Listin að lifa - 01.06.2013, Síða 14
Kvöldlestur með barnabarni
um Skype eða FaceTime eða álíka
samskiptaforrít, þegar þráðlaus
búnaður er til staðar og aðgengi
að tækjum. I raun eru möguleikar
velferðartækninnar miklu meiri
en okkur óraði fyrir og talsvert
af ónotuðum möguleikum hafa
sýnt sig vera til staðar í nánasta
umhverfi. Rafræn sjúkraskráning
er svo enn annar þáttur innan vel-
ferðartækninnar. Sérstakur hluti
í þróunarverkefninu er síðan að
reynsluprófa Memaxi hugbúnað-
inn fyrir nokkra íbúa og kanna
virkni hans og áhrif inni á heinv
ilinu.
Ahugaverður og raunar ögrandi
þáttur í þessu verkefni reynist vera við'
horf til notkunar nýjust tækni meðal
eldra fólks. Þar örlar á viðhorfum um
að venjubundin notkun yngra fólks á
tölvu- og samskiptatækninni, eigi ekki
með sama hætti við um eldra fólk.
Það var því ómetanlegur stuðningur
sem fólst í styrkveitingu Samherja hf.
þegar þeir veittu myndarlegan styrk til
að vinna að framgangi velferðartækni
áÖA.
I undirbúningi verkefnisins á ÖA,
hefur orðið enn ljósara en áður
hve mikilvægt er að hugað verði að
framþróun á sviði velferðartækni í
öldrunarþjónustu hér á landi og á
Norðurlöndunum. Sú þróun mun
skipta sköpum fyrir velferð og lífsgæði
eldra fólks í framtíðinni, bæði innan
stofnana og í heimahúsum.
Um miðjan apríl sl. lögðu
norðmenn fram nýja stefhu-
mótun í málefnum aldraðra.
Þar er með skýrum hætti dregin
upp mynd af umfangsmiklum
breytingum með aukinni velferð-
artækni og fullyrt að óbreyttar
áherslur dugi ekki til, til að mæta
þörfum framtíðarinnar.
Velferðartækni í þjónustu
við eldra fólk mun því að lík-
indum skipa veigamikinn sess í
umræðu næstu ára hér á landi
og því er nauðsynlegt að for-
ystusveit LEB taki virkan þátt
í þeirri umræðu og fylgist með
norrænu samstarfi.
Ahugasömum er bent á:
da.wikipedia.org/wiki/
Velf%C3%A6rdsteknologi
www.nordicwelfare.org/Publikatio-
ner/
www.voutube.com (leitarorð: velfær-
dsteknologi, digitalvelfærd)
www.memaxi.is
Öll fjölskyldan tengist með Memaxi
Dagatal með áminningum
Myndsímtöl
Gestabók
Ljósmyndir frá fjölskyldunni
Yfirlit og skipulag
memaxi
www.memaxi.isj fyrirspurn@memaxi.is | 415 2520
14