Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Qupperneq 36
36 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 8.–10. júlí 2011 Helgarblað ÓÐAHUNDS-MORÐIN J óseph „óði hundur“ Taborsky var frávik í sögu dauðarefsinga í Connecticut-ríki í Bandaríkj- unum því hann naut þeirr- ar sérstöðu að hafa verið sendur á dauðadeildina ekki einu sinni held- ur tvisvar. Joseph fæddist 1924 og segir ekki mikið af bernsku hans, en þeim mun meira af síðustu árunum sem hann lifði. Hann var dæmdur til dauða vegna fjölda ofbeldisfullra rána og morða sem hann framdi í Con- necticut og fengu nafngiftina „The Mad Dog Killings“, Óðahunds-dráp- in, vegna hrottaskaparins sem ein- kenndi þau. Sex manns féllu fyrir hendi Jos ephs, en fleiri voru barðir illi- lega og jafnvel skotnir en sluppu með skrekkinn og gátu borið vitni um hrottaskapinn sem viðurnefni Josephs byggði á. Slík voru áhrifin sem Joseph og félagi hans, Arthur „kjötbolla“ Cul- ombe, höfðu á Connecticut, árið 1959, að áfengisverslunum var gert að loka klukkan átta að kvöldi í stað ellefu, eins og tíðkaðist. Lofaði bót og betrun Sem fyrr segir var Joseph sendur í tvígang á dauðadeild, en reyndar fyrir óskylda glæpi. Í fyrra skiptið var hann dæmdur til dauða fyrir morð á Louis Wolfson, eiganda áfengis- verslunar í West Hartford, sem hann framdi við rán í versluninni. Vitorðsmaður Josephs í það skipt- ið var Albert, yngri bróðir hans, en ekki riðu þeir bræður feitum hesti frá því ráni og réttvísin náði að hafa hendur í hári þeirra. Albert sá sitt óvænna, samdi við ákæruvaldið og vitnaði gegn Joseph n Joseph Taborsky fékk viðurnefnið „óði hundur“ vegna hrottalegra glæpa sinna n Ásamt félaga sínum, Arthur „kjötbollu“ Culombe, framdi Joseph afar ofbeldisfull rán á Nýja-Englandi á 6. áratug síðustu aldar gegn því að fá lífstíðardóm í stað raf- magnsstólsins og halda þannig líf- tórunni. Það gekk eftir og Joseph fékk bedda á dauðadeild. En þar með er ekki sagan öll því Albert fór að sýna merki geðveiki og var því færður úr fangelsinu og vistaður á geðdeild. Þess var skammt að bíða að Joseph fengi veður af því að bróðir hans væri orðinn hælismatur og áfrýjaði dauðadómi sínum. Joseph hafði erindi sem erfiði því árið 1955 var sakfelling – og dauðadómur – Josephs gerð ógild enda komst hæstiréttur Connecti- cut að þeirri niðurstöðu að erf- itt væri að byggja á vitnisburði geð- sjúklings og engin önnur vitni voru að morðinu á Wolfson. Samkvæmt lögum var ekki heldur hægt að sækja Joseph til saka aftur fyrir sama glæp. Árið 1955, eftir þriggja ára afplán- un, var Joseph frjáls maður og lýsti því bljúgur yfir að þaðan í frá ætl- aði hann ekki einu sinni að fá stöðu- mælasekt: „Þú sigrar ekki lögin.“ Joseph hittir Arthur kjötbollu Skömmu eftir lausn úr fangelsi varð Arthur kjötbolla Culombe á vegi Jo- sephs og varð hann vitorðsmaður Josephs í Óðahunds-morðunum. Í einu ráninu hljóp þriggja ára stúlka í örvæntingu um ganga matvöruversl- unar á meðan Joseph gekk í skrokk á afa hennar og ömmu. Joseph skip- aði Arthur að drepa stúlkuna en hann brá á það ráð að fela hana og sagði henni að vera hljóðri. Síðan skaut hann einu skoti í gólfið. Þegar félagarnir héldu á braut stóð Joseph í þeirri trú að stúlkan væri dauð. Þetta atvik, lág greindarvísitala Arthurs og samvinna hans við yfir- völd átti síðar eftir að forða honum frá rafmagnsstólnum, en hann fékk síðar lífstíðardóm. Joseph óði hund- ur Taborsky var aftur á móti dæmdur til dauða 27. júní 1957 og var