Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Qupperneq 15
Neytendur 15Miðvikudagur 25. janúar 2012 Verður miklu dýrara að fara á netið n Hormónabrenglandi efni í dósum n Mest hækkun hjá þeim sem nota ekki netið í snjallsímanum H ækkun á gjaldskrá fyrir gagnamagn hjá Vodafone og Síman- um er væntanleg og mun hún hafa mest á áhrif á þá sem fara ekki daglega á netið í snjallsíma sínum. Þetta kemur fram á simon.is en þar segir að nokkuð stór hópur fólks eigi snjallsíma en noti þá ekki sem slíka og fari ekki á netið í þeim. Það sé þó ekki öllum ljóst að oft og tíðum tengist síminn sjálfur netinu og nær í upp- lýsingar án þess að eigand- inn verði þess var. Slík teng- ing við netið hefur fram til þessa kostað 25 krónur dag- lega sem gerir um það bil 750 krónur á mánuði. Á vef simon.is segir að nú séu yfirvof- andi hækkanir hjá Vodafone en dagpakki mun hækka um 65 krónur í 95 krón- ur og komst DV að því að slík hækkun er einn- ig yfirvofandi hjá Símanum. Simon.is bendir á að fyrir þá sem fara á netið dag- lega og kaupa gagnapakka verði breyting- in lítil sem eng- in. Þetta verði hins vegar mikil hækkun fyrir þá sem kaupa ekki gagnapakka en eiga síma sem tengist netinu daglega. Hjá þeim muni verðið fara úr 750 krónum í 2.700 krónur á mánuði. Þeir sem til- heyra þessum hópi eru hvattir til að vera á varðbergi vegna þessa og hafa samband við símafyrirtæki sitt. Þar fást upplýsingar um hvað þeir borga fyrir netnotkun en þjónustufulltrúi mun geta upplýst viðskiptavin- inn um hvort síminn noti reglulega gagnamagn, hversu mikið, hversu oft og hvað það kosti viðskiptavininn. Snjallsímar Það getur verið dýrt að fylgjast ekki með netnotkun símans. n Heilbrigðara hjarta og sterkari bein n Hófleg bjórdrykkja getur haft góð áhrif n Á hádegismatseðlum veitingahúsa má finna allt frá íslenskum heimilismat til dýrindis humarsúpu Lúxusmatur á góðu verði H refnusteik, humarsúpa, skötuselur og sushi eru á meðal þess sem er að finna á hádegismatseðl- um ýmissa veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu. DV hefur tekið saman verð á nokkrum þeirra og kom í ljós að það er vel hægt að fá dýrindishádegisverð á innan við 2.000 krónur. Margir veitingastað- anna bjóða svipað verð og greiða þarf fyrir skyndibita og það ætti því ekki að setja mann á hausinn að kíkja einstaka sinnum út í mat í há- deginu með vinnufélögum eða vin- um. Svo er um að gera að spara sér drykki og fá sér vatn með matnum. Ostabúðin á Skólavörðustíg Ostabúðin býður upp á létta rétti á milli 11.30 til 13.30 sem ýmist er hægt að borða á staðnum eða taka með sér. Þar fæst súpa dagsins, rjómalöguð fiskisúpa, fiskur dagsins, bruschetta með hráskinku, mozzarella og tómötum og salatdiskur. Auk þess eru smurð baguette á boðstólnum og kjúklingasalöt sem hægt er að grípa með sér. Þar er einnig hægt að fá hálfa skammta á rúmlega hálfvirði. Fiskur dagsins: 1.460 krónur (brauð fylgir) Súpa dagsins: 690 krónur Fiskisúpa: 890 krónur Salat: 1.280 krónur Kjúklingasalat: 790 krónur Bruschetta: 1.240 krónur Fylgifiskar Ef maður velur sér rétt dagsins á Fylgifiskum á