Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Blaðsíða 17
Dómstóll götunnar
Enginn þrýsti
á mig
Við erum
öll í áfalli
Þeim sem
er að tapa
Jens Kjartansson lýtalæknir sótti um veikindaleyfi vegna álagstengds sjúkdóms. – FréttablaðiðHeimildarmenn innan RÚV um meinta líkamsárás Hjartar Hjartarsonar á Eddu Sif Pálsdóttur. – DVJón Gnarr var í Beinni línu á DV.is þar sem hann var spurður með hvaða liði hann héldi í enska boltanum. – DV
Er ráðuneytið með PIP-púða?
„7. sæti.“
Kristján Aðalbjörnsson
26 ára sorptæknir
„Ég myndi segja 5. sæti.“
Maríanna Ingadóttir
26 ára nemi
„4. sæti.“
Atli Sigurðsson
27 ára nemi
„Ef við komumst upp úr riðlinum
þá endum við í 4. sæti.“
Davíð Arngrímsson
45 ára starfsmaður Mílu
„Ég giska á 5. sæti.“
Auður Anna Kristjánsdóttir
24 ára í millibilsástandi
Í hvaða sæti lenda
Íslendingar á EM?
Við búum í Femínistan
L
angt, langt norður í Ballarhafi liggur
land sem heitir Femínistan.
Í Femínistan lifa karlarnir
þremur árum skemur en konur. Þar
verða karlmenn líka fyrir langstærstum
hluta líkamsárása. Svo er stöðugt verið
að normalísera ofbeldi gegn körlum.
Sumar konurnar í Femínistan senda
karlana sína út á Ballarhaf til að veiða.
Þar þurfa þeir að dúsa í veltandi járn-
hlunki jafnvel meira en mánuð í senn. Á
meðan skemmta þær sér í faðmi barna,
vinkvenna og vandamanna og sólunda
sumar hverjar ávöxtum þjáninga mann-
anna.
Í Femínistan eru fleiri ráðherrar
konur en karlar. Forsætisráðherrann
er kona. Hún er sérstaklega glöð yfir
því að karlar séu færri en konurnar við
stjórn ríkisins. Flestir aðrir gle ðjast með
henni. Því í Femínistan á að vilja að kon-
ur stjórni.
Í Femínistan borgar ríkið
fyrir misheppnaðar að-
gerðir til að fegra brjóst,
en misheppnuð typpi
fá ekkert. Konur við-
halda þeirri staðalí-
mynd að karlar eigi að
vera vöðvatröll. Þær
fá karla til að sprauta
sig með sterum. Og þá
minnkar typpið á þeim. Og
þær hlæja bara.
Þegar kona er með
áverka eftir að hafa dottið
á hausinn, heldur fólk
alltaf að karlinn hennar
hafi gert það, þótt
hann sé saklaus. Ef
karlinn er með áverka eftir að hafa
dottið á hausinn, eða verið laminn
af konunni sinni, heldur fólk að
hann hafi verið í slagsmálum og átt
þetta skilið. Þótt hann sé saklaust
fórnarlamb.
Í Femínistan eru karlar 93%
af öllum sem eru læstir inni í
fangelsi. Aðeins eitt lítið fang-
elsi er fyrir konur, og það heitir
Kvennafangelsið. Það er ekkert
fangelsi sem heitir Karlafangels-
ið. Því það þykir svo sjálfsagt að
læsa karla inni.
Þannig lifa karlmenn
í harmþrunginni kúg-
un, á norðurhjara
í landi sem heitir
Femínistan. Og
svo er bara hlegið
að þeim þegar þeir
kvarta.
Svarthöfði
M
arkaðslögmál og heilbrigð-
isþjónusta hafa í flestum
vestrænum ríkjum ekki
skrölt í sömu hjólförum.
Þessi þjónusta er einatt
borin uppi af skattborgurunum og
telst til velferðar. Á hundrað árum
hefur læknisfræðinni fleygt fram og
viðfangsefni hennar í dag óhugsandi
fyrrum. Óumdeilt er að lífslengd hefur
aukist, hins vegar má deila um lífs-
gæðin. Þá á ég ekki við hina ytri um-
gjörð heldur áfyllinguna hið innra Er
hún betri en afa og langömmu?
Þó læknisfræðinni hafi tekist að út-
rýma mörgum meinum fyrri ára hefur
hún búið til svo mörg ný að heilbrigðir
einstaklingar eru vandfundnir. Heil-
brigðisvísindi dagsins láta sig allt varða
og fáir yfir fertugu allsendis lausir und-
an þeirri krumlu. Samantekið má segja
að framboð sjúkdóma og lækninga sé
svo mikið að fólki yfirsést góð heilsa og
fær ekki næði til að njóta hennar.
Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á
gildismat samfélagsins og í dag gera
flestir leitendur heilbrigðisþjónustu
ráð fyrir árangri og bata. Frávik valda
reiði og stundum málaferlum. Þetta
hefur breyst mjög frá því sem áður var
og leiðir til oflækninga enda betra að
hafa vaðið fyrir neðan sig, ekki síst fyr-
ir lækninn. Held samt marga og jafn-
vel flesta vilja hafa þetta svona, þ.e.
gera frekar mikið en lítið, tilgangurinn
er sá að missa af sem minnstu. Sam-
hliða þessu virðist yfirgnæfandi meiri-
hluti krefjast ókeypis eða ódýrrar heil-
brigðisþjónustu. Sem þýðir að hlassið
fer út í samneysluna.
Í fjárlögum 2011 var kostnaður
við velferðarráðuneytið 209 millj-
arðar sem slagar hátt í helming fjár-
laga. Til samanburðar var kostnaður
við mennta- og menningarmál 57
milljarðar, næstum fjórum sinnum
minni. Undanfarin ár höfum við haft
marga heilbrigðisráðherra, úr mörg-
um flokkum, og fæstir stoppað lengi.
Kannski er ekki mikill áhugi ráða-
manna fyrir þessum mikilvæga en
erfiða málaflokki. Flestar sparnaðar-
tillögur mæta andstöðu því enginn
vill minni þjónustu, ekkert má kosta
því notendur vilja ódýra eða ókeypis
þjónustu, gildir þá einu einu hvort um
læknishjálp sé að ræða, lyf eða endur-
hæfingu. Í ofanálag virðast ráðherrar
hafa lítið að segja um kaup ríkisins á
þjónustu sérfræðilækna en þau hafa
sprungið á fjárlögum í þó nokkur ár.
Og nú, þegar við blasir að heilsu-
vandi framtíðarinnar verði öldrun, á
að skvetta fjármunum, sem ekki eru
einu sinni til, í annað. Í stað þess að
stilla þessa þjóð inn á aukna kostn-
aðarvitund hvað heilbrigðisþjónustu
varðar er tekin þveröfug stefna. Nú
skal hagræða öllu klabbinu á einn
blett og byggja þar upp vísindasamfé-
lag. Með þessu er vegið að rótgrónum
einingum um land allt sem þjónað
hafa sínu fólki dyggilega, stuðlað er að
stórfelldum atgervisflótta og nánd við
vinnustað skilyrt 101. Allt fyrir hluti
sem við auðveldlega getum sótt til út-
landa og höfum reyndar gert. Það er
illt til þess að hugsa að velferðarráðu-
neytið skipi sama flokk og sjávarút-
vegsráðuneytið sáluga, að stjórnast af
öðrum en ráðherra hverju sinni.
Mín eða þín? Óhætt er að fullyrða að vinsældir skyndibitastaðarins Bæjarins bestu hafa sjaldan verið meiri. Allt árið um kring heimsækja ferðamenn staðinn og gæða sér á
þessum þjóðarrétti Íslendinga. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin
Mest lesið á DV.is
1 Hjörtur verður kallaður í skýrslutöku hjá lögreglunni
„Síðan er það áverkavottorðið,“ segir
lögreglan um næstu skref.
2 Sandkorn: Læknir skammaður Hannes Sigmarsson læknir sótti um starf
hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands en
stofnunin sendi honum skammarbréf þar
sem honum var bannað að sækja þar um
störf.
3 Bjó á Þjóðminjasafninu í 18 ár „Mér fannst gaman að búa í
Þjóðminjasafninu en mig langaði þó oft
að hafa venjulegt heimilisfang,“ segir
Þórarinn Eldjárn í helgarviðtali DV.
4 Spyr hvort Ísland sé ónýtt Mar-grét Tryggvadóttir þingkona segir falskt
eftirlit verra en ekkert.
5 Segir eftirlitsstofnanir hræring lítt hæfra starfsmanna Bragi
bóksali ómyrkur í máli í nýjum pistli.
6 Tekur kappakstur fram yfir leiklistina Leikarinn Patrick Dempsey
hefur meiri áhuga á kappakstri en
læknadramanu vinsæla Grey’s Anatomy.
7 Grunaður um að hafa kveikt í starfsmannahúsi Kveikt í
starfsmannabústaði við Kleppsspítala á
laugardagskvöldið.
Umræða 17Mánudagur 16. janúar 2012
„Þó læknisfræðinni
hafi tekist að út-
rýma mörgum meinum fyrri
ára hefur hún búið til svo
mörg ný að heilbrigðir ein-
staklingar eru vandfundnir.
Kjallari
Lýður Árnason
læknir og fyrrverandi fulltrúi í stjórnlagaráði