Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Qupperneq 17
Dómstóll götunnar
Ég er þingmaðurÉg er alltaf
til í ævintýri
Ásta R.Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, svarar gagnrýni vegna landsdómsmálsins. – DV.Grétar Rafn Steinsson býst fastlega við því að yfirgefa Bolton. – DV.
Höfðingjarnir rísa á ný
„Sumt, en finnst það ekkert
sérstakleg gott.“
Hanna Valgerður Þórðardóttir
20 ára vinnur í móttöku á hóteli
„Nei, mér finnst hann vondur.
Fyrir utan harðfisk, hann er
góður.“
Lára Ingileif Henrysdóttir
22 ára nemi og barþjónn
„Já, sumt, sviðasultan og
hrútspungarnir eru ágætir.
Hitt er bölvuð fita.“
Sigga á Boston
„Ég borða hrútspunga og
sviðasultuna en ekkert annað.“
Lind Völundardóttir
57 ára forstöðumaður búningadeildar
Íslensku óperunnar
„Nei, ekkert af honum. Ég er ekki
alinn upp við það.“
Guðmundur Páll Bergþórsson
24 ára starfsmaður Banana ehf
Borðar þú
þorramat??
Gjörningur Geira á Goldfinger
U
m helgina átti sér stað merki-
legur árekstur tveggja menninga
í Hörpu.
Harpa er hámenningarleg-
asti vettvangur listrænnar tjáningar
sem Íslandssagan geymir. Það kost-
aði tæpa 30 milljarða króna að reisa
hana. Ríkisstyrkir til hennar nema 1,5
milljörðum á ári, eða 4.700 krónum á
hvern Íslending. Íslenskur verkamaður
þarf að vinna í þrjár vikur til að borga
æviframlag sitt og fjölskyldunnar til
Hörpu.
Það er svo takmarkaður markaður
fyrir æðri menningu að ríkið þarf að
niðurgreiða hana. Sinfóníuhljómsveit
Íslands fær um 800 milljónir króna í
greiðslur af skattfé almennings, vegna
þess að hún stendur ekki undir sér.
Goldfinger í Kópavogi er lágmenn-
ingarlegasti vettvangur kynferðislegrar
tjáningar sem Íslandssagan geymir. Rík-
ið hefur ekkert borgað fyrir rekstur Gold-
finger. Þar hafa stúlkur dansað fáklædd-
ar til að eggja menn og reyna svo að selja
þeim freyðivín gegn blíðu.
Það er svo mikill markaður fyrir kyn-
lífstengdri menningu að ríkið þarf að
sporna við henni. Nektardans er bann-
aður, en sinfóníuspil í glæsihöll er niður-
greitt með peningum almennings.
Æðri menning og lágmenning eru í
sitthvorri víddinni. En um helgina rauf
Sinfóníuhljómsveit Íslands skilin milli
víddanna. Hún ákvað að halda „James
Bond-veislu“ í Hörpu. Áður hefur hún
gælt við sveitaballamenningu með því
að halda tónleika með hljómsveitinni
Sálinni hans Jóns míns. En árekstur
sveitaballafólksins og hámenningar var
ekki eins harkalegur og sá sem átti sér
stað um helgina.
Hlið lágmenningar voru opnuð og
dárarnir streymdu úr neðra, fulltrúar
þeirrar menningar sem stendur undir
sér. Þegar Geiri á Goldfinger og stripp-
ararnir hans komu inn í Eldborgarsal
Hörpu var eins og rapptexti réðist inn í
texta Shakespeares, eins og ef Bónusl-
jóðin brytust inn í Brennu-Njáls sögu.
Það var eins og Ave Maria í flutningi
Erps Eyvindarsonar þegar skvaldur
stripparanna og raus Geira á heldri-
mannasvölunum blandaðist saman við
flutning þéttskipaðrar Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands.
Áskrifendur Sinfóníuhljómsveitar
Íslands hljóta að hafa orðið forviða
þegar fylgdarkonum Geira var kastað út
úr Hörpu eins og sjóurum af sveitaballi.
En um leið varð þetta listrænt. Listin
getur verið að sýna fram á andstæður
og setja hlutina í óvænt samhengi.
Meira svona.
Svarthöfði
Í
gegnum söguna hafa höfðingjar
ávallt skreytt sig með öðrum fjöðrum
en við hin, því einhvern veginn verð-
ur fólk jú að vita að þeir eru höfð-
ingjar. Þegar sjálfstæði Íslands var selt á
13. öld í skiptum fyrir sex skip á ári, þá
var það ekki korn eða timbur eða önnur
nauðsynjavara sem skipin fluttu fyrst og
fremst, heldur skrautmunir sem höfð-
ingjarnir skrýddu sig með, því annars
var hætta á að fólk tæki ekki lengur
mark á þeim sem höfðingjum.
