Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Page 4
4 Fréttir 30. janúar 2012 Mánudagur Færri óku ölvaðir í desember n Ölvunarakstursbrotum fækkar talsvert Ö lvaðir ökumenn voru færri í desember 2011 en árið 2010. Alls fækkaði brotunum um þrettán, eða ellefu prósent á milli ára. Þróunin hefur verið í þessa átt samkvæmt tölum frá ríkislög- reglustjóra en þessum brotum fækk- aði um 42, eða 28 prósent, frá árinu 2007 og fram til ársins 2011. Desember var reyndar óvenju- friðsæll mánuður árið 2011 en aldrei voru framin jafn fá hegningarlaga- brot og þann mánuðinn. Brotin voru alls 723 talsins, sem er nítján pró- sentustigum lægra en í nóvember. Að meðaltali voru þó framin 33 brot á almennum hegningarlögum á dag árið 2011, sem er þó minna en árið 2010 því samanburður á milli ára leiðir í ljós að almennt fækk- aði brotum um 32 prósent. Fækkun brota varð í öllum helstu brotaflokk- um að undanskildum fíkniefna- brotum en þar fjölgaði brotum um fimmtán prósent. Mest fækkaði hraðakstursbrotum eða um tæp 38 prósent. Minnst fækkaði brotum er falla undir ölvun við akstur, eða um fjögur prósent á milli ára. S N Y R T I S T O F A N HAMRABORG 10 SÍMI 554 4414 TRYGGVAGÖTU 28 SÍMI 552 5005 www.snyrt istofa. is HAMRABORG 10 SÍMI 554 4414 www.snyrtistofa.is Alhliða snyrting fyrir konur og karla TRYGGVAGÖTU 28 SÍMI 552 5005 S N Y R T I S T O F A N HAMRABORG 10 SÍMI 554 4414 TRYGGVAGÖTU 28 SÍMI 552 5005 www.snyrt istofa. is HAMRABORG 10 SÍMI 554 4414 www.snyrtistofa.is Alhliða snyrting fyrir konur og karla TRYGGVAGÖTU 28 SÍMI 552 5005 Munið eftir gjafakortunum fyrir jólin! Sleginn á Akureyri Lögreglan á Akureyri handtók karlmann á fjórða tímanum að- faranótt sunnudags en sá hafði ráðist á annan karlmann fyr- ir utan skemmtistað í bænum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu sló maðurinn fórnarlamb sitt þungu höggi í andlitið svo að það vankaðist. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en reyndist þó sem betur fer ekki mikið slasaður. Árásarmaðurinn var fluttur í fangaklefa en hann var talsvert ölvaður. Hann var yfir- heyrður síðdegis á sunnudag. Að öðru leyti var aðfaranótt sunnu- dags norðan heiða með rólegra móti. Lögregla hafði þó hendur í hári eins ökumanns sem grunað- ur er um að hafa ekið bifreið sinni ölvaður. Tryggir sér fé til kaupa á Iceland Malcolm Walker, forstjóri og stofn- andi Iceland Foods-verslanakeðj- unnar í Bretlandi, hefur tryggt sér einn milljarð punda, eða um það bil 193 milljarða króna, í lánsfé til kaupanna á verslanakeðjunni. Það er kanadíski lífeyrissjóður- inn AIMCo sem stendur á bak við lánið til Walkers. Walker segir í viðtali við The Sunday Times að hann og stjórn- endateymi hans hjá Iceland muni kaupa keðjuna ef rétt verð fæst. „Ef ég get keypt keðjuna með stjórnendateymi mínu, mun ég gera það fyrir rétt verð. Ef ekki munum við selja hlut okkar og snúa okkur að öðru,“ segir hann. Walker og stjórnendateymi hans á 23 prósenta hlut í Iceland. Skilanefndir Landsbankans og Glitnis vilja fá tilboð upp á 1,5 milljarða punda í keðjuna. Walker getur þó jafnað og gengið inn í hæsta tilboðið ef hann vill. DV greindi frá því í vikunni að Malcolm Walker stæði einnig á bak við kaup á brugghúsi í Borgar- nesi. Fjöldi í helstu brotaflokkum Hraðakstursbrot Jan.–des. 2010: 40.397 Jan.–des. 2011: 25.208 Þjófnaðarbrot Jan.–des. 2010: 4.920 Jan.–des. 2011: 4.002 Eignaspjöll Jan.–des. 2010: 3.000 Jan.–des. 2011: 2.464 Innbrot Jan.–des. 2010: 2.866 Jan.–des. 2011: 1.856 Ölvun við akstur Jan.–des. 2010: 1.293 Jan.–des. 2011: 1.236 Fíkniefnabrot Jan.–des. 2010: 1.537 Jan.–des. 2011: 1.771 Líkamsárás (217.–218. gr.) Jan.–des. 2010: 1.125 Jan.