Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Síða 14
E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 242,70 kr. 253,60 kr. Algengt verð 242,50 kr. 253,40 kr. Algengt verð 242,40 kr. 253,30 kr. Algengt verð 242,70 kr. 253,60 kr. Algengt verð 244,50 kr. 253,60 kr. Melabraut 242,50 kr. 253,40 kr. 14 Neytendur 25. janúar 2012 Miðvikudagur Passið ykkur á dósamatnum n Hormónabrenglandi efni í dósum Þ annig hljómar aðvörun frá vís- indamönnum við Harvard- háskóla eftir að 75 þátttakend- ur í rannsókn voru látnir borða súpu úr dós í morgunmat í fimm daga. Eftir það var magn hins skað- lega efnis, bisfenól A mælt í þvag- inu en efnið hefur áhrif á hormóna- starfsemi okkar. Rannsóknin sýndi að fimma daga neysla á 340 grömm- um af dósasúpu leiddi til 12 sinnum meira magns af efninu í þvagi þátt- takenda en þeirra sem neyttu súpu sem ekki kom úr dós. Bisfenól A er notað í plast sem sett er innan á flestar niðursuðudósir. Þar til rannsóknin var gerð, héldu framleiðendur því fram að efn- ið næði ekki að berast í matvælin en niðurstöður rannsóknarinnar benda sterklega til annars. „Þessi mikla aukning á efninu í þvagi þeirra sem neyttu súpunnar var óvænt og ætti að vekja áhyggjur hjá þeim sem borða mikið af dósamat eða drekka drykki úr dósum. Það ætti einnig að vekja framleiðendur til um- hugsunar um hvort ekki væri ráðlegt að fjarlægja efnið úr dósaframleiðslu,“ segir stjórnandi rannsóknarinnar, Kar- in Michels lektor við Harvard-háskóla. Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að bisfenól A líkir eftir estrógeni í líkamanum og getur því truflað horm- ónastarfsemi. Það valdi meðal annars röskun á innkirtlastarfsemi, ófrjósemi, skemmdum á æðakerfi og auki líkur á brjóstakrabbameini og snemmbærum kynþroska. Viðmótið til fyrirmyndar n BabyK, íslensk hönnun sem fæst í Verzlunarfjelaginu, fær lofið að þessu sinni en lesandi DV sendi eftir farandi: „Ég vildi kaupa ung- barnaskó frá BabyK í skírnargjöf en vissi ekki hvar ég gæti nálgast þá. Ég hafði samband við hönnuðinn í síma og hún var yndisleg og vildi hreinlega allt fyrir mig gera. Hún sagði mér að skórnir væru til sölu á Laugaveginum en þar sem ég átti ekki leið þangað þennan dag bauðst hún til þess að skutlast með þá heim til mín. Þremur tímum seinna var ég komin með skóna í hendurnar og klár í skírn. Ég tala nú ekki um hvað þetta eru fallegir skór hjá henni og í svo flottum umbúð- um, hverju skópari fylgir svo bréf þar sem greint er frá úr hverju þeir eru búnir til og barninu óskað til hamingju með fyrstu skóna. Þessi unga stúlka fór langt fram úr væntingum mínum og veitti mér frábæra þjónustu og á ekkert nema lof skilið fyrir þátttöku sína í íslensku atvinnulífi – það mættu margir taka hana og hennar viðmót sér til fyrir- myndar.“ Mismunandi verð n Lastið fær líkamsræktarstöðin Actic, sem er að finna á nokkrum stöðum á landinu. Óánægður við- skiptavinur vildi benda á að verð hjá stöðinni séu mismunandi eftir því hvar á landinu stöðvarnar eru. „Sem dæmi munar það 13 þúsund krónum á venjulegu árskorti fyrir fólk sem býr í Kópavogi og þá sem búa á Vík. Þar sem þetta er eitt og sama fyrirtækið finnst mér að það ætti að vera sama verð alls staðar.“ DV hafði samband við Kjartan Má Hallkelsson, rekstrarstjóra Ac- tic, sem sagði að það væru margar ástæður fyrir mismunandi verði. „Það er afar misjöfn aðstaða í boði, bæði hvað varð- ar heilsuræktina og hvað varðar sundið. Eins er mismunandi viðvera þjálfara og tækjabúnaður svo þetta er eins eðlilegt og það getur verið.