Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 16. janúar 2012 Sjúklingur á Kleppi kveikti í n Á langa sögu geðrænna veikinda að baki M aðurinn sem kveikti í íbúðar­ húsi við Klepp á laugardag­ inn er sjálfur sjúklingur á Kleppi en hann á langa sögu geðrænna veikinda að baki. Sam­ kvæmt heimildum DV hefur hann verið vistaður á deild 15 á Kleppi en það er sérhæfð öryggisgeðdeild sem vinnur að þróun meðferðar fyrir al­ varlega geðsjúka einstaklinga. Mað­ urinn hefur áður komist í kast við lögin og er nú í varðhaldi. Engan sakaði þegar maðurinn kveikti í hús­ inu og greiðlega gekk að slökkva eld­ inn. Íbúðarhúsið er nokkurn spöl frá sjálfu sjúkrahúsinu og engin hætta var því á að eldur bærist í það. Tilkynning barst lögreglu á ellefta tímanum á laugardagskvöld­ ið en þá lék eldur laus í íbúðar húsi númer 11 við Kleppsspítala. Allt tiltækt slökkvilið var sent á stað­ inn og stundarfjórðungi seinna var slökkvistarfi lokið. Íbúðarhús­ ið var mannlaust þegar lögregla og slökkvilið kom á staðinn og var það því næst reykræst en töluverð­ ar skemmdir urðu á því. Sjúklingur spítalans, karlmaður á fertugsaldri, viðurkenndi fyrir lögreglu að hafa kveikt í en hann býr sjálfur í húsinu. Hann segir ástæðuna fyrir íkveikj­ unni hafa verið sjúkdómstengd­ ar ranghugmyndir um að eitthvað væri að í húsinu. Hirða verðmætin – skilja skuldir eftir n Svava Johansen rekur tískuverslanir utan hins ofurskuldsetta NTC n Byggingarisar halda eignum þrátt fyrir milljarða gjaldþrot væri gjafagerningur og höfðaði rift­ unarmál. Dómkvaddur matsmaður komst að því að rekstur World Class hefði verið 800 til 1.000 milljóna króna virði. Málið er enn fyrir dóm­ stólum og því ekki útséð með mála­ lok. Á meðan reka Björn og Hafdís hins vegar líkamsræktarveldið – laus undan skuldum en halda eignunum. Kennitöluflakk Sævars Skartgripasalinn Sævar Jónsson hef­ ur einnig skipt um kennitölu á rekstri skartgripa­ og úraverslananna Leon­ ard. DV sagði frá því október að fyrsta eignarhaldsfélag Sævars utan um rekstur Leonard, hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta. Félagið skilur eftir sig 312 milljóna króna skuld því ekk­ ert fékkst upp í skuldir félagsins. Sævar var sjálfur úrskurðaður gjaldþrota árið 2009 og skráði þá Leonard á eiginkonu sína Helgu Daníelsdóttur. Nafni rekstr­ arfélags Leonard, Leonard ehf., var þá breytt í Ince ehf. og nýtt félag með nafninu Leonard ehf. var stofnað. Það félag heldur nú utan um rekstur versl­ ananna. Skartgripaverslunin umdeilda er því rekin á sinni þriðju kennitölu í eigu sömu aðila. Þegar Sævar færði Leon­ ard yfir á eiginkonu sína sagðist hann vera búinn að missa húsið sitt og hann hefði engan áhuga á því að missa fleira. Byggingaverktakar halda eignum Byggingaverktakarnir Gylfi Héðins­ son og Gunnar Þorláksson, kenndir við Bygg, áttu saman eignarhalds­ félagið CDG. Félagið hét áður Bygg Invest og var fjárfestingarfélag þeirra tveggja. Félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta en kröfur í þrota­ búið námu alls um 16 milljörðum króna og fékkst aðeins lítið brot upp í þær. Félagið keypti hlutabréf með­ al annars í Glitni, Landsbankanum og FL Group, en öll þessi félög eru farin á hausinn og hlutabréfaeignin því verðlaus. Ljóst er hins vegar að kröfuhafar CDG þurfa að afskrifa um 16 milljarða króna af kröfum sínum. Þrátt fyrir að fjárfestingarfélag­ ið hafi farið með nokkrum tilþrif­ um á hausinn, sé horft til upphæð­ arinnar, þá eru Gylfi og Gunnar ekki á flæðiskeri staddir persónu­ lega. DV fjallaði um það í október að þeir ættu meðal annars Borgartún 27, höfuðstöðvar Icelandic Group, Capacent og KPMG. Þessi fasteign er metin á um 1.300 milljónir króna. Þá eiga þeir Borgartún 31 og Skógar­ hlíð 12 þar sem endurskoðunarskrif­ stofan PricewaterhouseCoopers hef­ ur aðsetur. Áætlað heildarverðmæti þessara fasteigna er um 4,4 millj­ arðar króna samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2009. n „Ég held að menn þurfi að hugsa þessi mál upp á nýtt,“ segir Skúli Eggert Þórðar- son ríkisskattstjóri þegar hann er beðinn um að útskýra hvað hægt sé að gera til að sporna við kennitöluflakki. Skúli hafði ekki upplýsingar um það hversu algengt það er að eigendur fyrirtækja stundi kennitöluflakk. Þó segir hann að það virðist tilhneiging þegar fyrirtæki lenda í rekstrarerfiðleikum að þá séu stofnuð ný fyrirtæki utan um gamla reksturinn. Dæmi séu um að þau séu jafnvel á sama stað, undir sömu rekstrarheitum, með sama símanúmer, sama starfsfólk og í raun sé allt óbreytt fyrir utan þá stað- reynd að formlegur rekstraraðili er annar og á annarri kennitölu. n „Gjarnan eru þá skuldir skildar eftir í gamla félaginu og oft og tíðum eru það skattaskuldir,“ segir Skúli og bætir við að það blasi við að þetta skekki samkeppnis- stöðu og það sé ómögulegt til lengri tíma litið að menn geti skilið eftir skuldir með þessum hætti. „Stundum gera menn þetta beinlínis fyrir opnum tjöldum,“ segir Skúli sem er þeirrar skoðunar að menn þurfi að íhuga að koma að nýjum lagaúrræðum til að sporna við þessu. „Ég hef það ekki á reiðum höndum hvernig er best er að gera þetta. Það þarf auðvitað að huga að ýmsum grundvallarrétt- indum sem fólk hefur, til dæmis atvinnufrelsis og þess háttar. Þannig að þetta verður ekki gert nema með víðtæku samráði og samstarfi margra aðila. En þetta er bersýnilega vandamál í dag.