Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2011, Blaðsíða 16
A lþingismaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir ákvað að segja upp vinnunni sinni. Áframhaldandi þingseta heillaði hana ekki og hún ákvað að fara í skóla til að nema sið- fræði. Ekkert er athugavert við það að hún snúi baki við vinnustað sínum og söðli um. Það sem stingur í augun er að þingmaðurinn nýtur þeirra frá- bæru kjara að geta hætt í vinnunni en verið samt mánuðum saman á laun- um. Þetta er einstakt fyrirkomulag sem hlýtur að teljast vafasamt þótt það gangi ekki á svig við lög. Hugs- unin með biðlaunum þingmanna var sú að með þeim næðu þeir að fóta sig þegar starfsmissi bæri óvænt að. Þórunn virðist hafa ákveðið að hætta síðasta vor þegar hún sótti um skólavist en mætti til þings í haust og tilkynnti síðan óvænt að hún væri á förum. Með þeirri tilkynningu hófst taka biðlauna. Ákvörðun Þórunnar um að fara í nám kostar íslenska skattgreiðend- ur milljónir króna. Í einföldu máli er þetta þannig að launþeginn hættir í vinnunni sinni og það þarf að kalla til nýjan mann. Báðir eru á laun- um næstu sex mánuðina. Á hinum frjálsa vinnumarkaði ganga málin ekki svona fyrir sig. Launþegar sem fyrirvaralaust hætta í vinnunni eiga ekki kost á því að halda launum sín- um mánuðum saman. Alþingismenn á Íslandi eru ekki ofhaldnir af launum sínum sem losa 500 þúsund krónur á mánuði. Ekkert bendir til annars en að Þórunn hafi sem þingmaður unnið fyrir kaupinu sínu og jafnvel rúmlega það. Það er full ástæða til að endurskoða þessi laun og tryggja þingmönnum þannig afkomu að þeir uni við starf sitt. Þar mætti hugsa sér að fækka þingmönn- um og hækka laun þeirra sem eft- ir sitja. Aðalatriðið er endurskoðun á kjörum til samræmis við það sem gerist á almennum markaði. Þann- ig á fólk ekki að geta tekið einhliða ákvörðun um að hætta og velt kostn- aðinum yfir á vinnuveitandann. Slíkt er ekki boðlegt. Til eru þeir strútar sem stinga hausnum í sandinn og fordæma um- fjöllun um mál Þórunnar sem í engu hafi farið á svig við lög. Sjálf sagði hún við DV að mál sitt væri „einka- mál“. „Hvernig ég ráðstafa mínu einkalífi er mitt einkamál,“ sagði hún og vildi ekki tjá sig frekar um að- draganda starfslokanna. Það er mik- ill misskilningur hjá þingmanninum sem var í vinnu hjá fólkinu í land- inu. Það er ekki einkamál þegar um er að ræða starfslok af þessu tagi. Og þótt allt sé með löglegum hætti er full ástæða til þess að staldra við og finna leið til þess að útiloka það að starfs- fólk almennings njóti slíkra kjara sem þarna birtast. Þarna er um að ræða löglega sjálftöku. 16 | Umræða 7. september 2011 Miðvikudagur tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: kristjana guðbrandsdóttir, kristjana@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Leiðari Reynir Traustason ritstjóri skrifar. Bókstaflega Öflug í Hólminum n Móðir Hreiðars Más Sigurðssonar, Gréta Sigurðardóttir, hefur undan- farin ár rekið gistiheimilið Bænir og brauð í Stykkis- hólmi. Nú berast þau tíðindi úr Hólminum að Gréta ætli sér að opna annað gistiheimili í bænum. Gréta keypti nýlega hið fornfræga Egil- senshús í Aðalgötu 2. Seljandinn er Stykkishólmsbær og var kaupverðið 38 milljónir króna. Gistihúsarekstur Grétu í bænum virðist því hafa geng- ið vel síðustu ár En Gréta er einnig loðin um lófana eftir ábatasöm við- skipti við Kaupþing, sem sonur hennar stýrði, á árunum fyrir