Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Page 2
2 Fréttir 30. janúar 2012 Mánudagur Sex þúsund tonn af sælgæti: Tann- skemmdir of algengar Íslendingar láta ofan í sig sex þús- und tonn af sælgæti á hverju ári. Á sunnudag hófst tannverndarvik- an 2012 sem Landlæknisembætt- ið stendur fyrir en í ár er sjónum beint að sælgætisneyslu og ógn hennar við tannheilsu lands- manna. „Sælgætisneysla lands- manna er almennt mikil borin saman við önnur Norðurlönd, eða að meðaltali um 400 grömm á hvern íbúa á viku. Ljóst er að stór hluti þjóðarinnar borðar mun meira sælgæti þar sem þetta er meðaltalsmagn og ungbörn eða og eldra fólk borðar minna sæl- gæti en aðrir aldursflokkar,“ segir í tilkynningu sem embætti land- læknis sendi frá sér fyrir helgi. „Sú venja hefur skapast hjá mörgum að fá sér sælgæti til að gera sér dagamun. Í flestum mat- vöruverslunum er sælgætið selt eftir vigt í sjálfsafgreiðslu. Boðið er upp á pokastærðir sem geta tekið mikið magn og um helgar er víða veittur helmingsafsláttur. Þessir þættir geta haft mikil áhrif á það magn sem borðað er. Heildar- framboð sælgætis á ári hverju hér á landi er um 6000 tonn,“ segir í tilkynningunni. Þá segir enn frem- ur að tannskemdir séu algengari hjá börnum og unglingum hér- lendis en á öðrum Norðurlönd- um. Tólf ára börn séu að meðal- tali með rúmlega tvær skemmdir eða viðgerðar fullorðinstennur og fimmtán ára unglingar með rúmlega fjórar að meðaltali. Segir í tilkynningunni að þessar niður- stöður gefi tilefni til að efla vitund landsmanna um tannheilbrigði og góðar neysluvenjur. Þá er einnig komið inn á ábyrgð foreldra. Þannig verði for- eldrar að gera sér grein fyrir því að nýuppkomnar tennur séu sérlega viðkvæmar fyrir sætindum og slæmri tannhirðu. „Mikilvægt er að foreldrar hugleiði aðrar leiðir til að gera börnum sínum glaðan dag en að borða sælgæti.“ Tryggvi Þór á Beinni línu Tryggvi Þór Herbertsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, verður á Beinni línu á DV.is í dag, mánudag, klukkan 13. Þar mun Tryggvi Þór svara spurningum lesenda um það sem á þeim brennur. Það eina sem lesendur þurfa að gera til að spyrja spurninga er að skrá sig inn á Facebook. Allir lesend- ur geta hins vegar fylgst með þeim spurningum og svörum sem settar verða inn. Slóðin inn á beinu línuna er www.dv.is/beinlina. DV hvetur lesendur til að sýna kurteisi í orða- vali og spyrja hnitmiðaðra spurn- inga. Þ að eru um það bil fimm- tán einstaklingar sem hafa komið inn á borð til okkar sem hugsanleg fórnarlömb mansals, en þeir hafa í raun og veru spannað allan skalann,“ segir Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur í jafn- réttismálum í forsætisráðuneytinu og formaður Sérfræði- og samhæf- ingarteymis gegn mansali. Í teyminu sitja sjö aðrir frá velferðarráðuneyti, utanríkisráðuneyti, innanríkisráðu- neyti, Útlendingastofnun, lögreglu, Stígamótum og Kvennaathvarfinu. Mansalsmál erfið í rannsókn „Í einhverjum tilvikum höfum við komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri um fórnarlamb mansals að ræða. Í sumum tilvikum hafa þetta verið einstaklingar sem við höfum fengið upplýsingar um, en viðkom- andi hefur verið farinn úr landi áður en við komumst í samband við hann, þannig að við höfum átt erfitt með að sannreyna þær upplýsingar eða við- komandi hefur ekki þegið aðstoð. En nokkrir einstaklingar á okkar vegum hafa fengið viðamikla og langvarandi aðstoð sem hefur verið mjög fjöl- þætt,“ segir Hildur. Hún segir teymið fá ábending- ar, meðal annars frá lögreglunni, Kvennaathvarfinu, heilbrigðiskerf- inu og Útlendingastofnun, en einn- ig hafi fólk sem búið hafi yfir upp- lýsingum haft samband beint við teymið. Teymið hefur sjálfstætt um- boð til þess að álykta hvort það séu meiri líkur eða minni á að einhver sé fórnarlamb mansals. „Við þurfum hvorki að bíða eft- ir lögreglurannsókn né niðurstöðu dómstóla til að komast að þeirri niðurstöðu og veita aðstoð. Þetta er mjög mikilvægt vegna þess að það þýðir að við getum gripið strax til úrræða og erum líka óháð því hvort lögreglurannsókn fer fram og hvern- ig hún gengur. Það er almennt viður- kennt að þessi mál eru hrikalega erf- ið í rannsókn og í raun og veru mjög torsótt að koma lögum yfir gerendur.“ Leynileg búsetuúrræði Hún segir fjölmargar ástæður geta verið fyrir því að illa gangi að rann- saka mál og sækja til saka. Það geti til dæmis verið ótti mögulegs fórn- arlambs og vitna við að segja sögu sína og vera í samvinnu við lögreglu. Gerendur hafi oftast ógnarvald yfir þolendunum, enda séu þeir þraut- reyndir glæpamenn. Þegar mál einstaklings kemur til kasta teymisins er alltaf byrjað á því að meta hvort öryggi viðkomandi sé ógnað og hvort þörf sé á bráða- heilbrigðisþjónustu. „Sé spurningin um öryggi getur viðkomandi þurft á einhvers konar verndarúrræðum að halda. Oftast þarf að tryggja örugga búsetu. Við höfum komið upp tíma- bundnum búsetuúrræðum með leynilegum athvörfum vegna ein- stakra mála sem við síðan lokum þegar ekki er þörf á þeim lengur. Þegar öryggi einstaklingsins er tryggt reynum við að fá sögu við- komandi sem allra fyrst, því á henni byggjum við okkar mat á því hvort viðkomandi sé líklega fórnarlamb mansals. Síðan þarf að meta þörf á frekari úrræðum. Þar hefur mikil og góð samvinna okkar við velferðar- þjónustu Reykjavíkurborgar skipt sköpum, þar sem félagsráðgjafar taka í raun við stjórninni frá degi til dags. Þetta getur verið heilmikill dans því það tekur viðkomandi yfirleitt tíma að treysta einhverjum fyrir sinni sögu og okkur í teyminu. Sagan getur því verið að koma í bútum yfir langan tíma. En því betur sem við komum á móts við viðkomandi með tilboðum um aðstoð, því fyrr skapast traust.“ Ekki beinn og breiður vegur Eins og gefur að skilja geta aðstæð- ur einstaklinga sem eru fórnarlömb mansals verið mjög viðkvæmar og erfiðar. Einstaklingar sem hafa upp- lifað misnotkun, ógnanir og ofbeldi geta talið sig vera upp á gerendurna komna og ekki gert sér grein fyrir stöðu sinni sem fórnarlömb. „Á ein- hverjum tímapunkti þarf viðkom- andi að gera það upp við sig hvort hún eða hann vilji slíta tengslin við gerendur og það umhverfi sem man- salið hefur farið fram í og síðan fá hjálp til að byggja sig upp í framhald- inu. Þetta getur verið mjög viðkvæm staða og við höfum vissulega lent í því að viðkomandi hefur ekki tekist að losa sig alveg og jafnvel farið til baka. Þetta er ekki alltaf beinn og breið- ur vegur, að slíta sig út úr svona að- stæðum. Við getum alltaf átt von á bakslagi en það má eiginlega segja að þegar viðkomandi er farinn að geta nýtt sér raunveruleg uppbygg- ingarúrræði, þá séu það manneskjur sem eru mjög einarðar í því að skapa sér nýtt líf. Við höfum séð krafta- verk gerast. Að manneskja hefur haft sterka þrá til að komast út úr sínum aðstæðum og lagt mikið á sig til þess að geta nýtt sér þann stuðning sem hefur verið í boði.