarði, var gift Ingvari
Ingólfssyni vélvirkja sem er látinn og
eru synir þeirra Erlendur og Guðni en
börn Ingvars frá fyrra hjónabandi og
fósturbörn Helgu Fjólu eru Guðlaug,
Ingólfur og Sæmundur.
Langömmubörn Sigríðar Theo-
dóru eru nú sex talsins.
Systkini Sigríðar Theodóru eru
Margrét Sæmundsdóttir, f. 16.11. 1937,
fyrrv. hjúkrunarframkvæmdastjóri,
búsett í Reykjavík; Sæmundur Sæ-
mundsson, f. 18.11. 1946, vélstjóri, bú-
settur í Hafnarfirði.
Foreldrar Sigríðar Theodóru voru
Sæmundur Sæmundsson, f. 26.11.
1908, d. 5.6. 1995, kaupmaður í
Reykjavík, og k.h., Helga Fjóla Páls-
dóttir, f. 11.11. 1909, d. 3.11.1990, hús-
freyja.
Ætt
Sæmundur var sonur Sæmundar, b. á
Lækjarbotnum á Landi Sæmundsson-
ar, b. og hreppstjóra á Lækjarbotnum
Guðbrandssonar, b. á Lækjarbotnum
Sæmundssonar, b. á Hellum á Landi
Ólafssonar, b. á Hellum Ólafssonar,
b. á Víkingslæk á Rangárvöllum Þor-
steinssonar, b. á Minni-Völlum á Landi
Ásmundssonar, b. og smiðs á Minni-
Völlum Brynjólfssonar, lrm. í Skarði á
Landi Jónssonar, lrm. í Skarði Eiríks-
sonar, b. í Klofa Torfasonar ríka sýslu-
manns í Klofa Jónssonar.
Helga Fjóla var dóttir Páls Frið-
rikssonar, verkamanns i Reykjavík,
og Margrétar Árnadóttur. Friðrik var
sonur Helgu Bergsdóttur frá Syðra-
Seli, húsfrú í Pálshúsum, og Páls, sjó-
manns Magnússonar, b. og hrepp-
stjóra á Lambastöðum á Seltjarnarnesi
og Seli við Reykjavík. Helga var dóttir
Bergs Jónssonar, b. í Hæringsstaðahjá-
leigu, og Gróu Tómasdóttur, b. á Litla-
Hrauni Jónssonar, b. í Grímsfjósum.
Móðir Gróu var Ingveldur Hafliðadótt-
ir, b. á Flóagafli og síðar á Syðra-Velli.
Margrét var dóttir Árna Þorvaldsson-
ar, b. og hreppstjóra á Meiðastöðum í
Garði, siðar á Innra-Hólmi.
Messað verður í Skarðskirkju kl.
14.00 á afmælisdaginn, sunnudaginn
10.7. Boðið verður upp á messu- og
afmæliskaffi á eftir. Skarðskirkja er af-
mælisbarninu afar kær. Þeim sem hug
hafa á að gleðja afmælisbarnið eru því
beðnir um að láta kirkjuna njóta þess.
80 ára á sunnudag
Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir
húsfreyja að Skarði í Landsveit