Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2011, Blaðsíða 15
Neytendur | 15Miðvikudagur 12. október 2011 30 prósenta munur á heilsársdekkjum Bílabúð Benna Jón Hauksson, hjá Bílabúð Benna, segir að það sem sé vinsælast nú um mundir séu Toyo-harðskeljadekkin en þau séu gríðarlega mjúk og hljóðlát, endist vel og grípi vel í snjó og hálku. Þau henti afar vel fyrir alla þá sem leggja mest upp úr því að hafa vetrargripið í hámarki. „Þetta eru dekk sem eru mikið notuð af kröfuhörðustu viðskiptavinum okkar, sem eru eigendur sjálfstæðra hjólbarða- verkstæða úti á landsbyggðinni. Ef þeir eru ánægðir með dekkin, þá fáum við ekki mikið betri meðmæli.“ Fólksbíladekk 175/65R14 Heilsársdekk Kormoran SnowPro 10.790 kr. BFGoodrich G-Force Winter 12.590 kr. Vetrardekk án nagla Toyo Garit G4 harðskeljadekk 14.390 kr. Nagladekk Wanli Winter Challenger 11.690 kr. Toyo G2S negld 13.490 kr. Negling á dekk 1.790 kr. Umfelgun Stálfelgur 5.995 kr. Álfelgur 6.447 kr. Jeppadekk 235/65R17 Heilsársdekk Toyo Open Country AT 34.990 kr. Vetrardekk án nagla Toyo Tranpath S1 harðsk.dekk 39.590 kr. Nagladekk Kebek Mont Blanc * 28.900 kr. Toyo Ice Terrain 35.990 kr. Negling á dekk 2.690 kr. Umfelgun Stálfelgur 7.997 kr. Álfelgur 8.968 kr. * Væntanleg 30. október Max1 Sigurjón A. Ólafsson, hjá Max1, segir að þar ráðleggi þau viðskiptavinum að velja dekk eftir því hvað henti þeirra akstri. „Á höfuðborgarsvæðinu mælum við með vönduðum heilsársdekkjum eins og Nokian WR D3 en fyrir þá sem eru utan höfuðborgarsvæðisins eru Nokian Nordmann-dekkin góður kostur með tilliti til gæða og verðs,“ segir hann og bendir á að Nokian framleiði dekk með sérhönnuðum nöglum sem tryggi meira grip, minna slit á götum og betri endingu þar sem naglarnir tínast ekki úr dekkjunum. Þá séu Nokian Hakkapeli- itta R góð vetrardekk. Einnig sé Nokian Hakkapeliitta 7 leiðandi í nagladekkjum en þau séu aðeins fáanleg sérnegld frá Nokian. Fólksbíladekk 175/65R14 Heilsársdekk Nokian WR D3 15.685 kr. Nagladekk Nokian Nordmann 17.900 kr. Umfelgun Stálfelgur 6.240 kr. Álfelgur 6.945 kr. Jeppadekk 235/65R17 Heilsársdekk Nokian WR 41.866 kr. Loftbóludekk Nokian R 49.900 kr. Nagladekk Nokian Nordmann SUV 46.778 kr. Nokian Hakkapelita 5 SUV 49.900 kr. Umfelgun Stál- og álfelgur 9.791 kr. Negling á dekki 2.995 kr. Sólning Jón Ágúst Stefánsson, sölustjóri hjá Sólningu, segist mæla með að fólk eigi sumardekk fyrir sumarakstur og vetrardekk fyrir vetrarakstur. „Það eru ekki sömu gæðin í heilsársdekkjum og í góðum sumardekkjum. Það er allt öðruvísi gúmmí notað í vetrardekkin og þar af leiðandi endast þau ekki eins vel þegar þau eru notuð á sumrin.“ Hann bendir einnig á Continental-dekk sem eru mikið míkróskorin og með hátt hlut- fall af náttúrugúmmíi. Þau séu mjúk og þoli frostið gríðarlega vel og hafa verið einna hæst á lista kannana sem gerðar hafi verið í Skandinavíu. Undir fólksbíla kosta slík óneglanleg vetrardekk 19.800 krónur og 19.950 krónur með nöglum. Á jeppa kosta þau 48.300 krónur og 49.200 með nöglum. Fólksbíladekk 175/65R14 Heilsársdekk Nankang 13.900 kr. Neglanleg dekk Ring Star Hankook 13.900 kr. Negling 2.000 kr. Alskipting Stálfelgur 6.270 kr. Álfelgur 6.770 kr. Jeppadekk 235/65R17 Heilsársdekk Mastercraft 37.400 kr. Neglanleg dekk Mastercraft 37.400 kr. Negling 3.100 kr. Alskipting Stálfelgur 10.120 kr. Álfelgur 10.945 kr. Pitstop Ómar Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Pitstop, segist mæla með naglalausum vetrardekkjum eða heilsársdekkjum og að fólk meti vel þörfina fyrir nagladekk. Þau séu dýrari kostur, valdi meiri mengun og hávaða og geti veitt falska öryggiskennd. „Löngu er búið að sýna fram á að fyrir bíla sem ekið er nánast eingöngu innanbæjar eru nagladekk óþörf. Skafið er og saltað um leið og eitthvað snjóar og svo er um að gera að haga akstri eftir aðstæðum. Svo er hægt að bíða af sér versta veðrið eða finna annan ferðamáta þessa örfáu daga á vetri sem er ófærð innanbæjar.