Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2011, Qupperneq 46
46 | Sport 8.–10. júlí 2011 Helgarblað
Þ
eir ganga inn á kaffihús í
miðbæ Reykjavíkur, bræð-
urnir Kolbeinn og Andri Sig-
þórssynir. Keimlíkir í útliti
þótt sá eldri hafi bætt aðeins
á sig eftir að knattspyrnuferlinum lauk.
Andri rekur í dag Bakarameistarann
sem faðir þeirra, Sigþór Sigurjónsson,
stofnaði í janúar árið 1977. Andri var
frábær fótboltamaður á sínum tíma
og algjör markamaskína. Ferill hans
náði þó aldrei því flugi sem hefði get-
að orðið vegna þrálátra meiðsla. Í dag
er hann umboðsmaður bróður síns,
Kolbeins, en afar kært er á milli þeirra
bræðra. Þeir eru afskaplega líkir að
öllu leyti, fyrir utan þá staðreynd að
Kolbeinn er ekki KR-ingur.
Kolbeinn: „Daginn áður en ég
fæddist fluttum við í Víkingshverf-
ið þannig að ég hef aldrei verið í KR-
bransanum eins og þau öll.
Andri: „Mamma var bara uppi á
spítala þegar við vorum að flytja. Kol-
beinn varð því aldreiVesturbæingur
skulum við segja.“
Var nokkuð sem komst að nema
fótbolti á ykkar heimili?
Andri: „Á okkar heimili hafa í raun
aðeins tveir hlutir verið ræddir. Bak-
arí og fótbolti. Þegar Kolbeinn var lítill
var hann bara einn fótbolti. Hann var
kominn með góða spyrnutækni nær
áður en hann var byrjaður að standa.“
Kolbeinn: „Maður horfði á þessum
tíma alltaf upp til Andra og ég vildi allt-
af vera jafngóður og hann ef ekki betri.“
Andri: „Hann er enn að elta mig.
Vonandi tekst honum einn daginn að
ná mér,“ segir Andri og skellir upp úr.
Barnastjörnustimpillinn
Mjög fljótlega var ljóst að Kolbeinn
væri betri en meðaldrengurinn í fót-
bolta. Hann spilaði með Víkingi upp
allra yngri flokka, alltaf upp fyrir sig og
skoraði ógrynni marka. Fljótlega fékk
hann stimpilinn barnastjarna. Eitt-
hvað sem hann hefur ávallt þurft að
bera.
Kolbeinn: „Fljótlega byrjaði fólk að
kalla mig barnastjörnu. Ég vandist því
upp allra yngri flokkana að vera kall-
aður eitthvað svona. Ég reyndi bara
að halda haus og halda áfram. Maður
fann oft fyrir vissum leiðindum þegar
maður var að spila. Það voru margir
góðir leikmenn í hinum liðunum og
oft mikill hiti. Í foreldrunum líka og
maður fann fyrir því.“
Andri: „Ég fylgdist alltaf með hon-
um og þá leiki sem ég missti af sá ég
á myndbandi. Pabbi tók þá alltaf upp.
Þar var farið yfir hvað þyrfti að bæta
og laga. Ég missti því ekki af mörgum
leikjum þótt ég hafi ekki verið á staðn-
um. Það er líka gaman að sjá hvert
hann er kominn því hann hefur geng-
ið í gegnum margt. Kolbeinn hefur
alltaf verið svo harður á sínu að hann
gleymdi að skrá sig í skóla. Hann var
ekki að hugsa um neinn skóla, hann
var á leiðinni út í atvinnumennsku.
Kolbeinn hefur alltaf staðið sig vel
undir pressu.“
Eiga öll markametin í Eyjum
Fá fótboltamót ef nokkur skilja eft-
ir sig jafnmargar minningar og Shell-
mótið í Eyjum. Það er vægt orðað þeg-
ar sagt er að nöfn þessara bræðra séu
rituð í sögubækurnar þar. Þeir eiga öll
markametin. Andri skoraði 33 mörk
á Tommamótinu eins og það hét árið
1987 fyrir KR, afrek sem aldrei hefur
verið leikið eftir. Kolbeinn spilaði þrí-
vegis á mótinu og varð alltaf marka-
hæstur, allt í allt skoraði hann 56 mörk
á Shellmótinu. Enginn hefur verið oft-
ar en einu sinni markahæstur nema
hann.
