Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 12. október 2011 Miðvikudagur S paribankinn, nýr viðskipta- banki, verður opnaður á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, ef áætlanir ganga eftir. Þetta segir Ingólfur H. Ingólfsson fjár- málaráðgjafi sem fer fyrir hópi fólks sem stendur að bankanum. „Það eru tæknileg atriði sem við erum að vinna í núna,“ segir hann aðspurð- ur um gang mála. „Við ætluðum að vera búin með ákveðna áfanga fyrir sumarið en lentum í sumrinu með það þannig að það fór eiginlega einn sumarmánuðurinn í súginn.“ Það er þó mest á áætlun og ekki teljandi seinkun. Undirbúnings- vinna er á fullum skriði og telur Ing- ólfur að ekki sé ýkja langt í opnun. „Ef allt gengur verðum við tilbúin á fyrsta ársfjórðungi árið 2012,“ segir hann aðspurður hvenær hann geri ráð fyrir að allt verði klappað og klárt fyrir opnun. Áætlunum Ingólfs og félaga hefur þó seinkað um nokkra mánuði frá því að fyrst var greint frá stofnun bankans í byrjun ágúst á síðasta ári. Þá sagði Ingólfur að ef allt gengi eftir yrði bankinn opnaður í ágúst á þessu ári, eða réttu ári eftir að greint var frá því að bankinn væri í burðarliðnum. Sparibankinn verður þó enginn venjulegur banki, eins og við höf- um kynnst á undanförnum árum. Bankinn mun aðeins þjónusta ein- staklinga og smærri fyrirtæki og grundvallaráhersla verður lögð á skynsamlega nýtingu fjármuna. „Þetta verður banki sem verður leið- beinandi. Bankinn er með ákveðna sérfræðiþekkingu á meðferð fjár- muna og þessari fjárþekkingu ætlum við að miðla bæði til heimila og fyrir- tækja,“ sagði Ingólfur á síðasta ári um bankann en hann hefur sjálfur starf- að sem sparnaðarráðgjafi um árabil. adalsteinn@dv.is n Nokkurra mánaða seinkun á opnun nýs viðskiptabanka Sparibankinn opnaður eftir áramót Smá seinkun Nokkurra mánaða seinkun verður á opnun Sparibankans miðað við það sem Ingólfur talaði um á síðasta ári. Ef allt gengur eftir verður bankinn opnaður innan nokkurra mánaða. Á rni Johnsen, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, lagði til við undirbúningsvinnu árshá- tíðar þingmanna í mars síð- astliðnum að hljómsveit sem þar skemmti yrði greitt svart. Slíkt hefði vitaskuld verið lögbrot og fékk tillaga Árna ekki góðar undirtektir í undirbúningsnefnd árshátíðarinnar, samkvæmt öruggum heimildum DV. Hljómsveitin fékk því á endanum greitt eftir öðrum löglegri leiðum. Alþingi styrkti árshátíð Hópur þingmanna úr öllum flokk- um, nema Hreyfingunni, fékk það verkefni í sérstakri undirbúnings- nefnd að endurvekja árshátíð þing- manna sem blásin hafði verið af fyrst eftir hrun. Það var að frum- kvæði þingmanna sem ákveðið var að halda árshátíðina fyrr á þessu ári og ætluðu þingmenn í fyrstu að greiða sjálfir allan kostnað við veisl- una sem haldin var á veitingastaðn- um Nítjánda í Turninum við Smára- torg í Kópavogi. Þegar vinna við hátíðina var kom- in af stað ákvað Alþingi sem vinnu- staður að styrkja veisluhöldin með fjárframlagi. Ákveðið var að leggja fram sömu upphæð og lögð hafði verið til árshátíðar annarra starfs- manna Alþingis. Svo fór að skrifstofa Alþingis sá á endanum um að greiða reikninga og dró mismuninn af laun- um þingmanna. Áttu að taka með reiðufé fyrir bandið Í undirbúningsnefnd árshátíðar- innar lagði Árni Johnsen til að þing- menn myndu leggja pening inn á reikning fyrir árshátíðinni en að þeir tækju með sér tvö þúsund krón- ur í reiðufé svo hægt væri að greiða hljómsveitinni svart fyrir störf sín. Samkvæmt heimildum DV furðuðu aðrir í undirbúningsnefndinni sig á tillögunni og lýstu, svo enginn vafi lék á, vanþóknun sinni á henni. Fór svo að tillagan var slegin köld út af borðinu og varð niðurstaðan sem fyrr segir að dregið var af launum þingmanna fyrir kostnaðinum. Árni kannast ekki við neitt DV bar heimildir sínar undir Árna Johnsen sem kannaðist ekkert við að hafa lagt til að greiða hljómsveitinni svart. „Ég kannast ekki við það, ég veit ekki hvað þú ert að tala um. Það kom aldrei neitt slíkt til greina.