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Áldósir Vísindamenn finna mikið magn bisfenóls A í dósum. Ý msar rannsóknir í gegnum tíð- ina hafa bent til þess að þeim sem finnst huggulegt að fá sér eitt vínglas við og við geta gert það með góðri samvisku. Nú hefur heilsusíðan healthline. com tekið saman tíu góðar ástæður til að fá sér frekar einn ískaldan bjór í staðinn. Það skal þó tekið fram að helgarfyllerí eru síður en svo heilsu- bætandi og ekki mælt með því geyma drykki vikunnar til helgarinnar. Allar rannsóknirnar undirstrika mikilvægi þess að einungis hófleg drykkja geti haft heilsusamleg áhrif en mælst er til að konur drekki einungis 0,33 lítra af bjór á dag en menn geta drukkið tvöfalt það magn. n Heilbrigðara hjarta og sterkari bein n Hófleg bjórdrykkja getur haft góð áhrif Drekktu bjór og lifðu lengur Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Heilbrigðara hjarta 1 Norsk rannsókn sýnir að lítið magn áfengis á dag minnkar líkurnar á að fólk deyi úr hjartasjúk- dómum. Það var norska lýðheilsustöðin sem framkvæmdi rannsóknina en 150.000 manns voru spurð um áfengisneysluna yfir nokkur ár. „Þeir sem drukku einu sinni í viku eða oftar voru í 45 prósenta minni hættu á að deyja vegna hjartasjúkdóma en þeir sem drukku ekki,“ segir Per Magnús deildarstjóri í samtali við Verdens Gang. Samsvarandi rannsókn var gerð af Fondazion di Ricerca á Ítalíu og náði til 200.000 manns. Niðurstöður hennar sýna að einn bjór á dag minnkar hættuna á hjartasjúkdómum um 31 prósent. Sterkari bein 2 Í bjór er hátt hlutfall kísils sem hefur góð áhrif á beinin. Niðurstöður rannsóknar Tufts-háskóla frá 2009 sýna að eldri konur og karlmenn sem drekka einn eða tvo bjóra á dag hafa meiri þéttleika í beinum. Þeir sem drekka meira en tvo bjóra á dag eiga þó meiri hættu á beinbrotum. Minni hætta á nýrnasteinum 3 Finnsk rannsókn frá 1998 sem náði til 27.000 manns á aldrinum 50 til 69 ára sýnir að hættan á nýrnasteinum minnkar um 40 prósent hjá þeim sem drekka einn bjór á dag miðað við þá sem drekka aðrar tegundir áfengis. Vörn gegn heilabilun 4 Könnun sem gerð var árið 2005 með þátttöku 11.000 eldri kvenna og snéri að andlegri heilsu þeirra leiddi í ljós að elliglapa varð vart 18 mánuðum síðar hjá þeim sem drukku um það bil eitt glas áfengis á dag. Minni hætta á krabbameini 5 Portúgölsk rannsókn frá 2008 sýnir að ef maður marínerar rautt kjöt í bjór fjarlægir maður næstum 70 prósent af HCA, sem eru krabbameinsvaldandi efni, úr kjötinu. Meira magn vítamína 6 Hollensk rannsókn sem gerð var við Nutritin and Food Reasearch, sýnir að bjórdrykkjumenn hafa að meðaltali 30 prósent hærra magn af B6-vítamíni í líkamanum en þeir sem drekka ekki bjór. Vörn gegn heilablóðfalli 7 Lýðheilsudeild Harvard-háskóla gerði rannsókn sem sýnir að hófleg áfengisneysla vinnur gegn blóðtappa sem stöðvar blóðflæði til hjarta, háls og heila. Minni hætta á sykursýki 8 Á síðasta ári birti Harvard niður -stöður rannsóknar sem náði til 38.000 miðaldra manna en þær benda til að hætta á sykursýki II minnki um 25 prósent hjá þeim karlmönnum sem juku áfengisneyslu sína í eitt til tvö bjórglös á dag. Lægri blóðþrýstingur 9 Rannsókn sem gerð var í Harvard, þar sem þátttakendur voru 70.000 konur á aldrinum 25 til 40 ára, sýnir að þær konur sem drekka bjór í hófi séu í minni hættu á að þróa með sér of háan blóðþrýsting en þær sem drekka vín eða sterkt áfengi. Lengra líf 10 Árið 2005 tóku vísindamenn við bandaríska landbúnaðarráðu- neytið saman niðurstöður um 50 rannsókna og komust að því að þeir sem drekka áfengi í hófi lifa lengur en þeir sem drekka ekki. Ástæðurnar munu vera að hófleg drykkja hjálpar til að verjast hjartasjúkdómum, heilablóðfalli og sykursýki II. 5 ástæður til að halda sig frá áfengi n Óhófleg neysla áfengis eykur líkurnar á lifrarskemmdum og hjartavanda- málum n Mikið magn áfengis eitrar líkamann og getur valdið dauða. n Þeir sem hafa drukkið áfengi eru í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi, óhöppum og slysum. n Neikvæð áhrif hóflegrar neyslu áfengis eru lifrarskemmdir, auknar líkur á krabbameini í munni, hálsi, vélinda og brisi. n Áfengi er afar fitandi. Ein 0,33 lítra flaska inniheldur 150 hitaeiningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.