þar með eini sakamaðurinn sem naut þess vafasama heiðurs að verða sendur á dauðadeildina í Connecticut í tví- gang – fyrir tvo óskylda glæpi. Hinn 17. maí 1960 var Joseph Ta- borsky tekinn af lífi í rafmagnsstóln- um vegna Óða hunds-morðanna og fyrir aftökuna játaði hann á sig morð- ið á Louis Wolfson, og var það þar með fært til bókar. Fórnarlömbin Sem fyrr segir var Louis Wolfson fyrsta fórnarlamb Josephs. Wolfson var myrtur með skoti í andlitið 23. mars 1950, sem reyndar var 26. af- mælisdagur Josephs. Til Óðahunds-morðanna teljast morðin á Edward Kurpewski og Dani- el Janowski, sem báðir voru skotn- ir í hnakkann 15. desember 1956, og morðið á Samuel Cohn, ellefu dögum síðar. Einnig morðin á Bernard „Bus- ter“ Speyer og Ruth Speyer, en þau voru skotin í höfuðið 5. janúar 1957, og síðast en ekki síst morðið á John M. Rosenthal hinn 26. janúar sama ár. Joseph óðihundur Taborsky var 36 ára þegar hann tyllti sér í rafmagns- stólinn árið 1960 og var aftaka hans sú síðasta sem framkvæmd var í Con- necticut – og á Nýja-Englandi – þar til Michael Bruce Ross var tekinn af lífi árið 2005. „Árið 1955, eftir þriggja ára af- plánun, var Joseph frjáls maður og lýsti því bljúgur yfir að þaðan í frá ætlaði hann ekki einu sinni að fá stöðumælasekt: „Þú sigr- ar ekki lögin.“ Höfuðkúpa í garði Davids Attenborough: Leystu ráðgátu um 132 ára höfuðkúpu Nú ári eftir að dularfull hauskúpa fannst í garði breska sjónvarps- mannsins Sir Davids Attenborough hefur ráðgátan um hvað hafi gerst í garðinum verið leyst. Vísindamenn við Edinborgarháskóla leystu gátuna en þeir hafa fundið út að hauskúpan sé af Juliu Thomas sem drepin var af þjónustustúlku sinni, árið 1879. Málið var rannsakað á sínum tíma sem sakamál og var Kate Webster, þjónustustúlka konunnar, dæmd til dauða vegna morðsins. Höfuðið fannst aldrei en líkið sauð Webster og gaf fátækum börnum að borða. Nú liggur ljóst fyrir að höfuðkúpan, sem verkamenn á vegum sjónvarps- mannsins Attenborough grófu upp þegar þeir voru að stækka húsið hans, var grafin í garði hennar sjálfrar en hús hennar stóð á nær sama stað og hús Attenboroughs gerir í dag. Rannsakendur telja að morðið hafi átt sér þannig stað að í rifrildi hafi þjónustustúlkan, sem átti við áfengisvanda að stríða, ýtt Thomas niður stiga með þeim afleiðingum að hún slasaðist. Til að koma í veg fyrir að Thomas myndi draga athygli að húsinu með öskrum sínum vegna meiðslanna eftir fallið, kyrkti Webs- ter hana. Eftir morðið tók hún upp nafn fyrrverandi vinnuveitanda síns og þóttist vera hún. Hún viðurkenndi þó síðar fyrir presti hvað hefði gerst og var það í kjölfarið á því sem hún var sakfelld fyrir morðið. Dánardómstjóri í vesturhluta London telur atburðarásina passa við þá áverka sem fundust á höfuðkúpunni. Eftir skoðun dánardóm- stjórans á höfuð- kúpunni var hún svo jörðuð á viðeigandi hátt. Við rannsóknina var nýjasta tækni notuð til að aldursgreina höfuðkúpuna og átti sú aldursgreining stóran þátt í því að hægt var að leysa málið. Yfirmaður Scotland Yard, bresku rannsóknarlögreglunnar, sagði í kjölfarið á niðurstöðu dánardómstjórans að það væri ánægjulegt að hægt hefði verið að leysa málið. „Þetta er heillandi dæmi um það hvernig hægt er að beita gamaldags rannsóknarlögregluvinna og nútímatækni til að leysa ráðgátu,“ sagði hann. Joseph Taborsky (fyrir miðju) Glæpir hans einkenndust af miklum hrottaskap og fékk hann því viðurnefnið óði hundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.