Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2011, Blaðsíða 12
Þ rjár konur fengur friðarverð­ laun Nóbels á dögunum fyr­ ir friðsamlega baráttu sína fyrir bættu öryggi kvenna og fyrir rétti kvenna til að taka fullan þátt í uppbyggingarstarfi til að tryggja frið. Þær eru í hópi fimm­ tán kvenna sem hlotið hafa friðar­ verðlaun Nóbels frá því að þau voru fyrst afhent árið 1901. Ein þessara kvenna, Ellen Johnson Sirleaf, er líka ein fjórtán kvenna sem eru leiðtog­ ar ríkisvalds í þeim ríkjum sem eru að fullu viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum. Flestir kvenleiðtogar í Evrópu Sex af kvenleiðtogum heimsins leiða ríkisstjórnir innan Evrópu. Um 12 prósent allra ríkisstjórnarleiðtoga í Evrópu eru konur. Í Afríku eru svo næst flestir kvenleiðtogar, eða þrír. Samsvara þær um 6 prósentum allra ríkisstjórnaleiðtoga í Afríku. Af þeim kvenleiðtogum sem sitja nú á valda­ stóli eru fjórar sem hafa setið skemur en eitt ár og aðeins tvær þeirra hafa setið lengur en 5 ár. Það eru Ang­ ela Merkel, kanslari Þýskalands, og Ellen Sirleaf, forseti Líberíu og ný­ krýndur verðlaunahafi friðarverð­ launa Nóbels. 13 sinnum fleiri karlmenn Tölurnar taka aðeins til ríkja sem að fullu eru viðurkennd af Samein­ uðu þjóðunum, en það eru 194 ríki í heildina að Vatíkaninu meðtöldu. Það þýðir að 180 karlmenn eru leið­ togar ríkisstjórna landa heimsins. Það er rétt tæplega 13 sinnum fleiri en kvenleiðtogarnir. Fæstar þjóðir hafa nokkur tím­ ann haft konu yfir framkvæmda­ valdinu en Íslendingar fengu fyrsta kvenforsætisráðherrann árið 2009. Miklar breytingar hafa þó átt sér stað á undanförnum árum en frá árinu 2000 hafa 43 konur orðið for­ sætisráðherrar. Frá því að fyrsta konan tók við sem leiðtogi ríkis­ valds árið 1960 og allt til ársins 2000 höfðu aðeins 52 konur gegnt æðsta embætti ríkisstjórna í heiminum. Það þýðir að 45 prósent allra kven­ leiðtoga sögunnar hafa sest í emb­ ætti sín á síðustu 11 árum. n Fjórtán konur eru leiðtogar ríkisstjórna um allan heim n Langflestar þeirra eru í Evrópu n Tæplega 13 sinnum fleiri karlmenn en konur leiða ríkisstjórnir í heiminum Evrópa Helle Thorning-Schmidt Danmörk Forsætisráðherra Iveta Radièová Slóvakía Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir Ísland Forsætisráðherra Jadranka Kosor Króatía Forsætisráðherra Angela Merkel Þýskaland Kanslari Suður-Ameríka Dilma Rousseff Brasilía Forseti Cristina Fernández de Kirchner Argentína Forseti Afríka Kamla Persad-Bissessar Trínidad og Tóbagó Forsætisráðherra Ellen Johnson Sirleaf Líbería Forseti Cissé Mariam Kaïdama Sidibé Malí Forsætisráðherra Asía Yingluck Shinawatra Taíland Forsætisráðherra Hasina Wazed Bangladess Forsætisráðherra Annað Laura Chinchilla Kostaríka Forseti Julia Gillard Ástralía Forsætisráðherra „Um 12 prósent allra ríkisstjórnarleið- toga í Evrópu eru konur. Konur við völd Kvenleiðtogi og friðvarverðlaunahafi Ellen Johnson Sirleaf er einn þriggja verðlauna- hafa friðarverðlauna Nóbels í ár en hún er einnig ein af fjórtán kvenleiðtogum heims. 12 | Erlent 12. október 2011 Miðvikudagur Mótmælendur handteknir n Vilja aðgerðir í þágu einstaklinga, ekki í þágu fjármagnseigenda M ótmæli hafa breiðst út um öll Bandaríkin. Fólk mót­ mælir fjármálafyrirtækjum og misskiptingu auðs. Vill fólk að gripið verði til aðgerða í þágu einstaklinga í stað þess að staðinn sé vörður um fjármagnseigendur og fyrirtæki sem hafa komið illa út úr fjármálakreppunni. Lögreglan hef­ ur skarast í leikinn í nokkrum mót­ mælanna, meðal annars í Boston þar sem mótmæli voru stöðvuð klukkan rúmlega eitt eftir miðnætti á þriðju­ dag. Um það bil 100 mótmælendur voru handteknir í þeim aðgerðum lögreglunnar. Borgarstjórinn í Boston varði þessa ákvörðun í símaviðtali við bandaríska dagblaðið Boston Globe á þriðjudag. „Ég skil að þau hafa frelsi til að tjá sig en ég þarf að stjórna þessari borg,“ sagði hann meðal annars í viðtali. „Ég er opinn fyrir uppástungum en borgaraleg óhlýðni verður ekki liðin.