Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 12. október 2011 Miðvikudagur Þ að er harmsefni að erindi Guðrúnar Ebbu til kirkjuráðs 2009 hafi ekki verið svarað strax skriflega og hefur biskup beðist afsökunar á því í ræðu og riti og persónulega,“ segir í yfirlýsingu sem birtist á vef Þjóðkirkjunnar síð- degis á þriðjudag um mál Guðrún- ar Ebbu Ólafsdóttur. Undir yfirlýs- inguna skrifa Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, Jón Aðalsteinn Bald- vinsson, vígslubiskup á Hólum og Kristján Valur Ingólfsson, vígslubisk- up í Skálholti. Karl vildi ekki svara neinum spurningum um mál Guðrúnar Ebbu, sem var misnotuð af föður sín- um, Ólafi heitnum Skúlasyni biskupi, þegar blaðamaður DV reyndi að ræða við hann fyrr um daginn. Biskupinn var staddur í Listasafni Reykjavíkur við afhendingu Kærleik- skúlu Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra. „Ekki núna… ég er svo…“ sagði Karl biskup og rétti fram vinstri hönd sína og benti á úrið. Þegar blaðamað- ur spurði hvort hann vildi þá svara spurningum síðar, kannski í gegnum síma, sagði Karl hikandi: „Kannski, þú talar þá við Öddu Steinu upplýs- ingafulltrúa.“ Karl átti þar við Stein- unni Arnþrúði Björnsdóttur, sem starfar á Biskupsstofu. Að því sögðu gekk Karl hröðum skrefum út úr Listasafninu. Hávær krafa er uppi um að hann segi af sér embætti. Karl kaus sem fyrr segir að birta yfirlýsingu á vef Kirkjunnar þar sem fram kemur að viðtalið við Guðrúnu Ebbu í Kastljósi á sunnudag hafi vak- ið „mikla sorg, reiði og harm í hug- um þjóðarinnar“. Þjóðkirkjan muni ekki líða og ekki sætta sig við ofbeldi af einum eða neinum toga. „Verið er að vinna að bættum viðbrögðum og eftirfylgd kirkjunnar í slíkum málum bæði með fræðslu og bættum starfs- reglum og verkferlum.“ „Sorg, reiði og harmur“ n Karl Sigurbjörnsson gaf sér ekki tíma til að ræða við DV en sendi frá sér yfirlýsingu Karl Sigurbjörnsson Sagðist vera of upptekinn til að ræða við blaðamann á þriðjudag. Hann, ásamt tveimur öðrum, sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis á þriðjudag um mál Guðrúnar. Græn skref hjá borgarstjórn: „Þetta bara kemur úr sorpinu“ „Ég hef reynt að tala fyrir þessu,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri sem kynnti metanvæðingu bílaflota Reykjavíkurborgar. Borgin hef- ur keypt 49 metanbíla og þar með endurnýjað um þriðjung bílaflota síns, en bílarnir voru teknir í notk- un á mánudag. „Rafmagn er alveg pottþétt framtíðin en þangað til er metan bara algjör snilld,“ bætti borgarstjórinn við eftir að hafa farið stuttlega yfir þá bíla sem hann hefur haft aðgang að. Jón Gnarr hefur fengið bæði rafmagnsbíl og vetnis- rafmagnsbíl að láni í borgarstjóratíð sinni. Metanbílarnir voru keyptir fyrir 100 milljónir króna en inni í þeirri tölu er vinnan við að gera þá að metanbílum. Venjulegir bensínbílar voru keyptir og þeim síðan breytt. Jón Gnarr segir að fjárhagslegur sparnaður sé í þessu fyrir borg- ina en bendir einnig á jákvæð áhrif sem notkun metans í stað bensíns eða olíu hafi á umhverfið. „Met- anið verður bara til af sjálfu sér,“ segir borgarstjórinn og vísar þar til þess að metan sé unnið úr lífræn- um úrgangi. Borgin sér um að safna þessum úrgangi og er því í rauninni verið að nýta rusl Reykvíkinga betur fyrri vikið. Kaupin á metanbílunum eru hluti af Grænu skrefunum, sem er umhverfisátak borgarinnar. „Þetta er verkefni til að gera Reykjavík vist- vænni,“ segir Jón aðspurður í hverju Grænu skrefin felist. Jón sér fyrir sér að hægt verði að reisa gasgerðarstöð á höfuðborgarsvæðinu til að vinna metangas úr sorpi borgarbúa. „Þetta bara kemur úr sorpinu.“ adalsteinn@dv.is Stungið beint í steininn Karl um þrítugt, sem stal sprengiefni úr tveimur rammgerðum gámum í síðustu viku, reyndist vera á reynslu- lausn úr fangelsi. Maðurinn er sakaður um að hafa stolið þrjú hundruð kílóum af dínamíti úr sprengiefnagámi í Þor- móðsdal ofan við Hafravatn. Efnið er stórhættulegt í vörslu þeirra sem vita ekki hvernig á að meðhöndla það. Eftir yfirheyslur á mánudag var hann því færður í Héraðsdóm Reykjavíkur sem úrskurðaði að mað- urinn skyldi hefja afplánun aftur þegar í stað. Hann var því færður í fangelsi en um er að ræða eftirstöðvar um 300 daga refsingar. Fram kemur í til- kynningu frá lögreglu að maðurinn hefur kært úrskurðinn til Hæsta- réttar. Þ að verður eitthvað stór- skemmtilegt,“ segir fjárfest- irinn Skúli Mogensen að- spurður hvað hann hyggist gera við jarðirnar Hvamm og Hvammsvík sem hann keypti nýlega af Orkuveitu Reykjavíkur. Skúli stað- festi í samtali við DV að hann hygð- ist áfram reka ferðaþjónustu á svæð- inu eins og verið hefur undanfarna áratugi. Hann vildi þó lítið gefa upp um hvað það væri nákvæmlega sem hann hefði í hyggju að gera á jörðun- um. „Það kemur bara í ljós.