Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2011, Blaðsíða 18
18 | Menning 12. október 2011 Miðvikudagur Spiluðu undir Kínamúrnum n Hljómsveitin Bloodgroup komin heim frá Kína Þ etta var mjög gaman og spennandi og öðru- vísi en það sem við höf- um verið að gera,“ segir Sunna Margrét Þórisdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Bloodgroup en sveitin er ný- komin heim frá Kína þar sem hún spilaði á tveimur stórum tónlistarhátíðum. Sunna seg- ir Kínverja hafa tekið vel á móti þeim. „Þetta gekk rosa- lega vel og fólk var að fíla tón- listina. Við hittum líka fólk sem þekkti til okkar og vissi hver við erum,“ segir Sunna en á fyrri tónlistarhátíðinni voru allt að 50 þúsund áhorf- endur. Bloodgroup kom til lands- ins á föstudaginn og spilaði á Græna Hattinum á Akureyri á laugardagskvöldið. Næst er förinni heitið til Egilsstaða og svo er það Iceland Airwaves. Það er tvennt ólíkt að spila á Akureyri eða Pekíng en bæði jafn skemmtilegt. Hér heima þekkir maður oftast stóran hluta af „krádinu“ og það ger- ir það að sjálfsögðu öðruvísi.“ Hljómsveitarmeðlimir fengu tækifæri til að skoða sig um í Kína í ferðalaginu. „Við vorum túristar í einn dag sem var mjög gaman. Annars spil- uðum við undir Kínamúrn- um á fyrra festivalinu. Við fór- um ekki upp á hann en sáum hann á meðan við vorum að spila sem var mjög sérstakt.“ Aðspurð segist hún aldrei hafa getað ímyndað sér að sveitin ætti eftir að spila á svo stórum tónlistarhátíð- um í Kína en þau hafa áður spilað á stórum hátíðum víða um heiminn. „Annars hefur þetta allt gengið mjög vel, alveg síðan ég byrjaði í sveitinni. Þetta er allt svaka- lega spennandi og alltaf jafn ótrúlega skemmtilegt. Ég bíð bara spennt að sjá hvað gerist næst, það er fullt framundan.“ Ú t er komin Reykja- vík Rocks. Bókin er hugsuð sem tilval- in landkynning fyr- ir ferðamenn sem sækja landið heim. Eða Ís- lendinga sem vilja koma færandi hendi til erlendra vina. En það er ekki íslenskt landslag og sveitarómantík sem einkennir þessa bók. Hún fjallar um Reykjavík og nálgunin er harðkjarna – djamm, hassreykingar, kaldhæðni og stundum skemmtileg ósvífni, pabba- helgar, þorramatur auk alls kyns skemmtilegs fróðleiks um landið sem vanalega er ekki að finna í virðulegri landkynningarritum. Bjórblautur Jón Ásgeir Bak bókarinnar hefur strax vakið mikla athygli. Á henni er, að sögn ritstjóra bókarinn- ar Siggeirs Hafsteinssonar, Jón Ásgeir Jóhannesson að fá yfir sig bjórgusur á Boston. Myndin er sögð hafa verið tekin kvöld eitt í maí á þessu ári á Boston þegar Margrét Vil- hjálmsdóttir leikkona skvetti úr hvítvínsglasi yfir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir fékk ekki bara þetta eina hvítvíns glas yfir sig. Yfir hann gengu bjórgusur og ljós- myndarinn Björn Loki Björns- son var á staðnum og náði at- vikinu á filmu. „Það er bara snilld að einhver hafi hellt yfir hann víni. Bókin á samt ekki að særa neinn, hún er ekki gerð í þeim tilgangi,“ segir Siggeir. Mynd tekin í hita leiksins Óskar Hallgrímsson ljósmynd- ari hefur yfirumsjón með ljós- myndum bókarinnar og segist hafa verið á staðnum ásamt ljósmyndaranum sjálfum, Birni Loka Björnssyni. Blaðamaður spyr hvort það geti verið að þeir hafi sjálfir hellt bjórnum á Jón Ásgeir vegna þess að þeir misstu af því þegar hvítvíninu var skvett. Óskar hlær og segir að kannski hafi sitthvað gerst í hita leiksins sem þeir muni ekki almennilega eftir. Björn Loki ljósmyndari vildi lítið segja um efni myndarinnar annað en að myndin hafi verið tekin sama kvöld og Jón Ásgeir fékk yfir sig kampavín, bjór og ýmsa aðra drykki á Boston. Bækur verðmætari en bankabækur Hallgrímur Helgason, Örn Úlfar Sævarson, Jón Atli Jón- asson og Baldur Ingi Bald- ursson semja texta bókar- innar. Hallgrímur Helgason er staddur á bókamessu í Frankfurt þegar blaðamaður nær tali af honum og segir frá því að texti bókarinnar sé unnin upp úr gamalli grein sem hann hafi skrifað. „Greinin var skrifuð fyrir hrun í þeim tilgangi að lokka hingað til lands MTV Music Awards. Það gekk ekki eftir en úr varð þessi bók. Text- inn var svo uppfærður og þá komu að bókinni fleiri höf- undar.