Listin að lifa - 01.06.2013, Blaðsíða 16
Fræðsluhornið
Bryndís Steinþórsdóttir
Ágætu lesendur. Látum ekki deigan síga og vinnum að því sem okkur gengur vel við og höfum
ánægju af. Leitumst við að vera skemmtileg og sjarmerandi gamalmenni eins og ein leikkona
komst að orði í útvarpsviðtali þegar hún var spurð um efri árin. Skrifum hjá okkur helstu við-
fangsefni dagsins ef þörf krefur og virðum tíma okkar og annarra.
Hér koma nokkrar uppskriftir og leiðbeiningar sem þættinum hafa borist:
Gulrótasúpa frá Sigrúnu
1saxaður laukur
500 g gróft rifnar gulrætur
2 tsk rifinn ferskur engifer
Vi blaðlaukur í sneiðum
2 msk matarolía
1 tsk karrý
1 Vi 1 vatn eða grænmetissoð
2-3 grænmetisteningar
Mýkið lauk og gulrætur i matarolíunni,
bætið kryddinu saman við.
Sjóðið í 40 mínútur og maukið.
Berið súpuna fram með ferskum kori-
ander, sýrðum rjóma og nachos
flögum eða grófu brauði.
Sænskir kartöfluklattar.
4 meðalstórar kartöflur
2msk mjólk
1 msk hveiti eða heilhveiti
Vi tsk lyftiduft
20 g smjör
2 þunnar flesksneiðar
(smátt saxaðar) eða annað reykt kjöt
1 litil laukur, smátt saxaður
1 meðalstórt epli
(afhýtt og rifið eða smátt saxað)
1 msk saxaðar kryddjurtir
Salt og pipar eftir bragði
1 msk matarolía
Bræðið smjörið og léttsteikið flesk og
lauk. Bætið epli og kryddi saman við.
Maukið kartöflurnar með mjólkinni.
Blandið öllu saman ásamt mjöli og
lyftidufti í þykkt deig sem mótað er í 6
flatar kökur (klatta).
Látið bíða í kæli í eina klst. þá verða
kökurnar þéttari og auðveldara er að
steikja þær í matarolíunni.
Berið fram með t.d. grænu salati.
Heitt rúllubrauð
frá Guðrúnu
1 rúllubrauð
1 dós sveppaostur (250 g)
3 msk mayones
Vi tsk grænmetiskraftur
(leystur upp í dálitlu heitu vatni)
200 g skinka söxuð
1 lítil dós aspas (smækkaður ef þarf)
Ollu blandað saman og smurt á brauð-
ið sem rúllað er upp með samskeytin
niður. Hrærið saman Vi dl af mayonesi
og Vi dl af sýrðum rjóma og smyrjið
utan á brauðið.
Stráið rifnum osti og dálitlu papriku-
dufti yfir brauðið.
Bakið í ofni við 180° í um 30 mín.
Melónur
Það er vinsælt að bera fram melónu-
bita og ef til vill vinber með kökum á
kaffiborðið. Melónur eru einnig góðar
í margskonar salöt.
Fíflahunang
frá Guðlaugu G.
50 nýir fíflahausar (blóm)
2 sítrónur í bitum
300 g sykur
Hausarnir eru settir í kalt vatn og
hreyfðir svo allar flugur fari örugglega
úr þeim. Skiptið um vatn ef þörf er.
Vatnið er síað frá og hausarnir soðnir
með sykri og sítrónum í 3 klst. Sigtað
og safinn pressaður vel úr (hann á að
vera tær). Sett síðan í hreinar krukkur
með loki.
Tehetta frá Rannveigu S.
Efni:
Þrefaldur plötulopi
Hringprjónn og sokkaprjónar nr. 6.
Fitjið upp 96 1 og prjónið í hring
sl. prj. 7 sm. Þá er prj. mynstur sem
hver getur valið eftir sinni ósk og
getu. Þegar hólkurinn er orðinn 20
sm frá uppfitjun er tekið úr þannig:
Prj. 14 1 og 2 saman alla umf. Prj. 2
umf. án úrtöku. Prj. 13 1 og 2 saman
alla umf. Þannig fækkar um 1 1 milli
úrtaka. Skiptið yfir í sokkaprj. þegar
þörf krefur. Prj. alls 6*2 umf. á milli,
4*1 umf. á milli úrtaka, takið þá úr í
hverri umf. þar til 8 1 eru eftir. Þeim
skipt á 2 fínni prjóna og prj. „halar“
með öðrum lit þannig að byrjað er allt-
af frá sama enda prjónsins. Þá myndast
rúlla sem gott er að toga vel í til að
brúnirnar falli saman. Þegar „halarnir“
mælast 12 sm er garnið slitið og dregið
gegn um 1. Halaendunum stungið ofan
í gatið (þannig að myndist 2 hankar),
þeir saumaðir fastir og gatið saumað
saman. Faldur (4 umf.) brotinn inn á
neðri brún og saumaður laust niður.
16