Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2012, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 110 Reykjavík - S: 580-8900 M.BENZ E320 03/2003, ekinn 105 Þ.km, bensín, sjálf- skiptur, lúga CLS-felgur ofl. Verð 3.390.000. Kíktu á raðnr 283963 á www.bilalind.is eða komdu við því bíllinn er í salnum! RENAULT TRAFIC MINIBUS 01/2007, ekinn 283 Þ.km, dísel, sjálf- skiptur, 9 manna. Tilboðsverð 1.690.000 stgr. Kíktu á raðnr 350441 á www.bilalind. is eða komdu við því bíllinn er á staðnum! MMC MONTERO ANNIVERSARY 33“ Árgerð 2003, ekinn 106 Þ.km, sjálf- skiptur. Verð 2.290.000. Kíktu á raðnr 320179 á www.bilalind.is eða komdu við því jeppinn er á staðnum! PORSCHE 944 Árgerð 1987, ekinn 147 Þ.km, sjálf- skiptur GULLMOLI. Verð 1.490.000. Kíktu á raðnr 283389 á www.bilalind.is eða komdu við því bíllinn er í salnum! SKODA OCTAVIA AMBIENTE 08/2004, ekinn 149 Þ.km, 5 gíra, ný nagladekk! Verð 890.000. Kíktu á raðnr 283904 á www.bilalind.is eða komdu við því bíllinn er á staðnum! DODGE DURANGO 4WD LIMITED 05/2005, ekinn aðeins 101 Þ.KM, sjálf- skiptur ofl. Gott verð 2.890.000. Kíktu á raðnr 283661 á www.bilalind.is eða komdu við því jeppinn er á staðnum! www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík FARÐU AFTUR Í BÍÓ Í FYRSTA SINN n Raflagnir n Tölvulagnir n Loftnetslagnir og uppsetningar n Gervihnatta- móttakarar n Ljósleiðaralagnir og tengingar n Raflagnateikningar n Lýsingarhönnun og ráðgjöf n Þjónustusamningar Pétur Halldórsson löggiltur rafverktaki petur@electropol.is, 8560090 Til sölu Honda CRV Árgerð 2007. Keyrður innan bæjar 55.000 km. Svartur, aðeins einn eigandi og mjög vel farinn. Ásett verð 3.900.000 kr eða besta tilboð. Hann er á nýlegum heilsársdekkjum. Abs bremsur,geisla- diskaspilari, leðurklædd sæti. Aldrif og enginn áhvílandi lán á bílnum. uppl. í síma 891-9139. Bleyjulaus í fyrsta sinn í 14 ár n Andri Snær fékk botnlangabólgu á bókamessu og fjölskyldan loksins bleyjulaus A ndri Snær Magna- son og eiginkona hans Margrét Sjöfn Torp eiga fjögur börn og árið 2011 þótti þeim við- burðaríkt í meira lagi. Andri Snær og Margrét fóru til Kína sem þeim þótti meiriháttar upplifun en til tíðinda töldu þau einnig að fjölskyldan varð bleyjulaus í fyrsta sinn í næstum 14 ár. „Fyrir sex manna fjöl- skyldu er hver dagur aðeins of stuttur og það vantar að minnsta kosti tvo mánuði í árið til að gera allt sem þarf að gera,“ segja þau. „Foreldr- arnir fóru til Kína sem var stórmerkileg ferð. Frumburð- urinn, hann Hlynur, fermd- ist hjá séra Bjarna og dvaldi í Ameríku hjá föðursystur sinni í þrjár vikur og eyddi júlímánuði við sveitastörf á hinu yndislega Skálanesi við Seyðisfjörð. Hulda Filippía, þriggja ára, byrjaði í fimleik- um, Elín Freyja, sex ára, byrj- aði í skóla og hóf víólunám, Kristín Lovísa, níu ára, byrj- aði í Graduale Futuri-kórn- um og Magga var í spennandi verkefni á Landspítalanum. Andri fór á bókmenntahátíðir í Leipzig, Kína, Eistlandi, Ír- landi, Grænlandi, Búdapest og svo Frankfurtarmessuna ásamt frumsýningu á Bláum hnetti í Sviss. Eiginlega var árið alveg kreisí. Kínaferðin var eftir- minnileg og Frankfurtarmess- an var mögnuð en fyrir okkur öll var það góð innanlands- ferð norður á Melrakkasléttu þar sem Bibbi frændi smíðaði reykkofa og endaði á búa til kæst svínslæri sem gæti tekið við af skötunni í framtíðinni. Líklega ber þó litlu sigrana hæst, krakkarnir stækkuðu og fjölskyldan varð bleyjulaus í fyrsta sinn í næstum 14 ár,“ segir Andri Snær. „Frankfurtarmessan endaði með botnlangabólgu hjá fjöl- skylduföðurnum eftir tveggja vikna upplestrartörn í Þýska- landi. Aðgerðin gekk vel og telst varla með sem alvöru erfið- leikar. Árið var óvenju annríkt, Andri var 90 daga erlendis og það reyndi vissulega á alla fjöl- skyldumeðlimi en við eigum góða að sem hjálpuðu okkur við púsluspilið. Eftir mikið flandur síðustu ár á Andri ekkert bókað annað en skrif og sköpun til 29. apríl. Í haust koma út tvær bæk- ur hjá forlagi í New York, fyrstu verk Andra á Ameríkumarkaði sem verður spennandi.“ kristjana@dv.is Fólk 23Mánudagur 16. janúar 2012 Nóg að gera Árið hefur verið einstaklega viðburðaríkt hjá Andra Snæ og Margréti. M æðgurnar Anna Mjöll og Svanhildur Jak- obsdóttir fundu sér stund milli stríða fyr- ir jól og skelltu sér í kappakst- ur í Fast Lane-kappaksturs- skólanum í Willow Springs. Anna Mjöll stendur eins og landsmenn vita flestir í erfið- um skilnaði við bílajöfurinn háaldraða Cal Worth ington. Þær mæðgur létu deilur þeirra Önnu Mjallar og Cals ekki spilla lífsgleðinni og fengu útrás á kappaksturs- brautinni. Svanhildur móð- ir Önnu Mjallar er komin á sjötugsaldur en lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en fertug í kappakstursgall- anum. Anna Mjöll virðist hafa erft æskugenið og sam- an skemmta þær sér betur en margir unglingar. Anna Mjöll sagði frá þessu á Facebook- síðu sinni og sagðist alger- lega heilluð af hraðskreið- um bílum og flugvélum. Það er þá eitt sem að þau ósam- lyndu hjón eiga sameiginlegt. Þá gantaðist hún með að hún myndi gjarnan vilja keyra á einum kappakstursbílanna upp Bankastrætið. n Anna Mjöll og Svanhildur skemmta sér eins og unglingar Mæðgur í kappakstri Í kappakstri í Willow Spring Anna Mjöll með Danny McKeever á Fast Lane. Eins og unglingur Svanhildur er ein- staklega ungleg í kappakstursgallanum. Skemmtu sér eins og unglingar Anna Mjöll á leið út á brautina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.