“ En finnst Hallgrími text- inn eiga við eftir hrun? Að Ís- lendingar séu töff og öðru- vísi? „Já, jafnvel enn meira nú en áður. Ég verð var við það hér í Þýskalandi að það er menningin sem vekur at- hygli, íslenskir rithöfundar eru í sviðsljósinu og menn- ingin. Sérstaklega núna, þeg- ar bækur eru verðmætari en bankabækur.“ Killa Hill-samstaða Myndin af Jóni Ásgeiri er þó ekki sú mynd sem hefur vakið mesta lukku. Mynd úr Fellahverfi í Breiðholti hefur farið eins og eldur í sinu um netsamfélagið og jafnvel hafa verið stofnaðir sérstakir hóp- ar um myndina. Ritstjórinn segist sérlega ánægður með vinsældirnar enda er hann sjálfur alinn upp í Breiðholt- inu. Fyrirsögn myndarinnar er: „You can take a person out of Breiðholt but you can never take Breiðholt out of a person“, og þá er haft á orði að það sé ekki góð hugmynd að rugla í Breiðhyltingum. „Það er rétt. Breiðhylt- ingar hafa dreift myndinni og sýna samstöðu. Killa Hill samstaða.“ En það eru ekki allir sannir Breiðhylting- ar vill Siggeir meina. „Ef þú bjóst í Seljahverfi getur þú alveg eins hafa búið í Kópa- vogi. Og Neðra-Breiðholt er bara sætt sýnishorn af Breið- holti. Fellararnir eru verstir.“ kristjana@dv.is n Ljósmyndabókin Reykjavík Rocks vekur athygli n Bjórblautur Jón Ásgeir á baki bókarinnar n Öðruvísi landkynning n Vinsælasta myndin af blokk í Fellahverfi Killa Hill-samstaða Sunna er söngkona Bloodgroup Sunna segist bíða spennt eftir næstu ævintýrum hljómsveitarinnar. Airwaves í Norræna húsinu INNI sýnd í Norræna húsinu Norræna húsið hefur boðið upp á þétta tónleikadag- skrá í tengslum við Iceland Airwaves síðan 2007. Dag- skráin er skipulögð í samstarfi við hátíðina og eru norræn bönd í fókus líkt og fyrri ár. Ilmur Gísladóttir, verkefna- stjóri í Norræna húsinu, segir að í ár hafi þeim borist tugir umsókna frá íslenskum bönd- um um að fá að spila og færri hafi komist að en vildu. Í ár verða haldnir 17 tónleikar og 2 kvikmyndasýningar. Ólafur Arnalds, Hjaltalín og Pétur Ben munu koma fram. Ilmur færir einnig aðdáendum Sigur Rósar þær góðu fregnir að á sunnudaginn verður sýnd ný mynd hljómsveitarinnar Sigur Rósar, INNI. Aðgangur er ókeypis og myndin verður sýnd klukkan 14.00. Styrkja Fjöl- skylduhjálp Íslands Lokasýning á Zombíljóðunum verður næstkomandi föstudag. Það kostar ekkert inn á sýn- inguna en tekið verður á móti frjálsum framlögum til Fjöl- skylduhjálpar Íslands. Verkið fjallar meðal annars um það hvort manneskjan hafi fórnað mennskunni fyrir tilveru án sársauka og meginspurning verksins fjallar um það hvort við finnum minna til með öðrum en áður. Það er því ef til vill viðeigandi að efna til sam- hjálpar með þessu móti en Fjölskylduhjálp Íslands starfar í þágu kvenna, karla og barna í neyð. Til þeirra leita öryrkjar, atvinnulausir, einstæðar mæð- ur og feður, eldri borgarar, fá- tækar fjölskyldur og einstæð- ingar. Grímur Atlason Mælir með Bækur Þórbergs í uppáhaldi „Ég ætla að hafa þetta mjög einfalt. Ég mæli með þrennu: 1. Megasi 2. Öllum bók- um Þórbergs Þórðarsonar 3. Bænum Raufarhöfn. Fallegasta bæ lands- ins.“ Killa Hill „You can take a person out of Breiðholt but you cant take Breiðholt out of a person.“ Bjórblautur Jón Ásgeir á baki bókarinnar Myndin hefur vakið mikla athygli og var tekin á Boston í maí á þessu ári þegar gestir á Boston létu Jón Ásgeir fá það óþvegið. Vinsæl bók Mynd úr Fellahverfi í Breiðholti hefur farið eins og eldur í sinu um netsamfélagið. Ritstjórinn, Siggeir Hafsteinsson segist sérlega ánægður með vinsældirnar enda er hann sjálfur alinn upp í Breiðholtinu. Guðlaugur Guðmundsson útgefandi er líka kampakátur með viðtökurnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.