hrun. Fjármálastjóri Pálma hættur n Fjármálastjóri ferðaskrifstof unnar Iceland Express, Lára Árnadóttir, hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu eftir sex ára starf. Lára er annar hátt setti starfsmaður fyrirtækja Pálma Haraldssonar sem hættir störfum hjá félögum hans á skömmum tíma. Nýverið hætti forstjóri flugfélagsins Astraeus, Mario Fulgoni. Ástæða starfsloka Láru er sögð sú að hún hafi hug á að róa á önnur mið. Í báðum tilfellunum eru deilur við Pálma ekki nefndar sem formlegar ástæður starfslokanna. Þó er vitað að Pálmi er ekki auðveldur húsbóndi. Eggert dýrmætur n Ein af tíðindum vikunnar eru líklega þau að írski knattspyrnu- kappinn Roy Keane kunni að taka við íslenska fótboltalandsliðinu. Eitt af því sem margir spurðu þegar tíðindin bárust var hvernig KSÍ komst í samband við Roy Keane. Svarið var skammt undan því fyrr- verandi formaður sambandsins, Eggert Magnússon, var milliliður í samskiptunum. Eggert þekkir vel til í ensku knattspyrnunni þar sem hann var stjórnarformaður West Ham 2006- 2007. Þá ýtti Björgólfur Guðmundsson honum úr starfinu. Eggert öðlaðist hins vegar frægð í Bretlandi þótt árangur hans hefði verið misjafn. Framsókn sem strætó n Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, var nýlega gestur á fundi Rótarí í Hafnarfirði. Þar var hann spurð- ur hvort brott- hvarf Guðmundar Steingrímssonar alþingismanns væri ekki baga- legt fyrir flokk- inn. ,,Alls ekki,“ sagði Guðni og benti á að flokkurinn væri eins og velbyggður strætó, opinn í báða enda. Fólk kæmi inn að framan og þeir sem það kysu færu út að aft- an. Þótti samlíkingin vera snjöll. Sandkorn H vað gerir maður ef járn- brautarlest stefnir á fjóra menn, sem bundnir eru við lestarteinana, og mað- ur hefur val um að láta hana skipta um teina, þar sem aðeins einn maður er bundinn? Jú, maður lætur lestina flakka yfir þann eina. E ftir fjögurra mánaða sum- arfrí kom Þórunn Svein- bjarnardóttir aftur til vinnu og tilkynnti að hún væri hætt, enda hefði hún meiri áhuga á því að fara í siðfræði- nám en vera á þingi. Þá bættust við 7 mánaða biðlaun. Almenn- ingur borgar. Fjölmiðlar sögðu frá þessu. Og hinn siðprúði þingmað- ur Þráinn Bertelsson varð auðvit- að reiður. Honum fannst þetta til skammar. Það er að segja, að segja frá þessu. Þ essi blaðamennska er ein- faldlega til skammar,“ urr- aði Þráinn á Facebook. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, mesti leiðtogi hins ærlega vinstri vængs í íslenskum stjórnmálum síðustu áratugi, var beinlínis orðlaus. Hún var orðlaus yfir umræðunni, ekki viðfangs- efni umræðunnar. „Stundum fæ ég varla orða bundist yfir fimbul- fambinu í net- og fjölmiðlaum- ræðunni. En oftar verð ég orðlaus,“ sagði hún á netinu. Fleiri stuðn- ingsmenn Samfylkingarinnar voru yfir sig hneykslaðir á því að fjöl- miðlar dirfðust að segja frá þessu. Þeir áttu að þegja, því þetta var eft- ir allt saman löglegt hjá Þórunni. L íklega vissi hún það snemma sumars að hún væri að fara í skóla. Ef hún hefði sagt af sér þingmennsku þá hefði bið- launarétturinn ekki náð eins langt inn í skólaárið. Hún hefði þurft að lifa á smánarlegum náms- lánum, eins og aðrir námsmenn, og ofan á allt þurft að borga þau til baka! Auðvitað gerir hún það ekki. Hvers konar umræða er þetta? V enjulegt fólk sem hættir störfum til að fara í skóla getur ekki vænst þess að fá borguð laun frá fyrirtækinu í sjö mánuði. Reglurnar og