Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2011, Blaðsíða 20
20 | Sport 12. október 2011 Miðvikudagur E ftir umdeilt atvik í F1- kappakstrinum í Singapúr þar sem Lewis Hamilton keyrði aftan á Felipe Massa mættust þeir aftur í brautinni í Japan á sunnudaginn þegar Se- bastian Vettel varð heimsmeist- ari. Í Singapúr tókust þeir á í tímatökum og eftir áreksturinn í keppninni klappaði Massa kald- hæðnislega fyrir Hamilton, aug- ljóslega ekki sáttur. Hamilton var refsað fyrir það atvik með því að vera skikkaður til að aka í gegnum þjónustu- svæðið. Þeir mættust svo aftur í brautinni í Japan en á 22. hring í baráttunni um fjórða sætið rák- ust bílar þeirra saman. Hvorug- um var þó refsað fyrir það atvik. Eftir keppnina sagði Ha- milton að hann hefði ekki séð Massa en Brasilíumaðurinn var ekki á sama máli. „Mér er alveg sama hvað Hamilton sagði ef ég á að vera heiðarleg- ur. Það eina sem skiptir máli er það sem hann gerði. Hann var alltof hægur og hélt sig hægra megin við mig. Ég var mun fljótari þannig að þegar ég fór yfir vinstra megin og brems- aði þar færði hann sig um stað á brautinni og snerti minn bíl. Það er ekkert meira um þetta að segja. Mér er alveg sama hvað hann segir, það skiptir bara máli hvað Alþjóða akst- ursíþróttasambandið segir,“ segir Massa. Hamilton hefur verið mjög umdeildur í ár og lent í mörg- um árekstrum og þurft að taka út mörg víti. Massa vill að Al- þjóða akstursíþróttasamband- ið, FIA, fari að taka á þessu. „Það er búið að refsa Hamilton og öðrum fyrir mun minna en hann gerði í Japan. Þetta er líka í annað skiptið í röð sem hann er að keyra inn í mig. Hann er bú- inn að vera að þessu allt tíma- bilið. FIA verður að fara að taka á þessu,“ segir Felipe Massa. Vill að tekið verði á Hamilton n Keyrði á Brasilíumanninn í tveimur keppnum í röð Þreyttur á Hamilton Massa er ósáttur við fyrrverandi heimsmeistarann. Stefnir á þriðja sæti Bretinn Andy Murray hefur sett stefnuna á þriðja sæti heims- listans og ætlar þar að komast upp fyrir Sviss- lendinginn Roger Fede- rer. Murray er fullur sjálfs- trausts eftir að hafa valtað yfir efsta mann heimslistans, Rafael Nadal, í úrslitaleik opna japanska mótsins um síðastliðna helgi. Murray, sem er eina von Breta í tennis, á enn eftir að vinna risamót en hann strandar ávallt á þremur bestu tennisköpp- um heims, Federer, Nadal og Serbanum Novak Djokovic. Murray er sem stendur í fjórða sæti heimslistans, 500 stigum á eftir Federer. Arsenal býðst Vargas Ítalska efstu deildar liðið Fior- entina er tilbúið að skoða til- boð í perúska vængmanninn Juan Manuel Vargas í janúar. Arsenal, sem reyndi að landa honum í sumar, gæti boðist hann í janúar á tólf milljónir punda. Þegar Arsenal reyndi að næla í Vargas í sumar vildi Fiorentina ekki hlusta á tilboð í hann og keypti Lundúnalið- ið því brasilíska bakvörðinn Andre Santos frá Fenerbache í staðinn. Vargas hefur ekki far- ið nægilega vel af stað í ítölsku A-deildinni í vetur og er Fio- rentina því tilbúið að selja kappann sem virðist ekki vera nægilega sáttur eftir að hafa ekki fengið að fara í sumar. Real gæti bjargað Tevez Spænski fótboltarisinn Real Madrid ætlar að bjarga Car- los Tevez frá Manchester City samkvæmt breska götu- blaðinu Mirror. Tevez mun ekki spila fleiri leiki fyrir City eftir að hafa neitað að koma inn á í Meistaradeildarleik gegn FC Bayern og er nú í tveggja vikna straffi. City vill fá 35 milljónir punda fyrir Te- vez en Jose Mourinho, stjóri Real, er sagður áhugasamur um að landa Argentínumann- inum. Tevez mun þó þurfa að sætta sig við launaskerðingu því Real ætlar ekki að borga honum þau 250.000 pund sem hann hefur í vikulaun hjá Manchester City. I celand Express-deildin í körfubolta hefst