Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Side 12
M ikill hiti er hlaupinn í bar- áttuna um útnefningu Repúblikanaflokksins fyr- ir forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Mitt Romney, sem hingað til hefur verið talinn einna líklegastur, hefur átt á brattann að sækja að undan- förnu. Á þriðjudag birti hann opin- berlega fimm hundruð blaðsíðna skýrslu um skattamál sín en aðal- keppinautur hans, Newt Gingrich, lét þau orð falla á dögunum að hugs- anlega hefði Romney eitthvað að fela í þeim efnum. Þessi orð féllu áður en prófkjör Repúblikanaflokksins í Suður-Karólínu fór fram á laugardag, en sem kunnugt er vann Gingrich óvæntan en þó býsna sannfærandi sigur. Stjórnmálaskýrendur vestan- hafs eru á einu máli um að Gingrich hafi sýnt mikil klókindi þegar hann dró skattamál Romneys upp á yfir- borðið. Þetta hafi meðal annars gert það að verkum að Gingrich vann mikilvægan sigur á laugardag en frá árinu 1980 hefur sigurvegari flokks- ins í Suður-Karólínu alltaf hlotið út- nefningu í forsetakosningum. 760 milljónir í skatt Í skattaskjölunum sem Romney birti á þriðjudag kemur margt athyglis- vert fram. Þannig greiddu hann og eiginkona hans, Ann, 13,9 prósenta skatt árið 2010. Þetta er talsvert lægra hlutfall en gengur og gerist hjá hin- um almenna borgara sem greiðir að hámarki 35 prósenta skatt. Ástæð- an fyrir þessu er sú að stærstur hluti tekna Romney-hjónanna er til kom- inn vegna gengishagnaðar í fjárfest- ingum (e. capital gain) og því greið- ir hann ekki eiginlegan tekjuskatt af hagnaðinum. Þá kemur fram í skjöl- unum að árin 2010 og 2011 muni hann greiða samanlagt 6,2 milljón- ir dala, eða rúmlega 760 milljónir króna, í skatt. Romney, sem er af ríku fólki kom- inn, hefur einmitt verið gagnrýndur harðlega fyrir að vera ekki í tengslum við hinn almenna borgara. Hann er sjálfur vellauðugur eftir að hafa hagnast gríðarlega í viðskiptum en á sama tíma glíma sífellt fleiri fjöl- skyldur í Bandaríkjunum við afleið- ingar efnahagshrunsins. Gingrich með forskot Samkvæmt umfjöllun Huffington Post um málið gætu þessar upp- lýsingar Romneys orðið til þess að blása enn meira lífi í baráttu Newt Gingrich. Ekki síst í ljósi þess að í skjölunum sem Romney birti kemur einnig fram að hann hafi átt banka- reikninga í Sviss og á Cayman- eyjum sem er þekkt skattaskjól. Huffington Post hefur eftir ein- um af aðstoðarmönnum hans að reikningunum hafi verið lok- að árið 2010 eftir að fjármálaráð- gjafar hans sögðu að það gæti haft skaðleg áhrif á pólitískan feril hans myndi þetta spyrjast út. Romney er einn auðugasti einstaklingurinn í sögu Repúblikanaflokksins til að bjóða sig fram til forseta en eigur hans eru metnar á allt að 250 millj- ónir dala, eða um þrjátíu milljarða króna. Hann hefur einnig látið gott af sér leiða á undanförnum árum og samkvæmt skattaskjölunum hefur hann gefið sjö milljónir dala til góðgerðamála á undanförnum tveimur árum. Gingrich og Romney búa sig nú undir prófkjör repúblikana í Flór- ída sem fer fram 31. janúar. Sam- kvæmt spám sem birtar hafa verið virðist Gingrich hafa örlítið forskot á Romney. 12 Erlent 25. janúar 2012 Miðvikudagur Konur finna meira til en karlar n Karlar með hærri sársaukaþröskuld en konur samkvæmt rannsókn K onur eru með töluvert lægri sársaukaþröskuld en karlar. Hinu öfuga hefur oft verið haldið fram en nú hafa vís- indamenn við Stanford-sjúkrahúsið í Kaliforníu birt niðurstöður umfangs- mikillar rannsóknar á þessu sviði. Skoðaðir voru ellefu þúsund karl- ar og konur sem öll voru sjúklingar á sjúkrahúsinu. Meðan þau dvöldu á sjúkrahúsinu voru þau beðin um að fylla út eyðublað þar sem þau áttu að lýsa hversu miklum sársauka þau fundu fyrir samfara þeim kvillum sem hrjáðu þau, má þar nefna krabba- mein, sýkingar og bakverki. Skalinn sem notast var við var á bilinu 0 til 11. Þannig var 0 enginn sársauki