Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Síða 18
Magnað afmæli Valgeirs T ónlistarmaðurinn Val- geir Guðjónsson hélt upp á afmælið sitt í stútfullum Eldborgar- sal Hörpu síðastliðið sunnu- dagskvöld. Loftið var þrungið sannri eftirvæntingu þegar Valgeir steig á svið ásamt úr- valsliði valinkunnra tón- listarmanna. Fyrri hluta tón- leikanna lék hann mörg af sínum þekktustu lögum og afmælisbarnið sextuga er svo sannarlega í góðu tónlistar- formi. Inn á milli spilaði hann svo fjörugri smelli á sinn eigin hátt. Dóttir Valgeirs, Vigdís Vala, kom svo inn á sviðið og flutti frumsamið lag fyrir föður sinn og heillaði nærstadda með einkar fallegum söng og vafalaust á eftir að heyrast meira frá þessari ungu söng- konu í framtíðinni. Leikar æstust svo þegar inn á sviðið komu hver af öðrum vinir og félagar Valgeirs úr hljómsveit- unum Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum. Þarna voru komnir saman á svið margar af stærstu stjörnum íslensks tónlistarlífs, fyrr og síðar. Diddú og Egill voru frábær við hlið Valgeirs en því miður var Bjólan fjarri góðu gamni þetta kvöldið. Stuðið náði svo hámarki með ástardúett Stuð- manna og popplagi í G-dúr þar sem Stuðmenn í sinni klassískustu mynd, ásamt Röggu Gísla, rauluðu saman en langt er síðan þessi hópur hefur sést saman á sviði. Á tímabili mátti sjá að spennan á sviðinu var nokkur enda hefur oft gustað um þessa gömlu fé- laga og nokkrir þarna á meðal sem í gegnum tíðina hafa kunnað best við sig í framlín- unni. Gömlu félagarnir létu þó Valgeiri hana eftir að mestu þetta kvöldið enda hér um hans afmælisveislu að ræða. Á tímabili mátti þó greina smá baráttudans þeirra á milli en Valgeir hélt sínum stað, með gömlu vinina sér til halds og trausts. Og þvílíkt teymi! Þegar þetta fólk kemur saman þá getur bara ekkert klikkað. Það er einhver dínamísk orka sem brýst út og saman búa þau til ólýsanlega stemningu. Leik- gleðin er gjörsamlega við völd. Það voru allir í miklu stuði og afmælisbarnið sjálft var þar fremst í flokki – fór gjörsam- lega á kostum. Hvort sem um var að ræða í söng, gítarspili eða gamanmáli en Valgeir sló á létta strengi milli laga og salurinn hreifst með. Valgeir var klappaður upp að tónleik- unum loknum og tók þrjú lög til viðbótar, gestum til mikillar gleði. Lög Valgeirs eru sannar- lega menningarverðmæti enda mörg þeirra löngu orðin hluti af þjóðarsál Íslend- inga eins og heyra mátti á salnum. Afmælistónleikarnir voru mögnuð skemmtun í alla staði – með skemmtilegri afmælum sem ég hef farið í lengi. 18 Menning 25. janúar 2012 Miðvikudagur Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Tónleikar Spilaðu lag fyrir mig Valgeir Guðjónsson sextugur Tónleikar í Hörpu, 22. janúar 2012 Afmælisbarnið Valgeir lék við hvern sinn fingur á tónleikunum og var í miklu stuði. Mynd Björn BlöndAl Algeng mismæli: Kanntu línurnar? Á vefsíðunni 11points.com tekur greinarhöfundur sam- an algengustu línur kvik- myndanna sem hvað oftast er farið rangt með. Hér eru þær helstu. Field of Dreams Rangt „If you build it, they will come.“ Rétt „If you build it, he will come.“ Casablanca Rangt „Play it again, Sam.“ Rétt „Play it once, Sam, for old times’ sake, play As Time Goes By.“ The Empire Strikes Back Rangt „Luke, I am your father.“ Rétt „Obi-Wan never told you what happened to your father.