“ Borgar­ stjórinn, Thomas M. Menino, segist að mörgu leyti vera sammála mót­ mælendunum en hann segir að mót­ mælendurnir hafi tvívegis farið yfir strikið. Fyrst með því að marsera á North Washington Street­brúnni og að hóta að stöðva umferð og svo með því að stækka tjaldborg sína yfir á svæði sem borgaryfirvöld höfðu beðið mótmælendur um að fara ekki inn á. „Ég er sammála þeim. Nauð­ ungarsölur. Græðgi fyrirtækja. Þetta eru vandamál sem ég hef barist við allan minn feril. En það er ekki hægt að loka borginni,“ segir borgarstjórinn um aðgerð­ ir mótmælendanna. Aðgerðirnar hafa fyrst og fremst snúið að því að koma upp tjaldborg, þar sem mót­ mælendur hafa dvalið, og að ganga fylktu liði um borgina. Mótmælt er í mörgum borgum í Bandaríkjunum vegna sömu mála. adalsteinn@dv.is Víða mótmælt Mótmælt er í mörgum stærstu borgum Bandaríkjanna um þessar mundir. Forsætisráðherra Íslands Jóhanna Sigurðardóttir er ein fimm kvenleiðtoga í Evrópu. Föngum sleppt í Burma Stjórnvöld í Burma hafa ákveðið að veita 6.359 föngum sakaruppgjöf í landinu. Meira en 2.000 manns sitja í fangelsum í Burma vegna skoð­ ana sinna og andstöðu við stjórn­ völd í landinu. Vonast margir til að pólitískir fangar verði meðal þeirra sem veitt verður sakaruppgjöf. AFP­ fréttastofan bendir hins vegar á í frétt sinni af málinu að stjórnvöld hafi ekki gefið til kynna að pólitískir fangar væru í þessum hópi. „Við fögnum tilkynningum um sakar­ uppgjöf. Þetta eru góðar fréttir og við vonum að pólitískir fangar verði á meðal þeirra sem fá frelsi,“ segir Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnar­ andstöðunnar í Burma, við AP­ fréttastofuna. Réðust á vefsíðu NYSE Nafnlausi hakkarahópurinn, Ano­ nymous, réðst í vikunni á vefsíðu kauphallarinnar New York Stock Exchange, eða NYSE. Ætlunin var að eyða kauphöllinni af vefnum en það tókst ekki sem skyldi. Hópur­ inn hafði gefið út tilkynningu fyrir árásina og hvatti almenna borgara til að taka þátt í henni í gegnum þar til gerða vefsíðu. Hópnum varð þó eitt­ hvað ágengt í árásinni en vandræði voru með rekstur síðunnar í um það bil eina mínútu. Talsmaður kaup­ hallarinnar í New York þvertekur hins vegar fyrir að Anonymous hafi átt nokkurn þátt í vandræðunum með síðuna. Neitar hann að síðan hafi legið niðri þrátt fyrir fréttir um annað. Árásin var gerð í tilefni mót­ mælanna á Wall Street en þar mót­ mælir almenningur fjármálakerfinu og misskiptingu auðs. Í sjö ára fangelsi Fyrrverandi forsætisráðherra Úk­ raínu, Yulia Tymoshenko, hefur ver­ ið dæmd í sjö ára fangelsi. Var hún dæmd fyrir að hafa skrifað undir samning við rússneska gasfyrirtækið Gazprom en núverandi stjórnend­ ur landsins, gamlir andstæðingar Tymoshenko, töldu samninginn vera Úkraínu óhagstæðan og kærðu hana. Tymoshenko hefur sjálf sagt að um sé að ræða nornaveiðar af hálfu Viktors Yanukovych, forseta Úkraínu, sem sigraði Tymoshenko naumlega í síðustu forsetakosning­ um í landinu. „Dómurinn, sem er stjórnað af forsetanum, mun ekki breyta neinu í lífi mínu eða þeirri baráttu sem ég stend í. Ég mun áfram berjast fyrir Úkraínu, frelsi landsins og sjálfstæði,“ sagði Tymos­ henko við fjölmiðla áður en dómur­ inn var kveðinn upp. Hún hyggst áfrýja dómnum til mannréttinda­ dómstóls Evrópu. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.