Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 7. september 2011 Miðvikudagur H agnaður Arion banka frá hruninu haustið 2008 myndi nægja til að byggja aðra Hörpu og um það bil fimm fangelsi á Hólmsheiði. Bankinn hefur hagnast um rúma fjörutíu milljarða króna á tímabilinu. Launaskrið er einnig farið af stað í bankanum. Launakostnaður bank- ans jókst um 24 prósent á fyrri helm- ingi ársins og var þar af 13 prósent launahækkun hjá starfsmönnum. Til samanburðar má nefna að laun á al- mennum vinnumarkaði hækkuðu um 4,25 prósent í kjölfar kjarasamn- inga sem samþykktir voru í sumar. Fjármagnið betur varið en neytendur Margréti Tryggvadóttur, þingmanni Hreyfingarinnar, blöskrar misræm- ið milli gróða bankanna og stöðu al- mennings, sem skiptir við þá. „Það er hræðilegt að horfa upp á þetta. Bank- arnir voru afhentir án umræðu erlend- um vogunarsjóðum og svo er bara far- ið í að innheimta. Ég held að það sé verið að bjóða upp 100 íbúðir bara í þessum mánuði. Bankarnir högnuð- ust gríðarlega á síðasta ári og eru búnir að skila fáránlegri arðsemi öll árin frá hruninu,“ segir Margrét.„Svo les mað- ur það í skýrslum AGS að stór hluti af lánasafni bankanna sé lán sem eru í frosti og ekki verið að greiða af. Það er ekki heil brú í þessu. Hvernig getur banki verið að skila 20 milljarða hagn- aði á ári þegar ekki er verið að greiða af 40 prósenta lánanna,“ segir hún. 20 milljarðar miðast við að hagnaður Arion banka á síðari helmingi ársins verði á pari við fyrri helminginn. Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, gagnrýnir einnig misræmið. „Þetta finnst mér sýna að fjármagnið er betur varið en hagsmunir neytenda, eins og það var fyrir hrun en ég hafði vonast eftir breytingu þar á.“ Samanlagður hagnaður bankanna árin 2009 og 2010 var 120 milljarðar króna. Í ár stefnir í enn meiri gróða. Óvæntur hagnaður Rekstur Arion banka virðist ganga framar björtustu vonum um þessar mundir. Bankinn skilaði uppgjöri sínu fyrir fyrstu sex mánuði ársins í gær og nam hagnaðurinn alls 10,2 milljörð- um króna. Er það nokkru betra en fyrir sama tímabil í fyrra þegar hagnaður- inn nam 7,9 milljörðum króna. Sam- kvæmt tilkynningu frá bankanum er hagnaðurinn umfram áætlanir sem skýrist að stórum hluta af endurmati á útlánasafni bankans á fyrirtækjasviði. Seldu stór fyrirtæki Á þessu ári hefur Arion banki gengið frá sölu á ýmsum fyrirtækjum. Þann- ig seldi bankinn 36 prósenta hlut í Högum í febrúar á rúmlega fjóra milljarða króna. Var þá greint frá því að heildarvirði fyrirtækisins væri 24 milljarðar króna. Var í því sambandi talið að 1998 ehf. sem var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu hefði fengið 30 milljarða króna af- skrift á skuldum. Einnig seldi Arion bílaumboðið Heklu á árinu sem og matvörukeðjuna 10-11. Líklegt verð- ur að teljast að umræddar sölur skýri að hluta þá aukningu sem varð í end- urmati á útlánasafni bankans á fyrir- tækjasviði. Þá lauk fjárhagslegri endurskipu- lagningu olíufélagsins N1 í sumar. Fer Arion banki með 39 prósent af hlutafé eftir endurskipulagninguna. Átti bankinn 20,7 milljarða króna kröfu á N1 sem var niðurfærð um 60 prósent eða um 12,4 milljarða króna. Er hlutur bankans í N1 metinn á 8,3 milljónir króna í dag. Athyglisvert er að bera saman umrædda 60 prósenta niðurfærslu við þær fimm þúsund fjölskyldur sem fengu að meðaltali 24,4 prósenta niðurfærslu á skuldum sínum hjá Arion banka, samkvæmt árshlutauppgjörinu. Þannig virðast sum fyrirtæki fá meira en helmingi meiri niðurfærslu en almenn heim- ili. Launaskrið hjá bankanum Launatengd gjöld bankans aukast úr 4,5 milljörðum króna í 5,5 millj- arða króna eða um heil 24 prósent. Á sama tímabili fjölgar starfsmönnum einungis um rúmlega níu prósent en þeir eru nú 1.250 en voru 1.140 á sama tímabili í fyrra. Í svari frá Iðu Brá Benediktsdóttur upplýsingafulltrúa kemur fram að laun starfsmanna hafi hækkað um 13 prósent á umræddu tímabili. Hækk- unina megi að hluta rekja til þess að Valitor varð hluti af Arion banka