“ „He told me enough. He told me you killed him.“ „No. I am your father.“ The Silence of the Lambs Rangt „Hello, Clarice.“ Rétt „Good evening, Clarice.“ Wizard of Oz Rangt „We’re not in Kansas anymore.“ Rétt „Toto, I’ve a feeling we’re not in Kansas anymore.“ Snow White and the Seven Dwarfs Rangt „Mirror, mirror on the wall, who is the fairest of them all?“ Rétt „Magic mirror on the wall, who is the fairest one of all?“ Senuþjófar og góðkunningjar n Óskarsverðlaunatilnefningar kynntar n Gæðaleikarar sniðgengnir T ilkynnt var um til- nefningar til Ósk- arsverðlaunanna á þriðjudagsmorgun en þar voru myndirnar The Artist og Hugo áberandi. Margir af góðkunningjum Óskarsins eru tilnefndir að þessu sinni, svo sem Martin Scorsese, Meryl Streep, Ge- orge Clooney, Brad Pitt og Woody Allen. Það má þó segja að senuþjófurinn sé myndin Extremely Loud and Incre- dibly Close. Myndin er til- nefnd til tveggja Óskarsverð- launa, sem besta mynd og fyrir besta leikara í aukahlutverki, Max Von Sydow. Þá hlýtur gamanmyndin Bridesmaids tvær tilnefning- ar. Melissa McCarthy er til- nefnd sem besta leikkonan í aukahlutverki og þá eru þær Kristen Wiig og Annie Mur- molo tilnefndar fyrir besta kvikmyndahandritið. Þá vekur einnig athygli Demián nokkur Bichir sem er tilnefndur fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Þessi 49 ára gamli leikari er til- nefndur fyrir leik sinn í mynd- inni A Better life. Ekki bara gleði En það eru ekki allir glaðir eftir að tilnefningarnar voru tilkynntar. Myndir á borð við Young Adult, Drive og 50/50 þóttu allar álitlegar og þóttu vera með nokkra leikara inn- anborðs sem áttu skilið til- nefningu. Talað var um Drive, sem danski leikstjórinn Nico- las Winding-Refn leikstýrði, sem eina af bestu myndum ársins og Ryan Gosling þótti sýna snilldarleik. Þá þótti frammistaða Jo- sephs Gordon-Levitt í 50/50 vera framúrskarandi en hann var ekki í náðinni hjá aka- demíunni. Tilda Swinton þótti líkleg til að hreppa tilnefningu fyrir leik sinn í We need to talk about Kevin. n Besta leikkona í aðalhlutverki Besti leikari í aðalhlutverki Helstu tilnefningar n demian Bichir A Better Life n Viola davis The Help n George Clooney The Descendants n Glenn Close Albert Nobbs n jean dujardin The Artist n Michelle Williams My Week With Marilyn n Brad Pitt Moneyball n Meryl Streep The Iron Lady n Gary Oldman Tinker Tailor Soldier Spy n rooney Mara The Girl With the Dragon Tattoo Besti leikari í aukahlutverki n Kenneth Branagh, My Week With Marilyn n jonah Hill, Moneyball n nick nolte, Warrior n Christopher Plummer, Beginners n Max Von Sydow, Extremely Loud & Incredibly Close Besta leikkona í aukahlutverki n Berenice Bejo, The Artist n jessica Chastain, The Help n Melissa McCarthy, Bridesmaids n janet McTeer, Albert Nobbs n Octavia Spencer, The Help Besti leikstjóri n Woody Allen, Midnight in Paris n Michel Hazanavicius, The Artist n Terrence Malick, The Tree of Life n Alexander Payne, The Descendants n Martin Scorsese, Hugo Besta mynd Einkunn á IMDb fylgir. n War Horse n Moneyball n The Help n The descendants n Extremely loud & Incredibly Close n Hugo n The Artist n Midnight in Paris n The Tree of life 8,1 7,4 7,9 8,2 7,8 7,18,56,27,8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.