“ Aðspurður hvaða verkfæri yfirvöld hafi segir Skúli að skattayfirvöld hafi með takmörkuðum hætti rétt til að innsigla atvinnurekstur ef bókhald er í tilteknu ólagi. Skattrann- sóknarstjóri fer með það vald. Skúli segir að það úrræði sé takmarkað, til séu dæmi þess efnis að þegar komið er á staðinn til að innsigla þá sé kominn nýr rekstraraðili og þá er ekki hægt að innsigla. Þá séu oft fleiri fyrirtæki rekin á sama stað sem geri erfiðara að innsigla. Skúli segir að þörf sé á nýjum úrræðum. „Einn möguleiki sem menn hafa velt fyrir sér er að draga úr þessari takmörkuðu ábyrgð sem er hjá eigendum hlutafélaga. Ef þeir hafa til dæmis ekki skilað gögnum, ársreikn- ingum, framtölum eða virðisaukaskatts- skýrslum þá sé þessi takmarkaða ábyrgð ekki lengur fyrir hendi. Það er leið sem er ástæða til að velta fyrir sér.“ „Gera þetta beinlínis fyrir opnum tjöldum“ „Ég hélt að ég ætti þetta félag fyrir, en áttaði mig á að svo var ekki. Íkveikja Maðurinn kveikti í húsinu sem hann býr í við Klepp. Fimm eru í einangrun n Persónulegar deilur sagðar vera ástæða hrottalegrar árásar n Fimm manns í einangrun vegna málsins n Þær voru vinkonur„Ég veit ekki hvað- an menn hafa fengið þetta sem fréttist, það átti ekkert að leka um þetta.F imm manns, þar af ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við hrottalega árás á þrítuga konu í Hafnarfirði í desember síðastliðnum. Tvisvar var ráðist á konuna á heim­ ili hennar með hrottalegum hætti en fyrri árásin átti sér stað 22. desember síðastliðinn. Voru vinkonur Sú árás var með þeim að hætti að par braut sér leið inn í íbúð konunnar sem er í fjölbýlishúsi og misþyrmdi henni á grófan hátt. Meðal annars eiga þau að hafa reynt að klippa af konunni fingur. Kona sem var gest­ komandi í íbúðinni hringdi á lög­ reglu eftir að parið lét sig hverfa og var konan flutt meðvitundarlítil á slysadeild. Árásarparið var handtek­ ið skömmu síðar og fært í gæsluvarð­ hald þar sem það situr enn. Samkvæmt heimildum DV voru fórnarlambið og meint árásarkona vinkonur en höfðu átt í persónuleg­ um deilum. Þátttakandi í árásinni var sambýlismaður konunnar en bæði eru þau þekkt brotafólk með tengsl inn í Hells Angels. Árásarkonan titlar sig sem stuðningsfulltrúa í síma­ skránni. Heimildarmaður sem DV talaði við segir hana „alltaf hafa verið mótorhjólastelpu í slæmum félags­ skap.“ Átti ekki að leka út Á nýjársmorgun var ráðist á konuna á nýjan leik og í kjölfarið voru þrír menn handteknir og færðir í gæslu­ varðhald, þar á meðal Einar „Boom“ Marteinsson, formaður Hells Angels á Íslandi. Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður óskaði eftir upplýsingum á sunnudag og sagði ekkert hægt að segja á þessari stundu. „Ég veit ekki hvaðan menn hafa fengið þetta sem fréttist, það átti ekkert að leka um þetta,“ sagði ónafngreindur lögreglumaður í sam­ tali við DV. Aðspurður um þátt Hells Angels í málinu sagði hann það vera aukaatriði. „Hells Angels er alltaf bara aukaatriði í þessu máli held ég. Þetta er náttúrulega bara gríðarlega alvarleg líkamsárás á konu.“ Lög­ reglan rannsakar enn hvort tengsl séu á milli árásanna en samkvæmt heimildum eru enn nokkrir þættir í málinu sem liggja ekki fyrir. Reynt að tryggja öryggi konunnar Samkvæmt heimildum DV hefur rannsókn lögreglu verið mjög um­ fangsmikil og hátt í 100 skýrslur hafa verið gerðar í sambandi við málið ásamt fjölda húsleita. Konan sem varð fyrir árásunum hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi en lögreglan verst allra frétta og segir að reynt sé að tryggja öryggi konunnar með því að halda dvalarstað hennar leyndum. Meintu árásarfólki er haldið í einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur til að tryggja rannsóknar­ hagsmuni og svo fólkið geti ekki samræmt frásagnir sínar af atburð­ unum. Gæsluvarðhald yfir fólkinu rennur út 19. janúar. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Tengsl inn í Hells Angels Árásarkonan titlar sig sem stuðningsfulltrúa í símaskránni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.