Suðurlandsbraut getur maður valið um tvo af þremur fiskréttum dagsins. Með því er soðið íslensk bankabygg, kartöflur, grænt salat og sósa. Eins er boðið upp á tvær tegundir af súpum, köldu sjávarréttasalati sem kallast Tapasdiskur, Tortilla með reyktum laxi og salati. Á heimasíðu Fylgifiska segir að boðið sé upp á fría heimsendingu í hádeginu sé pantað fyrir 10 manns eða fleiri. Réttir dagsins: 1.390 krónur Súpur dagsins: 890 krónur Fiskur & Súpa: 1.700 krónur Tapas diskur: 1.500 krónur Tilveran Tilveran í Hafnarfirði leggur mikla áherslu á fiskinn og býður upp á nokkrar tegundir fiskrétta í hádeginu. Eru þeir allir á innan við 2.000 krónur en með þeim fylgir súpa dagsins. Súpa dagsins og brauð: 850 krónur Sjávarréttasúpa með brauði og salati: 1.490 krónur Fiskréttur með súpu dagsins: 1.890 krónur Tilboð - Fiskréttur með súpu og kaffi: 1.990 krónur Forréttabarinn Þrátt fyrir nafnið þá eru réttirnir á Forrétta­ barnum nægilega stórir til að seðja svanga maga í hádeginu. Litlir réttir: 790 krónur Stórir réttir: 1.150 krónur Eftirréttir: 800 krónur. „Margir þeirra bjóða svipað verð og greiða þarf fyrir skyndibita Geysir Í Geysi er boðið upp á hádegismatseðil en þar er úrval af réttum dagsins og með þeim fylgir súpa dagsins og kaffi eða te. Um helgar er brunch­tilboð á 1.895 krónur og með því fylgir kaffi eða te. Fiskur dagsins: 1.795 krónur Kjötréttur dagsins: 1.895 krónur Grænmetisrétt- ur dagsins: 1.595 krónur Hamborgari dagsins með frönskum og kokteil- sósu: 1.495 krónur Íslenski barinn Íslenski barinn býður upp á þjóðlega rétti og hentar því vel þeim sem vilja ekta íslenskan heimilismat. Á virkum dögum er réttur dagsins breytilegur og má þar nefna bleikju, lamba­ skanka og plokkfisk en um helgar er lambalæri í boði. Á sérstökum hádegismatseðli eru salat, hamborgarar, samlokur, hrefnusteik, ein til tvær tegundir af fiski auk meðlætis. Afar vel er látið af hrefnusteikinni. Súpa fylgir. Réttur dagsins á virkum dögum: 1.000 kr. Réttur dagsins um helgar: 1.990 kr. Auka hádegisseðill: 1.100 kr. Grillmarkaðurinn Það er aðeins dýrara að borða þar, en fisk­ og kjötréttir eru á bilinu 1.790 til 3.790 krónur. Það er hins vegar hægt að fá forrétti á frá 1.290 til 1.990 krónur og súpur og salöt á 1.790 eða 1.890 krónur. Auk þess eru grillspjót á 890 krónur til 1.390 krónur. Grillmarkaðurinn leggur mikið upp úr samstarfi við bændur og allt hráefni er keypt beint af bónda. Forréttur - Hrefnusteik: 1.890 krónur Sveitasælusalat: 990 krónur / 1.890 krónur Grillspjót með skötusel: 1.390 krónur Grilluð laxasteik: 1.990 krónur Fiskfélagið Fiskfélagið býður upp á Fisk dagsins er hann er breytilegur eftir dögum, bæði fiskurinn sjálfur og meðlætið. Undir forréttum er súpa en hún er matarmikil og ætti að duga fyrir þá sem vilja góða súpu í hádeginu. Eins er boðið upp á humarsalat. Hálfur skammtur af því er hæfilegt fyrir meðalmann en þetta er stórt og mikið salat. Fiskur dagsins: 1.990 krónur Fiskisúpa: 1.890 krónur Humarsalat 1/2 skammtur: 1.890 krónur Blandað sushi 14 bitar: 1.990 krónur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.