Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2011, Blaðsíða 17
Á Íslandi er besta veðurfar í heimi,“ segi ég við Íslendinga sem kvarta yfir „leiðinlegu“ veðri. Að vísu hefur dregið úr neikvæðninni gagnvart ís- lensku veðurguðunum, enda landið ekki farið varhluta af gróðurhúsaá- hrifum fremur en restin af hnettinum. Það þarf gests auga til að skilja hve gífurlegum auðæfum Ísland býr yfir í formi kulda og svals veðurs og vatns, sem á næstu áratugum verða eftirsóttustu auðlindir jarðar – vatn reyndar þegar orðið það. Til að meta þessi verðmæti þarf að upplifa hvernig það er að búa mán- uðum saman við plús 30°C hitastig, þar sem nokkurra mínútna göngutúr þýðir svitabað og vanlíðan; þar sem sem dauðsföll vegna hita – gamal- menni sem hafa ekki efni á loftkæl- ingu; börn sem foreldrar gleyma sitja reyrð í bílstól í aftursætinu – eru fylgi- fiskar sumartímans; þar sem búfén- aður og dýr ráfa á skrælnuðum land- og ræktarsvæðum örvilnuð úr þorsta þar til þau detta niður dauð úr vökva- tapi. „Alltaf rok og rigning,“ fær nýja merkingu: Guði sé lof! Ríkidæmi Íslands Eftir nokkra áratugi, jafnvel fyrr, verð- ur Ísland einn eftirsóttasti ferða- mannastaður í heimi. Efnaðir munu vilja eiga hér húsnæði til að flýja í þegar steikjandi hitabylgjuhiti verður venjulegt sumarhitastig. Því er ekki undarlegt að fjárfestar líti Ísland hýrum augum og staðsetn- ing landsins er aðeins eitt ríkidæmið; við erum rétt farin að gera okkur grein fyrir verðmætunum sem felast í jarð- orku- og vatnsauðlindum landsins. En svo verðmætar eru auðlind- ir okkar að þær verða ekki metnar til fjár. „Gera Íslendingar sér grein fyrir hve mikið er hér af ósnortinni náttúru – stöðum sem engin mannleg hönd hefur hreyft við, jafnvel ekki manns- fótur stigið á!?“ spurði mig Banda- ríkjamaður fyrir rúmum áratug eftir nokkurra daga ferðalag um Ísland. „Vitið þið hve fáir svona staðir eru eft- ir í heiminum!?“ Skjóta fyrst, miða svo Innanríkisráðherra segir landakaup Kínverjans Huangs Nubo eiga að vera tilefni til gagngerrar endurskoð- unar á löggjöf um eignarhald á landi og notkunarrétt, um auðlindamál þjóðarinnar. Tilefni fyrst núna? Var ekki líka tilefni í Magma-málinu? Eða þegar kvótinn var gefinn einkavina- væðingarfélaginu? Eða er bankarnir voru afhentir innanbúðarmönnum Blágræna bestavinaklíkuklúbbsins? Eða þegar landinu var nauðgað til að framleiða orku fyrir erlenda auð- hringi? Er ekki kjaftstoppandi að Íslend- ingar skuli ekki hafa fyrir löngu síðan mótað stefnur og áætlanir – í vand- lega undirbúnu ferli með þátttöku landsmanna – um jafn mikilvæg mál og auðlindir þjóðarinnar? Að þjóðin skuli ekki nenna að ræða mikilvæg- ustu hagsmunamál sín nema í frétta- slúðri vikunnar kortéri áður en stórir landshlutar eru seldir útlendingum í illa lyktandi undirborðssamningum? En það kemur ekki á óvart. Íslend- ingar skjóta fyrst og miða svo og hafa aldrei haft raunverulega stefnu í einu né neinu. Heilsteypt atvinnustefna er engin til