Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Side 6
A ðalmeðferð í máli þriggja manna sem eru ákærðir fyrir sérstaklega hættu­ lega líkamsárás fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Mönnunum er gefið að sök að hafa veist að grískum ferðamanni meðal annars með ítrekuðum högg­ um og spörkum, víðs vegar um lík­ ama hans, höfuð og andlit. Árásin átti sér stað í maí 2010 í Þingholtsstræti og nokkru síðar í Bankastræti við veitingastaðinn Sól­ on.  Mennirnir þrír sem eru á aldr­ inum 27–33 ára neita allir sök. Einn mannanna játar að hafa gripið ferð­ manninn hálstaki aftan frá og að ein­ hverjar ryskingar hafi átt sér stað, en neitar að hafa beitt hnefum eða sparkað í hann. Hinir tveir bera fyr­ ir sig minnisleysi og kannast ekki við að hafa átt nokkur samskipti við ferðamanninn, þrátt fyrir að fram­ burður vitna gefi annað til kynna. Mistök að angra manninn Aðdragandi árásarinnar er sagður vera að mennirnir hafi verið að skemmta sér á Hótel Þingholti þann 7. maí 2010. Á leiðinni út af staðn­ um hafi einn þeirra gengið fram á Grikkjann, haldið að honum áfeng­ um drykk og spurt hvort hann vildi fá sopa. Maðurinn mun hafa neitað, en einn ákærði hélt áfram að þrýsta á manninn með þeim afleiðingum að ferðamaðurinn greip í glasið og kast­ aði því í jörðina. Ákærði viðurkenn­ ir að það hafi verið mistök að angra manninn. Óljóst er um málsatvik eftir það, en sá sem otaði drykknum að mann­ inum viðurkennir að þá hafi ein­ hverjar ryskingar átt sér stað, sem bæði hann og annar ákærðu hafi tek­ ið þátt í. Eftir þetta fóru allir ákærðu upp í bíl, ásamt fleira fólki. Í reiði sinni sparkaði ferðamaðurinn í bílinn og fór í burtu. Ákærðu er gefið að sök að hafa ekið bílnum spölkorn áfram, stöðvað hann fyrir utan Sólon, elt manninn uppi og veist að honum með höggum og spörkum. Enginn ákærðu viðurkenndi að hafa farið út úr bílnum til þess að ráðast á mann­ inn, en ekki var samræmi í fram­ burði þeirra. Einn mannanna sagðist hafa verið að leita að sætri stelpu til að fara með heim og ekki tekið þátt í neinni árás þegar saksóknari bað hann um að útskýra af hverju hann hefði farið aftur út úr bílnum. Þeg­ ar saksóknari spurði hann aftur út í málsatriði sagði ákærði: „Ég er búinn að svara þér. Ég skil ekki af hverju þú ert að spyrja sömu spurninga aftur og aftur, hvað viltu að ég segi?“ Grátbað árásarmennina að hætta Vitni segjast hins vegar hafa séð þrjá menn, sem samsvara lýsingu á ákærðu, hafa veist aftur að ferða­ manninum með höggum og spörk­ um. Flest vitnanna mundu óljóst eft­ ir atvikinu þar sem tvö ár eru liðin frá árásinni en staðfestu skýrslu sem lögreglan tók af þeim á vettvangi og í gegnum síma nokkru eftir atburð­ inn. Þá kom fram að eitt vitnið hefði heyrt manninn kalla: „Please, leave me alone, please stop,“ en þá hefðu árásarmennirnir ráðist á hann með höggum og spörkum. Maðurinn lá illa útleikinn eftir árásina og kallað var á lögreglu og sjúkrabíl sem flutti manninn á sjúkrahús. Læknir sagði fyrir dómi að ferðamaðurinn hefði greint skilmerkilega frá málsatvik­ um við komu á spítalann. Við endur­ komu daginn eftir hefði manninum liðið mjög illa, verið áhyggjufullur og grátið. Vitni sem gaf skýrslu fyrir dómi sagði frá því að fórnarlambið hefði gengið til móts við sig niður Banka­ strætið og beðið það að hringja á lögreglu. Maðurinn hefði sagt að þrír menn hefðu ráðist á sig. Í þann mund sem vitnið hringdi í neyðar­ línu kom bíll aðvífandi og benti þá fórnarlambið á bílinn og sagði: „Þetta eru þeir.“ Hann hefði virst vera hræddur og reiður. Hann hefði síðan hlaupið að bílnum og vitnið missti sjónar á honum. Sorgmædd móðir hlutdrægt vitni Við aðalmeðferð í dag kom fram að ferðamaðurinn lést 14. desem­ ber síðastliðinn og hefur það verið staðfest af Interpol. Óljóst er hvern­ ig andlát hans bar að, en það er nú rannsakað af ítölskum yfirvöldum. Saksóknari fór fram á við dóminn að móðir fórnarlambsins mætti gefa skýrslu símleiðis til að vitna um and­ legt ástand sonar síns eftir árásina. Verjendur ákærðu mótmæltu því og sögðu hana hlutdrægt vitni þar sem hún væri móðir í sorg. Að minnsta kosti einn ákærðu er sagður tengjast glæpasamtökunum Outlaws. Grátbað