Kolbeinn: „Auðvitað er þetta allt-
af besta minningin frá mótum á yngri
árum og æskunni í fótboltanum. Ég
náði að vera markahæstur öll árin og
hirti því nokkra bikara á Shellmótinu.“
Andri: „Ég man þegar ég fór þang-
að þá flaug ég þangað daginn áður en
mótið átti að byrja því ég hafði þurft
að spila svo mikilvægan leik upp fyrir
mig í 5. flokki daginn áður. Með mér í
flugvélinni var formaður KR, Geir Þor-
steinsson, sem í dag er formaður KSÍ.
Þegar ég fór þangað út til að spila kom
aðeins eitt til greina: Að vinna mótið
og verða markahæstur. Þannig að það
hefur verið ríkt í okkur keppnisskapið.“
Kolbeini tókst ekki að bæta marka-
met bróður síns á einu móti og var í
raun langt frá því. Sér hann ekkert eftir
því?
Kolbeinn„Nei, hann má eiga eitt-
hvað kallinn.“
Andri: „Vertu heiðarlegur. Það var
krísa á heimilinu í viku eftir mótin,“
segir hann og hlær.
Eftirsóttur sextán ára
Kolbeinn flutti sig um set þegar hann
var fimmtán ára og fór úr Víkingi í HK.
Ári síðar spilaði hann sinn fyrsta meist-
araflokksleik og skoraði sitt fyrsta mark
gegn Víkingi frá Ólafsvík. Eftir frábæra
frammistöðu með U-17 landsliði Ís-
lands í Evrópukeppninni fór áhug-
inn á Kolbeini að aukast gríðarlega og
hafði Arsenal, klúbburinn sem Kol-
beinn styður með ráði og dáð á Eng-
landi, samband og vildi ólmur fá hann
til sín. Hann endaði þó hjá AZ Alkma-
ar þar sem hann hefur verið hingað til.
Kolbeinn: „Ég ráðfærði mig við
Andra og fleiri góða menn um hver
væri besti kosturinn. Auk Arsenal og
AZ gat ég farið til Ítalíu og einhverra
liða á Norðurlöndum. En svo fór ég á
fund með Louis van Gaal sem þá var
að þjálfa AZ. Hann vildi ólmur fá mig
strax inn í aðalliðið og byrja að byggja
mig upp.
Andri: „Það var eftir fundinn með
Van Gaal sem við sáum að þetta væri
besti kosturinn. Auðvitað var þetta
erfitt val því Arsenal ætlaði ekkert að
fá hann bara til að fá hann. Þeir vildu
líka gera allt sem í þeirra valdi stæði til
þess að fá Kolbein. Á þessum tíma var
Bergkamp að spila þar með Henry og
félögum. Við töldum því betra að bíða
aðeins. Rétta skrefið var að fara til AZ.“
Setur ekki framherja út á kant
Fyrstu tvö ár Kolbeins hjá AZ voru erf-
ið því hann glímdi við erfið meiðsli.
Hann segir sjálfur frá því hvernig hann
nýtti sér stuðning bróður síns Andra
til að komast í gegnum erfiðu tímana
og að símtölin heim hafi verið ófá. AZ
stóð þó við bakið á Kolbeini og beið
eftir að hann yrði heill. Eftir góð ár í
varaliðinu fékk hann tækifærið á ný-
liðnu tímabili og þá fóru hlutirnir að
gerast hratt. Kolbeinn endaði með því
að skora fimmtán mörk í hollensku
deildinni.
Kolbeinn: „Það tók nýja þjálfarann
svolítið langan tíma að fatta hvaða
stöðu ég ætti að spila. Ég byrjaði að
spila á köntunum og var reyndar að
skora þar. Svo í fyrra þá meiddist fram-
herjinn okkar og ég var búinn að tuða
í þjálfaranum að leyfa mér að spila
frammi. Ég var búinn að fá tvo leiki í
byrjunarliði sem framherji og hafði
ekki skorað. Þriðji leikurinn var svo á
móti VVV-Venlo og þá sagði þjálfarinn
við mig að ég yrði að skora, í raun sagði
hann að ég yrði tekinn úr liðinu ef ég
myndi ekki skora því hinn framherjinn
var orðinn heill. Í þessum leik skoraði
ég fimm mörk og þar komst ég í raun í
alvöru inn í þennan fótboltaheim. Það
kveikti vel í mér að hafa náð þessu. Eft-
ir það hefur alltaf gengið mjög vel.
