Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Qupperneq 11
Fréttir 11Miðvikudagur 25. janúar 2012 D V sagði frá því síðastliðinn föstudag að séra Valdimar Hreiðarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Staðarsókn í Súgandafirði, hefði keypt prestsbústaðinn á Suðureyri í Súg­ andafirði af þjóðkirkjunni á tvær milljónir króna í janúar árið 2010. Valdimar lét af störfum í október síð­ astliðnum eftir sameiningu Staðar­ prestkalls og Þingeyrarprestakalls. Þetta hafði DV eftir lögfræðingn­ um Guðmundi Þór Guðmundssyni, framkvæmdastjóra kirkjuráðs, en fasteignamat hússins er 10,8 milljónir króna í dag. Tók Guðmundur fram að húsið hefði verið selt á tvær milljónir vegna mikillar þarfar á viðgerðum á því Var ástand hússins metið og komist að þeirri niðurstöðu að gera þyrfti við húsið fyrir tíu milljónir króna að sögn Guðmundar. Hann sagði það hafa sparað þjóðkirkjunni umtals­ vert fjármagn því annað hvort hefði kirkjan þurft að gera við húsið fyrir þessa upphæð eða finna Valdimar nýtt húsnæði á Suðureyri. „Þetta var beggja hagur,“ sagði Guðmundur. Sameining fór illa í fólk Vegna þessarar fréttar barst DV ábending frá Valdimari sjálfum. Rekur hann málið til ársins 2009 þegar Staðarprestakall, sem Súg­ andafjörður, Súðavík og Djúp heyra undir, var lagt niður og sett undir Þingeyrarprestakall. „Prestur skyldi sitja á Þingeyri. Þetta fyrirkomulag átti að spara eitt prestsembætti og ekki þyrfti lengur að reka prestsbú­ staðinn á Suðureyri sem þarfn­ ast umtalsverðs viðhalds,“ segir í ábendingu Valdimars sem sagði þessar hugmyndir hafa farið mjög illa í marga á Súgandafirði, að ekki yrði lengur prestur búsettur á Suð­ ureyri. Segir hann samkomulag hafa orðið á milli sín og biskupsstofu um að hann keypti húsið og þjónaði breyttu prestakalli frá Suðureyri í þeirri von að breytingarnar yrðu auðveldari. „Spara sér stórfé“ „Kaupverðið var lágt vegna veru­ legrar þarfar á viðhaldi á húsinu. Einnig og ekki síður var til þess litið að Biskupsstofa mundi spara sér stórfé á viðhaldi á húsinu við það að það færi úr eigu kirkjunnar. Við þetta má bæta að ég bjó í þessu húsi í 15 ár án þess að nauðsynlegar endurbætur á því yrðu gerðar. Bjuggum við hjónin tæp tvö ár í húsinu eftir að við keypt­ um það og þjónaði ég þann tíma Staðarprestakalli eins og það leit út eftir viðamiklar breytingar sem gerð­ ar voru á því árið 2000 og síðar,“ segir í ábendingu Valdimars sem greinir frá því að ekki hafi orðið úr því að hann þjónaði hinu nýja prestakalli. Óviðunandi með öllu „Eru margar ástæður þar að baki og mun ég ekki ræða þær hér að öðru leyti en því að sparnaðarkrafan innan kirkjunnar er mjög hávær og niður­ skurðarhnífurinn á lofti. Síðastliðið sumar var staða mín orðin allsérs­ tök og óviðunandi með öllu. Þjón­ aði ég prestakalli sem hafði verið lagt formlega niður á kirkjuþingi árið 2009. Til stóð síðastliðið sum­ ar að leggja fyrir kirkjuþing 2011 til­ lögu um að leggja niður Þingeyrar­ prestakall. Þá var staða mín sú að ég þjónaði prestakalli sem ekki var lengur til og áformað var að ég þjón­ aði prestakalli sem stóð til að leggja niður eftir nokkra mánuði. Við þetta bættist að heilsa mín hefur ekki ver­ ið sem skyldi nokkur undanfarin ár. Úr varð að í stað þess að þjóna breyttu prestakalli frá Suðureyri í allt að tíu næstu ár gerði ég starfs­ lokasamning við kirkjuna sem tók gildi fyrsta október sl. Við þetta lækka laun mín umtalsvert. Það að eiga hús virtist gera aðstæður okkar hjónanna léttari en ella og hafði áhrif á ákvörð­ un okkar þegar við skoðuðum alla þessa hluti,“ segir í ábendingu Valdi­ mars. Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is „Spara Sér Stórfé“ „ Sparnaðarkraf- an innan kirkj- unnar er mjög hávær og niðurskurðarhnífurinn n Prestur keypti hús af kirkjunni ódýrt n Segir kirkjuna spara í viðhaldi Staðarsókn Valdimar Hreiðarsson var prestur í Staðarsókn í Súgandafirði. Hann lét af störfum í október í fyrra. Prestsbústaðurinn stendur við Túngötu á Suðueyri í Súgandafirði. 