Listin að lifa - 01.06.2013, Qupperneq 7
Landsmót UMFI50+
7. - 9. júní 2013 haldið í Vík í Mýrdal
til fróðleiks og skemmtunar. Einnig er
árlega gefin út afsláttarbók, þar sem
mörg fyrirtæki gefa eldri borgurum af-
slátt af vöru eða þjónustu.
Nú erum við nýbúin að ná þeim
árangri að fá samning við Ríkið til
2ja ára, um tiltekin verkefni, þar sem
kemur fram hvaða upphæð við fáum
á fjárlögum. Par er viðurkennt og
metið að nokkru það mikla starf sem
LEB sinnir í samfélagsmálum og öll
okkar FEB-félög hvert hjá sér. LEB
er málsvari eldri borgara á landsvísu
og stjórnarmenn þurfa oft að mæta
hjá stjórnvöldum vegna þess og sinna
ólaunuðu nefndarstarfi hjá hinu opin-
bera. A annað hundrað félög hafa sótt
um að fá slíkan samning við Velferðar-
ráðuneytið, en aðeins fimmtán fengið
það ennþá. Hér hefur aðeins verið
stiklað á stóru um verkefni Landsam-
bandsins, en vonandi eru lesendur eitt-
hvað fróðari og sjá að það eru mörg og
margvísleg störf sem Landssambandið
innir af hendi.
Helgina 7. - 9. júní 2013 verður
þriðja Landsmót UMFÍ 50+ haldið í
Vík i Mýrdal.
Fjölbreytt dagskrá verður þessa helgi
þar sem áhersla verður lögð á heilsu og
hreyfingu fólks 50 ára og eldri. Mark-
mið mótsins er að skapa fólki 50 ára
og eldri vettvang til að koma saman
og keppa í hinum ýmsu
íþróttagreinum og kynna
um leið þá möguleika sem
í boði eru til þess. Keppnis-
greinar á mótinu eru þessar:
Almenningshlaup, boccia,
bridds, frjálsar íþróttir, golf,
hestaíþróttir, hjólreiðar, sýn-
ingar, línudans, pútt, ringó,
skák, starfsíþróttir, sund og
þríþraut. Allir hafa keppnis-
rétt hvort sem þeir eru í ung-
mennafélagi eða ekki.
Framkvæmd mótsins
verður í höndum Ungmenna-
félags Islands og Ungmennasambands
Vestur-Skaftafellssýslu.
Allir ættu að finna eitthvað við sitt
hæfi þessa skemmtilegu helgi. Fjöl-
mennum á þriðja Landsmót UMFÍ
50+ í Vík í Mýrdal og etjum kappi og
skemmtum okkur saman.
Minningarorð um Sigmar B. Hauksson
Á aðfangadag jóla barst okkur í
Landssambandi eldri borgara sú þung-
bæra fregn að Sigmar B. Hauksson hefði
látist þann dag á Landsspítalanum
eftir stutta sjúkdómslegu. Hann
hafði ásamt Kjartani Jónssyni
unnið með okkur s.l. ár sem ritstjóri
blaðsins Listin að lifa sem Landssambandið gefur
út til sinna félagsmanna. Nú síðast vorum við að
vinna með honum að útgáfu vetrarblaðsins sem út kom
í byrjun desember. Pað var gott að vinna með Sigmari,
hann hafði mikinn áhuga fyrir málefnum eldri borgara og
vildi leggja sitt af mörkum til að gera blaðið okkar sem best
úr garði. Þau tvö blöð sem hann hefur verið ritstjóri fyrir á
síðasta ári hafa fengið lof frá lesendum blaðsins. Við höfð-
um því gert okkur vonir um áframhaldandi farsælt samstarf.
En að slíku er ekki spurt þegar alvarleg veikindi gera vart
við sig. Sigmar hefur komið að mörgum öðrum málum um
ævina og vakið þar verðskuldaða athygli. Við í stjórn Land-
sambands eldri borgara og í útgáfunefnd Listarinnar að lifa
viljum þakka Sigmari við leiðarlok, fyrir afar gott samstarf
við útgáfu blaðsins. Við sendum börnum hans og öðrum að-
standendum innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB.