Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Blaðsíða 12
12 Erlent 16. janúar 2012 Mánudagur
G
óður vinur okkar var myrtur
af föður sínum fyrir að vera
samkynhneigður,“ segir tyrk-
neski leikstjórinn og kvik-
myndagerðarmaðurinn Meh-
met Binay þegar hann er beðinn um
að útskýra hugmyndina á bak við nýj-
ustu kvikmynd sína. Talsverð eftir-
vænting ríkti í Tyrklandi í síðustu viku
en þá var kvikmyndin Zenne frum-
sýnd í kvikmyndahúsum landsins. Í
myndinni er ljósi varpað á vandamál í
Tyrklandi sem fer lágt að margra mati
– fordóma og ofbeldi gegn samkyn-
hneigðum karlmönnum. Nafn mynd-
arinnar, Zenne, þýðir á íslensku karl-
kyns magadansari.
Faðirinn eftirlýstur
Í upphafsorðum þessarar greinar vitn-
ar Binay til góðs vinar síns, Ahmet Yil-
diz, 26 ára efnafræðinema, sem var
myrtur árið 2008 vegna kynhneigðar
sinnar. Yildiz var skotinn til bana í Ist-
anbúl af föður sínum, en hann gat ekki
sætt sig við að sonur sinn væri í sam-
bandi með karlmanni. Þrátt fyrir að
brátt séu liðin fjögur ár frá morðinu,
sem hefur verið lýst sem fyrsta „heið-
ursdrápinu“ á samkynhneigðum ein-
staklingi í Tyrklandi, hefur ekki tekist
að koma lögum yfir föðurinn. Hann
er eftirlýstur og lagði á flótta skömmu
eftir morðið. Enginn veit hvar hann er
niðurkominn í dag.
Aðalsögupersónan í Zenne er
byggð á Yildiz og er myndin lauslega
byggð á örlögum hans.
Handritshöfundur myndarinn-
ar, Caner Alper, var einnig góður vin-
ur Yildiz og segir hann í samtali við
CNN að hann hafi oft rætt við hann
um líflátshótanir sem hann fékk frá
fjölskyldu sinni. Hann hafi haft á orði
að fjölskylda hans væri að reyna að
„lækna“ hann af samkynhneigð. Gögn
frá lögreglu sýna að Yildiz tilkynnti
hótanirnar til lögreglu.
Eiga í ástarsambandi
Alper og Binay segja í viðtali við CNN
að þeir vonist til þess að myndin verði
til þess að skynsamleg umræða um
hatursglæpi aukist, ekki einungis
hatursglæpi gegn samkynhneigðum
heldur einnig kynþáttum og trú. „Fólk
þarf að læra að virða hvert annað. Það
þarf að skilja að við erum ekki öll eins
en þrátt fyrir það
verðum við að
geta lifað í sátt
við hvert ann-
að og án þess að
áreita hvert ann-
að,“ segir Binay.
Binay og Al-
per eru ekki ein-
ungis vinnufé-
lagar. Skömmu
áður en mynd-
in var frumsýnd
tilkynntu þeir
að þeir hefðu átt
í ástarsambandi
undan farin
fjórtán ár. Al-
per segir að fjöl-
skyldur þeirra
beggja hefðu ráðlagt þeim að opin-
bera ekki sambandið. En þar sem til-
gangur þeirra er að vekja fólk til um-
hugsunar og hvetja til umræðu um
samkynhneigð gátu þeir ekki annað.
„Okkur var sagt að þetta myndi gera
út af við okkur sem kvikmyndagerð-
armenn – eða allt þar til myndin vann
til fimm verðlauna á sinni fyrstu kvik-
myndahátíð,“ bætir Binay við.
Þurfa að sanna samkynhneigð
Alper og Binay telja að réttindi sam-
kynhneigðra í Tyrklandi standi fjöl-
mörgum öðrum þjóðum langt að
baki. Í reglugerð tyrkneska hersins
er samkynhneigð til
dæmis talin vera „frá-
vik vegna andlegs eða
tilfinningalegs viðhorfs
til kynferðis.“ Allir tyrk-
neskir karlmenn þurfa
að gegna herþjónustu,
en samkynhneigð-
ir karlmenn geta þó
sleppt við að gegna her-
skyldu að því gefnu að
þeir sanni að þeir séu samkynhneigð-
ir. Myndin fjallar einmitt að hluta til
um það hvaða augum samkynhneigð-
ir eru litnir í hernum og neikvæð við-
horf í þeirra garð. Í myndinni þarf að-
alsögupersónan að láta yfirmönnum
hersins í té myndir eða myndbönd
af honum í kynferðisathöfnum með
öðrum karlmönnum. Réttindasam-
tök samkynhneigðra í Tyrklandi segja
að þetta sé ekkert einsdæmi og und-
ir það tekur Kursad Kahramanoglu,
kennari í alþjóðalögum og kynja-
fræði við Bilgi-háskólann í Istanbúl.
