Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2011, Blaðsíða 13
Erlent | 13Miðvikudagur 12. október 2011 C amila Vallejo, 23 ára stúlka frá Chile, hefur þrátt fyrir ung- an aldur markað sér spor sem nýjasti byltingarleiðtogi Suð- ur-Ameríku. Barátta hennar fyrir bættum aðstæðum menntafólks í Chile hefur undið upp á sig að und- anförnu og eftir viku, þann 18. og 19. október næstkomandi, er fyrirhugað allsherjarverkfall í landinu. Vinsældir Camilu, sem er leiðtogi stærstu náms- mannahreyfingar Chile, hafa farið ört vaxandi undanfarið. Hún á yfir 300 þúsund aðdáendur á Twitter og eru vinsældir hennar farnar að breiðast út til annarra landa Suður-Ameríku, meðal annars Brasilíu. Hafa ekki efni á menntun Barátta Camilu, sem er landafræði- nemi við Chile-háskólinn, er góð áminning þess að af litlum neista verður oft mikið bál. Barátta náms- mannanna í Chile snýr einna helst að markaðshyggju ríkisstjórnar forset- ans, Sebastiáns Piñera. Að mati náms- mannanna er menntakerfið ekkert annað en gróðrarstía peningamanna. Flestir háskólar í landinu eru einka- reknir og frá tímum Augustos Pino- chet, fyrrverandi einræðisherra Chile, hafa engir ríkisreknir háskólar verið stofnaðir. Þetta hefur gert að verkum að ungt fólk hefur ekki tækifæri til að mennta sig í góðum skólum þar sem kostnaðurinn við það er allt of mik- ill. Vilja námsmenn að allir íbúar eigi kost á ókeypis menntun. Baráttan snýst ekki einungis um menntakerfið heldur er ástandið í heilbrigðiskerf- inu svipað. Allt snýst um hagnað. Tal- ið er að mótmælin í Chile að undan- förnu séu þau mestu frá þeim tíma þegar stjórnarandstæðingar börðust gegn ógnarstjórn Pinochets undir lok níunda áratugarins. Mótmælin barin niður Camila Vallejo hefur verið í framvarða- sveit mótmælanna sem hófust í maí á þessu ári. Hún er meðlimur í ungliða- sveit kommúnista (Juventudes Com- unistas de Chile) og varð önnur konan í sögunni til að taka við embætti for- manns stúdentaráðs Chile-háskóla. Síðastliðinn fimmtudag var hún hætt komin þegar lögregla barði niður mót- mæli sem hún skipulagði í miðborg Santiago, höfuðborgar Chile. Lög- regla sprautaði á hana táragasi þegar hún söng baráttusöngva ásamt öðr- um ungmennum og hún þeyttist í göt- una þegar vatni var sprautað á hana úr öflugri vatnsbyssu. „Við reyndum að berjast á móti en það var ekki hægt. Við gátum ekki andað þannig að við hlupum burt,“ segir Vallejo í samtali við Guardian. Á næstu klukkustund- um voru 250 manns handteknir, þar á meðal blaðamenn sem voru að sinna vinnu sinni. Gríðarlegur stuðningur Mótmælin á fimmtudag voru ekkert einsdæmi. Á undanförnum mánuðum hafa mótmæli verið daglegt brauð og hafa þúsundir verið handtekin. Þrátt fyrir að mótmælin á fimmtudag hafi verið barin niður er Camila ánægð með árangurinn til þessa. „Á undan- förnum árum hefur nýfrjálshyggjan verið borin á borð fyrir unga fólkið. Það snýst allt um einstaklinginn og það er enginn náungakærleikur. Unga fólkið hefur nú tekið við stjórninni,“ sagði Camila á skrifstofu sinni í sam- tali við blaðamann Observer. Á veggn- um fyrir ofan skrifborðið hékk mynd af Karli Marx. Útgeislun og sannfæringarkraft- ur þessarar ungu stúlku hefur gert hana að þekktasta andliti mótmæl- anna. Sem fyrr segir eru aðdáendur hennar á Twitter 300 þúsund. Hún var gerð að heiðursforseta einnar stærstu námsmannahreyfingar Brasilíu fyrir skemmstu og þá hefur barátta hennar fengið stuðning frá stúdentahreyfingu stærsta háskóla Suður-Ameríku sem er í Mexíkó. „Þessi stuðningur hefur verið okkur mikilvægur. Við heyrum það stöðugt að barátta okkar og markmið séu von- laus. En við fáum svo mikinn stuðning frá öllum heimshornum, sérstaklega frá ungu fólki, að við getum ekki gef- ist upp. Núna erum við á mikilvægum tímapunkti og alþjóðlegur stuðningur er lykilatriði.“ Allsherjarverkfall Undanfarið hafa námsmenn, undir forystu Vallejo, verið í samningavið- ræðum við ríkisstjórn Piñera. Þær við- ræður hafa hins vegar engu skilað og nú hafa verkalýðsfélög og stúdentar tekið höndum saman í baráttunni og boðað til allsherjarverkfalls í næstu viku. Í ágúst síðastliðnum var einnig boðað til allsherjarverkfalls sem entist í tvo daga. Þá reyndi lögregla að berja mótmælin niður og slösuðust margir í átökunum. „Við erum mjög leið yfir því að stúdentar hafi gripið til þessa ráðs,“ sagði Andres Chadwick, talsmaður ríkisstjórnar Chile, og vísaði í verkfalls- boðunina. Piñera forseti hefur gefið út að hann vonist til að námsmenn setj- ist aftur við samningaborðið og lofað að létta undir með námsmönnum í fjárþörf. Hann hefur hins vegar hafn- að því að nám verði ókeypis fyrir alla háskólanema og að ríkið taki að sér að reka alla háskóla landsins. Byltingarhetjan sem ætlar að breyta Chile n Boðað til allsherjarverkfalls í Chile í næstu viku n Háskólastúdentar vilja ókeypis menntun og vilja gróða- sjónarmið burt n 23 ára landafræðinemi er í framvarðasveit mótmælanna og nýtur stuðnings hundruð þúsunda „Það snýst allt um einstaklinginn og það er enginn náunga- kærleikur. Unga fólkið hef- ur nú tekið við stjórninni. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Leiðtoginn Camila Vallejo hefur þrátt fyrir ungan aldur náð að hrista rækilega upp í stjórnkerfi Chile. Hún er leiðtogi stærstu námsmannahreyfingar landsins. Mynd ReuteRs Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæð Bremsur Spindilkúlur Stýrisendar ofl, ofl Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.