Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 25. janúar 2012 Miðvikudagur
Þak á ofurlaun
bankamanna
F
ramkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins íhugar nú
að setja þak á laun starfs-
manna banka og fjármála-
stofnana svo þau verði að há-
marki ákveðið margfeldi af launum
undirmanna. Þá kemur einnig til
greina að setja þak á bónusgreiðslur
bankamanna, eftir því sem Mic-
hel Barnier, fyrrverandi ráðherra í
ríkisstjórn Frakklands og situr nú í
framkvæmdastjórn ESB, sagði við
Reuters á mánudag. Gangi Ísland
í Evrópusambandið myndu þess-
ar reglur sjálfkrafa taka gildi hér á
landi.
Ofurlaun á Íslandi
Ofurlaun í bankakerfinu á Íslandi
nú eru aðeins lítill hluti af því sem
þau voru fyrir bankahrun, þó að
mörgum þyki nóg um í dag. Hösk-
uldur Ólafsson, bankastjóri Arion
banka, þáði árið 2010 tæpar fjórar
milljónir í laun á mánuði, þrátt fyr-
ir að starfsemi bankans hefði dreg-
ist saman með fjöldauppsögnum á
starfsfólki. Starfssystir hans, Birna
Einarsdóttir bankastjóri Íslands-
banka, fékk sama ár um 3,1 millj-
ón króna á mánuði. Steinþór Páls-
son, bankastjóri Landsbankans, er
hins vegar hálfdrættingur í launum
á við Höskuld og Birnu. Hann hefur
um milljón krónur í laun á mánuði.
Hann hefur kvartað undan því að
það séu of lág laun og vill fá hækkun.
Þar sem Landsbankinn er að mestu
í ríkiseigu miðast laun Steinþórs
við þá línu sem ríkisstjórnin lagði
um að forsætisráðherra skuli hafa
hæstu laun ríkisstarfmanna. Hins
vegar hafa sumir kollegar Steinþórs
í Landsbankanum í kringum tvær
milljónir króna á mánuði.
Ef laun bankastjóra Kaupþings,
Glitnis og Landsbankans fyrir hrun
eru borin saman við laun banka-
stjóra í dag kemur í ljós að þau voru
að jafnaði margfalt hærri fyrir hrun.
Hreiðar Már Sigurðsson, hafði sem
forstjóri Kaupþings 37 milljónir
króna á mánuði árið 2008. Sigurjón
Þ. Árnason var með 23,8 milljónir
á mánuði sem bankastjóri Lands-
bankans. Árið 2007 fékk Hreiðar
Már 64,4 milljónir í laun á mán-
uði. Lárus Welding, sem svarar nú
til saka fyrir innherjasvik, fékk sem
forstjóri Glitnis 27,5 milljónir króna
á mánuði. Sigurjón Þ. hafði hins
vegar 13,1 milljón króna á mánuði
árið 2007. Millistjórnendur í bönk-
unum fengu einnig ótrúleg laun.
Þannig hafði Yngvi Örn Kristinsson
hjá Landsbankanum um 27 milljón-
ir króna í laun á mánuði árið 2007.
Áhyggjufullir bankamenn
Talið er að þessi áform ESB muni
leggjast mjög illa í ofurlaunastétt-
ina í fjármálahverfinu í London og
öðrum ríkjum ESB. Innan fram-
kvæmdastjórnarinnar heyrast hins
vegar þau sjónarmið að í ljósi at-
burði undanfarinna ára sé þetta
skref nauðsynlegt til að halda sátt í
samfélaginu. Ef tillagan nær í gegn
verður hún ein róttækasta reglu-
gerð sem sett hefur verið í Brussel
frá því fjármálakreppan hófst. „Ef
bankarnir geta ekki sýnt sjálfsaga
þegar kemur að bónusagreiðslum,
þá verðum við að grípa til aðgerða,“
segir Barnier.
„Meðal hugmynda sem við skoð-
um í tengslum við launaþakið er
hlutfallið á milli fastra launa og bón-
usa. Önnur hugmynd er að launa-
þakið taki mið af hlutfalli hæstu og
lægstu launa í bönkum,“ segir hann.
Royal Bank of Scotland hefur
fengið stærsta björgunarpakka sem
nokkur banki í Evrópu hefur fengið.
Þrátt fyrir það greiddi bankinn 500
milljónir punda í bónusa skömmu
eftir að hafa þegið björgunarpakk-
ann í boði skattgreiðenda. Þrír topp-
ar hjá Barclays-bankanum fengu
samanlagt 110 milljónir dollara í
laun og bónusa árið 2010.
Vantraust á ofurlaunafólk
Tillagan verður meðal annar rædd
á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í
Davos í Sviss síðar í þessari viku.
Vantraust almennings í garð
banka hefur aukist mjög mikið síð-
an fjármálakreppan skall á. Kerfi
sem byggir á bónusgreiðslum er tal-
ið ýta undir áhættusækni – því meira
sem einstakir starfsmenn lána út,
því hærri bónusa fá þeir. Þessi hegð-
un er síðan ein af orsökum þess að
bankar hrynja og þá þarf að seilast
í vasa almennings með björgunar-
pökkum úr skattfé.
Búist er við því að meðlimir Oc-
cupy-hreyfingarinnar fjölmenni við
setningu fundar Alþjóðaefnahags-
ráðsins í vikunni. Hreyfingin spratt
upp úr mótmælum á Wall Street þar
sem forréttindum og yfirburðum
ríkasta eins prósents heimsbyggð-
arinnar var mótmælt.