„Á myndunum eða í myndböndunum
þarf andlit þitt að sjást skýrt til að það
sé alveg ljóst hver er á myndinni eða
myndbandinu,“ segir hann við CNN
og bætir við að um óskrifaða reglu sé
að ræða.
CNN leitaði til tyrkneska hersins og
þvertók talsmaður hans fyrir að þetta
tíðkaðist.
Stóryrði efla baráttuna
Fyrir tveimur árum sagði háttsettur
embættismaður í Tyrklandi að sam-
kynhneigð væri „… sjúkdómur sem
þyrfti að lækna.“ Stóryrði eins og þessi
hafa þó ekki gert neitt annað en að
blása lífi í baráttu samkynhneigðra
fyrir jöfnum rétti allra. Í júlí síðast-
liðnum fóru samkynhneigðir í gleði-
göngu í miðborg Istanbúl, eins konar
Gay Pride-göngu. Þúsundir einstak-
linga tóku þátt í göngunni og héldu
margir á spjöldum til heiðurs Binay.
Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni
var fyrrverandi kærasti Binay, Ibrahim
Can. „Ég vil að tyrkneska ríkisstjórn-
in beiti sér í þágu samkynhneigðra
og vinni að því að breyta viðhorfi al-
mennings.“
Drepinn vegna
samkynhneigðar
n Ný mynd varpar ljósi á erfiðleika samkynhneigðra í Tyrklandi n Vinur leik-
stjóra og handritshöfundar myndarinnar var myrtur vegna kynhneigðar sinnar
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Myrtur Ahmet
Yildiz var myrtur af
föður sínum árið 2008.
Faðirinn er enn á flótta.
Eftirvænting Það ríkti talsverð
eftirvænting vegna frumsýningar
myndarinnar.
Gleðiganga í Istanbul
Þann 26. júlí í fyrra gengu
þúsundir samkynhneigðra
um götur Istanbúl. Margir
þeirra minntust ömurlegra
örlaga Yildiz í göngunni.
Geimfar hafnaði
í Kyrrahafinu
Brak úr rússnesku könnunar-
geimfari lenti síðdegis í dag í Kyrra-
hafinu. Um tíma var óttast um að
brakið myndi lenda einhvers stað-
ar á landi í Suður-Ameríku. Það
gerðist þó ekki, samkvæmt upplýs-
ingum frá rússneska varnarmála-
ráðuneytinu. Ráðuneytið segir að
brotin hafi hafnað í sjónum um
1.250 kílómetra undan ströndum
Wellingtoneyjar. Brakið er eitt það
eitraðasta og þyngsta sem hefur
hafnað á jörðinni. Sérfræðingar
sem AP-fréttastofan hefur rætt við
segja að lítil hætta stafi af brakinu
og að eldsneyti þess hafi meira og
minna brunnið upp á leiðinni til
jarðar. Brakið er af könnunarfarinu
Phobos-Grunt sem skotið var á loft
í nóvember síðastliðnum.
Farið átti að fara til Mars og
lenda á Phobos, sem er annað af
tunglum reikistjörnunnar. Þar átti
farið að safna sýnum og flytja þau
aftur til jarðar. Það tókst þó ekki og
festist könnunarfarið á braut um
jörðu áður en það hrapaði aftur til
jarðar.
17 féllu
í Pakistan
Að minnsta kosti 17 manns féllu
og 20 eru særðir eftir að sprengju
var varpað á göngu shíta-múslima
sem fram fór í borginni Khanpur
í Pakistan á sunnudag. Árásin var
gerð í upphafi Arbain-hátíðarinn-
ar en hún er ein af aðalhátíðum
shíta-múslima. Í fyrstu var haldið
að rafmagnsbilun hefði valdið
sprengingunni en seinna var stað-
fest að um sprengju hafi verið að
ræða. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð
á verknaðinum.
Býður sakar-
uppgjöf
Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad,
hefur veitt almenna sakarupp-
gjöf vegna glæpa sem framdir hafa
verið síðastliðna tíu mánuði. Sak-
aruppgjöfin nær til liðhlaupa sem
gefa sig fram fyrir lok janúar, frið-
samlegra mótmælenda og þeirra
sem eru með ólögleg vopn undir
höndum og afhenda þau. Mikil
mótmæli hafa verið í landinu
síðustu misseri og hafa yfir 10 þús-
und manns verið tekin höndum
á þeim tíma. Þetta er ekki í fyrsta
skipti sem forseti landsins býður
andstæðingum sínum sakarupp-
gjöf og óttast er að þetta hafi lítil
sem engin áhrif.