–des. 2011: 1.025 Ö lgerðin hefur boðið hópi bakara í þriggja daga ferð til Þýskalands. Hópurinn fór í gær, sunnudag, og kemur til baka á fimmtudag. Á boðs- listanum eru, samkvæmt heimildum DV, tveir stjórnarmenn Landssam- bands bakarameistara; þeir Jóhann- es Felixson (Jói Fel) og Jón Rúnar Arilíusson. Báðir voru þeir á lista yfir þá sem keyptu iðnaðarsalt af Ölgerð- inni. Raunar eru flestir bakararnir á listanum einnig á lista yfir þá sem keyptu hið umdeilda iðnaðarsalt. Samkvæmt upplýsingum DV býður Ölgerðin í ferðina og greiðir allt uppihald; mat, hótel og annan kostnað. Eftir því sem DV kemst næst fara að minnsta kosti fjórtán menn í ferðina en hópurinn fer á bakarasýn- ingu í Kulmbach í Þýskalandi. Einnig mun vera um að ræða einhvers kon- ar námskeið. Einn stjórnarmaður á ekki full- trúa í ferðinni Í stjórn Landssambands bakara- meistara eru fimm, sem sitja þar sem fulltrúar þeirra bakaría sem þeir starfa hjá eða eiga. Af þessum fimm bakaríum sem eiga mann í stjórn Landssambandsins verða í ferðinni menn frá fjórum. Í stjórn félagsins er Jói Fel formaður, eins og áður segir. Aðrir í stjórn eru Hafliði Ragnarsson, eigandi Mosfellsbakarís, en bakaríið á fulltrúa í ferðinni, Jón Rúnar Ari- líusson hjá Kökulist, sem fer sjálfur í ferðina, Vilhjálmur Þorkelsson, eig- andi Gæðabaksturs, en frá honum fer bakari í ferðina. Loks er í stjórn- inni Gunnar Gunnarsson, en DV er ekki kunnugt um að hann sé með í för. DV hefur nöfn 11 bakara sem sagðir eru í ferðinni. Þar af eru sjö sem starfa hjá eða eiga bakarí sem keyptu iðnaðarsalt af Ölgerðinni. Engin sárabót Jói Fel var nýlentur í Þýskalandi þeg- ar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir boðsferðina hafa verið ákveðna fyrir um fjórum mánuðum og fyrst hafi hana borið á góma síð- asta sumar. „Það hefur oft verið farið hingað áður en ég er að fara í fyrsta skipti. Þetta er svona markaðskynning fyrir okkur og ég vona að ég læri eitthvað skemmtilegt frá þessum framleið- anda. Það var ákveðið fyrir löngu að fara í þessa ferð og fyrst stakk fram- leiðandinn upp á henni síðasta sum- ar. Það var svo ákveðið að fara fyrir um fjórum mánuðum. Ferðin er því engin sárabót vegna iðnaðarsalts- málsins, enda eru hér bara nokkrir bakarar miðað við alla þá 500 sem keyptu saltið.“ Jói Fel var einn þeirra bakara sem keyptu umrætt salt. „Það er síðan annað mál að það deilir enginn um gæði saltsins. Fólk má ekki rugla þessu, saltið var skoðað og reyndist í lagi.“ Tímasetningin tilviljun Vilhjálmur Þorláksson, eigandi Gæðabakarís, keypti ekki iðnaðarsalt af Ölgerðinni og segir boðsferðina eðlilega þjónustu frá birginum sem er í þessu tilfelli Ireks í Þýskalandi. „Við borgum flugið. Þeir borga uppi- hald úti. Gistingu, fæði og halda utan um dagskrá fyrir okkur. Dagskráin og ferðin sem slík er í raun hluti af þjónustu þessa framleiðanda. Við verslum mikið við þetta fyrirtæki og ég trúi að í þessari ferð verði fjallað um aukna hollustu í brauðmeti, þar á meðal læri bakararnir um brauð- súru. Ég er spenntur fyrir því að fá að heyra meira þegar minn maður kemur aftur. Við þurfum reglulega á því að halda að endurnýja kunnáttu okkar.“ Hann segir tímasetninguna al- gjöra tilviljun. „Þessi ferð er ákveð- in fyrir löngu, tímasetningin hefur ekkert með iðnaðarsaltsmálið að gera.“ Nám en ekki skemmtun Hafliði Ragnarsson, eigandi Mos- fellsbakarís, keypti heldur ekki iðn- aðarsalt af Ölgerðinni og segir það af og frá að bakarar séu með einhverj- um hætti að haga sér ósiðlega með því að þiggja ferð eins og þessa eftir iðnaðarsaltsmálið. „Reglulega er farið í ferðir eins og þessar og þær eru bæði eðlilegar og nauðsynlegar fyrir framþróun í iðn- aðinum. Framleiðandinn eða birgir- inn kostar eitthvað af ferðinni en við borgum oftast flugið. Þarna er kynnt það nýjasta sem er á döfinni og þetta er nám en ekki skemmtiferð. Að- koma Ölgerðarinnar verður fyrst og fremst vegna tengsla við fyrirtækið.“ Andri Þór Guðmundsson, for- stjóri Ölgerðarinnar, segir ferðina al- farið í boði birgisins, þýska fyrirtæk- isins Irek. „Þeir hafa boðið bökurum í námsferðir í langa tíð. Mér finnst heldur illa komið fyrir þjóðinni ef það þykir fréttnæmt að bakarar fari í boðsferð sem þessa,“ sagði Andri Þór. „DV hefur nöfn 11 bakara sem sagðir eru í ferðinni. Þar af eru sjö sem starfa hjá eða eiga bakarí sem keyptu iðnaðarsalt af Ölgerðinni. Bakarar í Boðsferð til Þýskalands n Ölgerðin býður Jóa Fel og fleiri bökurum til Þýskalands Keypti iðnaðarsalt Jói Fel er formaður Landssambands bakarameistara. Hann er nú í Þýskalandi á vegum Ölgerðarinnar. Til iðnaðar Flestir bakararnir í ferðinni eru frá bakaríum sem keyptu iðnaðarsalt. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.