Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Blaðsíða 20
20 Sport 16. janúar 2012 Mánudagur H ópurinn sem er úti er sá sterkasti sem við getum boðið upp á í dag en því er ekki að leyna að það vantar tvo heimsklassa leik­ menn í Ólafi og Snorra Steini,“ segir Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport og einn helsti handbolta­ sérfræðingur landsins. Ísland hefur leik á EM í handbolta í dag, mánudag, og leikur fyrst gegn stórliði Króata. Landsliðið spilar nú á sínu fyrsta stórmóti í fjölda ára án Ólafs Stefánsson­ ar og þá ákvað leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson að vera heima hjá nýfæddu barni sínu. „Þetta eru leikmenn sem hafa verið í fararbroddi með liðinu á undanförnum árum og Ólafur auðvitað einn besti leikmaður heims. Þeirra skörð verða vandfyllt en það er ekk­ ert útilokað,“ segir Guðjón. Til að bæta gráu ofan á svart er markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson veikur og óvíst með þátttöku hans í fyrsta leiknum. Vonandi blómstra þeir ungu Vegna fjarveru Ólafs og Snorra í Serbíu má búast við að tveir ungir strákar, leikstjórnand­ inn Ólafur Bjarki Ragnarsson og skyttan Ólafur Guðmunds­ son, fái stærra hlutverk í liðinu. Guðjón segir þó eitt að spila æf­ ingaleiki og annað að standa sig á svona stórmóti. „Þetta er ekki sami hluturinn. En einhvern tíma verða menn að stíga þetta skref og nú er tækifæri fyrir þá að sýna sig og sanna. Þá er þó spurning hversu mikið rými þeir fá til þess,“ segir Guðjón. Hann metur kosti og galla Ólafs Bjarka og Ólafs Guð­ mundssonar svona: „Ólafur Bjarki er sterkur leikmaður en hann spilar á Íslandi sem er galli. Hann þarf að laga gólf­ skotin sín en það er gríðarlega sterkt vopn í nútímahandbolta. Hann mun ekki fá mikið rými til að fara í loftið á þessu móti en hann hefur hæfileika. Ólafur Guðmundsson hefur því miður ekki blómstrað eins og ég átti von á. Hans helsta vandamál er að hann skortir sjálfstraust og það er kannski vegna þess að hann hefur verið að spila mis­ mikið með Nordsjælland í Dan­ mörku. Með tíð og tíma verður hann eflaust frábær leikmað­ ur en hann er bara efnilegur ennþá. Hann þarf að stíga upp úr þeim fasa.“ Sigur á Króötum draumórar Fyrsti leikur Íslands verður gegn stórliði Króatíu. Íslandi hef­ ur gengið afskaplega illa með króatíska liðið á undanförnum árum en náði þó góðu og mik­ ilvægu jafntefli við það á EM í Austurríki fyrir tveimur árum. Einn helsti Íslandshrellirinn í gegnum tíðina, leikstjórn­ andinn Ivano Balic, einn besti handboltamaður heims, er þó tæpur og óvíst að hann verði með. Guðjón viðurkennir gæði Balic en bendir á arftaka hans á miðjunni. „Menn eru að tala um að Ba­ lic verði ekki með og það komi okkur til góða. Ég held hins veg­ ar að það sé misskilningur því Domago Duvnjak sem mun leysa hans stöðu er besti leik­ maður heims í dag og hann mun leysa þessa stöðu frábær­ lega. Svo er Króatía líka nánast á heimavelli og auðvitað með frábært lið. Það væri frábært að vinna þennan leik en að gera tilkall til þess eru draumórar. Möguleikarnir eru ekki