í lok árs 2010 og við það hafi launahærri starfsmenn bæst í hópinn en einnig hafi „eitthvert launaskrið“ átt sér stað. Lánasafnið betra Varúðarráðstöfun á lánasafni bank- ans minnkar mikið miðað við sama tímabil í fyrra. Þannig voru rúmlega 13 milljarðar króna af útlánum til viðskiptavina settir til varúðarráð- stöfunar í fyrra en núna er þessi tala neikvæð um rúmlega einn milljarð króna. Lánasafn bankans virðist því vera að batna mjög mikið. Fram kemur að Arion banki hafi leyst úr fjárhagsvandræðum tæplega fimm þúsund fjölskyldna og skuldir þeirra hafi að meðaltali verið færðar niður um 24,4 prósent. Einnig kemur fram að bankinn hafi leyst úr vand- ræðum 470 fyrirtækja en engar upp- lýsingar eru gefnar um niðurfærslu á lánum þeirra líkt og hjá fjölskyldum. Athygli vekur að í árshlutaupp- gjörinu segir að öllum aðgerðum til hjálpar einstaklingum í fjárhags- vanda hafi verið hætt 1. júlí á þessu ári. Iða Brá segir að þarna sé vísað til þess að 110 prósent leið stjórn- valda hafi verið lokað 1. júlí. „Sértæk skuldaðlögun eða aðrar þær aðgerðir sem bankinn kann að grípa til í sér- stökum tilfellum einstaklinga sem lenda í alvarlegum skuldavanda eru auðvitað undanskildar enda eru þær alltaf opnar.“ Mesti hagnaður eftir hrun Svo virðist sem verðmæti á skulda- bréfasafni sé að aukast mikið, bæði vegna einstaklinga sem og fyrirtækja. Skuldabréfasafn bankans vegna ein- staklinga eykst úr 40 milljörðum króna í 57 milljarða króna eða um rúmlega 40 prósent. Skuldabréfa- safn á fyrirtæki eykst hins vegar úr 340 miljónum króna í 6,7 milljarða króna eða um nærri tvö þúsund pró- sent. Þær skýringar fengust á þessu að bankinn hafi verið að nota laust fé sitt til kaupa á skuldabréfum, bæði í fyrirtækjum og ríkisskuldabréfum, bæði til styttri og lengri tíma. „Með- an eftirspurn eftir lánum er lítil þarf að koma peningum í eignir sem bera hærri ávöxtun en á bankareikning- um í Seðlabankanum,“ segir Iða Brá. Methagnaður frá hruni Áhugavert er að bera saman hagnað Arion banka núna við hagnað Kaup- þings, forvera Arion. Kaupþing skil- aði methagnaði árið 2006 eða 85 milljörðum króna. Miðað við að Ar- ion sé að skila um tíu milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum árs- ins verður að teljast líklegt að hagn- aður ársins verði mun meiri en hann var hjá bankanum á árunum 2008 til 2010. Árið 2008 nam hagnaðurinn 4,8 milljörðum króna, 12,8 milljörð- um króna 2009 og 12,6 milljörðum króna 2010. Þessi mikli hagnaður bankans, og í raun stóru bankanna þriggja, er at- hyglisverður í ljósi nýrra upplýsinga um afskriftir bankanna. Í síðustu viku kom fram á Alþingi að heildar- afskriftir þriggja stærstu bankanna árin 2009 og 2010 nemi rúmum 503 milljörðum króna. Þar af nemi af- skriftir til einstaklinga rúmum 22 milljörðum króna, eða svipaðri upp- hæð og gera má ráð fyrir að Arion banki hagnist um á þessu ári einu. Í því ljósi er ljóst að bankarnir höfðu bolmagn til mun meiri afskrifta. Fram kom á Alþingi að 1,6 prósent af heildarskuldum heimilanna hafi ver- n Verulegar launahækkanir í Arion banka n Bankarnir hafa hagnast um meira en 120 milljarða frá hruni n Fyrirtæki fengu meira en helmingi meiri niðurfærslu en heimili n „Hræðilegt að horfa upp á þetta,“ segir þingmaður Risahagnaður Arion banka Annas Sigmundsson as@dv.is Úttekt Hagnaður Arion banka 2004 2005 2006 2007 2008* 2009 2010 2011** 18 49 85 70 4 ,8 1 2, 8 12 ,6 20 ,4 * 22.10-31.12.2008 ** Miðast við að hagnaður bankans verði jafn mikill á síðari hluta ársins n Kaupþing n Arion Banki 10,5 milljarðar 3,2 milljarðar 4,3 milljarðar 6,7 milljarðar 3,4 milljarðar 2,9 milljarðar 10,2 milljarðar Hagnaður viðskipta- bankanna þriggja 2009–10 Árstekjur 2.000 verkamanna Kostnaður við byggingu Perlunnar Laun allra leikskóla- kennara árið 2010 Áætlaður rekstrarkostnaður sjúkrahússins á Akureyri 2011 Niðurskurður hjá Landspítalanum 2010 Glerhjúpur Hörpu Hagnaður Arion banka fyrstu 6 mánuði ársins 120 milljarðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.