Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Qupperneq 3
Fréttir 3Miðvikudagur 25. janúar 2012
Mikið spurt um Fjölnisveg 11
n Fyrirspurnir frá íslenskum og erlendum aðilum
Þ
að er áhugi á húsinu,“ seg-
ir Sverrir Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri fasteigna-
sölunnar Eignamiðlunar,
aðspurður hvort margir hafi haft
samband vegna fasteignarinnar
við Fjölnisveg 11. Fasteignasalan
hefur fasteignina til sölu en hún
var áður í eigu Hannesar Smára-
sonar fjárfestis og athafnamanns.
Sverrir segist ekki geta metið
hversu stór markaður sé fyrir jafn
stór og dýr hús og Fjölnisvegurinn
er en hann hljómar öruggur um að
húsið seljist. „Það eru aldrei mjög
margar eignir sem eru svona stór-
ar og dýrar í sölu. Við höfum fengið
nokkrar en eins og ég hef sagt þá
þarf ekki nema einn kaupanda,“
segir hann.
Sverrir segir að það hafi ekki
verið vandamál að selja hús í sama
verðflokki og fasteignin sem um
ræðir er en ásett verð er 190 millj-
ónir króna. „Þetta eru svo örfá hús
sem við fáum í þessum verðflokki
að það hefur ekki verið vandamál
að selja þau, þau eru bara svo fá,“
segir Sverrir. Sverrir segir að það
hafi komið fyrirspurnir bæði frá
Íslendingum og útlendingum um
húsið en enn sé ekki ljóst hver
muni kaupa það.
„Við höfum auglýst í marga mánuði
eftir húsi á þessu verðbili. Við höfum
selt þarna nokkur hús sem eru vönduð
en þau hafa ekki verið í þessum flokki,“
segir Sverrir aðspurður hvort það sé
ekki einstakt að hús í þessum klassa á
þessu svæði komist í sölu. Nefnir hann
meðal annars hús sem seld hafa verið
fyrir þýska sendiráðið.
Húsið hefur verið tekið í gegn
og er óumdeilanlega eitt af falleg-
ustu húsum bæjarins sem skýrir
líklega það háa verð sem sett er á
húsið.
adalsteinn@dv.is
Þak á ofurlaun
bankamanna
Bónusum
eiga að fylgja
mínusar
„Það hefur verið tilhneiging í þá átt
meðal íslenskra bankamanna og for-
ystumanna í atvinnulífi að telja það
einhverja sérstaka sveitamennsku að
vilja stuðla gegn óhóflegum launum
og reyndar annars staðar í efnahags-
og atvinnulífinu. Þetta er eitt af
því sem menn eru að hugsa um
allan heim,“ segir Mörður Árnason,
þingmaður Samfylkingarinnar. Hann
hefur látið til sín taka í umræðunni
um laun bankamanna og hvatti
meðal annars Steinþór Pálsson,
bankastjóra Landsbankans, til þess
að segja af sér, eftir að hann kvartaði
undan því að laun hans væru of lág.
Um ofurlaun og bónusgreiðslur í
bankakerfinu segir Mörður: „Þetta
var partur af þessum alþjóðlega
sjúkdómi í fjármálalífi að launin voru
ekki lengur laun heldur einhverjar
himinhrópandi upphæðir sem voru
ekki í neinum tengslum við veru-
leikann, jafn litlum og þessir pappírar
sem menn voru að skiptast á um.
Alþjóðlega hefur það verið nefnt sem
eitt af ráðunum við endurskipulagn-
ingu fjármálalífsins að koma ein-
hverju skikki á þetta. Nicolas Sarkozy
Frakklandsforseti verður seint talinn
mikill róttæklingur. Hann hefur
talað fyrir þessu og meðal annars
spurt í tengslum við bónusana –
bónus þýðir góður á latínu. Af hverju
bankamenn hafa ekki líka malusa –
malus þýðir vondur á latínu. Ef menn
fá bónus fyrir að gera vel þá eigi
menn að fá malus fyrir að gera illa.
Þetta lýsir hugsunarhætti hjá ráða-
manni sem seint yrði talinn óvinur
hálaunamana,“ segir Mörður.
Hann tekur undir með Barnier að
nauðsynlegt sé að stíga þetta skref
því annars gæti ofbeldi brotist út.
„Það sem hefur verið að hjá okkur,
það er auðvitað eðlilegt að banka-
stjórar líti í kringum sig og finnist
skrýtið að næstu undirmenn þeirra
séu með meiri tekjur en þeir sjálfir.
Það er rétt hjá Barnier að búa til línu
yfir fjármálafyrirtækin í heild. Þessi
dæmi sýna að það nær skammt að
láta þetta ná bara til toppanna í
ríkiskerfinu, þá fara menn að bera sig
saman, eins og Már Guðmundsson
seðlabankastjóri sem hefur lægri
laun en næstu fjórir starfsmenn sem
vinna með honum í bankanum.“
Mörður Árnason er sammála
tillögum um launaþak:
Bjartsýnn um sölu Sverrir virðist öruggur um að húsið við Fjölnisveg 11 seljist þrátt fyrir
hátt verð. Mynd Sigtryggur Ari JóhAnnSSon
Ragna sögð skálda
veikindi Ellu Dísar
É
g missti stóran hluta, eigin-
lega allt forræðið í dag og má
búast við 6 mánaða erfiðum
réttarhöldum og má aðeins sjá
Ellu mína undir yfirsetu,“ seg-
ir Ragna Laurens, móðir Ellu Dísar, á
opinni Facebook-síðu dóttur sinnar.
