Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 12. október 2011 sér bréfum í félaginu. Kaupverðið var rúmir sjö milljarðar króna og var veðið meðal annars í bréfunum sem keypt voru. Staða Ólafs liggur fyrir Með skuldauppgjöri Kjalars liggur staða Ólafs Ólafssonar eftir efnahags- hrunið 2008 nokkurn veginn fyrir: Hann heldur yfirráðum yfir Samskip- um, missir hlut sinn í HB Granda, hann hefur selt rúmlega 70 prósenta hlut í Iceland Seafood og tapaði auð- vitað hlutabréfum sínum í Kaupþingi árið 2008. Þar fyrir utan á Ólafur meðal annars fasteignafélagið Festingu ehf. Félagið á meðal annars fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa á Íslandi í Kjalar- vogi, skrifstofuhúsnæði kennt við Olís á Suðurlandsbraut 18 og höfuð stöðvar bifreiðaumboðsins Öskju á Krókhálsi, sem meðal annars sér um innflutning og sölu á Mercedes Benz-bifreiðum. Heildarverðmæti fasteigna Festing- ar nemur 6,6 milljörðum króna sam- kvæmt fasteignamati en í ársreikningi félagsins fyrir árið 2010 kemur fram að bókfært verð þeirra sé tæplega 11,4 milljarðar króna. Þá á Ólafur hluti í ýmsum öðrum fyrirtækjum og félögum, meðal ann- ars rúmlega fjórðungshlut í rekstrar- félagi Öskju. Ólafur á því ennþá um- talsverðar eignir hér á landi þó svo að hann hafi misst umtalsverðar eignir eftir hrunið og geti ekki greitt til baka alla þá fjármuni sem hann fékk að láni í Kaupþingi. Kaupþing tók við fjármögnun Kjalars En í hvað voru þeir peningar sem Ólafur fékk að láni hjá Kaupþingi í gegnum Kjalar notaðir? Í rann- sóknarskýrslu Alþingis er fjallað um hvernig Kaupþing tók við fjármögn- un á Kaupþingsbréfum Ólafs Ólafs- sonar á fyrstu mánuðum ársins 2008. Bandaríski fjárfestingabankinn Citi- bank hafði veitt félögum Ólafs lán fyrir hlutabréfunum í Kaupþingi í júní 2008 og voru skilmálar lánsins strangir; tekið var fram að Citibank gæti kallað eftir frekari tryggingum ef hlutabréfaverð í Kaupþingi lækkaði. Þetta hafði gerst í ársbyrjun 2008 og fékk Kjalar því 120 milljóna evra lán, nærri 13 milljarða króna, sem greiddar voru til Citibank. Tveimur mánuðum síðar, í mars 2008, eftir að hlutabréfaverð í Kaupþingi hafði lækkað meira veitti Kaupþing frek- ari lán til Kjalars til að greiða Citi- bank upp lánið að fullu. Kaupþing hafði því tekið alfarið við fjármögn- un Kaupþingsbréfanna sem Ólafur Ólafsson átti. Þannig fluttist áhættan af lánveitingunni til Ólafs Ólafsson- ar frá erlendum banka og yfir í ís- lenskan banka á fyrri helmingi árs- ins 2008. Stofn þeirrar upphæðar sem Ólafur sleppur við að greiða Arion banka er þessi lán sem Kjalar tók við árið 2008 svo félagið gæti haldið Kaupþingsbréfunum, forðað þeim frá veðkalli Citibank sem leitt hefði af sér hrun á hlutabréfaverði Kaup- þings þar sem 10 prósenta hlutur í bankanum hefði lent á markaði á erfiðum tímum. Slík hefði leitt af sér verðfall á hlutabréfum í Kaupþingi og hugsanlega hraðað íslenska efna- hagshruninu. Þessir peningar runnu út úr Kaupþingi og frá Íslandi og til Citibank en eftir stóð bankinn með kröfu á Kjalar sem nú liggur fyrir að ekki fæst greidd. Ólafur heldur arðinum Þrátt fyrir þessar málalyktir heldur Ólafur Ólafsson þeim arðgreiðslum sem hann fékk út úr Kaupþingi vegna þessarar hlutabréfaeignar í bankan- um á árunum fyrir hrunið. Upphaflega eignaðist Ólafur eignarhlut í bank- anum eftir að Búnaðarbankinn var einkavæddur árið 2003. Sama ár sam- einuðust Búnaðarbankinn og Kaup- þing og varð Ólafur annar stærsti hlut- hafi hins sameinaða banka. Ólafur hélt þessum eignarhluta allt þar til Kaup- þing féll árið 2008. Á árunum 2006 og 2007, þegar vel- gengni Kaupþings var sem mest, fékk Ólafur samtals um 2,5 milljarða í arð út úr Kaupþingi vegna rekstraráranna 2006 og 2007. Arðgreiðslurnar runnu til eignarhaldsfélaga Ólafs í Hollandi sem héldu utan um eignarhlut hans í Kaupþingi. Þ etta er einbeittur vilji til að knésetja mig að mínu mati. Í mínum villtustu draumum, þá trúði ég þessu ekki,“ sagði Siv Friðleifsdóttir alþingis- kona þegar hún bar vitni í máli gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum, Þorsteini Húnbogasyni, á þriðjudag. Þorsteinn er sakaður um brot á fjar- skiptalögum með því að hafa komið fyrir ökurita í bifreið hennar og þann- ig fylgst með ferðum hennar. „Það má ekki elta manneskju án þess að hún viti það. Hver trúir því að svona bún- aður sé settur í bílinn hjá manni?“ sagði Siv og var augljóslega mjög mis- boðið. Dómssalurinn var þéttsetinn fjölmiðlafólki og laganemum enda er málið eitt fyrsta sinnar tegundar á Ís- landi. Komið fyrir með launung Siv furðaði sig um tveggja mánaða skeið á því hversu mikið Þorsteinn hafði fylgst með henni, vissi um ferð- ir hennar og hversu oft hann birtist á sömu stöðum og hún. Þann 18. nóvember í fyrra taldi hún að það væri ekki lengur tilviljun og ákvað því að að fara með bílinn á verkstæði, sem meðal annars sér um að koma fyrir ökuritum í bíla. Þá kom í ljós að haganlega og með mikilli laun- ung hefði verið komið fyrir slíkum ökurita í bifreið hennar. Ökuritar sem þessi eru búnir GPS-búnaði svo að hægt er að fylgjast með aksturslagi. Þá er einnig hægt að fylgjast með ferðum bílsins, með þriggja metra vikmörk- um. Ákæruvaldið kýs að kalla búnað- inn staðsetningarbúnað. Í ákæru kemur fram að Þorsteinn hafi komið búnaðinum fyrir í því skyni að fylgjast sérstaklega með Siv. Hann hafi verið með aðgang að gögnum sem safnað var saman á netinu, undir læst- um aðgangi. Segist saklaus Þorsteinn sagði sjálfur að Siv hefði vitað að búnaðurinn yrði settur upp í bílnum. Þau hefðu rætt það í febrú- ar sama ár, en Siv þvertók fyrir það. Þorsteinn sagðist hafa látið setja bún- aðinn upp í september þegar hann fékk „náðarsamlegast“ lykla að bílnum og gat sett hann upp. Búnaðurinn var upphaflega settur í annan bíl sem er einnig í eigu Þorsteins. Hann sagðist ekki hafa vitað til þess að hægt væri að staðsetja fólk með búnaðinum fyrr en eftir að Siv kærði málið til lögreglu. Þá taldi hann lögreglu hafa gerst seka um að fara fram með miklu of- forsi þar sem Siv ætti í sambandi við lögreglumann og framkoma lögreglu bæri vott um það. Sem dæmi hefði lögreglan sótt hann til skýrslutöku klukkan níu á föstudagskvöldi og hót- að honum víkingasveitinni yrði hann ekki samstarfsfús. Hann neitaði alfarið að hann hefði verið að elta eða njósna um Siv og sagði bílinn hafa verið í sinni eigu og honum því verið heimilt að koma slík- um búnaði fyrir. Skellti upp úr Kergjan á milli þeirra tveggja var augljós í réttarsal á þriðjudag. Siv var bersýnilega mjög reið Þorsteini þegar hún bar vitni og sagði að hún hefði ekki talið sig vera örugga. Þeg- ar Siv sagði frá því að yngri sonur þeirra vildi ekki að sér yrði blandað í málið hló Þorsteinn og var það ekki í eina skiptið sem slíkt gerðist heldur skellti hann þó nokkuð oft upp úr á meðan á vitnisburði stóð. „Þessi búnaður var settur í bílinn í september, eftir að ég var farin af heimilinu,“ sagði Siv en Þorsteinn sagði að við einhliða ákvörðun Sivjar um sambúðarslit hefði hún tekið til afnota bíl sem hann á, án hans heimildar. Siv sagðist reyndar hafa farið á reiðhjóli í burtu en hún sagðist samt hafa haft og hafa enn yfirráð yfir umræddri bifreið og líta svo á að þau væru bæði eigendur að bíln- um. Eldri sonur þeirra er raunar skráður eigandi. Það liggur þó fyrir að hvorugur sona þeirra vissi af ökuritanum. Sagðist hafa séð dagskrá „Mig grunar að minn fyrrum sam- býlismaður hafi aukalykil að bílnum. Ég passa mig á því að hafa ekkert í honum,“ sagði Siv og sagðist hún al- mennt vera mjög vör um sig. Í fyrstu taldi hún að einhver elti hana, enda vissi hún til þess að Þorsteinn hefði beðið fólk um að fylgjast með henni. „Hann virtist alltaf vita hvar ég var. Fyrst hélt ég að þetta væri tilvilj- un,“ sagði Siv. Sjálfur sagði Þorsteinn í skýrslutöku: „Ég fylgist vel með kon- unni minni, ekki veitir af,“ en sagðist hafa átt við á vefsíðu hennar og í gegn- um syni þeirra, ekki í gegnum ökurit- ann. Þann 11. október í fyrra sagðist Siv hafa komið þangað sem þau bjuggu saman, og er núverandi heimili Þor- steins, þar sem hún var að heim- sækja son sinn. Þar blasti við henni blað með nákvæmri dagskrá Sivjar, nánast upp á mínútu. „En það er ekki nýtt fyrir mér að hann haldi nákvæm- ar skrár,“ sagði Siv. „Þá áttaði ég mig á því að það væri eitthvað meiriháttar í gangi.