ESB berst gegn ofurlaunum
Evrópusambandið hafði áður sett
á reglugerðir sem takmarka hversu
mikið af bónusgreiðslunum banka-
menn geta fengið greitt í reiðufé. Það
eru ekki einu aðgerðirnar sem ESB
hefur gripið til, til þess að sporna við
því að bankamenn hreinsi verðmæti
innan úr bönkum. Lög eru í gildi
sem kveða á um að bónusgreiðslum
bankamanna megi dreifa á fimm ár.
Stuðningsmenn þessarar róttæku
tillögu benda á að stjórnmálamenn
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
n Evrópusambandið íhugar nú að stöðva ofurlaun í bankakerfinu með lagasetningu
Ofurlaunin eru lægri í dag„Önnur hugmynd
er að launaþakið
taki mið af hlutfalli
hæstu og lægstu
launa í bönkum
Höskuldur Ólafsson
4 milljónir
Er launahæsti bankastjóri
landsins og var með 4
milljónir á mánuði 2010.
Laun hans eru hins vegar
lítið brot af þeim ótrúlegu
upphæðum sem lykil-
starfsmenn í Royal Bank
of Scotland fá greiddar.
Birna Einarsdóttir
3,1 milljón
Bankastjóri Íslands-
banka var með 3,1
milljón á mánuði. Lárus
Welding, forveri hennar
hjá Glitni, var með um
27 milljónir króna á
mánuði.
Sigurjón Þ. Árnason
23,8 milljónir
Sigurjón fékk 23,8 milljónir í
mánaðarlaun 2008.
Möluðu gull úr ónýtum bönkum
Lárus Welding
25,7 milljónir
Lárus á yfir höfði sér fangelsis-
vist en hafði árið 2007 ótrúleg
laun í banka sem stefndi hratt
í gjaldþrot.
Hreiðar Már Sigurðsson
64,4 milljónir
Hreiðar Már hafði sem forstjóri
Kaupþings 64,4 milljónir króna
á mánuði árið 2007.
Bjarni Ármannsson
44,8 milljónir
Bjarni hafði tugir milljónir
króna í tekjur á mánuði árið
2007. Hann hætti sem banka-
stjóri Glitnis það ár.
„Ég held að það gangi ekki og
ástæðan er fyrst og fremst sú að
hluti af starfseminni sem fer fram
í bankakerfinu er svipaðs eðlis og á
sjónum,“ segir Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins. Hann leggst gegn hugmyndum
um launaþak og ber bankana
saman við fiskiskip. „Það eru sumir
sem afla meira en aðrir og ef þessir
stærri bankar geta ekki verið með
það launakerfi sem er í takt við þær
aðstæður, þá fer sú starfsemi bara út
úr bönkunum. Þá er ég að tala fyrst og
fremst um verðbréfaviðskipti þar sem
tekjumyndunin í kerfinu fer svo mikið
eftir viðskiptunum. Það getur verið
mjög mismunandi eftir einstaklingum
og deildum í bönkunum hverju hver
skilar. Alveg eins og á sjónum með
áhafnir sem eru að afla mikilla verð-
mæta, þær fá bara hærri hlut. Ef þú
ætlar að reka útgerðarfélag þannig að
það verði þak á því hvað skipstjórarnir
geta fengið miðað við fólkið í landi,
þá geta kapteinarnir farið eitthvert
annað,“ segir Vilhjálmur.
Aðspurður hvort þessar hugmyndir
séu ekki skiljanlegar í ljósi banka-
hrunsins og björgunarpakka til banka,
svarar Vilhjálmur: „Maður skilur af
hverju menn eru að tala um þetta, af
því að þetta fór illa hjá mjög mörgum
bönkum og ríki búin að þurfa að setja
pening í þetta allt. Menn reka sig bara
á staðreynd í þessari starfsemi, að
sumt af henni er bara þess eðlis sem
ég er að lýsa. Með sama hætti fær
áhöfn á skipi sem fiskar vel um 40%
af aflaverðmætinu. Það þarf alltaf
að vera eitthvað svipað kerfi fyrir
áhöfnina í sumum af þessum deildum
í bönkunum, annars fer áhöfnin bara
eitthvert annað.“
Áhöfnin á að fá hlut í gróðanum
eigi sífellt erfiðara með að útskýra
fyrir blæðandi almenningi hvern-
ig réttlæta megi slíkar ofurgreiðslur
sem séu ekki í neinum takti við ár-
angur af rekstri þessara fjármála-
stofnana. „Ef við setjum ekki slíkar
reglur strax, þá er hætta á að ofbeldi
brjótist út,“ segir Barnier, sem hefur
meðal annars rætt við George Os-
borne, fjármálaráðherra Bretlands,
um þessi áform.
Bretar eru andvígir þessum
reglum, því þeir eru hræddir að
missa sjálfræði yfir eftirliti með hin-
um öfluga fjármálamarkaði sem
þrífst í London. Samskipti ESB og
Breta haf því súrnað. Sjálfur tekur
franski fulltrúinn af öll tvímæli um
að með þessu sé hann að reyna að
fæla fjármálastofnanir frá Bretlandi
og lokka þær yfir til Parísar. n
Vilhjálmur Egilsson Framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins