Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2012, Síða 20
Vildi ekki mæta í Hvíta húsið n Besti hokkímarkvörðurinn í NHL mótmælti afskiptum Bandaríkjastjórnar R íkjandi meistarar í NHL- deildinni í íshokkí, Bo- ston Bruins, mættu á mánudaginn í Hvíta húsið til að heilsa upp á Bar- ack Obama, Bandaríkjaforseta. Þess konar heimsóknir eru sið- ur í Bandaríkjunum en meist- aralið koma ávallt við í Hvíta húsinu, eru heiðruð fyrir árang- ur sinn og fá hópmynd með for- setanum. Aðeins tveir Bandaríkja- menn eru á mála hjá Bruins en annar þeirra, markvörður- inn Tim Thomas, kaus að mæta ekki í heimsóknina. Thomas var valinn besti markvörður NHL-deildarinnar í fyrra og kosinn verðmætasti leikmað- ur úrslitarimmunnar þar sem Bruins höfðu betur gegn Van- couver Canauks í sjö leikjum. Hann útskýrði ákvörðun sína í yfirlýsingu á Facebook- síðu sinni. „Mér finnst Banda- ríkjastjórn hafa tekið sér of mik- il völd og ógna nú réttindum, frelsi og eigum fólksins. Þetta er gert á öllum stigum kerfis- ins. Þetta er gert þvert á það sem stendur í stjórnarskránni og framtíðarsýn forfeðra okkar á stjórn landsins. Það er vegna þess sem ég nýti minn rétt sem frjáls borgari til að mæta ekki í Hvíta húsið. Þetta snýst ekki um pólitík því að mínu mati eru báðir flokkar sekir um það ástand sem ríkir í þessu landi. Þetta var einfaldlega ákvörðun sem ég tók sem einstaklingur!“ skrifaði Thomas. Thomas hefur hvergi slegið af á yfirstandandi keppnistíma- bili og heldur áfram að vera einn albesti markvörður deild- arinnar. Saga hans er nokk- uð merkileg en hann fékk ekki almennilegt tækifæri í NHL fyrr en Boston vantaði sárlega markvörð fyrir þremur árum. Fram að því var búið að afskrifa Thomas sem flakkaði á milli liða í Skandinavíu og spilaði þar bæði í Svíþjóð og Finnlandi. 20 Sport 25. janúar 2012 Miðvikudagur Kaupir ekki neitt Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, ætlar ekki að kaupa leikmenn til að leysa þau vandamál sem liðið glímir við vegna meiðsla fjölda leikmanna. Sérstak- lega vantar liðið bakverði. „Að eyða peningum er ekki takmarkið. Það hefur aldrei verið þannig,“ segir Wenger en það þarf ekki að koma neinum stuðningsmanni Arsenal á óvart. „Við þurf- um bara að fá leikmennina okkar til baka. Okkur vantar tíu leikmenn núna. Það sáu allir hvað við gerðum í seinni hálfleik gegn Manches- ter United án allra þessara manna. Það er mikilvægt fyr- ir okkur að fá þá til baka.“ Lið fólksins byggir völl Enska hálfatvinnumannalið- ið FC United of Manchester sem stuðningsmenn félags- ins stofnuðu í mótmælaskyni við eigendur Manchester United, Glazer-fjölskylduna, er að stækka við sig. Félagið hefur fengið leyfi frá borgar- yfirvöldum í Manchester til að byggja nýjan 4,5 millj- óna punda keppnisvöll auk félagsheimilis, tvo barnavelli og gervigrasvöll í fullri stærð. FC United spilar í efstu deild Northern Premier League sem er ein af utandeildum Englands. Liðið endaði í fjórða sæti þeirrar deild- ar á síðasta ári en tapaði í umspili um að komast enn hærra í deildarkerfinu. Endurtekið efni Snæfell fær tækifæri til að hefna ófaranna í bikarkeppni KKÍ þegar liðið mætir aftur í DHL-höllina á fimmtudag- inn. Þá hefst þrettánda um- ferð Iceland Express-deild- arinnar. Sama kvöld mætast Haukar og Njarðvík að Ás- völlum og spútniklið Þórs frá Þorlákshöfn tekur á móti Stjörnunni sem er í öðru sæti deildarinnar. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Mætti ekki Tim Thomas nýtti rétt sinn sem frjáls einstaklingur. H inn afar fjarlægi draumur strákanna okkar um sæti í und- anúrslitum EM í handbolta dó endan- lega á þriðjudaginn þegar Ís- land tapaði gegn Spáni, 31– 26, í milliriðli á EM í Serbíu. Ísland fór með ótal dauða- færi á mótinu og gerði Spán- verjum oft afar auðvelt fyrir. Tapið er þó ekki alslæmt því með sigrinum færðist Spánn nær undanúrslitunum. Það er gott fyrir Ísland því ef Spánn, Króatía eða Danmörk verða Evrópumeistari hjálpar það Ís- landi gríðarlega hvað varðar andstæðinga í forkeppni Ól- ympíuleikanna næsta sumar. Ísland á einn leik eftir gegn Frakklandi sem skiptir okkur