lögin eru bara þannig. En reglurnar fyrir alþingismenn eru öðruvísi. Þór- unn má bíða fram yfir sumarfrí og vinna í nokkra daga fram yfir mán- aðamótin ágúst/september og til- kynna um afsögn sína strax eftir það, til þess að hámarka peninginn sem hún fær meðan hún er í námi. Hún má græða þrjá mánuði með því að bíða með að tilkynna afsögnina. Hún má fá laun í sjö mánuði eftir að hún hættir. Svo lengi sem þetta er löglegt má það. E itt það fyrsta sem Þórunn mun læra í siðfræðinámi sínu í Háskóla Íslands er að lög og siðferði eru ekki það sama. Sjálfstæðismenn hafa orð- ið fyrir gagnrýni fyrir minni sakir en að láta ríkið fjármagna skólagöngu sína. Þeir hafa oft verið sakaðir um lagahyggju, þar sem þeim finnst þeir mega gera hvað sem er, svo lengi sem það er löglegt. Til dæmis að safna milljónum í leynistyrki frá fyr- irtækjum, rétt áður en lög gera skylt að opinbera þá. Siðferði eða óskrif- aðar reglur eru ekki til í huga sumra; eins og það að leggja ekki krók á leið sína til að fá laun frá almenningi sem lengst. En Þórunn og félagar eru ekki siðlaus þegar nánar er að gáð. O, nei. Þ ótt Þórunn sýni siðleysi með því að nýta sér glufur til að láta almenning fjármagna skólagöngu sína, er þetta ekki siðlaust í raun. Því til- gangurinn helgar meðalið. Þórunn fremur einn siðlausan verknað í þeim æðri tilgangi að læra siðferði. Þetta er eins og að fórna einni mann- eskju til að bjarga fjórum. Klassískt dæmi í siðfræði. Stundum getur ver- ið rétt að gera rangt, til að koma réttu til leiðar. Og þá getur orðið rangt að gera rétt. Það er til dæmis rangt hjá fjölmiðlum að segja frá siðleysi Þór- unnar, þótt það sé almennt rétt að segja frá slíku, vegna þess að í þessu tilfelli er stærri siðferðislegur ávinn- ingur af hinu ranga en af hinu rétta, og umfjöllun vegur að hinum æðri siðferðislega tilgangi og ávinningi. Á n þess að brjóta gegn sið- ferðinu hefði Þórunn átt erfiðara með að öðlast lær- dóm siðferðisins, sem hún getur síðan nýtt til þess að siðvæða félaga sína á Alþingi. Dæmi í siðfræði „Hvernig ég ráðstafa mínu einkalífi er mitt einkamál.“n Þórunn Sveinbjarnardóttir heldur launum frá ríkinu á meðan hún lærir siðfræði. – DV „Ég var flutt inn til hans, hafði tapað minni íbúð og hafði gert alls kyns áætlanir en ég flutti út nokkrum dögum síðar.“ n Kristrún Ösp fór frá Sveini Andra eftir að hafa skoðað símann hans og Facebook-síðu. – Vikan „Það er ekki ólíklegt að sá maður sé afi einhvers sem er með ökuréttindi.“ n Sigurður Helgason hjá umferðar- stofu um kappakstur 67 ára og 25 ára ökumanna sem endaði með slysi. – Vísir „Hann er að vitna í eitthvað sem ég hef aldrei séð. Ég hef aldrei fengið þessa greiningu.“ n Persónulegar heilsufars- upplýsingar um Pál Sverrisson voru birtar í Læknablaðinu. – DV „Ég málaði hann þegar hann var ungur og sætur. Ég geri ef til vill aðra mynd í rólegheitun- um um Líbíu.“ n Myndlistarmaðurinn Erró getur vel hugsað sér að mála mynd af gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu. – DV Ertu lýtalaus? „Ég er ekki lýtalaus en ég er heldur ekki allslaus.“ segir Þorbjörg alda Marinósdóttir, Tobba Marinós, sem var að gefa út þriðju bók sína, Lýtalaus. Hún er sjálfstætt framhald af bókinni Makalaus sem naut mikilla vinsælda og gerð var sjónvarpsþáttasería eftir. Spurningin Svarthöfði Einkamál Þórunnar „Áframhaldandi þingseta heillaði hana ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.