Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2011, Blaðsíða 22
22 | Fólk 7. september 2011 Miðvikudagur Týndi símanum með myndum n Ásdís Rán býður áritað Playboy-blað í fundarlaun É g bý í Búlgaríu og týndi símanum hér. Fólk get- ur grætt dágóðan pening með því að selja myndirn- ar og upplýsingar úr honum til fjölmiðla,“ segir Ásdís Rán sem tekur tapið afar nærri sér. Hún segir símann hafa verið fullan af myndum af börnunum sín- um og sér sjálfri. Þá getur óp- rúttinn aðili lesið textaskilaboð í símanum og netpóstinn. Allar þessar upplýsingar voru í sím- anum nokkur ár aftur í tímann og margar hverjar mjög pers- ónulegar. „Þeir selja símann síðan náttúrulega líka – þannig virkar þetta í stóru löndunum.“ Ásdís Rán segir að sem bet- ur fer séu engin kynlífsmynd- bönd vera í símanum. „Jú, ég er í djúpum skít, það eru ekki miklar líkur á því að ég fái sím- ann aftur, en ég held í vonina.“ Til að auka líkur á því að sím- inn finnist og Ásdís fái hugarró ákvað hún að bjóða fundar- laun. „Ég var að bjóða um 20 þúsund krónur ef einhver veit um hann og áritað Playboy- og Maxim-tímarit í bónus.“ Ásdís Rán hefur dvalið í Búlgaríu síðustu vikur þar sem hún hefur staðið í ströngu á framleiðslu á kjólum í nýrri fatalínu sem hún setur á mark- að á næstunni. Garðar skrifar að öllum líkindum undir hjá Unterhaching í Þýskalandi og því munu þau Ásdís flytja bú- ferlum til Munich í Þýskalandi á næstunni. Ásdísi finnst erf- itt að fara frá Búlgaríu en þar hefur henni tekist að koma ár sinni vel fyrir borð og er gífur- lega vinsæl. „Mér líst ágætlega á þetta allt saman enda Munich flott borg sem er eflaust ekki slæmt að búa í og gott fyrir krakkana. Við erum svo heppin að hafa kynnst ólíkum borgum síðustu árin: Reykjavik - Edinburgh - Norrköping - Sofia - Linz og næst Munich svo þetta verður bara ánægjulegt ævin- týri í safnið.“ É g hef það bara ótrúlega fínt. Ég er komin 18 vik- ur á leið svo við vitum ekki kynin ennþá,“ segir Tinna Ólafsdóttir dótt- ir Ólafs Ragnars Grímsson- ar forseta Íslands en Tinna og eiginmaður hennar, Karl Pétur, eiga von á tvíburum á næsta ári. Þau eiga fyrir tvær dætur, fjögurra og átta ára gamlar. Fleiri þjóðþekktar konur eiga von á tvíburum. Nafna Tinnu, leikkonan Tinna Hrafnsdóttir, á von á sínum fyrstu börnum ásamt eigin- manni sínum, leikaranum Sveini Geirssyni, í byrjun næsta árs. Katrín Júlíusdótt- ir iðnaðarráðherra á einnig von á tvíburum með sínum manni, Bjarna Bjarnasyni, í febrúar á næsta ári. Auk tvíbura Katrínar eru fleiri börn alþingismanna á leiðinni en Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðis- flokksins, og eiginkona hans, Þóra Margrét, eiga von á sínu fjórða barni á næstu dögum og Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, og eiginkona hans, Anna Sigurlaug Páls- dóttir, eiga von á sínu fyrsta. Katrín tilkynnti samflokks- mönnum sínum um tvöföldu hamingjuna á þingflokks- fundi Samfylkingarinnar. Þegar hún fer í fæðingarorlof mun hún feta í fótspor nöfnu sinnar Jakobsdóttur mennta- málaráðherra sem var fyrsti ráðherra Íslandssögunnar sem varð barnshafandi í emb- ætti. Katrín og Bjarni eiga bæði syni fyrir svo barnalánið er mikið. Á meðal annarra þjóð- þekktra barnshafandi kvenna eru glamúrgellan Kristrún Ösp og rithöfundurinn Guð- rún Eva Mínervudóttir. Barnasprengja n Margir þjóðþekktir Íslendingar eiga von á barni n Þrjár frægar konur ganga með tvíbura Hilda Jana hætt Sjónvarpskonan knáa Hilda Jana Gísladóttir mun ekki keppa fyrir Akureyri í spurn- ingaþáttunum Útsvari. Hilda Jana hefur vakið athygli fyrir frjálslega og skemmtilega framkomu í þáttunum og ljóst er að mikill missir verður að henni. Sú sem tekur hennar sæti er annar stuðpinni en það er hin hressa Hildur Eir Bolla- dóttir, prestur við Akureyrar- kirkju. Hvort Hildi eigi eftir að ganga jafn vel og Hildu í að leika fyrir framan félaga sín á eftir að koma í ljós en ljóst er að pressan verður mikil. Silja á steypinum Íþróttakonan og fyrrverandi íþróttafréttaþulurinn Silja Úlf- arsdóttir er komin á steypinn af sínu öðru barni en Silja á að fæða í næstu viku. Silja hefur stytt sér stundir þessa síðustu daga meðgöngunnar með því að horfa á Heimsmeistara- mótið í frjálsum íþróttum sem sýnt var frá í Ríkissjónvarpinu en Silja er margfaldur meistari í frjálsum íþróttum. Hún og maður hennar, júdókappinn Vignir Grétar Stefánsson, eiga fyrir soninn Sindra. Þau vita ekki hvort kynið er á leiðinni en Silja, sem er ekki þekkt fyrir þolinmæði, hefur látið hafa heftir sér að hún ætli pottþétt að vita kyn á næsta barni svo hún geti notað tímann á með- göngunni til að gera allt klárt. Fjögur börn Bjarni Ben og eiginkona hans eiga von á sínu fjórða barni á allra næstu dögum. Tvíburar á leiðinni Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra á von á tvíburum ásamt eiginmanni sínum, Bjarna Bjarnasyni. Þriðja og fjórða barnið Tinna Ólafsdóttir og eigin- maður hennar Karl Pétur eiga von á tvíburum en þau eiga tvær dætur fyrir. Tveir erfingjar á leiðinni Leikaraparið Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Geirsson eiga von á sínum fyrstu börnum en Tinna er ófrísk að tvíburum. Fyrsta barn á leiðinni Sigmundur Davíð og eiginkona hans Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Dularfulla systirin Ómari Haukssyni meðlimi Quarashi er óskað til ham- ingju með nýja systur sína á Facebook-síðu sinni. En Bandaríkjamaðurinn Jason Goldberg hefur sagt frá því að hann hafi talið sig í alvarlegu sambandi við konu að nafni Karen Jóhannsdóttir. Sú hin sama sagðist vera systir Óm- ars og sagðist þess utan hafa verið hljómsveitarmeðlimur Subterranean og margt fleira sem á sér litla stoð í raunveru- leikanum. „Vita foreldrarnir af þessu?“ segir Ómar greinilega forviða á þessari vitleysu. Býður áritað Playboy í fundar- laun Ásdís Rán er ekki vongóð um að síminn komi í leitirnar en býður fundarlaun til að auka líkurnar. Áhyggjufull Ásdís Rán er hrædd um að óprúttinn aðili ætli sér að græða á myndum og persónulegu efni úr símanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.