og hefur aldrei verið; frá lýðveldisstofnun hefur öll stefnugerð stjórnvalda falist í kortérfyrirkennd- um viðbrögðum við krísum og „get- rich-quick“ áformum eins og nú. Ælugræn ferðamannaþjónusta Ísland er holdgervingur lífsstíls fíkils- ins, sem aldrei planar lengra en inn í næstu vímu og lætur sig afleiðingarn- ar engu varða, hvort sem þær lenda á stofuhúsgögnunum eða börnun- um. Eins og fíkillinn erum við reiðu- búin að gera hvað sem er fyrir næsta fix, jafnvel selja undan okkur eigin rass, enda fráhvarfseinkennin óþol- andi eftir að hafa glutrað – vitandi vits og viljug – hverju ríkidæminu á fætur öðru í gráðugar krumlur örfárra ein- staklinga sem hafa veðsett þau upp í topp eða stolið úr landi. Ferðamálastjóri er himinlifandi yfir „grænu“ ferðaþjónustutækifær- unum sem eiga að felast í nýjasta fix- inu – fyrirhuguðum áætlunum Nu- bos. Ég bý í Minnesota, „ríki hinni 10,000 stöðuvatna“ og get upplýst að það eina græna við lúxuslóköl og golfvelli er ælugræna drulluslikjan sem þekur vötnin og lífríki þeirra, allt steindautt af kemísku frárennsli golf- paradísanna. Kaupsamningurinn um ómetan- leg verðmæti er upp á skitinn einn milljarð króna og forsætis- og iðnað- arráðherrum líst vel á að selja and- dyrið að dýrmætustu náttúruperlum þjóðarinnar fyrir andvirði kjallara- íbúðar á Manhattan. Skyldi heilt McMansion fást fyrir Vatnajökul? Líka hóruhús! Taumlaus græðgi Íslendinga og ást á peningum er svo djúpstæð að ég sé enga ástæðu til að við látum stað- ar numið við lúxushótel og golfvelli, heldur ættum við líka að opna spila- víti og hóruhús á hálendinu. Þar leysast nú aldeilis atvinnumálin og fjölskyldur sem misst hafa allt sitt í helvítistrektir bankanna geta sent börnin sín þangað í arðvænlega sum- arvinnu. Ég sé framtíð Íslands fyrir mér. Þorri landsmanna er nú þegar á góðri leið með að verða leiguliðar á eigin „eignum“ vegna glórulausr- ar peningamálastefnu stjórnvalda sem hlekkjar þá í ævarandi skulda- þrældóm. Þeir sem geta nurlað sam- an fyrir afborgununum fá að leigja húsnæðið sem þeir eiga að nafninu til, en aðrir missa allt á uppboðum þar sem bankarnir braska með æru manna og líf, kaupa afrakstur ævi- starfa þeirra á spottprís og selja aft- ur á uppsprengdu gervimarkaðsverði eða lauma að kærum krókmökurum einkavinavæðingarfélagsins. Auðlindir Íslands munu mala gull – í vasa erlendra auðkýfinga og þeirra íslensku kvislinga sem seldu land- ið undan þjóðinni, en landsmenn verða á ný leiguliðar í eigin landi, roð- hundar og þrælar í sjálfsköpuðum hlekkjum þrælakistu auðvaldsins. Umræða | 17Miðvikudagur 7. september 2011 Heldurðu að Katla sé að fara að gjósa? „Nei.“ Tristan Máni Maríönnuson 14 ára, nemi. „Já, ég held að það fari að koma að því.“ Una Haraldsdóttir 17 ára, nemi. „Já, ég held það.“ Ásgerður Arnardóttir 16 ára, nemi. „Nei, ég efast um það.“ Jóhann Júlíusson 43 ára, símvirki. „Já, já, ætli það ekki bara.“ Sigurður Páll Pálsson 19 ára, kokkur. 