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins
hafa löngum litið á sig sem náttúru-
lega höfðingjastétt Íslands. Þeirra var
að útdeila embættum, einkaleyfum og
öðrum verðmætum, og varla er hægt að
segja að mikið hafi verið efast um þá til-
högun allt fram að hruni. Hrunið var því
mesta áfall sem íslensk höfðingjastétt
hefur orðið fyrir, þeir voru ekki lengur
hálfguðlegar verur sem vissu betur en
við hin, heldur virtist sem þeir vissu eig-
inlega ekkert hvað þeir voru að gera.
Sjálfstæðismenn kunna ekki að
tapa
Á meðan vinstrimenn geta þolað hvern
kosningaósigurinn á fætur öðrum og
haldið áfram að vera til, eiga höfðingj-
arnir erfiðara með að tapa, því þá fer
fólk að efast um þá og þeir hætta að vera
höfðingjar. Að sama skapi er ómögulegt
fyrir þá að viðurkenna sök eða ábyrgð,
því þá fara þeir að hljóma um of eins og
aðrir menn.
Því var hætta á að eftir hrun myndi
íslensk höfðingjastétt ekki lengur þykja
marktæk. Eitthvað varð að gera til að
sýna fram á að höfðingjarnir væru ekki
eins og hinir þrátt fyrir allt. Ráðning
Davíðs Oddssonar sem ritstjóra Morg-
unblaðsins var stórt skref í þessa átt.
Hann var flæmdur úr Seðlabankanum,
en hélt áfram að vera höfðingi fyrir því.
Reyndar benti norskur blaðamaður
mér á um daginn að það var fyrst þegar
hann frétti af þessari ráðningu sem
hann gerði sér grein fyrir að Ísland hlyti
að vera gerspillt, þó hann ætti erfitt með
að trúa því annars. Þetta, að minnsta
kosti, myndi aldrei gerast í Noregi.
Bjarnagrátur
Þessa dagana á að reka smiðshöggið á
það starf að endurreisa höfðingjaveld-
ið á Íslandi. Ef því yrði leyft að gerast
að einn af helstu höfðingjum Sjálf-
stæðismanna yrði dreginn í réttarsal
og látinn sæta ábyrgð á eigin gerðum
sem almúgamaður væri, myndi enginn
lengur trúa á ofurvald höfðingjanna.
Með réttarhöldunum einum saman
yrðu þeir samstundis gerðir að dauð-
legum verum sem eru jafn líklegar til
að gera mistök og aðrir. Og það gætu
þeir aldrei þolað.
Því er það nú að þeir reyna að koma
í veg fyrir þessi réttarhöld með öllum
tiltækum ráðum, því örlög þeirra sjálfra
eru í húfi. Það má vera að Bjarni felli
tár fyrir Geir þegar aðrir sjá til, en fyrst
og fremst hefur hann hagsmuni höfð-
ingjastéttarinnar að leiðarljósi.
„Hann var flæmdur
úr Seðlabankan-
um, en hélt áfram að vera
höfðingi fyrir því.
Alhvítt Það var fagurt um að litast í höfuðborginni í morgun. Lægð með talsverðri snjókomu gekk yfir landið í gær og flestir landsmenn hafa þurft að glíma við ófærð í kjölfarið.
Von er á leysingum um helgina. Mynd eyþór árnASonMyndin
„Það er nú ekki allur snjór farinn af götunum í Reykja-
vík, ég verð að viðurkenna það. Ég þarf kannski að
fá mér stærri trukk,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Hvernig gekk að moka?
Mest lesið á DV.is
1 Völu Grand hrósað í sturtunni Kona vatt sér upp að Völu og hrósaði
kynfærum hennar en eins og alþjóð veit
er Vala nýbúin að fara í kynleiðrétt-
ingaraðgerð.
2 Yfirgefnir bílar í hringtorgi Allt á kafi í snjó á höfuðborgarsvæðinu eftir
storminn aðfaranótt þriðjudags.
3 Miðill sagði Kim að skilja Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian
ákvað að binda endi á 72 daga hjónaband
eftir fund við miðilinn John Edward.
4 Dagur B. skellir sér út í snjóinn Dagur birti mynd á Facebook-síðu sinni þar
sem einhver hefur skellt andliti Dags og
Reykjavíkurmerkinu á snjómoksturstæki.
5 Hrossabúið til sölu: Kári vill 210 milljónir Hefur ekki lengur tíma fyrir
bústörfin.
6 Umhverfisspjöll í Mosfellsbæ Göngustígar stórskemmdir vegna utan-
vegaaksturs.
7 Agné metin sakhæf Ákærð fyrir að skilja nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi við
Hótel Frón í fyrra.
Umræða 17Miðvikudagur 25. janúar 2012
Kjallari
Valur
Gunnarsson