“ Þeg- ar fyrirspurnin var ítrekuð sagðist þingmaðurinn ekki nenna að svara svona „bölvuðu rugli“ og hló en kvaddi með þeim orðum að árshá- tíðin hefði gengið vel. Samkvæmt upplýsingum DV sá Árni síðan um veislustjórn á árshá- tíðinni þar sem hann lék við hvurn sinn fingur. Hátíðin sjálf þóttist heppnast afar vel enda var hún með nokkuð öðru sniði en á árum áður þar sem árshátíðir þingmanna þóttu afar formfastar og íhaldssamar sam- kundur. n Árni Johnsen var stoppaður af í undirbúningi árshátíðar þingmanna n Vildi borga hljómsveitinni í reiðufé svart Árni vildi greiða hljómsveit svart Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is n Árni Johnsen var árið 2003 dæmdur í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir fjárdrátt og umboðssvik í opinberu starfi, mútuþægni og fyrir að gefa rangar skýrslur til yfirvalda. Alls var hann sakfelldur í 22 ákæruliðum, meðal annars fyrir viðskipti með svokallaða óðalssteina, þéttidúk og ýmiss konar vörur sem hann keypti í nafni byggingarnefndar Þjóðleikshússins en enduðu heima hjá honum í Vestmanna- eyjum. Reyndi hann þá að hylma yfir viðskiptin og varð uppvís að því að ljúga opinberlega. Eftir að hafa lokið afplánun sinni á Kvíabryggju fékk Árni uppreist æru frá yfirvöldum vegna dómsins. Á meðan Ólafur Ragnar Grímsson forseti var erlendis ákváðu handhafar forsetavaldsins að veita Árna uppreist æru. Það voru Geir H. Haarde forsætisráðherra, Gunnlaugur Claessen, forseti Hæstaréttar, og Sólveig Péturs- dóttir, forseti Alþingis. Gjörningurinn var umdeildur en stóð óhaggaður. Í ágúst í fyrra komst Árni enn í fréttirnar þegar DV greindi frá því að þingmaðurinn hefði ekki fengið tilskilin leyfi hjá Vestmannaeyjabæ fyrir efnistöku á sex stórum móbergshellum við Klaufina þar í bæ. Árni lét sækja hellurnar með traktor og fundust þær við heimili hans að Höfðabóli. Forsvarsmaður Náttúrustofu Suðurlands gagnrýndi Árna harðlega og sakaði þingmanninn um náttúruspjöll. Fékk uppreist æru Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot gegn tólf ára dóttur fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Manninum var gefið að sök að hafa á tímabilinu 2005 til febrúar 2011 brotið með margvíslegum hætti gegn stúlkunni, meðal annars látið hana fróa sér og hafa munnmök við sig. Það var hjúkr- unarfræðingur í skóla stúlkunnar sem tilkynnti málið til barna- verndar og sagði að stúlkan hefði orðið fyrir líkamlegu og kynferð- islegu ofbeldi heima hjá sér. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagði aðspurður um ásakanir stúlkunnar að hún væri ekki hrifin af sér. Hann setti henni reglur um útivist og fleira sem hún væri ekki ánægð með. Þá kvaðst hann refsa henni með því að láta hana vera inni í her- bergi ef hún hlýddi ekki. Það var mat dómsins að stúlk- an hefði gefið trúverðuga skýrslu þegar hún lýsti því sem stjúpfaðir hennar átti að hafa gert henni. Á hinn bóginn var einnig litið til þess að framburður manns- ins, sem staðfastlega neitaði sök, væri ekki ótrúverðugur. Var mað- urinn því sýknaður af ákærunni. Ákærður fyrir brot gegn ungri stúlku: Sýknaður í héraðsdómi Kæft í nefnd Árni Johnsen býr yfir ára- tugareynslu í tónlistargeiranum og þekkir hvernig uppgjör fyrir slíkt fer fram. Hann komst þó ekki langt með hugmyndir sínar fyrir árshátíð þingmanna. MyNd Sigtryggur Ari „Fór svo að tillagan var slegin köld út af borðinu Vinsæll pizzastaður Höfum til sölu pizzastað á höfuðborgarsvæðinu. Er í rúmgóðu húsnæði og með góðan búnað, m.a. eldofn. Vinsæll í take away þjónustu. 3ja–5 ára leigusamningur. Fæst á mjög góðu verði. Upplýsingar í síma 773 4700. Frábært tækifæri á ferðinni! Fyrirtækjasala Íslands Ánanaustum | www.atv.is Hótaði lífláti 49 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hóta saksóknara ofbeldi og lögreglumönnum lífláti. Þá er hann einnig ákærður fyrir fíkniefnalagabrot. Í mars síðastliðnum var gerð húsleit á heimili hans í Hafnar- firði og fundust þar fíkniefni. Lög- regla fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum og var orðið við henni í Héraðsdómi Reykjaness. Þar missti maðurinn stjórn á sér. Hann hótaði saksóknaranum ofbeldi og tók upp stálstól, sveiflaði honum fyrir aftan sig og sýndi tilburði til að kasta honum í lögreglumann. Nokkrum dögum síðar hótaði maðurinn öðr- um lögreglumönnum. Ákæran var þingfest á mánudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.