20. janúar 2012 gaf út ákæru í því máli en ekki þingið líkt og í tilfelli landsdóms. Molnað en ekki klofnað Raunar hefur það reynst flokknum og flokksforystunni til happs hingað til að molnað hefur úr flokknum hægt og bítandi í stað þess að stór hópur kljúfi sig úr flokknum í heilu lagi. Óró­ lega deild VG, eins og hún er kölluð í daglegu tali, er nokkuð virk innan flokksins. Steingrímsarmurinn, eins og þeir sem fylgja forystuhóp flokks­ ins eru kallaðir, fer með meirihluta í flestum flokksstofnunum VG. Styrkur flokksins byggir þó ekki eingöngu á svæðisfélögum flokksins heldur gríð­ arlega stóru neti virkra aðgerðasinna, allavega sé miðað við stærð VG. Innanflokksátök eru VG ekki nýtt fyrirbæri. Flokkurinn verður til upp úr Alþýðubandalaginu við sameiningar­ tilraun félagshyggju­ og vinstriflokka. Alþýðubandalagið hafði árum saman logað í innanflokksátökum og var fyrir vikið nánast í tætlum. Búsáhöld, aðgerðasinnar og valdið Raunar má segja að VG sé regnhlífar­ samtök margra flokka. Allt í senn sé flokkurinn kommúnistaflokkur, flokk­ ur femínista, umhverfissinna og þeirra sem leituðu til flokksins í kjölfar efna­ hagshrunsins. Andstaðan við ESB­að­ ild er mikil innan flokksins og skerst þvert á hópa flokksins. Það er því ef til vill ekki undarlegt að ríkisstjórnarseta sé grasrót flokksins erfið enda hef­ ur sameining flokksins að miklu leyti byggst á baráttunni við vald, hvort sem það vald er ríkisstjórnin, erlend áhrif í formi Brussel eða Bandaríkj­ anna, markaðurinn, feðraveldið eða umhverfiseyðing í nafni gróðahyggju. Baráttuþrek Þá má til glöggvunar um hversu veðr­ aðir flokksfélagar og kjörnir fulltrúar VG eru í átökum benda á umræðu fjölmiðla og á netinu um femínista eða þá hörku sem einkennt hefur um­ hverfisverndarbaráttuna hér á landi sem og annars staðar. Þau sem virk­ ust eru í flokknum eru þaulvön hug­ myndafræðilegri baráttu sem og því að vera úthrópuð og jafnvel ofsótt fyr­ ir skoðanir sínar. Nægir þar að nefna hlerunarheimildir og spjaldskrár yfir­ valda um valda vinstrisinnaða rót­ tæklinga á árum áður sem og nýlegt dæmi um breskan rannsóknarlög­ reglumann sem villt hafði á sér heim­ ildir og starfað með ýmsum umhverf­ isverndarsamtökum, þar á meðal íslenskum samtökum. Í ljósi sögunnar er harkan í sam­ skiptum flokksfélaga VG ef til vill ekki undarleg. Yngri flokksfélagar sem ekki þekkja viðlíka pólitísk átök á eigin skinni eru margir hverjir nátengdir og virkir í samtökum sem áður voru talin hættuleg, til dæmis Samtökum hern­ aðarandstæðinga, og eru jafnvel börn þeirra sem stóðu í eldlínunni. Frá AGS til landsdóms Sex núverandi og fyrrverandi þingmenn VG tilheyra þeim hópi sem í daglegu tali er kallaður órólega deildin. Talað er um að Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra sé eins konar andlegur leiðtogi hópsins. Þrír þingmenn hafa þegar yfir- gefið VG, þau Atli Gíslason, Lilja Móses- dóttir og Ásmundur Einar Daðason. Ögmundur, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Jón Bjarnason starfa enn í þingflokki VG og eru flokksfélagar í VG. Aðspurð hafa þau ítrekað sagst styðja ríkis- stjórnina og sérstaklega til góðra verka ef þau hafa verið spurð af fjölmiðlum. Oft og tíðum hafa stuðningsyfirlýsing- arnar verið óljósar og með nokkrum fyrirvörum. Þar sem hin þrjú hafa þegar stimplað sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu og sagt sig úr VG er oftast aðeins rætt um þau þrjú sem eftir sitja sem órólega deild innan VG. Benda verður á að ef til vill er ekki rétt að tala um „órólega deild“ enda ekki um það að ræða að þingmennirnir deili heildstæðri stefnu í mörgum málum. Nefna má að andstaðan við ESB hefur sameinað hópinn töluvert. Andstaða við Evrópusambandsaðild Íslands ætti þó ekki að kljúfa VG sérstaklega enda flokkurinn nokkuð sameinaður í and- stöðu sinni við sambandið, þótt deilt sé um umsóknarferlið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.