en 11 versti mögulegi sársauki. Meðaltal þess sem merkt var við var nálægt fimm en marktækt fleiri konur merktu þó við hærri tölu á skalanum en karlar. Atul Butte, sérfræðingur við Stan- ford-læknaháskólann, hafði yfirum- sjón með rannsókninni og segir hann að taka verði tillit til þess að það sé einstaklingsbundið hvenær sársauki verður óbærilegur og hvenær ekki. Sumir séu einfaldlega harðari af sér en aðrir og það komi því ekkert við hvort um sé að ræða konu eða karl. Þó segir hann að mikill munur á milli kynjanna komi á óvart og þar sem úr- tak rannsóknarinnar var jafn stórt og raun ber vitni virðist það vera þann- ig að karlar finni síður fyrir sársauka en konur. Butte segir að hann ætli að halda áfram rannsóknum á þessu sviði til að fá skýrari niðurstöðu í málið. einar@dv.is Sársauki Karlar virðast síður finna til sársauka en konur samkvæmt niðurstöðunum. Mynd PhotoS.coM hörð barátta Það stefnir í mjög harða baráttu á milli Romneys, sem er vinstra megin á myndinni, og Gingrich sem er hægra megin. Mynd ReuteRS Geymdi peninga í skattaskjólum Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is n Mitt Romney á undir högg að sækja vegna skattamála „Hann er sjálfur vellauðugur eftir að hafa hagnast gríðar- lega í viðskiptum. Slapp frá mannræningja: „Pabbi kenndi mér að svara fyrir mig“ „Hún kemur alltaf heim á slaginu 15.20. Ég vissi strax að það væri eitthvað að þegar hún var aðeins of sein.“ Þetta segir Steven Ryno, faðir hinnar níu ára Calystu Cor- dova sem var numin á brott af ókunnugum karlmanni í síðustu viku. Stúlkan, sem býr í Colorado Springs í Bandaríkjunum, var á leið heim úr skólanum þegar 29 ára karlmaður, Jose Humberto Garcia, stöðvaði bifreið sína og nam Calystu á brott. Garcia ók með stúlkuna í norð- urátt en átján klukkustundum síðar sprakk hjólbarði á bíl hans og ákvað hann að stöðva við bens- ínstöð til að fá aðstoð. Þá nýtti Calysta tækifærið, laumaðist inn í verslunina og bað um að fá að hringja í frænda sinn. Í stað þess að hringja í hann hringdi Calysta í neyðarlínuna þar sem hún sagði alla sólarsöguna. Eftir að hún lagði á reyndi Garcia að fá hana með sér út af bensínstöðinni en Calysta var ekki á því. „Hún sagði bara þvert nei. Hún sagðist ekki ætla að fara neitt og sagðist ætla að bíða eftir mömmu sinni,“ segir vitni að atvikinu. Lögregla brást skjótt við og var Jose Garcia handtekinn í kjölfarið. Calysta var með talsverða áverka þegar hún fannst. Hún var með glóðarauga, sprungna vör og bólgin í andliti. Þrátt fyrir það var hún brött þegar fréttamaður KMGH 7 News hitti hana þegar hún var komin heim. „Pabbi kenndi mér að svara fyrir mig,“ sagði stúlkan. Garcia er í haldi lögreglu en hann er grunaður um að hafa brotið gegn fleiri börnum en Ca- lystu, þar á meðal kynferðislega. Faðir Calystu segist vera óend- anlega þakklátur fyrir að ekki fór verr en á undanförnum árum hafa mörg svipuð tilvik komið upp í Bandaríkjunum og hafa þau oftar en ekki endað skelfilega. „Ég þakka guði fyrir að hafa haft auga með dóttur minni og skilað henni heilli heim,“ segir hann. Hasarmynd truflaði leðurblökur Tökur á hasarmyndinni The Ex- pendables 2 höfðu slæmar afleið- ingar í för með sér fyrir leður- blökur í Devetashka- hellinum í Rúmeníu. Myndin var að hluta tekin upp í nágrenni hellisins en þar eru heimkynni þúsunda leð- urblaka. Á þessum árstíma liggja leðurblökurnar jafnan í vetrar- dvala en samkvæmt líffræðing- um sem skoðuðu hellinn eftir að tökunum lauk eru margar þeirra vakandi. Einungis um tíu þúsund leðurblökur fundust í hellinum en jafnan liggja þar rúmlega þrjátíu þúsund í dvala. Telja líffræðingar að hávaði á tökustað, til dæmis sprengingar og byssuskot, hafi truflað leðurblökurnar með fyrr- greindum afleiðingum. Óttast líf- fræðingar að sumar þeirra muni drepast úr hungri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.