“ Stuttu síðar fór hana einnig að gruna að hann væri með tækjabúnað sem sýndi ferðir hennar svo hún slökkti á bluetooth-kerfi síma síns. Siv sagði að sér hefði liðið líkt og einhver fylgdist stöðugt með henni. Þegar hún hefði tekið eftir honum fylgjast með sér hefði hann stundum verið glaðhlakkalegur. „Það er sjálf- sagt skemmtilegt að geta fylgst með manni svona auðveldlega,“ sagði hún. Áfallið var engu að síður mjög mik- ið þegar Siv áttaði sig á því að það væri í raun og veru fylgst með henni. „Mér brá mjög mikið við það, mér var allri lokið,“ sagði Siv. Hún hefði hreinlega ekki getað trúað því að slíkur búnaður væri í bílnum. Siv sagði að hún hefði lánað syni sínum bílinn og þá hefði Þorsteinn líklega látið koma búnaðin- um fyrir. Bróðir hennar hefði þá gant- ast í henni og sagt að líklega yrði settur búnaður til að fylgjast með henni í bíl- inn en hún hefði bara hlegið að hon- um. „Enda er þetta bara með ólíkind- um,“ sagði Siv. Ógeðfelld SMS-skilaboð og tölvupóstar En Siv lýsti einnig fyrir réttinum að hún teldi að Þorsteinn hefði kom- ist yfir aðgang að símayfirliti hennar fyrir heilt ár og væri að kanna síma- númer þar. Hann hefði haft samband við systur hennar og látið hana vita af því að hann hefði komist yfir bílnúm- er og þannig komist að því við hvern Siv átti fund eitt sinn. Siv sagði einnig frá því að hún hefði fengið ógeðfelld smáskilaboð frá Þorsteini eitt sinn þegar bílnum var lagt við Veðurstofuna, en Siv var sjálf annars staðar. Það taldi hún vera merki um að hann væri í miklu ójafn- vægi. Þá áframsendi hún tölvupósta til lögreglu sem hún sagði innihalda hótanir sem vörðuðu öryggi henn- ar. Póstarnir voru „ …þess eðlis að ég varð mjög hrædd og vildi að lögregl- an færi sérstaklega yfir það hvort ég þyrfti að gera sérstakar ráðstafanir,“ sagði Siv. Þá hefði annað atvik komið upp eftir að hún var búin að fjarlægja búnaðinn úr bílnum og leggja fram kæru. Hún hefði verið mætt á fund í Alþingishúsinu, en þá hefði Þor- steinn verið mættur þangað, keyrt lúshægt fram hjá þinghúsinu og fylgst með bílastæði þingmanna. „Ég tel að hann hafi verið mjög órólegur þá vegna þess að það var slökkt á búnaðinum.“ Krefst sýknu Ákæruvaldið taldi útskýringar Þor- steins vera ótrúverðugar og fór fram á tveggja mánaða skilorðsbund- ið fangelsi yfir honum enda hefði hann brotið gróflega gegn friðhelgi einkalífs Sivjar. Verjandi hans, Brynjólfur Ey- vindsson, sagði að búnaðurinn hefði verið settur upp í bifreiðinni með hennar vitneskju og samþykki og til þess að fylgjast með akstri sonar þeirra. Þá hefði ekkert kom- ið fram í málinu um að Þorsteinn hefði kunnáttu til þess að kalla fram upplýsingar um ferðir Sivjar og að búnaðurinn hefði verið sýnilegur. Af þeim sökum bæri að sýkna Þor- stein. Niðurstöðu í málinu er að vænta á næstu vikum. „Ég varð mjög hrædd“ n Siv segist ekki hafa vitað af ökuritanum í bílnum n Leið eins og sér væri fylgt eftir n „Ég fylgist vel með konunni minni, ekki veitir af“ n Vissi nákvæmlega um ferðir hennar„Þessi búnaður var settur í bílinn í september, eftir að ég var farin af heimilinu. Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is Neitar sök Þorsteinn Húnbogason mætti í réttinn. Hló nokkrum sinnum Það kom fyrir að Þorsteinn hló við í réttarsalnum á þriðjudag, meðal annars þegar Siv bar vitni. Siv mætti sem vitni „Þetta er einbeittur vilji til að knésetja mig að mínu mati,“ sagði Siv Frið- leifsdóttir fyrir dómi á þriðjudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.