Réttað var í Bretlandi í máli Rögnu
á þriðjudag. DV náði ekki í hana fyrir
prentun en samkvæmt athugasemd-
um á Facebook má hún ekki lengur
hitta Ellu nema undir eftirliti. Hún seg-
ist ekki hafa efni á góðum lögfræðingi.
Samkvæmt Rögnu gæti rétturinn
meinað henni að tjá sig um málið í
fjölmiðlum. „Ég má ekki við því þar
sem þau eru á góðri leið með að drepa
mig andlega og líkamlega,“ segir hún.
Sögð með heilkenni
Samkvæmt því sem fram kemur á
sömu Facebook-síðu telja barna-
verndaryfirvöld í Bretlandi að hún
þjáist af heilkenninu Münchausen by
Proxy. Þannig er hún talin ýkja, skálda
eða jafnvel valda veikindum dóttur
sinnar sjálf.
Ragna hefur sjálf sagt að yfirvöld
í Bretlandi vildu svipta hana forræði
yfir stúlkunum þremur, en DV er ekki
kunnugt um að það hafi verið gert á
þriðjudag.
Samkvæmt heimildum DV er þó
búið að svipta Rögnu réttinum til að
taka ákvarðanir varðandi læknismeð-
ferð Ellu Dísar. Sú ákvarðanataka er nú
alfarið í höndum lækna í samstarfi við
barnaverndaryfirvöld í Bretlandi.
Voru á götunni
Ragna fór af landi brott með dætur
sínar þann 22. desember síðastliðinn.
Hún var þá búin að fá sig fullsadda af
Íslandi og sagðist í raun ekki eiga ann-
arra kosta völ en að fara til London
með dóttur sína þar sem hún fengi þá
læknishjálp sem hún þyrfti. Þá var hún
við að missa íbúðina sem fjölskyldan
bjó í hér á landi.
Tvær dætra Rögnu eru nú komnar
aftur til Íslands, en fjölskylda hennar
aðstoðaði föður þeirra, Marc Laurens,
við að koma með þær heim aftur. „Við
gátum ekki setið hérna heima og vitað
af þeim á götunni úti. Við fjölskyldan
ákváðum að kaupa miða fyrir þau og
bjóða honum að koma hérna heim í
húsnæði svo stelpurnar gætu farið aft-
ur í skóla,“ segir Hildur Mósesdóttir,
móðir Rögnu. Stúlkurnar höfðu verið á
hrakhólum ásamt móður sinni í Lond-
on nánast alveg frá því þær fóru út.
Komnar aftur í skóla
Marc og Ragna eru með sameiginlegt
forræði yfir stúlkunum en Hildur seg-
ir hann hlynntan því að þær séu hér á
landi, allavega eins og staðan er í dag.
Barnaverndaryfirvöld á Íslandi
eru í samstarfi við kollega sína í Bret-
landi, en hvað verður um stúlkurnar
er nú í þeirra höndum. Þar sem Hild-
ur er hvorki með forræði yfir ömmu-
dætrum sínum, né aðili málsins, þá
fær hún ekkert að vita um framgang
mála. Hún segist varla vita um hvað
dómsmálið í Bretlandi snýst. Hún
segir stúlkurnar þó vera í góðu yfirlæti
á Íslandi, þær séu komnar aftur í skóla
og leikskóla og fái að vera þar allavega
út janúar. Framhaldið er í höndum
barnaverndar.
Samband Rögnu og Hildar hef-
ur verið stirt í nokkurn tíma, en
Ragna hefur meðal annars sakað
móður sína um að siga barnavernd
á sig.
Ekki mistök að fara út
Ella Dís hefur dvalið á barnaspítal-
anum við Great Ormond Street í
London síðustu daga. Hún var flutt
þangað eftir að hún veiktist skyndi-
lega í byrjun janúar og fór í kjöl-
farið í aðgerð þar sem öndunarvél
var tengd í gegnum barka henn-
ar. Í færslu sem Ragna birti á áður-
nefndri Facebook-síðu í gær seg-
ir hún læknana vera tilbúna að
útskrifa Ellu Dís en hún megi þó
ekki fara með hana af spítalanum.
Þær mæðgur séu því raun fangar yf-
irvalda á meðan á réttarhöldunum
stendur.
Barnaverndaryfirvöld í Bret-
landi eru þekkt fyrir að taka afar
fast á málum og þykja mjög ströng.
Ragna sagði í samtali við DV í síð-
ustu viku að hún teldi það þó ekki
mistök að hafa farið út, enda hefðu
læknar á Íslandi ekki getað gert
meira fyrir Ellu Dís.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
„Við gátum
ekki setið
hérna heima og
vitað af þeim
á götunni úti
n Má bara sjá Ellu Dís undir eftirliti n Systur hennar hjá ömmu sinni á Íslandi
Fyrir dóm Bresk
barnaverndaryfirvöld telja
Rögnu jafnvel skálda eða
ýkja veikindi Ellu Dísar.
Münchausen
by Proxy
n Einkenni sjúkdómsins eru þau að full-
orðinn umsjónarmaður ýkir, skáldar, eða
jafnvel veldur veikindum barns, til að
fá samúð annarra. Þetta getur gengið
svo langt að umsjónarmanninum tekst
að sannfæra bæði barnið og lækna um
veikindin.