Listin að lifa - 01.06.2013, Qupperneq 8
Kerfi sem eykur þátttöku
og bætir lífssgæði
Memaxi skipulags- og samskiptakerfi
Memaxi er heitið á nýju skipulags- og
samskiptakerfi fjölskyldna. „Við höf-
um haft það að leiðarljósi í allri hönn-
un Memaxi að þjóna sem breiðustum
hópi notenda,“ segir Ingunn Ingimars
forstjóri fyrirtækisins á Islandi. „Utlit
þessa kerfis fer eftir færni og óskum
skjánotandans og þannig getur full-
virkur einstaklingur haft mánuð í
einu á skjánum og slegið sjálfur inn
alla atburði og minnismiða beint frá
skjánum. Þeim sem þjáist af heilabilun
hentar jafnan betur að horfa eingöngu
á einn dag í einu og aðstandendur og
aðrir umönnunaraðilar aðstoða þá
með því að setja inn atburði og miniv
ismiða í gegnum læsta vefsíðu Memaxi.
Kerfið virkar þannig að Memaxi skjá-
forrit er sett inn í tölvu með Windows
stýrikerfi og er henni komið fyrir á
heimili skjánotandans. Skjáforritið
sýnir klukku, tíma dags, vikudag, mán-
aðardag og ár. Skjáforritið sýnir einnig
dagskrá dagsins og næstu daga og birtir
ýmis skilaboð á skjánum. Gestabók er
innbyggð í kerfið og því auðvelt fyrir
aðstandanda að skrá heimsókn sína í
gestabókina beint frá skjánum. I kjöl-
farið sendir Memaxi kerfið tilkynningu
með SMS eða tölvupósti til annarra
aðstandenda svo þeir sjái hver var í
heimsókn og hvenær. Skype® mynd-
símtöl eru einnig innbyggð í kerfinu
svo fjölskylda og vinir geta verið í sam-
bandi með myndsímtölum hvort heldur
innanlands eða utan.“
-Er flókið að læra að nota kerfið?
„Viðtökuprófanir og samtöl við að-
standendur hafa kennt okkur að kerfið
þykir afar einfalt í notkun og líkast til
býr enginn núverandi skjánotandi okk-
ar yfir fyrri tölvukunnáttu. Skjánotand-
inn sér bjart, einfalt dagatal með upplýs-
ingum um daginn í dag og ræður alfarið
hvort hann ýti á hnappa á skjánum til
að skoða frarn í tímann eða ekki. Mikil
vinna hefur verið lögð í hönnun við-
mótsins til að hafa það sem einfaldast.
Einnig eru margar stillingar í kerfinu
Ingunn lngimars
forstjóri Memaxi á Islandi
í dag 13:00
Sjúkraþjálfun
Styrktar- og jafnvægisæfingar
Skjámynd úr kerfinu þar sem minnt er á
dagskrárlið fjölskyldumeðlims.
svo hægt sé að aðlaga skjáinn hverjum
og einum, t.d. fela eða birta hnappa
o.s.frv., því frá upphafi var ljóst að
kerfið þyrfti að vera afar sveigjanlegt til
að svara þörfum og getu hvers notanda.
Memaxi vefsíðan fyrir aðstandendur er
aukinheldur einföld í notkun og eru þar
settir inn dagatalsatburðir, upplýsingar
og skilaboð.
-Hvað kostar uppsetningin/áskrift fyrir
heimili?
„Kostnaðurinn er þríþættur, hug-
búnaðaráskrift, Internet-áskrift og
tölvubúnaður. Memaxi hugbúnaðurinn
kostar 3.000 kr. á mánuði fyrir einn
skjánotanda, óháð því hversu margir að-
standendur nota Memaxi vefsíðuna til
að færa inn og lesa upplýsingar eða nota
Skype til að tala við skjánotandann.
ADSL Internet-áskrift er hægt að panta
hjá síma- og fjarskiptafyrirtækjum og er
mánaðargjald frá um 3.800 kr á mánuði
og stærsti kostnaðarliðurinn er svo tölvu-
búnaðurinn og býður Memaxi bæði
mánaðarleigu á tölvu fyrir 9.500 kr. á
mánuði og tölvukaup á bilinu 125.000-
190.000, allt eftir skjástærð og getu tölv-
unnar“ segir Ingunn. Fyrirtækið hefur
lagt inn formlegt erindi til Sjúkratrygg-
inga íslands um að rædd verði möguleg
aðkoma þeirra og greiðsluþátttaka til
að gera fleirum kleift að nýta Memaxi.
7:30 Vakna og fara á fætur |\/Búið |
9:00 Morgunlyfin N , |XEkki búiö | I
miðvikudagur
Dagur
12:00 Hádegismatur
13:30 Hringja í Grétu 33
18:30 Þorsteinn kemur
Ýta hér til aö sjá
viku
| 31. ágúst 2011
Fríða og Halldór eru í Berlín og ko
MlMAXl
■
8