miklir,“ segir Guðjón. Með sigur upp í milliriðil væri viðunandi árangur Ásamt Íslandi og Króatíu eru í riðlinum Slóvenar og Norð­ menn, tvö mjög sterk lið. „Sló­ venar og Norðmenn eru hrein­ lega í sama flokki og við. Þessir leikir verða bara 50/50. Við get­ um unnið þá báða og tapað þeim báðum,“ segir Guðjón. „Oft vilja menn meina að lið­ in frá Balkanskaganum, eins og Slóvenar, séu lið sem henta okkur en ég er ekki sammála því. Þetta eru lið sem spila mik­ ið „í snertingu“ og fara mikið utanvert á vörnina. Á undan­ förnum árum höfum við verið í vandræðum með þannig lið.“ Norðmenn segir Guðjón líka öfluga þó þeir hafi ekki sprungið út eins og hann hefði búist við á undanförnum árum. Norska liðið, eins og hin tvö, er stútfullt af frábærum leik­ mönnum. „Norðmenn vantar sinn besta mann, Kristian Kjell­ ing, en liðið er samt feikilega sterkt. Það er með góða vörn og frábæran markvörð í Ole Erevik sem er einn sá besti í heimi. Þar má líka nefna leikmenn eins og Bjarte Myrhol og fleiri. Króat­ íska liðið þekkjum við vel og hjá Slóvenum er frábær miðju­ maður sem heitir Uros Zorman. Þetta verða mjög erfiðir leikir gegn þessum liðum. Komumst við upp í milliriðilinn með einn sigur er það viðunandi árang­ ur,“ segir Guðjón. Frábært að vera á milli 7. og 12. sætis Þrátt fyrir frábæran árangur Ís­ lands á undanförnum árum var liðið sett í styrkleikaflokk þrjú á meðan Þjóðverjar sem hafa lítið getað á sama tíma voru settir í fyrsta styrkleika­ flokk. Þjóðverjar voru fyrirfram taldir í afskaplega þægilegum riðli með Svíum, Tékkum og og Makedóníumönnum. Þjóðverj­ ar töpuðu reyndar fyrir Tékk­ um í fyrsta leik en mæta, kom­ ist þeir áfram, Dönum, Serbum og löskuðu liði Pólverja í milli­ riðli. Að sama skapi fékk Ísland þennan erfiða riðil og enn erf­ iðari milliriðil þar sem verða væntanlega Frakkar, Spánverjar og Ungverjar. „Regluverkið hjá Evrópu­ sambandinu er nokkuð flókið og það háir því að þar inni eru of fáir sem hafa spilað íþrótt­ ina. Ég held að þetta sé klaufa­ skapur, allavega ekki gert til að klekkja á okkur Íslendingum. Reglurnar eru of óljósar en hafa samt staðið til bóta,“ segir Guðjón um niðurröðunina en hvaða árangur ætti þjóðin að gera sér raunhæfar vonir um að sjá hjá strákunum. „Það yrði frábært að vera í sætum á bilinu sjö til tólf. Það er mín tilfinning en ég vona að ég hafi rangt fyrir mér. Það er einfaldlega ekki innistæða fyrir meiru á þessu móti. Þetta er bara staðan. Hún þarf ekkert að vera neikvæð eða óeðlileg. Þetta lið hefur verið í uppbygginu í áratug og nú þarf að horfa í það hvaða leikmenn eru að koma upp og hvað við þurfum að gera til að halda okkur á þeim stalli sem við eigum og viljum vera á. Það mun samt kosta okkur mikla vinnu sem hefst núna í Serbíu,“ segir Guðjón. Ekki innistæða fyrir of mikilli bjartsýni n Strákarnir okkar af stað á EM í Serbíu n Draumórar að ætla sér sigur á Króötum n 7.–12. sæti væri góður árangur, segir Guðjón Guðmundsson Pössum okkur á þessum Uros Zorman Leikstjórnandi Slóvena er einn sá besti í heimi. Domago Duvnjan Leikstjórnandi Króata segir Guðjón vera besta leikmann heims. Ole Erevik Markvörður Norðmanna getur lokað rammanum. Baráttan hefst Ísland mætir Króatíu í fyrsta leik. Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Handbolti Átök á línuni Alexander Petersson verður í eldlínunni í Serbíu. Úrslit Enska úrvaldeildin Aston Villa - Everton 1-1 1-0 Darren Bent (56.), 1-1 Victor Anichebe (69.). Blackburn - Fulham 3-1 1-0 Morten Gamst Pedersen (45+4), 2-0 David Dunn (46.), 2-1 Damien Duff (56.), 3-1 Mauro Formica (79.). Chelsea - Sunderland 1-0 1-0 Frank Lampard (13.). Liverpool - Stoke 0-0 Man. United - Bolton 3-0 1-0 Paul Scholes (45.+1), 2-0 Danny Welbeck (74.), 3-0 Michael Carrick (83.). Tottenham - Wolves 1-1 0-1 Steven Fletcher (22.), 1-1 Luka Modric (53.). West Brom - Norwich 1-2 0-1 Andrew Surman (43.),1-1 Shane Long (68. víti), 1-2 Steve Morison (79.). Newcastle - QPR 1-0 1-0 Leon Best (41.). Swansea - Arsenal 3-2 0-1 Robin van Persie (5.), 1-1 Scott Sinclair (15. víti), 2-1 Nathan Dyer (56.), 2-2 Theo Walcott (69.), 3-2 Danny Gramham (70.) Staðan 1 Man. City 20 15 3 2 56:16 48 2 Man. Utd 21 15 3 3 52:20 48 3 Tottenham 21 14 4 3 39:21 46 4 Chelsea 21 12 4 5 40:25 40 5 Arsenal 21 11 3 7 38:31 36 6 Newcastle 21 10 6 5 30:25 36 7 Liverpool 21 9 8 4 24:18 35 8 Stoke 21 8 6 7 22:31 30 9 Norwich 21 7 7 7 32:36 28 10 Swansea 21 6 8 7 23:25 26 11 Everton 21 7 4 10 21:25 25 12 Sunderland 21 6 6 9 27:24 24 13 Aston Villa 21 5 9 7 23:27 24 14 Fulham 21 5 8 8 23:29 23 15 WBA 21 6 4 11 20:30 22 16 Wolves 21 4 6 11 23:37 18 17 Blackburn 21 4 5 12 32:44 17 18 QPR 21 4 5 12 19:36 17 19 Bolton 21 5 1 15 25:46 16 20 Wigan 20 3 6 11 18:41 15 Championship-deildin Brighton - Bristol C. 2-0 Crystal Palace - Leeds 1-1 Derby - Coventry 1-0 Doncaster - Cardiff 0-0 Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff og spilaði allan tímann. Hull - Peterborough 1-0 Ipswich - Blackpool 2-2 Leicester - Barnsley 1-2 Middlesbrough - Burnley 0-2 Millwall - Birmingham 0-6 Nott. Forest - Southampton 0-3 Portsmouth - West Ham 0-1 Hermann Hreiðarsson er farinn til Coventry og leikur með liðinu út tímabilið. Watford - Reading 1-2 Brynjar Björn Gunnarsson sat allan tímann á varamannabekk Reading. Staðan 1 Southampton 26 15 5 6 50:28 50 2 West Ham 26 15 5 6 41:23 50 3 Cardiff 26 12 10 4 41:27 46 4 Middlesbrough 26 12 9 5 30:25 45 5 Reading 26 12 6 8 34:26 42 6 Hull 26 13 3 10 27:25 42 7 Birmingham 25 11 7 7 39:26 40 8 Derby 26 12 4 10 31:33 40 9 Blackpool 26 10 9 7 41:33 39 10 Burnley 26 12 3 11 39:33 39 11 Leeds 26 11 6 9 40:37 39 12 Brighton 26 11 5 10 28:28 38 13 Cr.Palace 26 10 7 9 25:25 37 14 Barnsley 26 10 6 10 37:39 36 15 Leicester 26 9 8 9 34:30 35 16 Peterborough 26 9 6 11 44:42 33 17 Portsmouth 25 8 7 10 27:26 31 18 Watford 26 7 9 10 28:36 30 19 Ipswich 26 8 4 14 37:51 28 20 Bristol City 26 7 6 13 23:36 27 21 Millwall 26 6 8 12 24:34 26 22 Nottingham F. 26 7 3 16 21:42 24 23 Doncaster 26 6 5 15 22:43 23 24 Coventry 26 4 7 15 20:35 19 FARÐU AFTUR Í BÍÓ Í FYRSTA SINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.