“ Oft löng saga um misnotkun Sá stuðningur getur meðal annars verið fólginn í sálrænni meðferð, menntunarúrræðum og starfsþjálfun en reynt er að mæta hverjum og ein- um þar sem hann er staddur og með- ferðin því sniðin að þörfum hvers og eins. „Margir þessara einstaklinga eru með langa sögu um misnotkun sem tekur tíma að vinna úr. Þessi misnotk- un hefur ef til vill farið mestmegnis fram í öðru landi og við slíkar hrika- legar aðstæður sem okkar fagfólk er ekki vant að glíma við, en það hef- ur þó gengið mjög vel. Það getur líka verið mikilvægur hluti þess að skapa sér eðlilegt líf, að koma upp eðlilegri daglegri rútínu, sem hefur ekki verið veruleiki þessara fórnarlamba í lang- an tíma. “ Nýta sér fátækt og fíkn Allir sem hafa notið aðstoðar og verndar teymisins hingað til eru af erlendu bergi brotnir en Hildur segir engan vafa leika á að íslenskar kon- ur geti verið fórnarlömb mansals hér á landi. „Þeir sem hafa komið til okkar kasta eru útlendingar, en við höfum séð vísbendingar um að ís- lenskar konur geti verið fórnarlömb mansals. Til þess að um mansal sé að ræða þurfa þrír þættir að vera til staðar. Það þarf að vera einhvers konar útvegun á fórnarlambi, og í því getur falist að finna það, flytja, afhenda, hýsa og svo framvegis. Þegar við erum að tala um mansal sem fjölþjóðlegan glæp getur þetta þýtt að það er flutningur yfir landamæri, manneskja útveguð í einu landi og flutt yfir í annað þar sem starfsemin á að fara fram. Það þarf þó ekki að fara yfir landamæri til að brot flokkist undir mansal. Í öðru lagi er það spurning um hvernig einstaklingur er fenginn í mansal, hvaða aðferðum er beitt. Má þar nefna fortölur, blekkingar, lygar, loforð sem standast ekki, til dæmis um löglega vinnu eða um vændi upp á tiltekin skipti sem síðan eru svikin. Það er beitt ýmiss konar nauðung, allt upp í alvarlegar hótanir, ofbeldi, frelsissviptingu og svo framveg- is. Gerendur nýta sér mjög oft bága stöðu viðkomandi, eins og fátækt og fíkn, en einnig trúgirni og ranghug- myndir um líf á Vesturlöndum. Í þriðja lagi er spurning hver til- gangurinn er með athæfinu. Oftast er tilgangurinn að hagnýta sér mann- eskjuna í kynferðislegum tilgangi og í ábataskyni, en það getur líka verið fyrir eigin ávinning á einhvern hátt.“ Haldið einangruðum Hún segir teymið hafa vísbendingar um íslenska karlmenn sem koma sér Hanna Ólafsdóttir hanna@dv.is Mansal 2. hluti „Þetta getur ver- ið mjög viðkvæm staða og við höfum vissu- lega lent í því að viðkom- andi hefur ekki tekist að losa sig alveg og jafnvel farið til baka. Formaður mansalsteymis Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur í jafnréttismálum í forsætis- ráðuneytinu og formaður Sérfræði- og samhæfingarteymis gegn mansali. 15 fórnar- lömbum mansals hjálpað n Fórnarlömb mansals eiga sér oft langa sögu um misnotkun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.