þá um að hætta 6 Fréttir 25. janúar 2012 Miðvikudagur „Þarf að skipta um þá strax“ n Lekatíðni í PIP-púðum hærri en áætlað var L ekatíðni í PIP­brjóstapúðunum virðist vera mun hærri en áætlað var í fyrstu samkvæmt þeim upp­ lýsingum sem Saga Ýrr Jónsdótt­ ir, lögmaður á lögmannsstofunni VOX, hefur undir höndum. Hún undir býr nú málsókn tuga kvenna á hendur lýtalækninum Jens Kjartanssyni sem flutti púðana inn á kennitölu eigin­ konu sinnar og græddi í brjóst 440 kvenna á einkastofu sinni á Domus Medica. Saga segir að allar þær kon­ ur sem hún hafi tölu yfir, og hafi farið í ómskoðun á þessu ári, hafi fengið það staðfest að púðar í brjóstum þeirra séu farnir að leka. Alls hafa yfir sjötíu kon­ ur leitað til Sögu, en sex af þeim hafa farið í ómskoðun á árinu á sinn kostn­ að eftir að hafa fengið beiðni frá lækni. Sú ákvörðun var tekin fyrr í janúar að ríkið myndi greiða kostnað við óm­ skoðun á brjóstum sem eru með PIP­ púða í brjóstum sínum. Þá mun ríkið einnig taka þátt í kostnaði við að fjar­ lægja þá púða sem farnir eru að leka. Í tilkynningu frá velferðarráðuneyt­ inu kemur fram að samkvæmt fyrir­ liggjandi upplýsingum sé áætlað að lekatíðni í PIP­púðum sé frá einu upp í sjö prósent. Með þær upplýsingar að leiðarljósi áætlaði ráðuneytið að fjar­ lægja þyrfti púða hjá að hámarki þrjá­ tíu konum. Saga er þó sannfærð að púðarnir séu farnir að leka hjá mun fleiri kon­ um en það. „Ríkið verður væntanlega að endurmeta þetta þegar sést hve stórt hlutfall púða er farið að leka,“ seg­ ir Saga. „Það hlýtur að segja sig sjálft að það er líklegra að púðar hinna fari að leka úr þessu. Og þarf þá að skipta um þá strax.“ solrun@dv.is Kletthálsi 7 - Reykjavík Fuglavík 18 - Reykjanesbæ Furuvöllum 15 - Akureyri Pallettu tjakkur EP Pallettu-tjakkur 2 tonna lyftigeta 31.990,- Eldur í Sjávar- grillinu Eldur kom upp í þvottahúsi í kjall­ ara veitingahússins Sjávargrillsins á Skólavörðustíg um eittleytið aðfara­ nótt þriðjudags. Allt tiltækt slökkvi­ lið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út en þegar á vettvang var komið lagði mikinn reyk frá byggingunni. Eldurinn barst upp stigagang bygg­ ingarinnar og alla leið upp á þriðju hæð og þurfti slökkvilið að aðstoða tvo íbúa við að forða sér úr íbúð í húsinu. Það var ekki fyrr en um 2.30 sem slökkvistarfi lauk við erfiðar að­ stæður en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu urðu miklar skemmdir á húsinu og er málið til rannsóknar. Gáfust upp Snjó tók að kyngja niður um sunnan­ og vestanvert land­ ið eftir storm sem gekk yfir á mánudag. Færð á vegum var afleit sökum snjósins á þriðju­ dagsmorgun og lentu nokkuð margir ökumenn í vandræðum vegna þessa. Snjóruðningsvélar voru að störfum fram eftir degi en margar götur voru engu að síður illfærar. Klukkan rúmlega fimm á þriðjudagsmorgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæð­ inu tilkynning um tvær bifreiðar sem sátu fastar og stóðu mann­ lausar í hringtorgi við Boðaþing. Virtist sem ökumennirnir hafi gefist upp í baráttunni við snjó­ inn og skilið þær eftir. Lét lög­ reglan fjarlægja bílana sem heftu umferð snjóruðningstækja og strætisvagna. „Tilraun til manndráps“ Hæstiréttur staðfesti á þriðjudag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs­ dóms Reykjavíkur yfir einum af þeim fjórum mönnum sem grunaðir eru um skotárás í Bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þrír af mönnunum eru í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinn­ ar en einn þeirra er í fangelsi vegna fyrri brota, að því er fram kemur á vef Ríkisútvarpsins. Í úrskurði Hæsta­ réttar kemur fram að sterkur grunur leiki á því að maðurinn hafi framið afbrot sem að lögum geti varðað tíu ára fangelsi. „Af fyrirliggjandi gögn­ um þykir ljóst að varnaraðili er undir sterkum grun um aðild að tilraun til manndráps,“ segir í úrskurðinum. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is n Ákærðir fyrir að hafa ráðist á ferðamann n Veittust að honum upp úr þurru Í dómsal Ákærðu bar ekki saman um málsatvik fyrir dómi á þriðjudag. Lekur hjá öllum Saga Ýrr undirbýr hópmálsókn á hendur Jens Kjartanssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.