“ Fólksbíladekk 175/65R14 Heilsársdekk Goodride SW608 11.475 kr. Nagladekk Sailun IceBlazer 11.475 kr. Negling 1.691 kr. Umfelgun Stálfelgur 5.641 kr. Álfelgur 6.289 kr. Jeppadekk 235/65R17 Heilsársdekk Sailun IceBlazer 29.665 kr. Nagladekk Sailun IceBlazer 29.665 kr. Negling 1.691 kr. Umfelgun Stálfelgur 7.303 kr. Álfelgur 7.613 kr. Verðkönnun Lægsta verðið á heilsársdekkjum undir fólksbíla fékkst hjá Bílabúð Benna, eða 10.790 kr. á dekkið, og hæsta verðið er hjá Max1 á 15.685 kr. Nagladekk eru ódýrust hjá Pitstop á 11.475 kr. og dýrust hjá Max1 á 17.900. Heilsársdekk undir jeppa eru á lægsta verðinu hjá Pitstop á 29.665 kr. og hæsta verðið má finna hjá Max1 eða 41.866 kr. og er munurinn rúmar 12.000 kr. Sömu sögu er að segja með nagladekk undir jeppa. Jafnframt getur munað tæplega 44 % á verði fyrir neglingu á dekkjum. Uppgefin verð miðast við stykkið af umræddri tegund dekkja. Búðu bílinn undir veturinn 1 Góð dekk eru grundvallaröryggisþáttur og geta skipt sköpum við erfiðar vetr- araðstæður. Mikilvægt er að hafa réttan loftþrýsting í dekkjunum til að þau endist betur og virki rétt. 2 Mynsturdýpt ræður miklu um veggrip á blautum eða snjóugum vegum og ekki ráðlegt að hafa það minna en 3 – 4 millimetrar. 3 Þann 1. nóvember má setja vetrar-dekkin undir og FÍB mælir með að taka þá undan sumardekkin. Gúmmíblandan í sumardekkjum byrjar að harðna þegar hitinn er kominn niður fyrir +7°C og þegar frostið er komið niður í -15°C verða sumar- dekk álíka hörð og hart plastefni. Slitsóli vetrardekkja er úr gúmmíblöndu sem ekki stífnar í kuldum og eykur þar með veggrip og rásfestu ökutækja. 4 Tjara og önnur óhreinindi sem festast á dekkjum í vetrarumferðinni, draga úr veggripi og öðrum eiginleikum og því mikilvægt að þrífa dekk bílanna reglulega með þar til gerðum efnum. 5 Þrífið bílinn og bónið því það dregur úr viðloðun snjós og frosts. Góð bónhúð ver einnig gegn tæringu frá götusaltspækl- inum sem þéttbýlisbúar aka oft í dögum saman. 6 Fyllið tankinn í hvert skipti sem bensín er keypt. Hætt er við að loftraki þéttist á veggjum bensíntanks sem fylltur er óreglulega og safnist fyrir í tankbotni. Í frosti verður klakamyndun og íshrönglið getur stíflað bensínleiðslur með til- heyrandi gangtruflunum. Til varnar þessu er ráðlagt að blanda ísvara í bensínið á haustin. Almennt er talið nægjanlegt að nota 0,2 lítra af ísvara við þriðju hverja áfyllingu. 7 Athugið frostþol kælivökvans á haustin en það ætti að vera að minnsta kosti -25°C. Einfaldast er að nota frostlagarmæli sem hægt er að fá að láni á flestum bensín- og smurstöðvum. Þurfi að bæta frostlegi á kerfið til að auka frostþol er ráðlagt að aftappa álíka magni af kerfinu í ílát. 8 Fyllið upp rúðuvökvakútinn með frostþolnum vökva. Athugið virkni þurrkanna og hvort blöðin séu í lagi. Þurrkublöðin eiga að vera ósprungin og án tjöru sem berst frá malbikinu. Oft nægir að strjúka yfir blöðin með tusku vættri upp úr tjöruleysandi efni. Skiptið slitnum þurrkublöðum út strax enda mikilvægt öryggisatriði að hafa sem best útsýni. 9 Kannið ástand viftureimarinnar. Reimin á rafalnum þarf að vera hæfilega strekkt, ekki þó meir en svo að hægt sé að sveigja hana til u.þ.b. 1 sm þar sem hún leikur laus. 10 Munið að hafa rúðusköfu og lítinn snjókúst á aðgengilegum stað. Önnur góð hjálpartæki eru keðjur, vasaljós, start- kaplar, dráttartóg og handhæg snjóskófla. n Góð dekk eru grundvallaröryggisþáttur í vetrarfærð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.