“ Samkvæmt vef Orkuveitunnar greiddi hann samtals 155 milljónir króna fyrir jarðirnar. Orkuveitan er áfram eigandi jarðhita á jörðunum. Skúli, sem er stærsti eigandinn í MP banka, er með ríkari Íslendingum. Hann og kona hans, Margrét Ásgeirs- dóttir, eiga samanlagt tæplega átta milljarða króna í hreinni eign. Auðmaður í stað útigangsmanns Heimildir DV herma að eitt af skil- yrðum Skúla fyrir kaupunum á jörð- unum hafi verið að lítil eign sem var á annarri jörðinni fylgdi með. Þar var um að ræða sumarhús á litlum land- skika sem hafði verið í niðurníðslu til lengri tíma. Samkvæmt heimildum DV, hafði útigangsmaður haldið til í húsinu í einhvern tíma. Herma heim- ildir blaðsins að húsið og landskikinn sem það var á hafi selst til Orkuveit- unnar á tæpar 30 milljónir. Skúli vildi lítið tjá sig um jarðar- kaupin þegar blaðamaður náði tali af honum. Aðspurður hvers vegna Hvammsvík og Hvammur hafir orð- ið fyrir valinu sagði hann: „Þetta er náttúruperla nálægt Reykjavík sem býður upp á margvíslega möguleika tengda ferðaþjónustu, útivist og úti- veru almennt. Fleira get ég ekki sagt í bili.“ Skúli sagðist vera mjög spenntur fyrir framhaldinu. „Þetta er allt í mót- un og ég hlakka bara til, þetta verður skemmtilegt.“ Hann sagðist ekki geta gefið frek- ari upplýsingar að svo komnu, fram- haldið ætti eftir að koma í ljós. Varð ríkur af Oz Skúli Mogensen er gjarnan kenndur við hugbúnaðarfyrirtækið Oz, en hann tók þátt uppbyggingu fyrir- tækisins á tíunda áratugnum ásamt helsta stofnanda þess, Guðjóni Má Guðjónssyni sem enn er kenndur við fyrirtækið. Þeir stýrðu félaginu næstu tíu árin og var talað með mikilli virð- ingu um Oz á þeim tíma. Margir Ís- lendingar fjárfestu í hlutabréfum í Oz á þessum tíma og unnu um 250 manns hjá fyrirtækinu þegar mest var. Þegar netbólan sprakk árið 2001 fór Oz á hliðina líkt og mörg önn- ur fyrirtæki sem störfuðu á sviði hugbúnaðar- og upplýsingatækni. Stærsti kröfuhafi Oz, Landsbank- inn, tók fyrirtækið yfir árið 2002 vegna rekstrarerfiðleikanna – sama ár og bankinn var seldur til Björg- ólfsfeðga. Skúli eignaðist Oz svo árið 2003 og flutti fyrirtækið til Kanada. Heimildir DV herma að tengslin við Björgólf Thor hafi að minnsta kosti ekki spillt fyrir þegar Skúli keypti Oz af Landsbankanum árið 2003. Skúli seldi hlut sinn í Oz í Kanada til farsímafyrirtækisins Nokia fyrir að minnsta kosti nokkra milljarða króna síðla árs 2008. Dáist að Einari Ben Skúli birtist allt í einu aftur á Ís- landi með fullar hendur fjár í kjöl- far bankahrunsins þegar hann keypti stóran hlut í MP banka í gegnum eignarhaldsfélag sitt Tít- an, fyrr á þessu ári. Hann mun eiga um 17,5 prósenta hlut í bankanum en hluturinn er metinn á um einn milljarð króna. Skúli hefur sérstakt dálæti á Einari Benediktssyni, líkt og nafnið á fjárfestingarfélagi hans ber með sér. Fjárfestingarfélag Skúla heitir Títan, líkt og Fossafélagið Títan sem Einar Benediktsson stofnaði í byrjun tuttugustu aldar og ætl- að var að byggja virkjanir í Þjórsá. Skúli gefur sig út fyrir að vera frum- kvöðull, líkt og skáldið, sem hafi miklar og háar hugmyndir sem hann vilji hrinda í framkvæmd. Aðdáun hans á Einari Benedikts- syni hefur meðal annars komið fram í því að Skúli hefur haldið er- indi um hugmyndir Einars Bene- diktssonar um virkjanir á Íslandi, meðal annars á viðskiptaþingi Við- skiptaráðs. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Hvammsvík Skúli gefur lítið upp um hvað hann hyggist gera á jörðunum en staðfestir að hann muni reka ferðaþjónustu þar áfram. n Skúli Mogensen keypti jarðirnar Hvamm og Hvammsvík n Gefur lítið upp en segist ætla að gera eitthvað „stórskemmtilegt“ n Stærsti hluthafinn í MP banka Með ríkari Íslendingum Skúli Mogen- sen, nýr eigandi jarðanna Hvamms og Hvammsvíkur, er með ríkari Íslendingum. Kaupir jarðir Orkuveitu Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.