engu máli. Hræðileg færanýting Það var færanýtingin sem gerði strákunum okkar hvað erfiðast fyrir gegn Spáni. Sókn- arleikurinn gekk brösuglega til að byrja með og tæknileg mistök í sókninni gáfu Spán- verjum auðveld hraðaupp- hlaupsmörk. Varnarleikurinn var ekki góður í fyrri hálfleik og fengu stórskyttur Spánverja að rölta inn á sex metrana þar sem þær eiga ekki í miklum vandræðum með að skora. Ísland missti Spán strax allt- of langt fram úr en staðan var orðin 7–2 eftir ellefu mínútna leik. Tvö mörk á ellefu mínútu er ekki boðlegt. Seinni hálfleikur var skárri á flesta vegu. Varnarleik- ur betri, Björgvin mjög góð- ur í markinu og sóknarleikur sem slíkur góður. En nýting á dauðafærum var hræðileg og hefur sjaldan sést leikur þar sem boltinn fer jafnoft í tréverkið. Guðmundur nýtti tækifærið til að gefa nýjum mönnum tækifærið. Rúnar Kárason kom inn á og skoraði fjögur mörk í sex skotum, flott innkoma hjá honum. Kári Kristján leysti Róbert af á lín- unni sem fann sig engan veg- inn en Kári fiskaði hvert vítið á fætur öðru. Því miður gekk illa að nýta þau. Þá stimplaði Ólafur Guðmundsson sig inn með fínu marki undir lok- in. Þessir strákar fá væntan- lega enn stærra hlutverk gegn Frakklandi í lokaleiknum. Of mikið á móti svona liði „Við byrjuðum ekki nægilega vel og hleyptum þeim fram úr okkur strax. Þá var á brattann að sækja,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálf- ari Íslands, við RÚV eftir leik- inn. „Við áttum fína kafla inn á milli en þeir voru of stuttir. Allt- af þegar við erum að vinna okk- ur inn í leikinn fáum við mörk á okkur til baka. Bæði í fyrri og seinni hálfleik erum við að fara of illa með dauðafæri. Ég held við séum að klúðra einum tíu til tólf þannig. Það er helvíti mikið á móti svona liði. Þetta er sorg- legt því munurinn er á endan- um bara fimm mörk. Við náð- um að bæta vörnina í seinni hálfleik og þá kom upp mark- varsla. Við náðum aftur á móti ekki að refsa þeim neitt,“ sagði Guðmundur. Guðjón Valur Sigurðsson var ekki eins og hann á að sér í leiknum. Hann var að vanda markahæstur en nýtingin var hræðileg. Hann skoraði sex mörk í 13 skotum og brenndi af tveimur vítaköstum. „Þeir halda okkur alltaf fyrir aftan sig því við erum að klúðra mik- ið af dauðafærum. Sjálfur fór ég með nokkur. Það var frekar svekkjandi að ná ekki að byrja þetta betur. Spánverjar voru ekkert að spila neitt stórkost- lega en kannski þurftu þeir það ekkert í þessum leik. Við vorum að berjast og reyna en svona er þetta,“ sagði fyrirliðinn Guðjón Valur í viðtali við RÚV. Áfram Spánn, Króatía og Danmörk Tapið er súrsætt því stigin tvö sem Spánn hirti gera Íslend- ingum gott. Nú þarf að fara að hugsa til forkeppni Ólympíu- leikanna í Lundúnum í sumar. Eins og staðan er núna mun Ís- land vera í riðli með Spáni, sem verður á heimavelli, og ann- arri sterkri Evrópuþjóð. Vinni aftur á móti Spánn, Króat- ar eða Danir EM færist Ísland upp um eitt sæti því þau end- uðu öll fyrir ofan Ísland á HM og færu inn á Ólympíuleik- ana sem álfumeistarar. Riðil- inn sem bíður Íslands, vinni eitt af þessum þremur liðum EM, samanstendur af Svíþjóð, Japan og Chile. Svo sannarlega greið leið á Ólympíuleikana því tvö lið komast upp úr riðlinum í forkeppninni. SúrSætt tap n Spánn vann Ísland 31–26 n Gætum fengið auðveldan riðil í forkeppni ÓL 2012 Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Handbolti Flottur Kári Kristján stóð sig vel gegn Spáni. MyND ReuteRS Staðan Milliriðill 2 Lið L u J t Skor Stig Spánn 4 3 1 0 108:98 7 Króatía 4 3 0 1 113:104 6 Slóvenía 4 2 0 2 121:121 4 Ungverjaland 4 1 1 2 101:106 3 Frakkland 4 1 0 3 99:110 2 Ísland 4 1 0 3 114:117 2 Næsti leikur Miðvikudag kl. 15:10 Frakkland – Ísland Ísland – Spánn 26–31 Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 6, Rúnar Kárason 4, Kári Kristján Kristjánsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 3, Arnór Atlason 3, Aron Pálmarsson 3, Þórir Ólafsson 2, Ólafur Guð- mundsson 1, Vignir Svavarsson 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 20/2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.