Andri: „Kolbeinn er bara framherji.
Hann er markaskorari. Þú setur ekki
þannig menn út á kant sama þótt það
hafi verið gert í síðasta landsleik. Ef þú
ert með svona leikmann innanborðs
þá segirðu bara við hann að koma sér
inn á völlinn og skora. Þeir eru líka
búnir að fatta þetta í Hollandi. Það fer
enginn í níuna hjá Ajax nema að vera
markaskorari.“
AZ vildi ekki selja Kolbein til Ajax
Það leið langur tími frá því fyrst fréttist
af áhuga Ajax á Kolbeini þar til gengið
var frá samningum. Hvað bjó að baki
þar?
Andri: „Eftir að Ajax kom upp
vildi Kolbeinn ekki fara neitt annað.
Og þar sem Ajax var að sækja hann
sem sinn aðalmarkaskorara gerði
það samningaviðræður aðeins erfið-
ari. Svo vildu þeir ekkert selja hann
til Ajax. Bara hvert sem er annað þar
sem þetta eru nágrannalið. En þetta
leystist á endanum og AZ fékk mjög
góðan pening miðað við hversu gam-
all Kolbeinn er. Ég er viss um það að
ef hann hefði átt tvö ár eftir af samn-
ingnum hefði verðið verið tvöfalt
hærra. Daginn sem þetta gekk í gegn
hringdi Danny Blind, fótboltastjóri
Ajax, í mig og óskaði mér til hamingju.
Sagði að maraþonið væri búið. Ég var
svo ánægður að ég gat ekki beðið eftir
að skella á hann til að segja Kolbeini
fréttirnar.“
En ekki svaraði litli bróðir.
Kolbeinn: „Ég var í veiðiferð í
Rangá. Um kvöldið þegar ég kíkti á
símann sá ég nokkur ósvöruð sím-
töl. Ég var frekar fúll því ég hafði ekki
veitt neitt um daginn en þegar Andri
sagði mér fréttirnar skipti það engu
máli. Þetta símtal breytti vondum degi
í einn besta dag lífs míns.“
Andri: „Ég var farinn að hugsa um
að keyra upp í Rangá því ég var hrædd-
ur um að hann væri drukknaður í ánni
eða eitthvað. En svo svaraði hann fyrir
rest. Þetta var auðvitað mikil gleði en
vinnan er bara að byrja núna.“
Setur pressu á sjálfan sig
Hvernig var svo tilfinningin að halda á
treyju númer níu með nafninu sínu á,
verðandi framherji eins merkasta fé-
lags heims?
Kolbeinn: „Þetta var bara frábært
að vera loksins búinn að klára þetta.
Mig hefur dreymt um að spila fyrir
svona lið þannig að auðvitað var ég
ánægður innanborðs og gríðarlega
sáttur við að þetta væri í höfn. Nú von-
ast ég til að geta fylgt síðasta tímabili
eftir og jafnvel gert betur en í fyrra og
skorað fleiri mörk. Það fylgir því pressa
að vera í níunni hjá Ajax eins og sést
á þeim leikmönnum sem hafa borið
Ungstirnið Kolbeinn Sigþórsson skrifaði í vikunni
undir samning við hollenska félagið Ajax. Hann mun
bera treyju númer níu hjá félaginu og er gert að skora
mörk, meðal annars í Meistaradeildinni. Kolbeinn er
af miklum fótboltaættum en bróðir hans er Andri
Sigþórsson, fyrrverandi markamaskína úr KR,
sem í dag er umboðsmaður Kolbeins. Tómas Þór
Þórðarson settist niður með þeim bræðrum og fékk
þá til að fara yfir leið Kolbeins til Amsterdam.
„Ég var svo ánægð-
ur að ég gat ekki
beðið eftir að skella á
hann til að segja Kolbeini
fréttirnar.
„Getur orðið besti
framherji heims“
Bræðrakærleikur Náið og ríkt
samband er á milli Kolbeins og eldri
bróður hans, Andra. MYND HÖRÐUR SVEINSSON