á mið- vikudagskvöldið þegar konurnar ríða á vaðið. Karlaboltinn rúllar svo að stað á fimmtudagskvöldið þar sem tveir afar áhugaverð- ir leikir fara fram. Benedikt Guðmundsson mætir með sína drengi í Þór úr Þorláks- höfn á sinn gamla heimavöll, DHL-höllina, og mætir þar Ís- landsmeisturum KR. Bene- dikt gerði KR tvívegis að Ís- landsmeisturum, árin 2007 og 2009. Þá mætast einnig Grindavík og Keflavík í sann- kölluðum Suðurnesjaslag í Röstinni í Grindavík. Grinda- vík hefur styrkt sig mikið fyrir tímabilið, fengið Sigurð Þor- steinsson, miðherjann öfluga frá Keflavík, og Jóhann Árna Ólafsson frá Njarðvík. Bjugg- ust margir við að Grindavík yrði spáð titlinum í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráða- manna liðanna. Íslandsmeist- urum KR er þó spáð titlinum, Grindavík öðru sæti og Stjarn- an aðeins stigi á eftir þeim gulu. Hjá konunum er Kefla- vík spáð Íslandsmeistaratitl- inum en liðið varð tvöfaldur meistari í fyrra. KR, sem valt- aði yfir Keflavík í úrslitaleik Lengjubikarsins á sunnudag- inn, er spáð öðru sætinu. Stórveldi spáð falli Það brá mörgum við að sjá stórveldinu úr Njarðvík spáð 11. sæti og þar með falli. Njarðvík hefur unnið Íslands- meistaratitilinn oftast allra liða eða þrettán sinnum og alla þrettán á síðustu 30 árum. Síðast var liðið meistari 2006 og lék svo til úrslita árið 2007. Njarðvík hefur þó verið í nokk- urri lægt og var lengi vel í falls- æti á síðasta tímabili. Það var áður en liðið réð Einar Árna Jóhannsson og Friðrik Ragn- arsson sem þjálfara og styrkti sig með útlendingum. Það kom Njarðvík í úrslitakeppn- ina þar sem liðið tapaði svo gegn KR í tveimur leikjum. Miklar mannabreytingar hafa verið hjá Njarðvíkurlið- inu núna og hefur það misst marga leikmenn. Erlendu leikmennirnir þrír sem léku með liðinu í fyrra komu ekki aftur og þá lögðu þeir Brenton Birmingham, Friðrik Stefáns- son og Páll Kristinsson allir skóna á hilluna. Guðmundur Jónsson gekk í raðir Þórs frá Þorlákshöfn, Jóhann Árni Ólafsson fór til Grindavíkur og þá er hinn risavaxni Egill Jóns- son hættur hjá liðinu sem og Kristján Sigurðsson. Njarðvík teflir því fram ungu og breyttu liði í ár en það hefur þó styrkt sig með tveimur bandarískum leikmönnum. Mæta nýliðunum Fyrsta umferðin í Iceland Ex- press-deild karla verður leik- in á fimmtudag og föstudag. Á fimmtudagskvöldið mæt- ir Grindavík Keflavík, nýlið- ar Þórs frá Þorlákshöfn sækja Íslandsmeistara KR heim í DHL-höllina og Fjölnir tekur á móti ÍR en þeim liðum er spáð níunda og sjötta sæti. Á föstu- dagskvöldið sækir Njarðvík svo heim nýliða Vals sem eru aftur að spila með þeim bestu eftir smá hlé. Valsmönnum er spáð falli úr deildinni og það nokkuð örugglega. Sama kvöld taka Haukar á móti Snæfelli og Stjarnan sækir Tindastól heim. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Njarðvík spáð falli n Iceland Express-deildin í körfubolta hefst á fimmtudaginn n KR og Keflavík verja Íslandsmeistaratitla ef marka má spána n Sigursælasta liðinu spáð falli niður um deild Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Körfubolti Iceland Express-deild karla 1. KR 395 stig 2. Grindavík 374 3. Stjarnan 373 4. Snæfell 328 5. Keflavík 293 6. ÍR 244 7. Þór Þ 169 8. Haukar 149 9. Fjölnir 145 10. Tindastóll 136 11. Njarðvík 134 12. Valur 71 Iceland Express-deild kvenna 1. Keflavík 166 stig 2. KR 163 3.–4. Haukar 135 3.–4. Valur 135 5. Snæfell 90 6. UMFN 84 7. Hamar 54 8. Fjölnir 37 Spáin Hvort á sínum endanum KR er spáð Íslandsmeistaratitlinum og Njarðvík er spáð falli. Mynd SIgRygguR ARI Fer á sinn gamla heimavöll Benedikt Guðmundsson og drengir hans í Þór úr Þorlákshöfn mæta KR í Vesturbænum. Mynd dAvÍð ÞóR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.