1 Kristrún: Sveinn Andri sendi yngri konum sms Fyrirsætan Krist- rún Ösp ræddi opinskátt við Vikuna um sambandsslit sín og Sveins Andra Sveinssonar lögfræðings. 2 Myndband: Andartökum eftir að vél United Airlines brotlenti Upp- taka af fyrstu andartökunum eftir brotlendingu flugvélar frá United Airlines í Pennsylvaniu í Bandaríkj- unum 2001 hefur verið gerð opinber. 3 Skotárás á Smiðjustíg í nótt Lögreglan var kölluð að Smiðjustíg í miðborginni eftir að skotið var með loftbyssu á rúður íbúðar í fjölbýlis- húsi. 4 Bauhaus fylgist með keppinaut-um Nokkur titringur er á byggingar- vörumarkaði eftir fréttir í síðustu viku að Bauhaus hafi í hyggju að opna verslun sína á næstunni. 5 Ljóskuspurning Á vefmiðlinum bleikt.is var Hildur Líf Hreinsdóttir spurð hvort fordómar í hennar garð væru til komnir vegna þess að hún væri falleg. 6 Leiguverð að sliga Húsasmiðjuna Byggingarvörufyrirtækið Húsa- smiðjan hefur verið sett í söluferli. Leigusamningar vegna verslunarhús- næðis eru að sliga fyrirtækið. Mest lesið á dv.is Myndin Leifar af sumri Mikil veðurblíða var á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Þessar konur nutu síðsumarsblíðunnar og hlýddu á tónleika með ís í hönd. Mynd GUnnAR GUnnARSSon Maður dagsins Júdó er okkar fjölskyldu- sport Anna Soffía Víkingsdóttir Júdókonan Anna Soffía Víkingsdóttir sigraði í öllum flokkum á Nogi-glímumóti bardaga- klúbbsins Mjölnis. Soffía stefnir alltaf á sigur og segir mikilvægt að bera virðingu fyrir júdóinu. Hvar ert þú alin upp? „Á Ólafsvík.“ Hvað drífur þig áfram? „Metnaður, að gera alltaf betur og betur og ná lengra. Og keppnisskapið líka. Það verður að fylgja með til að geta gert betur.“ Af hverju júdó? „Ég var mjög léleg í boltaíþróttum. Svo er fjölskyldan í þessu. Júdó er okkar fjöl- skyldusport.“ Uppáhaldsmatur? „Plokkfiskur.“ Uppáhaldsdrykkur? „Vatn, Kristall og annars konar sódavatn.“ Uppáhaldsíþróttamaður hér heima? „Bjarni Skúlason júdókappi er í uppáhaldi. Hann er ótrúlega vinnusamur, leggur alltaf hart að sér og veit að til þess að ná árangri þarf maður að leggja hart að sér. Svo er hann alltaf tilbúinn að hjálpa manni.“ Uppáhaldsíþróttamaður á erlend- um vettvangi? „Júdóhetjan mín heitir Toshihiko Koga.“ Kom þér á óvart að hafa sigrað í öllum flokkunum? „Ég stefni alltaf á að sigra, það er alltaf markmiðið. En þar sem ég var að keppa í annarri íþrótt, þar sem við keppum í engum göllum, kom það mér skemmtilega á óvart.“ Hvað varst þú gömul þegar þú byrj- aðir að æfa júdó? „Ég var 14 ára.“ Hvað þarf til að verða góður í júdó? „Það þarf mikinn aga og mikinn metnað. Svo þarf að bera virðingu fyrir íþróttinni og þeim sem eru í kringum hana.“ Hvert stefnir þú? „Stefnan var sett á Ólympíuleikana 2012 en ég var að stíga upp úr meiðslum og á erfitt með að ná þeim markmiðum héðan af. En annars stefni ég á meira nám og að því að keppa eins mikið og ég get.“ Hóruhús á hálendið! Dómstóll götunnar Íris Erlingsdóttir Kjallari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.